Vísir - 10.11.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 10.11.1977, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 10. nóvember 1977 VISIR Ein hjörð — morgir hirðar OVINSÆLAR ATHUGANIR ' V i Jón Þ. Árnason segir aö meö vissum fyrirvara megi taka undir með forsætisráðherra núver- andi vinstra ráðuneytis, sem staðhæfir að við höfum það bara gott. Alkunna er aö de Gaulle var maöur dynta og duttlunga, sem oft birtust i hinum kyndugustu uppátækjum. Eigi aö siöur er ekki annað vitaö en aB Frakkar ættuauBveltmeB aB loka augun- um fyrirsliku og létu sérá sama standa. AstæBan vareinkum sú, aB þeir voru mefi réttu sann- færBir um, a B de Gaulle átti ekki aBra hugsjón æBri en aB endur- reisa veldi Frakklands og hindra aB æra þessa glataBist til fulls f loddaraleik flokkabrask- ara. Frakkar drógu aldrei i efa aB heiBur og hamingja frönsku þjóBarinnar var honum hjart- fólgiB kappsmál ofar öllum per- sónulegum viöhorfum. AlþýBu- hylli og opinberar virBingarviB- hafnir yfirleitt og fjárhagslegir ávinningar alveg sérstaklega voru alger aukaatriBi i lifi og starfi de Gaulle. ÞaB urBu jafn- vel óbilgjörnustu gagnrýnendur hans aö viöurkenna. Frakkar hafa lengi haft orö á sér fyrir aö vera ákaflega rikis- traust þjóö og þvi gert sér grein fyrir aB stjórnmálaleiötogar veröa aö vera fööurleg tigin- menni. Þeir hafa sjaldan gert sér rellu út af mislyndi þeirra, skapbræBi, tillitsleysi jafnvel hroka bara aö þvi tilskildu aö þeir helguBu lif sitt velferB barna sinna. Þeir hafa og átt aö vera djarfir og einbeittir. Frökkum hefir ekki heldur brugöiB hót viö göofsaköst þeirra ellegar kvenastúss. En þeir hafa aldrei viljaB sætta sig viB hrakmennsku i fari þeirra. Og allt til ársins 1940 hafa Frakkar veriB einhver striös- fræknasta þjóö heims, hafa variö 600 árum þjóöarævi sinn- ar á árunum 725-1925 til hernaöar, hafa háö 72 striö á timabilinu 1680-1940, þar af ófá árásarstriö án þess aö veröa snortnir hættulegu samvisku- biti. Frakkar og Islendingar eru ólikar þjóöir um flest og sögu- legur samanburöur yröi fá- sinna. Fásinna yröi sá saman- buröur þó aö ekki væri nema fyrir þaö eitt aB enginn Sannur Islendingur heyrir nokkru sinni neitt unaöslegra af vörum „stjórnmálamanna” sinna en heitstrengingar þess efnis, aö aldrei aö eilifu skuli sú regin- hneisa henda nokkurt Islenzkt atkvæöi aB þaö þurfi aö leggja eyrisviröi af mörkum til vama fööurlands sins. t staö þess aö greiöa smáræöi eins og t.d. 5% landvarnaskatt af tekjum sin- um, skuli þeir sjá um aö þeim veröi greiddir milljaröar árlega fyrir aö aörir hafi tekiö á sig ábyrgö og áhættu af landvörn- um Sannra tslendinga. Og alger óþarfi hefir veriö aö svo mikiö semýja aö þeirri fjar- stæöu aö Sannur Islendingur fórnaöi dropa af vikingablóöi sinu fyrir ættjöröina enda finnst ekki fordæmi slikrar ósvinnu i allri sögu íslands frá upphafi. Hins vegar hafa Sannir Is- lendingar ævinlega veriö af- spyrnuiönir og afkastamiklir við aö hnoöa saman niö- og róg- þrugli um erlenda óvini sem undantekningalitiö hafa raunar veriö fyrirferöarmestir i þoku- veröld þeirra sjálfra. Fyrir þaö verður skaparanum seint nóg- samlega þakkað. M.a. af þessum sökum veröur sæmilega giöggt hvers vegna Is- lenzkur almenningur er haldinn jafn neikvæðri afstöðu m.a.s. rótgrónum fjandskap í garö rikis og rikisvalds sem raun sannar. Meö sterkum r<8cum má jafnvel telja hann rikisfjand- samlegan aö eölisfari. Hann jórtrar þindarlaust sömu tugg- una um aö rikiö sé eitthvaö djöfullegt af sjálfu sér, ógurlegt skri'msli sem hljóti óhjákvæmi- lega — vegna áskapaörar ónáttúru og illsku — aö ofsækja þegna sina strái i sifellu um sig „boöum og bönnum” I allar átt- ir og skeröi persónufrelsi ein- staklinga aö óþörfu og án afláts. Tilmarks um frekjuog yfirgang þess er oft bent á að þaö gerist svo djarft aö ætla „ein- staklingnum” aö greiöa hluta af tekjum sinum til sameiginlegra útgjalda taki m.a.s. gjöld af appelsfnusafa og ljósmynda- filmum. Þessi ófrægingarárátta sem ýmsir hávaöasamir og áhrifa- miklir aðilar i hópum hraö- gróöamanna og kjósenda- fangara ala linnulaustá, er allt i senn: vanþekking, heimska og visvitandi blekking. öfarnaöin- um af vömmum og skömmum „stjórnmálamanna” og sam- særissamtaka um sérhagsmuni (ASI/VSl & SIS) er smurt á rik- iö sem slikt en ekki á nefnda meinvalda sjálfa. Hin marglof- aöa „dómgreind” almennings hrekkur ekki tii skilnings á málsins merg, nefnilega: Rikiö það erum við öll og sjálft rikið ernákvæmlega það sem við höf- um gertúr þvi það er eins og við viljum að það sé beinlinis eða óbeinlinis með okkar eigin at- höfnum og athafnaleysi. Þetta staðfestir þjóöin nær einróma sérhverju sinni sem hún erkvödd til aö setja frelsis- X-iö sitt framan viö einhvern bókstaf á sérstaklega til þess hönnuöu eyöublaöi undir traustsyfirlýsingu. Þaö mun hún og enn gera svikalaust á næsta ári — ekki aöeins einu sinni heldur tvisvar — þrátt fyrir meiri óróa og háværari óánægjuklið en við álika hátiö- leg tækifæri undanfarin ár. Þannig sannar hún I verki að hún óskar sér ekki stjórnvalda sem hægt er að bera virðingu fyrir eru persónulega flekklaus, skyldurækin og óeigingjörn. Hjörðin velur sér ætiö hiröa er likjast sér sjálfri. Þeir fá óáreittir aö gera það sem þeim sýnist aö launum fyrir aö leyfa hjöröinni aö segja þaö sem henni sýnist. Allir virðast þvi geta unaö glaöir viö sitt: hirðarnir á jötunni og hjöröin viö nöldrið. Meö vissum fyrirvara má þess vegna taka undir meö for- sætisráöherra núverandi vinstraráöuneytis sem staö- hæfir að „viö höfum þaö bara gott!” Fyrirvarinn hlýtur að veröa sá aö „viö höfum þaö bara gott”, þ.e. erum meö allar istrur þandar af kjötkássu og yfrið nóg bensin á bilana, þvi aöeins og svo lengi sem (1) unnt reynist aö prakka út lán ein- hvers staöar erlendis út á gjald- getu barna og barnabarna og (2) Bandarikjamenn telji sig þurfa aö greiöa milljaröafúigur árlega á einn og annan hátt fyrir eftirlitsaöstöðu sina á Islandi. ÞRJAR BÆKUR FRA BJÖLLUNNI Bókaútgáfan Bjallan hefur gefið út þrjár nýj- ar bækur, Berin á lyng- inu, Örvar-Odds saga og Ættum við að vera sam- an? Bókaútgáfan Bjallan var stofn- uö áriö 1973 og hefur einbeitt sér aö útgáfu f ræöibóka fyrir börn og unglinga, og teljast þessar þrjár til þeirra. „Berin á lynginu” er úrval er- lendra ævintýra, ljóða, leikja og sagna þýdd af Þorsteini frá Hamri. „Orvar-Odds saga” kemur þarna i fyrsta sinn Ut i sinni elstu og upprunalegustu mynd, en hún er af flokki fornra rita sem nefn- ast Fornaldarsögur Noröurlanda. „Ættum við aö vera saman?” fjallar um Tómas sem er heila- skaöaöurog erkjörinn grundvöll- ur til umræöu um vandamál fjöl- fatlaöra barna. —GA HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1977 10 vinningar: •IKHITACHI LITSJÓNVARPSTÆKI Verðmæti samtals kr. 2.500.000,- Afgreiðslan er í Sjólfstœðishúsinu Háaleitisbraut 1. Opið frá kl. 9-22 SÆKJUM DREGIÐ 12. nóvember 1977 SENDUM Hringið í sima 82900 og greiðsla verður sótt heim ef óskað er. Þorteinn frá Hamri f lettir einni af hinum nýju bókum sem Bjallan gefur dt. svölu BINGÓ VERÐUR í SÚLNASALNUM HÓTEL SÖGU FIMMTUDAGINN 10. NÓV. Fjöldi glœsilegra vinninga, m.a. 2 utanlandsferðir. Verðmœti vinninga 850 þús. kr. Spjaldið kr: 500,— Húsið opnað kl. 20.00. — Aðgangur ókeypis Stjórnandi: Jón Gunnlaugsson. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja. TÍSKUSÝNING Módelsamtökin sýna nýjustu hausf- og vetrartískuna. ★ Allur ágóði rennur til líknarmála.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.