Vísir - 19.12.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 19.12.1977, Blaðsíða 5
2] BJARGAÐ UR SÓKKVANDI ÞOTU Brotlenti á sjónum og hélst á floti í 2 stundir. 13 fórust og 23 saknað 21 maður komst af og bjargaðist um borð i smábátaflota, þegar svissnesk leiguflugvél með 57 manns innan- borðs á leið i jóialeyfi til portúgölsku eyj- arinnar Madeira hrapaði i Atlantshafið þegar hún átti eftir ófarnar 5 milur tii Funchal-flugvallar. Vélin var af gerðinni Spure Caravelle, tveggja hreyfla og hélst hún á floti i sjónum I nær tvær stundir. Áhöfn annarrar flugvélar sem leið átti yfir slys- staðinn kom auga á hana, þar sem hún maraði i kafi,og gerði viðvart. Flugstjórinn sendi út neyðar- kall til allra fiskibáta á þessum sldðum sem hröðuðu sér á vett- vang. Veöur var stillt og sjólitið. Þegar siöast fréttist haföi 21 verið bjargað 13 lík höfðu fundist, en 23 er enn saknað. Læknar við sjúkrahúsið i Funchal sögðu að flestir þeir sem bjargast höföu af— þar af annar flugmaðurinn — væru lítt meiddir en lerkaðir eftir langa veru i sjónum. Þetta er annaö meiriháttar flugslys á Madeira á mánaöar- tima. 19. nóvember fórst port- úgölsk Boeing 727 og með henni 129 manns (af 164). Caravelle-þotan var á leið frá Genf og flestir um borð Sviss- lendingar áhöfn og farþegar sem ætluðu að dvelja jólin á þessari vinsælu feröamanna- eyju. Flugumferöarstjórar i flug- tuminum á Funchal sögöust hafa tekið eftir þvl aö aðflug vélarinnar var i minni hæð en venjulegt þykir. — Flugvöllur- inn er á landspildu sem er um- lukt sjó. Þykir hann með erfiöustu flugvöllum að lenda á og minna um margt á lendingu á fhigmóðuskipi. Talstöövarsamband náöist ekki viö flugstjórann, og ekkert var vitaö i fyrstu um slysiö nema að illan grun setti aö mönnum, þegar dróst aö vélin kæmi fram. Um ástæðurnar fyrir slysinu er ekkert vitað. Menachem Begin, forsætisráðherra tsraels (t.h.), og kona hans, f heimsókn þeirra tii Bandarikjanna, þar sem Begin gerði Carter for- seta grein fyrir nýjum tillögum sinum til friðar i Austurlöndum nær. Carter hlynntur tillögum Begins Menachem Begin forsætisráð- herra tsraels hélt I gær frá Washington til aðalstöðva Sam- einuðu þjóðanna i New York til viðræðna við Kurt Waldheim framkvæmdastjóra, áður en hann fer heim til tsraels. 1 Washington vann hann stuðning Carters Bandarikjafor- seta við tillögur sinar um lausn á deilu Austurlanda nær. Nýmæli þeirra fólst helst I hug- mynd um stofnun sjálfstæðs rikis Palestlnuaraba á Gazasvæðinu og á vesturbakka árinnar Jórdan. En auk þess lét Begin i ljós vilja fyrir þvi að Palestinuarabar fengju að setjast að I Israel og Gyðingar á vesturbakkanum. Á Kairófundinum voru fulltrúar Egypta spurðir álits á þessum hugmyndum Begins en þeir vörð- ust allr afrétta meðan Begin hefði ekki kynnt Kairóstjórninni þessar nýju tillögur i einstökum atriöum. Fyrirhugað er að Begin heim- sæki Sadat Egyptalandsforseta og geri honum grein fyrir þessum nýju hugmyndum sinum. Winther vinsælustu og beztu þrfhjólin Verð frá kr. 7.000 Varahlutaþ jónusta. Ilækka má sætin, ekkert bak, komast sjálf af og á Verð frá kr. 7.000,- Spitalastig 8, simi 14661, pósthólf 671. Akkilles sleppt heil- um á húfi Syni Spyros Kyprianou Kýpur- forseta var fagnað sem þjóðhetju, þegar hann kom heim til Nicosfu f gær, eftir að ræningjar hans létu hann lausan. Hinn 21 árs gamli liðsforingi, Akkilles, kvað föður sinn hafa breytt rétt, þegar hann setti vel- ferð þjóðarinnar ofar fjölskyldu- böndunum, en Kýpurstjórn hafði neitað að verða við kröfum ræn- ingjanna. Ræningjarnir létu þó ekki veröa af hótun sinni um aö taka Akkilles af lifi, en létu sér nægja loforð um, að þeir, sem að ráninu stóðu, yrðu ekki sóttir til saka. Akkilles hafði ekki orðið meint af þessa þrjá daga, sem hann var á valdi EOKA-b hreyfingarinnar. Hann var fölur að sjá og þreytu- legur, en annars við góða liðan, þegar hann kom til heimilis for- eldra sinna I Nicosiu. Um 3.000 manns höfðu safnast i götuna og voru vitni að endurfundunum. Hann var spurður, hvort hann hefði kviðið þvi, að ræningjum hans væri alvara meö hótuninni um að taka hann af lifi. „1 fyrstu var ég handviss um, Lögreglan i Bilbao á Spáni leitar i dag ung- menna, sem vörpuðu handsprengjum og skutu af vélbyssu á lög- regluvörð við orkuver i Lemoniz, en það er i byggingu skammt frá þessu höfuðvigi Baska á Spáni. Einn árásarmanna særðist og náðist, en þrir eða fjórir sluppu. að þeir ætluðu að taka mig af lffi, og ég bað um að aftakan yröi með þeim hætti, sem liösforingjatign minni sæmdi,” sagði Akkilles. Hann var látinn hírast I neðan- jarðarbyrgi, þar sem var svo lágt til lofts, að hann gat ekki einu sinni setið uppréttur. Hendur hans voru bundnar og bindi haft fyrir augunum. Lögreglan setti upp vegatálma um allt hérað og leitar þeirra ákaft. Bifreið með sprengiefni, vél- byssu og skotfærum fannst yfir- gefin skammt frá orkuverinu. Ýmsir telja, að þarna hafi þjóð- emissamtök Baska, ETA, verið að verki, en þau hafa svarið þess eið, að ráðast að öryggissveitum Madrid-stjórnarinnar, hvar sem þær finnast i Baskahe'ruðunum. ETA, sem vill, aö Baskahéruðin (4 á Spáni og 3 i Frakklandi) myndisjálfstættrlki,lýstuf gær á hendur sér morðinu á bæjarfull- trúanum i Irun á laugardaginn. Baskar aðsópsmiklir 3 góðar í jólapakkann „News og the World" er 6. platan með Queen Hér sannast að þeir eru fremsta rokk grúppa heimsins i dag. Rokk eins og það best gerist. „Bright Lights and Back Alleys" M heitir nýjasta platan með Smokie Hér eru bæði ný lög og eldri lög eins og t.d. „Needles and pins”. Þessi plata gefur þeim fyrri ekkert eftir. „Out of the Blue" með E.L.0. Ekki bregðast Jeff Lynne og félagar fremur en endranær. Hlustið á þetta frábæra nýja tveggja plötu albúm. FALKINN Suðurlandsbraut 8 — Laugaveg 24 — Vesturver.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.