Vísir - 14.12.1977, Side 1

Vísir - 14.12.1977, Side 1
 Miðvikudagur 14. desember 1977 — 311. tbl. 67. árg. ÓVÍST UM AFDRIF FLUGMANNSINS: NAUDLENTI í ROKI OG STÓR- SJÓ ER BENSÍNIÐ ÞRAUT Skip eru í námunda við litlu flugvélina sem nauð- lenti á hafinu út frá Kefla- vík í nótt. Ekkert hefur heyrst frá flugmanninum eftir að vélin lenti í sjón- um, en ógerlegt er að kom- ast að henni fyrr en eftir að birtir, vegna veðurs og sjógangs. Tómur gúmbát- ur f annst á þessum slóðum en ekki vitað hvort hann er úr flugvélinni. Flugvélin var á leið frá Gander á Nýfundnalandi til Reykjavikur og þaðan var ferðinni heitiö á- fram, til Evrópu. Vélin er eins hreyfils af gerðinni PA 28 Chereo- kee og flugmaðurinn bandarisk- ur. Hann hreppti mikinn mótvind og ísingu á leiðinni til landsins og lét vita aö bensin myndi ef til vill þrjóta áður en hann kæmist inn yfir land. Flugvél frá varnarlið- inu á Keflavlkurflugvelli fór á móti vélinni og fylgdi henni áleiö- is til lands. Þegar flugvélarnar voru 19,5 milur frá Keflavik var litla vélin orðin bensinlaus. Klukkan var þá 2,55 og þremur minútum siöan lenti flugvélin á sjónum. Þarna var mjög hvasst, sjö vindstig og éljagangur. Þyrla var send frá Keflavik til aöstoðar, en varð frá að hverfa vegna myrkurs og veöurs. Skip á nálægum slóðum sigldu i átt til vélarinnar og hafa haldið sig i námunda við hana. Samband rofnaði við flugmanninn þegar eftir að hann lenti og ógerlegt að komast að flugvélinni vegna öldu- hæðar. Þegar flugvélin lenti, átti hún undir eðlilegum kringum- stæðum eftir aðeins 10 minútna flug til Keflavikur. Strax og birti átti aö senda þyrlu frá varnarliðinu á vettvang og freista þess að kanna hvort fiugmaðurinn hefur haldið sig um borð. —SG Flugvél af gerðinni PA 28 Cherokee, sömu tegundar og nauðlenti I nótt. Sjó smá- auglýsingar 21, 22, 23 og 24 lslenskur tekjuskattur á eitt hundrað ára afmæli i dag. Það var fyrir nákvæmlega húiidr- að árum, þann 14. desember 1877, að fyrstu tekjuskattslög- in voru sett i Amalienborg. Visir óskar tekjuskattinum hjartanlega til hamingju á þessum merku timamótum og veit að skattgreiðendur um allt land hugsa hlýtt til skatts- ins sins f dag. — GA Hjálparaðgerðum er stjórnað frá flugturninum f Reykjavík, þar sem Ijósmyndari Vfsis tók þessa mynd f morgun. Þar eru Hjálmar Diego, Þorbjörn Daníelsson, Jón Árni Þórisson og Magnús Pétursson við störf. (Mynd: JA) Þrír bátar upp í fjöru — kjallarar fullir af s/o - í MESTU FLÓÐUM 0G BRIMI Á STOKKSEYRI í HÁLFA ÖLD Þrir bátar voru komnir upp i f jöru á Stokkseyri í morgun i einhverri mestu flóðahæð og brimi sem þar hefur komið í hálfa öld. Margir kjallarar voru orðnir fullir af vatni, þang var um allar göturog ökkladjúpur sjór við barnaskólann. Fjórði báturinn var að berjast við bryggjuna í morgun og var ýmist uppi á henni eða í sjónum, var vonlaust að komast að til að reyna að bjarga hon- um. Þá urðu skemmdir á veginum vestanvið þorp- ið, útvið Hraunsá. Á Eyrarbakka var eng- inn bátur við bryggju, en þar voru margir kjallarar fullir af vatni. —ÓT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.