Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 4
Lokaorustan er að hefjast f Eþfópíu — Sómalir hófu stórsókn f gœr Rœningjar í New York Fjórir menn vopn- aðir skammbyssum ruddust í gær inn í hið rándýra Sherry Netherland hótel í New York og rændu yfir sjötíu geymslubox gestanna. Mennirnir voru með hár- kollur og fölsk skegg, og handjárnuðu fjóra starfs- menn hótelsins áður en þeir hófu að opna boxin. Lög- reglan var i morgun að yfir- heyra gestina til að fá að vita hver verðmæti þeir geymdu þar. Talið er að i boxunum hafi verið skartgripir og önnur verðmæti fyrir hundruð þús- unda dollara. Sómalir hafa hafið stórsókn til að ná á sitt vald fjöllunum í Austur- Eþiópíu. Talið er að þessi orrusta muni ráða úrslitum um hvernig stríðinu lyktar, en það hefur nú staðið i þrjá mánuði samfleytt, með miklu mannfalli á báða bóga. Sómalir hafa þó haft sýnu betur. Áreiðanlegar heimildir herma að Sómalir stefni nú einkum að þvi að ná á sitt vald járnbrautar- miðstöðinni Dire Dawa, þar sem einnig er mikil herstöð. Ef þeim tekst það er striðið nánast unnið, þvi að Eþiópiu- menn geta ekki komið birgðum til hersveita sinna eftir öðrum leiðum. Flugher Eþiópiu gerði harðar árásir á innrásarliðið i nóttog i morgun, en ekki er vitað hvort það var nóg til að stöðva sóknina. Það er heldur ekki vitað með vissu hversu virkur flugher Eþi'ópiu er. Hann hafði i vopna- búri sinu bandariskar flugvélar, flestar af gerðinni F-5, þar til Bandarikjamenn voru reknir úr landi, skömmu eftir að Mengistu ofursti hrifsaði til sin völdin. Flugherinn hefur misst töluvert margar flugvélar i bardögunum siðustu mánuði. t staðinn hefur hann fengið MiG-þotur frá Sovét- rikjunum, en það tekur tölu- verðan tima að þjálfa fhigmenn til að fljúga nýrri gerð, og timi er nokkuð sem Eþiópia hefur ekki mikið af. Fréttamenn i Djibouti segja frá þvi að i gær hafituttugu kúbansk- ir hernaðarráðgjafar særst, þegar flutningabifreið sem þeir voru i lenti á jarðsprengju i nánd við Dire Dawa. Þetta er i fyrsta skipti sem skýrt er frá þátttöku kúbanskra hermanna i striðinu. Af hverju dó Howard Hughes? Bandariskur dóm- stóll hefur hafið rannsókn á þvi hvemig það mátti vera að milljarðamæringurinn Howard Hughes var jafn-likamlega illa á sig kominn og raun bar vitni, þegar hann dó, þrátt fyrir að hann væri umkringdur læknum og aðstoðarmönnum. Hughes var ekki nema fjörutiu og eitt ki'ló þegar hann lést, tennur hans voru allar skemmdar og hann hafði lækk- að um fimm sentimetra. Þá vill dómstóllinn einnig fá að vita hvar Hughes fékk eiturlyf sem hann tók mikið af siðustu árin. Rannsóknarlögreglumenn sem hafa málið til meðferðar segja að Hughes hafi tekið allt að fjörutiu milligrömm af valium, daglega, og oft sprautað kókini inn i æð. Hughes dó um borð I einka- þotu sinni fimmta april á sið- asta ári. Mexikanskur læknir sem skoðaði hann skömmu áð- ur, segir að hann hafi gefið fyrirmæli um meðferð sem hefði getað haldið lifinu I milljarðamæringnum i margar vikur. Tvöhundruð þúsund hermenn tóku þátt i haustæf- ingum NATO i Vestur-Þýskalandi. Sveitirnar héldu sig aðallega upp til sveita og það var þvi kannski ekki nema von að börnin i nærliggjandi þorpum væru farin að horfa meira á ljósmyndar- ana en skriðdrekana sem þau hjóluðu framhjá. Hughes við stjórnvölinn á risaflugbát sfnum: „The Spruce Goose”. GEIMFARARNIR KOMNIR AFTUR TIL JARÐAR Rússnesku geim- fararnir tveir i Soyus-25, lentu mjúkru lendingu í Kazakstan héraði í sovésku Mið-Asiu, um dögun i morgun. Menn- irnir tveir voru við bestu heilsu, að sögn útvarps- ins i Moskvu. Ekki er búið að skýra frá þvi hvað fór Urskeiðis þegar tengja átti geimfarið við geimstöðina Salyut-6, en skömmu eftir að það mistókst var tilkynnt að geim- fararnir myndu snúa strax heim. Menn höfðu nokkrar áhyggjur af þessu þar sem talið var að ein- hver alvarleg bilun hefði orðið fyrst geimförunum var skipað strax til jarðar. Hver sem bilunin var virðist lendingin I morgun hafa tekist vel. Þessi ferð er öll hin mestu von- brigði fyrir Rússa, sem bæði eru að halda upp á sextiu ára byltingarafmæli og tuttugu ára afmæli Spútniks, fyrsta gervi- tunglsins. Talið er vi'st að geimfararnir tveir hafi átt-að vinna ymis afrek I geimnum af þessu tilefni, og reyna að setja sem flest ný met. Þetta er reyndar ekki I fyrsta ski'pti sem Rússum gengur illa að tengja við Salyut. Enn einn loftbelgurinn á leiðinni yfir hofið Enn hafa tveir Banda- rikjamenn lagt af stað i loftbelg frá heimalandi sínu og ætla að reyna að fljúga á honum yfir Norður-Atlantshafið. Þeir lögðu upp frá Bar Harbour i Maine, i gær. Ofurhugarnir heita Charles De- wey Reinhard, 47 ára, sem er belgstjóri og Charles Anderson, 44 ára, aðstoðarbelgstjóri. Þeir félagar sögðu við brottför- ina að þeir vonuðust til að lenda einhvers staðar á milli Noregs og Norður-Afriku eftir fjóra til sex daga eftir þvi hvernig vindar blása. Belgur þeirra er heimatilbúinn ogundirbúningur hefur kostaðþá um fjórðung milljónar dollara. Siðasta tilraunin til belgflugs yfir Atlantshafið endaði sem kunnugt er með þvi að þeir Abruzzo og Maxie Anderson lentu i sjónum út af ísafirði. Þeir voru svo heppnir að varnarliðsþyrla beið eftir þeim tii að hirða þá upp. Fimm aðrir hafa ekki verið jafn-heppnir, og látið lifið við að reyna að komast á loft- belg yfir Norður-Atlantshafið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.