Vísir - 19.12.1977, Side 1

Vísir - 19.12.1977, Side 1
Mánudagur 19. i Afleiðingar yfirvinnubanns flugumferðarstjóra: JOLAFLUG UR SKORÐUM Vegna yfirvinnubanns flug- umferbarstjóra veröur liklega eingöngu hægt aö anna áætlunarflugi f dag. Aö sögn Ingvars Valdimarssonar for- manns Félags fslenskra flug- umferöarstjóra var aöeins einn maöur af þremur mættur til vinnu i flugturninum I morgun. Var ljóst aö vegna þessa yröi ekki unnt aö anna aukaferöum eöa leiguflugi. Astæöan fyrir yfirvinnubanni flugumferöarstjóra er óuppgerö aukavinna flugumferöarstjóra á Akureyri, Egilsstööum og i Vestmannaeyjum. Er þetta i annaö sinn sem yfirvinnubann er sett á vegna þessa. I lok september var þaö siöast en þá fékkst munnlegt loforö flug- málastjóra fyrir þvi aö úr þessu yröi bætt. „Viö þaö hefur hins vegar ekki veriö staöiö”, sagöi Ingvar. „Þaö er leiöinlegt aö þetta skuli þurfa aö koma niöur á flugfélögunum en ekki þeim sem þaö þyrfti aö koma niöur á sem er ráöuneytiö en viö höfum ekki önnur ráö”, sagöi Ingvar ennfremur. Yfirvinnubanniö sem hefur staöiö frá 15. des., hefur m.a. þaö aö segja aö kvöldflug til Akureyrar fellur niöur en vinnu flugumferðarstjóra á fyrr- nefndum stöðum lýkur klukkan hálf átta — nema á Akureyri klukkan átta. Um kvöldflug eða aukaferðir eftir það er ekki að ræða. Ekkert flogið að kvöld- lagi Yfirvinnubann flugumferðar- stjóra hefur orðið til trafala og óþæginda i innanlandsflugi til . þeirra flugvalla sem flugum- ferðarstjórar starfa á, sem eru Akureyri, Egilsstaðir og Vest- mannaeyjar. Þangað er þvi ekki hægt að fljúga að kvöldi til. Flugfélagið hefur sérstaklega átt erfitt með Akureyri. Til þess að koma vörum og farþegum áleiðis átti að gripa til þess ráðs i gær að fljúga til Húsavikur og keyra þaðan til Akureyrar. Þegar til kom reyndist braut- in á Húsavik ófær og þvi ekki hægt að fara þá leiðina i gær. Flugumferðarstjórar á Akur- eyri gáfu þá undanþágu til að tvær vélar kæmu með farþega. Tvær vélar fullar af vörum urðu hins vegar aö biöa. Þar sem dagur er nú stuttur og birta litil, veldur þetta yfirvinnubann meiri töfum en ella. —EA — ÓT. Tveir menn fór- ust með rœkjubót Tveir menn fórust er rækju- báturinn Pólstjarnan frá Drangsnesi sökk á Steingrims- firöi. Þeir sem fórust voru Jó- hann Snæfeld Pálsson, skip- stjóri, Hamarsbæli, 58 ára og Loftur Ingimundarson Drangs- nesi, 23 ára. Pólstjarnan var 12 tonna Bátalónsbátur og hefur stundað rækjuveiöar i haust og vetur. Báturinn reri á laugardags- morgun. Skipverjar höföu tal- stöðvarsamband viö annan rækjubát siödegis og voru þá á slöasta toginu. Þegar sá bátur var á leiö til lands klukkan aö ganga sex sást Pólstjarnan i ratsjá. Þegar Pólstjarnan kom ekki aö landi á eölilegum tima er fariö aö spyrjast fyrir um bát- inn og leit siöan hafin. t henni tóku þátt 13 bátar frá höfnum við Húnaflóa. Brak fannst úr Pólstjörnunni um klukkan 1.30 á sunnudags- nóttina fjórar milur frá Grims- ey á Steingrlmsfiröi. Um klukkan fjögur um nóttina fannst siöan hálfuppblásinn gúmbátur á reki úti á flóanum. Leit var þá hætt á sjó, en björg- unarsveitir frá Hólmavik, Drangsnesi og Hvammstanga gengu fjörur um nóttina og i gær. Leitað var allt noröur I Bjarnarfjörö og austan megin voru fjörur gengnar allt noröur I Hindisvik. Ekkert fannst við leitina. Óskar Þór Karlsson hjá Slysavarnarfélaginu sagöi i samtali viö Visi, aö ekki væri vitaö hvaö heföi valdiö skips- tapanum. A Húnaflóa var vest- an kaldi um það leyti er bátur- inn fórst en geröi nokkra rok- hrinu um kvöldiö. Jóhann Snæfeld lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Loftur Ingimundarson lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn. MAÐUR BRANN INNI Maður fórst I eldsvoöa aö Þingholtsstræti 27 i Reykjavik á Hann var úr Hafnarfirði 45 ára aö aldri. Slökkviliðiö var kvatt aö hús- inu klukkan 18,55 á laugardag. Eldur var á jaröhæð sem hefur veriö notuö sem verkstæöi aö hluta. Maöurinn fannst látinn i herbergi við verkstæðið en vel gekk að slökkva eldinn sem hafði borist um allt verkstæðiö. Ekki er vitað hvernig stóð á ferðum hans I þetta hús. Fyrir tveimur árum kom upp mikill eldur á miöhæö hússins og þá var manni bjargaö naum- lega úr eldinum. Ekki hefur veriö búiö I húsinu síðan og þaö staöiö óviögert. Hins vegar mun ætlunin aö flytja þaö yfir götuna og gera á því lagfæringar. — SG Húsiö aö Þingholtsstræti 27 hefur staöiö aömestu ónotaö sföan bruni varö þar á fbúðarhæö fyrir tveimur árum. Nú kom upp eldur á jarö- hæöinni meö þeim afteiöingum aö einn maöur fórst I eldsvoöanum. (Vlsism. JEG) SMÍÐA TURN Á EYJAVELU öll aðstaða á flug- vellinum í Vestmanna- eyjum stendur nú til mikilla bóta, en hún hefur verið fremur lé- leg undanfarin ár. Um þessar mundir er verið að leggja síðustu hönd á nýjan flugturn á vellinum, og tók Guð- mundur Sigfússon, Ijósmyndari Vísis í Eyjum þessa mynd af smiðinni, er hann leit á hana ásamt Eddu Andresdóttur, blaða- manni Vísis. Frá heimsókn þeirra i turninn segir á blað- síðum tvö og þrjú.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.