Tíminn - 03.06.1969, Page 9
MUÐJTJDAGUTt 3. íúní 1969.
TIMINN
9
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
F'>-»nikvæmdastj6ri: Kristjön Benediktsson Kitstjórar pórarmn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson lón Helgason ob indriði
G Þorsteinsson Fulltnii ritstjórnair Tómas fíarlsson Auglýs
tngastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjórnarskrtfstofur t Eddu
húsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræt) 7 AJ
greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrlfstofui
sími 18300 Askrtftargjald kr 150.00 á mán lnnanlands -
f lausasölu kr 10.00 eint — Prentsmfðjan Edda h.f
Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri:
Hvar eru nú öll fögru orð-
in um vísindamenn okkar?
Þjórsárver og orku-
rannsóknirnar
íslenzkir og erlendir fuglafræðingar vekja um þessar
mundir athygli á því, að varpstöðyar heiðagæsarinnar í
Þjórsárverum myndu fara undir vatn, ef framkvæmdar
væru ráðagerðir um virkjun Þjórsár á Fjórðungssandi
móts við Norðlingaöldu. Heiðagæsin verpir aðeins á ís-
landi, Svalbarða og Norðaustur-Grænlandi og mun lang-
mesta heiðagæsavarþ í heiminum vera í Þjórsárveru'm.
í sambandi við framhaldsvirkjun Þjórsár eru nú tvær
ráðagerðir á prjónunum. Hin fyrri er sú að virkja
Tungnaá við Sigöldu með Þórisvatn sem vatnsmiðlun og
verður unnið 1 sumar að rannsóknum á skilyrðum þar,
því að stefnt er að því að þar verði næsta stórvirkjun á
eftir Búrfellsvirkjun. Síðari ráðagerðin, sem er miklu
stærri og umfangsmeiri, er að virkja Þjórsá móts við
Norðlingaöldu, en við það myndi Þjórsárver fara undir
vatn, eins og áður segir. Hannsókn á þeirri virkjun mun
enn skammt á veg komin.
Mál fuglafræðinganna rifjar það upp, að alltof lítið
kapp er lagt á alhliða rannsókn meiriháttar orkuskil-
yrða í landinu. Á undanfömum árum hafa rannsókn-
imar beinzt nær einhliða að Þjórsársvæðinu, fyrst vegna
Búrfellsvirkjunar og nú vegna fyrirhugaðrar Sigöldu-
virkjunar. Þessu næst virðist áhuginn beinast að virkj-
un við Norðlingaöldu. Vegna skorts á fiármagni, hafa
rannsóknir á öðram meiriháttar virkjunarskilyrðum orð-
ið að mæta afgangi.
Jakob Gíslason orkumálastjóri vakti sérstaka athygli
á þessu í erindi, sem hann flutti á fundi í Verkfræð-’
ingafélagi íslands á síðastl. hausti. Hann sagði m. a.:
„Líklegt er, að í öðram landshlutum, svo sem t. d. í
Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungi séu fyrir hendi
skilyrði til ódýrra stórvirkjana, sem ekki standa að baki
ýmsum virkjunum sunnanlands til vinnslu orku fyrir
stóriðju, en koma ekki til álita meðan vitneskja um
virkjunarskilyrðum era ófullnægjandi. Veraleg frestun á
virkjunarrannsóknum í þeim landshlutum getur því
orðið til þess að útiloka þá frá hagnýtingu vatnsafls,
þótt skilyrði væra góð frá náttúrannar hendi.“
Ábending fuglafræðinganna er ný hvatning til þess
að hafizt sé handa um víðtæka rannsókn fleiri meiri-
háttar virkjunarskilyrða en á Þjórsársvæðinu, svo að fyr-
ir liggi sem fyrst samanburður á því, hvemig hagkvæmt
sé að haga næstu virkjunarframkvæmdum. Framsóknar-
menn fluttu á seinasta þingi tillögu um að slíkum rann-
sóknum yrði hraðað sem allra mest. Hún dagaði uppi.
Hér er vissulega um svo mikilsvert mál að ræða, að það
má ekki „daga uppi“ lengur.
Ráðherradekur
•
o.vo virðist sem fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps
líti meira á sjómannadaginn sem dag ráðherra en dag
sjómanna. í hljóðvarpinu var sagt allítarlega frá ræðu,
sem Eggert Þorsteinsson flutti, en ekkert frá ræðu full-
trúa sjómanna, en ræða hans er að sjálfsögðu aðalræða
dagsins. Sjónvarpið fór í sömu slóðina og sýndi Eggert
iengi á skerminum, en ekki ræðumann sjómanna. Þetta
er lítið dæmi þess, hvernig umræddar fréttastofur
„snobba“ fyrir ráðherranum. Á þetta er bent hér, ef
það mætti verða til þess, að fréttastofurnar myndu
betur eftir fulltrúum sjómanna í framtíðinni. Þ.Þ.
„VÍSINDIN EFLA ALLA
DÁГ hefur lengi verið við-
kvæðið á hátíðarstundum
menntunar og þekkingar. Og í
vaxandi mæli hafa fögur orð
um vísindin og þýðingu þeirra
fyrir þjóðarbúskapinn orðið
umræðuefnið í leiðurum dag-
blaðanna og ræðum forustu-
manna.
Þetta hefur að sjálfsögðu
glatt þá, sem að vísindum
starfa. Svo hefur virzt sem
skilningur færi vaxandi á mik-
ilvægi þekkingarinnar og vís-
indanna í nútímaþróun. Það
væri heldur ekkert undarlegt.
Fjölmörg dæmi um ágætan ár-
angur íslenzkra vísindamanna
blasa alls staðar við og vafa-
H Iaust er, að við íslendingar
værum skammt komnir í þró-
un okkar atvinnuvega og ýms-
um framkvæmdum án ís-
lenzkra vísindamanna, verk-
fræðinga og þekkingar á fjöl-
mörgum fleiri sviðum.
Við nánari athugun kemur
hins vegar t Ijós, að hin marg-
endurtekna viðurkenning virð-
ist vera meirj í orði en í
verld. Ef til vill er þetta að-
eins bergmál af ummælum er-
lendra aðila. IIjá hinum háþró-
uðu ríkjum þykir fullkomlega
sannað, að þekkingin sé í dag
langsamlega veigamesti ein-
staki þátturinn á brautinni tíl
batnandi lífskjara. Það er stað
reynd að þær þjóðir hafa kom-
" izt Iengst, sem lagt hafa mesta
áherzlu á að auka menntun
þegna sinui og búið bezt að vfs-
indamönnum og öðrum, sem
þekkingar hafa aflað.
LAUN VÍSINDAMANNA er
ágætur mælikvarði. Lengi vel
eftir síðustu heimsstjTjöld
Ivoru laun menntamanna al-
mennt svo lág, að hugsjóna-
menh einir gátn facið þá braut.
eða ungmenni, sem gátu fengið
námskosínað sinn allan greidd-
an af öðrum. Þessir menn urðu
þó stöðugt að vera á snöpum
eftir aukatekjum. Fjölmargir
settust að erlendis.
Ég minnist t. d. eins tiltölu-
lega fátæks pilts, sem kom
heim eftir 8 ára langskólanám
með doktorspróf í fræðum,
sem allir töldu mjög mikilvæg
fyrir okkur, Þetta yar um 1960.
Hann hlaut um kr. 8.000,00 í
íaun á mánuði. Námsskuldir
þessa manns voru miklar og
þótt hann virtist að engu leyti
lifa um efni fram, hallaði stöð-
ugt á ógæfuhliðina. Til þess að
geta staðið S skilum varð hann
loksins að selja þvottvélina,
sem þau hjónin höfðu komið
með. Hann sagði skömmu síðar
lausu starfi sínu og fluttist
til annars lands, þar sem hann
hlaut þegar fimmföld laun og
er í mjög miklu áliti í dag.
Slík dæmi eru fjölmörg. Við
segjum stundum með fyrirlitn-
ingu, að þessir menn hafi gefist
upp og hlaupist á brott. Við
nánari athugun; getum við á-
fellzt þá fyrir það? Er ekki
fullt eins mikil ástæða til þess,
að við skömmumst okkar fyrir
það skilningsleysi, sem ýið höf-
um sýnt á þeirra mikilvægu
störfum?
~ “------------------- --
Steingrímur Hermannsson
Á þessu varð veruleg breyt-
ing árið 1963. Þá virtist að því
stefnt að greiða menntamönn-
um að minnsta kosti það há
laun, að þeir bæru að mínnsta
kosti sömu hreinu tekjurnar úr
býtum yfir starfsævina eins og
aðrir. í þessu sambandi verður
að hafa í huga, að fjölmargir.
háskólamenntaðir menn koma
til starfa allt að 10 árum síðar
en t.d. iðnaðarmaðurinn. Náms-
maðurinn verður að geta greitt
allar sínar námsskuldir með
vöxtum. Hann stendur auk
þess uppi með tvær hendur
tómar, án húsnæðis eða ann-
arra lífsnauðsynlegrar aðstöðu,
sem mörgum hafa þegar hlotn-
ast.
Síðan hefur þetta stöðugt
færzt á ógæfuhliðina aftur, sér-
síaklega hjá hinu opinbera. Nú
hefur tvívegis verið samið
þannig um launahækkanir, að
þær eru takmarkaðar við lægri
laun en u.þ.b. 18.000,00 kr. á
mánuði, en það munu vera
nokkuð algeng laun ýmissa iðn-
aðarmanna ,sem bezt eru laun-
aðir. Það vill einnig svo ein-
kennUega til, að vísindamenn,
sem nýkomnir eru frá námi,
bjrja með sín laun þama rétt
fyrir ofan. Þeir fá um kr.
22.000,00 eftir 12 ár, að með-
talinni síðustu visitöluuppbót
frá 1. desember 1968.
ÖFUGÞRÓUN SÍÐUSTU
ÁRA. ÖUum má vera Ijóst, að
vísindamaðurinn greiðir ekki1
einu sinni vextina af náms-
kostnaði sínum með þeim
2.000,00 kr. sem hann hefur
umfram vel launaðan iðnaðar-
mann. Það má enginn skilja
orð min svo, að ég telji laun
iðnaðarmannsins, hvað þá Dags
brúnarmannsins, óeðlilega há.
Ég er sannfærður um, að þeir
bera minna úr býtum nú til-
tölulega en þeir gerðu fyrir 10
árum.
En þjóðlffið endar ekki
þarna við kr. 18.000,00 eins og
samningamennirnir í síðustu
vinnudeilumÁirtust telja. Þjóð
félagið getur alls ekki verið án
manna með meiri menntun. Að
öUum líkindum fer þörfin fyr-
ir þá stórvaxandi á næstu ár-
um. a.m.k., ef við ætlum að
feta hina hraðfara þróunar-
braut nágrannaríkjanna. Því
marki náum við ekki nema
með því að launa menntamenn
ina að verðleikum.
Að öllum líkindum eru kjör
vísindamanna nú orðin jafnvel
verri að tiltölu en þau voru fyr
ir leiðréttinguna 1963, enda er
nú svo komið að fleiri og fleiri
þeirra leita tU annarra landa
eða alþjóðastofnana, Það er
hættuleg þróun og verður
seint lagfærð, ef hún er látin
viðgangast til Iengdar.
ÓSAMRÆMI HJÁ RÍKI OG
BÆ. Sagan er þó ekki öll sögð
með þessu. Staðreyndin er sú,
að ýmsir aðrir í þjóðfélaginu,
jafnvel opinber fyrirtæki og 1
bæjarfélög, hafa viðurkennt í
verki það misræmi, sem hér á
er orðið. Sem dæmi má nefna,
að hjá Reykjavíkurborg eru
mánaðarlaun verkfræðinga frá
u.þ.b. kr. 24.000,00 á mánuði
og ört hækkandi upp f kr.
32.200,00 eftir 10 ár. Svipuð
laun eru greidd hjá Landsvirkj
• un. Hjá hinu opinbera fá
verkfræðingar hins vegar
sömu laun og vísindamenn,
kr. 20.000,00 á mánuði til að
byrja með og aldurshækkun
getur orðið um kr. 2.000,00.
eins og fyrr segir.
Deildarverkfræðingar hjá of
angreindum stofnunum fá 15%
—20% hærri laun en almennir
verkfræðingar, en yfirverk-
fræðingar fá greitt samkvæmt
sérstökum samningi. Hjá hinu
opinbera fá deildarstjórar í
vísindastofnunum u.þ.b. 5%
' hærri laun en almennir vís-
indamenn.
Rétt. er að geta þess, að auk
ofangreindra launa fá starfs-
menn Landsvirkjunar og
Reykjavíkurborgar önnur M
hlunnindi, eins og t. d. bif- B
reiðaafnot eða bifreiðastyrki. S
Hjá Reykjavíkurborg eru þess- §
ir styrkir frá kr. 35.000,00 til J§
kr. 44.000,00 á ári. |
Af því, sem nú hefur verið
sagt, má vera ljóst, að laun
vísindamanna, verkfræðinga og
annarra sambærUegra háskóla-
menntaðra manna hjá hinu
opinbera eru u.þ.b. % tU helm-
ingi lægri en hjá öðrum opin-
berum aðUum, jafnvel hjá fyr-
irtæki eins og Landsvirkjun,
sem ríkið á þó að hálfu. Það
skal tekið fram, að svipuð laun
eða hærri munu vera greidd
hjá öðrum bæjarfélögum og
opinberum stofnunum.
Það er sannfæring mín, að
þau Iaun, sem Reykjavíkur-
borg, Landsvirkjun o. fl. greiða
og náðst hafa með frjálsum
samningum við viðkomandi að-
ila eru sanngjörn, þegar tekið
er tUlit til menntunar og auk-
ins kostnaðar, sem þvf fylgir.
og að einliverju leyti til ábyrgð
ar og mikilvægis starfsins, Það
er hið opinbera, sem hefur
brugðizt og ekki horfzt f augu
við staðreyndirnar.
Það skal að vísu viðurkennt,
Fmnnaild á bls. 15
ÞRIÐJUDAGSGREININ
s