Vísir - 11.10.1977, Page 10

Vísir - 11.10.1977, Page 10
10 Þriöjudagur 11. október 1977. VTSIR VÍSIR útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Ðragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur G. Pétursson. Umsjón meö Helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Blaöamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jón Oskar Hatsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylf i Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö Ritstjórn: Síöumúla 14. Sími 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf. Alvörubaráttu verður ekki lengur skotið á frest Jón Skaftason þingmaöur Reyknesinga skrifar at- hyglisveröa grein um verðbólguvandamálið i Tímann siöastliðinn sunnudag. Erþartalaðaf meiri skynsemi og alvöru um þetta efni en venjulegast er í stjórnmálaum- ræðum. Greinin er þörf áminning í upphafi þings. Þingmaðurinn gagnrýnir stjórnmálaflokkana fyrir það að hafa í verki látið önnur markmið sitja í fyrirrúmi en ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hann bendir á, að ýmsir forystumenn í stjórnmálum segist vilja vinna gegn verðbólgu og raða framkvæmdum eftir mikilvægi í þvi skyni að auka ekki á þensluna í þjóðfélaginu, en standi samtimis að því að sprengja allar fyrirstöður. i grein sinni segir Jón Skaftason orðrétt: „Ég fæ nefnilega ekki betur séð — og styðst þar við nokkuð langa þingsetu reynslu — en það sé sammerkt öllum flokkum að þeir skipi því ekki i fyrstu röð sem mestu varðar við ríkjandi aðstæður, þ.e. fylgja jafnvægisbúskap og standa fastir gegn óðaverðbólgu". Varla verður um það deilt, að hér er komið að kjarna málsins. Sannleikurinn er sá, að baráttan við verðbólg- una hefur meir verið í orði en á borði. Á meðan svo er kemur ekkert í veg fyrir áframhaldandi efnahagslega ringulreið í landinu með stöðugt versnandi lífskjörum, hvað sem menn hækka launin í krónum talið. Jón Skaftason bendir réttilega á, að íslenska krónan er einhver aumasti gjaldmiðill sem þekkist. En meðal þró- aðra þjóða sé sterkur gjaldmiðiII stjórntæki við upp- byggingu atvinnuveganna. „Hér er þetta tæki mátt- laust", segir Jón, og „nef ndir og ráð, sem eiga að koma i staðinn í okkar pólitíska kunningsskaparlandi bregðast meira eða minna". Þá heldur þingmaðurinn því fram og hefur talsvert til síns máls, að skortur á stefnumörkun um þróun atvinnu- lifsins, þar sem úrlausnir miðist við heildina, en ekki einstaka aðgangsharða þrýstihópa, hafi valdið miklu um óheillaþróun verðbólgunnar. I því sambandi bendir hann m.a. á nauðsyn þess að færa til lánsfé þannig að því sé varið til þeirrar starfsemi, er skilar mestum arði. Jón Skaftason segir að ástæða sé fyrir Alþingi og rikisstjórn að skoða opnum huga, hvort það þjóni þjóðar- hagsmunum að halda áfram að greiða ótalda milljarða króna með útfluttum landbúnaðarvörum, hvort halda eigi áfram að stórauka fiskiskipaf lotann við ríkjandi að- stæður, hvort belgja eigi út þjónustustarfsemi af ýmsu tagi eins og verið hefur, hvort starfrækja eigi eins víð femt og dýrt fyrirgreiðslukerfi og nú er í gangi og hvort reka eigi rikisstjóð ár eftir ár með halla, sem banka- kerfið jafnar með því að takmarka lán til atvinnuvega- uppbyggingar. Allt eru þetta áleitnar spurningar, sem stjórnmála- flokkarnir hafa of lengi skotið sér undan að svara. Þær eru vissulega ekki nýjar af nálinni. En það er orðið knýj- andi að fá við þeim svör. Það þarf ekki endilega að ger- ast með uppgjöri við hagsmunahópana, það gæti allt eins gerst með samvinnu sé viljinn fyrir hendi. Það er Alþingis og ríkisstjórnar að hafa forystu um að uppræta verðbólguna. Þetta blað tekur því undir með Jóni Skaftasyni, þegar hann segir, að Alþingi og ríkis- stjórnir geti ekki lengur skotið því á frest að taka upp al- vörubaráttu gegn verðbólgunni og sama gildi um aðra aðila, er áhrif hafi í þessum efnum. Þetta eru orð að sönnu, og kjósendur ættu að veita þeim stjórnmáialegan stuðning, sem sýna í verki að þeir vilja vinna að heilbrigðri efnahagsstefnu gegn verð- bólgu. Ur ieik íslands og Kína i Laugardalshöllinni. Kinverska liðið hélt utan á sunnudag og fór stystu leið til Peking. „ Látum f rekar skora hjá okkur, en að meiða and- stæðinginn" — Eitthvað í þessa áttina hljómuðu fyrirsagnir á kynningar- greinum dagblaðanna um kínverska handknattleiks- landsliðið um það leyti sem það kom hingað til lands. Mönnum þótti þessi setn- ing gefa til kynna heldur undarlegan hugsunarhátt, grátbroslegan og barna- legan. Eða þá að þessu var ekki trúað og talað um hræsni. Blaðamönnum Vísis gafst tækifæri til þess um helgina að ferðast með Kínverjunum eina dag- stund. Tungumálaerf ið- leikar komu í veg fyrir að náin kynni tækjust með þeim og íslendingum sem í förinni voru en þó það náin að blm. sannfærðist um að setningin hér að ofan er engin hræsni. Og hann er líka efins um að andstæð- an: „Meiðum frekar andstæð- inginn, en að láta skora hjá okkur", sé heilbrigðari hugsunarháttur. Glaðlegir menn Þaö var engum stjörnukom- plexum fyrir að fara meðal liðs- manna þessa landsliðs. Frá þvi snemma á laugardagsmorguninn og þar til ferðinni lauk voru þeir með fádæmum vingjarnlegir og glaðlegir svo mjög að ofur venju- legir Islendingar virka sem hreinustu durtar á eftir. Rúnar, fjögurra ára sonur hans Jens ljósmyndara, kunni að minnsta kosti vel að meta kátinu þeirra. Frá fyrstu minútu léku þeir við hann og skemmtu sér að þvi er virtist jafn vel og Rúnar, sem skrikti af ánægju, þótt hann skildi ekki bofs i þvi sem þeir voru að segja honum. Alls komu fimmtán leikmenn hingað til lands. Með þeim komu tveir þjálfarar, læknir og farar- stjóri. Blm. ræddi litillega við fararstjórann, Huang Ching- Kang meðan langferðabifreiðin brunaði yfir snævi þakta Hellis- heiðina, Sheh Yun-Kang, ungur maður sem dvalið hefur á Islandi i fjögur ár, nú siðast sem sendi- ráðsstarfsmaður, túlkaði. Komum við í Rúmeníu ,,Já, við komum alla leið frá Peking i þeim tilgangi að leika við' islenska liðið”, sagði Huang Ching-Kang. ,,Á leiðinni hingað höfðum við þó stutta viðdvöl i Rúmeniu og lékum þar nokkra æfingaleiki við félagslið, jafn- framt þvi að stunda æfingar”. ,,Við erum mjög ánægðir með Eftir dálítið óstillta og vætusama veðráttu einkenndist síðasta vika af austanstillum. Eina regn- dembu gerði í vikunni, á sunnudagskvöld, en annars hef ur varla komið dropi úr lofti í höfuðborginni. Að mestu hafa sól og stjörnur skipst á að skemmta fólki, hélumorgnar með austan- andvara og gullin kvöldský yfir Faxaflóa. í Borgar- firði var svona veðrátta kölluð austræningur og þótti veðra best. Einu sinni kom þetta orð fyrir í veðurlýsingu hjá mér til fréttastofu útvarpsins. Þetta var á kaldastríðsár- unum, þegar móðureyru ráðherranna voru afar þunn, og fréttamenn töldu ekkert vit í að íþyngja þeim hiustunartækjum með svo ískyggilegu orði, heldur strikuðu það snar- lega út og breyttu í flatneskjuna austlæg átt, sem tæplega felur í sér neitt af dásemdum aust- ræningsins. Þá kom upp í mér strákurinn og ég not- aði þetta talsvert í skýrsl- um mínum til fréttastofu næstu daga, en allt kom fyrir ekki, og ef þetta hættulega nafn á góðviðri slapp fram hjá frétta- mönnum, tók þulurinn að sér aftökuna, því að hann hafði verið varaður við. UR VEDURBÓK VIKUNNAR Póll Bergþórsson, veðurfrœðingur skrifar um veðrið i nýliðinni viku og segir meðal annars fró tilraunum sínum til þess að skreyta veðurlýsingar útvarpsins með orðinu „austrœningur", en fréttamenn og þulir komu i veg fyrir að þetta orð nœði ^eyrum ráðherra. . Þetta hljómar eins og saga frá Sovét, en er samt dag- satt. Stúlkur læra til bónda Sunnudagur. Eftir bjartan ’morgun dregur blikur á loft vegna lægðar á Grænlandshafi og um kvöldið dembir hann úr sér 4.5 millimetrum rigningar, sem koma upp úr regnmælinum morguninn eftir, en það er venja að telja hverjum degi þá rign- ingu, sem mælist klukkan 9 að morgni dags. Meðan þessu fer fram, verður vart ýmissa hrær- inga á þjóðlifinu. Hvanneyrar- skóli er settur. Þar sitja nú 19 stúlkur, sem eru að læra til bónda. Ekki verður ólagið á búskapnum hjá þeim. Prófkjör krata til borgarstjórnar er i full- um gangi, lika eru gangnamenn BSRB að reka fé sitt til réttar. Keppni fer fram i þrælareið á bil- um, hvalvertið lýkur. Fjarri þessum gauragangi vinnur Sigriður Ella listsigur i Nape Molding. Hálfhvít fjöll Mánudagur. Nú er hætt að rigna, loft er skýjað og milt Þótt vindur sé ekki hvass hér i borginni, er strekkingur viða annarstaðar. Það er i þessari átt, sem íslands- fjöll draga mjög úr veðurhæð á Reykjavikursvæðinu. A Húsavik finnst þeim kuldalegt, hvitt niður i mið f jöll en þar hafði tiðin leikið við þá i september. Málflutningur hefst i Guðmundar- og Geirfinns- málum mjög i sama mund og Indira kerlingin Gandi er hand- tekin. Sjaldan hefur nokkur látið leiða sig glaðari i dýflissu, gott ef hún hefur ekki tautað fyrir munni sér svarið fræga við spurning- unni: Hvað brast so hátt? — Noregur úr hendi þér konungur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.