Vísir - 19.12.1977, Qupperneq 10

Vísir - 19.12.1977, Qupperneq 10
10 Mánudagurinn 19. desember 1977 VISIR VÍSIR utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guðmundsson. Umsjon meó Helgarblaöi: Árni Þórarinsson. Frettastjori erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaóamenn: Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jonina AAichaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit- og hónnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglýsinga- og sölustjori: Pall Stefansson. Dreifingarstjori: Sigurður R. Pétursson. Auglysingar og skrifstofur: Sióumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiósla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjorn: Siðumula 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á mánuói innanlands. Veró i lausasölu kr. 80 eintakið. Prentun: Blaóaprent. Gálgofresturíim fiðinn Ríkisstjórnin hefur nú ákveðiö hvernig afgreiða skuli greiðsluhallalaus f járlög fyrir næsta ár. Þá tek- ur við annað vandamál enn erfiðara úrlausnar. Sið- astliðið haust var tekinn gálgafrestur til þess að ráða fram úr rekstrarörðugleikum fiskvinnslunnar. Eðli íslenskrar hagstjórnar virðist vera fólgið í því aðskjóta vandamálum á frest, en leysa þau síðan eitt í einu án heildarstefnumörkunar. Að visu er þetta full- mikil einföldun, en eigi að siður hefur hún að geyma sannleikskjarna, sem ástæða er til að gefa gaum. I haust sem leið var Ijóst, að fiskvinnslan ætti við margháttuð vandamál að ræða. Þar kom í fyrsta lagi til sá almenni vandi sem skýtur alltaf upp kolli öðru hverju, að endar náðu ekki saman gjalda- og tekju- megin í rekstrinum. I annan stað kom fram í dagsljós- ið, að ýmis fiskvinnslufyrirtæki áttu við rekstrar- tæknileg vandamál að etja. Rikisstjórnin ákvað að stuðla að lausn hinna tækr.i- legu mála með 500 millj. kr. lánafyrirgreiðslu. Hún hefur hins vegar ekki komist i gegnum kerf ið enn sem komið er. Almennum rekstrarvanda fiskvinnslunnar var á hinn bóginn skotið á frest með því að hækka ekki fiskverð. Það dugði þó ekki til að láta f iskverð standa óbreytt. Viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs f iskiðnaðarins var sett hærra en markaðsverðið erlendis á sama tíma og það er i hámarki. Við slíkar aðstæður ætti fisk- vinnslan að réttu lagi að greiða til sjóðsins. Gálga- f resturinn hefur þvi fengist með seðlaprentun og tvö- faldri gengisskráningu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hélt aukafund fyrir siðustu helgi. Þar voru rædd þau vandamál, sem að steðja i þessu efni. Ljóst er, að gálgafresturinn hefur aukið erfiðleikana, en í september nam rekstrarhalli f rystihúsanna 7% af tekjum samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um afkomu frystihús- anna frá þvi í október segir, að hinn almenni vandi hafi fyrst og fremst hlotist af því að kostnaður hér á landi hafi hækkað meir en afurðaverð. Markaðsað- staða okkar erlendis er þó mjög sterk um þessar mundir, nema að þvi er varðar saltfisk og skreið.Hér er því um heimatilbúið góðærisvandamál að ræða. Það er fullkomlega óraunsætt að reikna með hækk- un afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Eðlilegra væri að gera ráð fyrir verðfalli. Staðreynd er að geng- iðeralltof háttskráð, sennilega um 20%. Launahækk- anir að undanförnu hafa því verið greiddar með full- komlega verðlausum krónum. Þær eru í raun og veru einskis virði. Verði gengið hins vegar fellt eru kjarasamningar lausir. Það þýðir nýjar launahækkanir í verðlausum krónum og aukinn kostnað atvinnuveganna. Við erum því i vítahring að þessu leyti. Vandinn verður einfald- lega ekki leystur án þess að úrræðin taki til annarra þátta efnahagsstarfseminnar. Ríkissjóösdæmið var gert upp sem einangrað fyrir- bæri i efnahagskerfinu. Þó að aðgerðir ríkisstjórnar- innar i þeim efnum hafi í öllum meginatriðum verið skynsamlegar, duga þærskammt fyrir þá sök fyrst og fremst, að þær eru ekki þáttur i samræmdum ráðstöf- unum í efnahagsmálum. Vandamál frystihúsanna eru ekki fremur en ríkis- sjóðsdæmið einangrað fyrirbæri. Og þau verða því ekki leyst án alhliða aðgerða í efnahags- og launamál- um. Nýr gálgafrestur með auknum greiðslum úr verðjöfnunarsjóði með ríkisábyrgð er engin lausn, heldur seðlaprentun, sem eykur verðbólguna. Frelsi skoðana eða frelsi fjármagns Aukið frelsi Ungir sjálfstæðismenn hafa iðulega skirskotað til frjáls- hyggjunnar i almennum um- ræðum undanfarið. Til marks um það eru meðal annars kröfur um frjálsan útvarpsrekstur og margs konar samdrátt i umsvif- um rikisins undir kjörorðinu báknið burt. Ýmislegt af þessu — en ekki allt — gæti verið góðra gjalda vert, ef hugur fylgdi máli. Hugmyndir tengdar frjáls- hyggju hafa raunar lengi haft á- hrif i islenzkum stjórnmálum. Þær voru meðal annars ásamt þjóðernishyggju eitt helzta leiðarljós Islendinga i sjálf- stæðisbaráttu þeirra á 19. öld. Atgeirinn — samtök til „lögbrota" Um 1870 stofnuðu ungir ís- lendingar búsettir i Kaup- mannahöfn félag, sem þeir nefndu Atgeirinn. Þeir, sem stóðu að félaginu, höföu gert sér ljóst, hversu mikilvægt það var að afla málstað Islendinga sam- úðar meðal erlendra þjóða. Var þvi aöaltilgangur félagsins að kynna sjálfstæðisbaráttuna er- lendis og halda að öðru leyti uppi sókn og vörn fyrir málstaö þjóðarinnar i erlendum blööum. Meðal þeirra sem stóðu aö fé- laginu má nefna: Sigurð Jónsson fósturson og frænda Jóns Sigurðssonar, siðar sýslumann i Stykkishólmi, Björn Magnússon Ólsen siðar prófessor, Skafta Jósefsson sið- ar ritstjóra Austra, Björn Jóns- son siðar ritstjóra Isafoldar og ráðherra, Steingrim Thor- steinsson skáld, Indriöa Einars- son rithöfund, Guðlaug Guð- mundsson siðar sýslumann, Jón Jónsson prófast á Stafafelli, Þorvald Thoroddsen jarðfræð- ing, Eirik Magnússon bókavörð i Cambridge, Asgeir Asgeirsson kaupmann á Isafirði, Hjálmar Jónsson kaupmann á önundar- firði, Tryggva Gunnarsson kaupstjóra Gránufélagsins, sið- ar bankastjóra, Þorlák Ó. John- son kaupmann, Pétur Eggerz verzlunarstjóra og Daniel Thorlacius verzlunarstjóra. Að frumkvæði Atgeirsmanna birtust ýmsar áróðurs- og deilu- greinar i þýzkum og norskum blööum á árunum 1872-73. Af norskum blöðum, sem Atgeirs- menn rituðu einkum i, má nefna Dagbladeti Kristianiu (Osló) og Bergens Tidende i Björgvin. Sú grein, sem mest eftirmál fyigdu fyrir Atgeirsmenn, birt- ist þó i dönsku blaði, sem nefnd- istHejmdal, og var hún ádeila á Pétur biskup Pétursson. Spunn- ust af ritdeilur, sem lauk með mjög harðorðri grein i Bergens Tidende. Brást Pétur biskup þannig við, að hann stefndi Olaf Lofthus ritstjóra blaðsins fyrir --- V' \ Siguröur Lindal pró- fessor skrifar þriöju grein sina gegn frjáls- hyggjumanninum Jóni Steinari Gunnlaugs- syni hdl. og segir að hann leggi áherslu á aö takmarka frelsið, hefta umræður og banna félög. meiðyrði. Ekki vildi Lofthus skýra frá þvi, hver væri höfund- ur, en hann var Sigurður Jóns- son sýslumaöur, sem áður er nefndur. Málinu lauk svo, aö Lofthus ritstjóri var dæmdur i 20 rd. sekt auk málskostnaöar. Þessa fjárhæð greiddu nú At- geirsmenn, en þeirhöfðu raunar verið við þvi búnir og safnað fé i þvi skyni haustið 1872. Lögðu kaupmennirnir Hjálmar Jóns- son, Asgeir Asgeirsson og Pét- urs Eggerzfram drýgstan skerf en aðrir félagsmenn það, sem á vantaði. Frjálshyggja forn og ný Af þviliku viröingarleysi um- gengust nú Atgeirsmenn meið- yrðalöggjöf Norðmanna á siðari hluta 19. aldar. En þeir höföu aðrar mikilvægari meginreglur að leiðarljósi, sem áttu rót að rekja til frjálshyggjunnar og höföu verið lögfestar i stjórnar- skrá Noregs og Danmerkur — meöal annars reglur, er tryggðu málfrelsi. Slik ákvæði gengu siðan inn i stjórnarskrá Islands, sem út- gefin var 5. janúar 1874 og hafa staðið þar siðan. Hér er tilefni að minna á tvö þeirra: I 72. gr. er þvi slegið föstu, að hver maður eigi rétt til að láta i ljós hugsanir sinar á prenti, þó verði hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. I 73. gr. er sú meginregla, að menn eigi rétt á að stofna félög i sérhverjum löglegum tilgangi. Ljóst er, að báðar þær grund- vallarreglur, sem hér er skir- skotað til, sæta takmörkunum eins og raunar allt frelsi. En frá sjönarmiði frjálshyggjumanna hlýtur þó aðaláherzan að liggja á sjálfu frelsinu hvort héldur til að tjá hug sinn eða stofna félag en ekki á takmörkunum þess — ogþannig skildu Atgeirsmenn á 19. öld þessi ákvæði. En frjálshyggjumaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur annan skilning. Hann leggur alla áherzlu á þau ákvæði, sem takmarka frelsi og áhugamál hans virðast einkum vera að hefta umræöur og banna félög. Hvers konar frjálshyggju að- hyllist hann? Er það ef til vill einungis frelsi fjármagnsins eins og Þjóðviljinn hefur boriö ungum sjálfstæðismönnum á brýn? Sigurður Lfndal.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.