Vísir - 07.03.1978, Blaðsíða 23
VISIR Þriöjudagur 7. mars 1978
23
„VIÐ GÆTUM
ÁTT EFTIR AÐ
VAKNAUPP
VIÐ VONDAN
DRAUM"
„t öllum þeim mál-
um sem við fáum til
rannsóknar er aðallega
um hass að ræða og það
gildir einnig um það
mál sem er i rannsókn
nú. Kannabisefnin eru
algengust hér á landi
og þar á eftir má nefna
amfetamínduft. Það er
ekki hægt að svara þvi
hvað er næst í röðinni á
eftir þvi.
En af öðrum efnum má nefna
LSD sem við höfum lagt hald á,
ogviöhöfumlagthaldá kókaini
smáum stil. Nei, við höfum enga
sönnun fyrir þvi að heróin hafi
komið inn i landið, en ég tel
ósennilegt að það hafi ekki eitt-
hvað komið, miðað við það að
heróinneysla hefur aukist mikið
i Danmörku og i Sviþjóð”.
Þetta sagði Guðmundur
Gigja, lögreglumaður i fikni-
efnadeild lögreglunnar, þegar
Visir leit þar við og spjallaöi við
hann. Tveir menn sitja nú i
gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar fikniefnamála sem stað-
iðhefuryfir i nokkra mánuði, en
að sögn Guðmundar mun nú
hylla undir lokin á rannsókn
þess máls.
— Er þetta mál það stærsta
sem upp hefur komiö?
„Nei, ætli það sé ekki stóra
máliö svokallaða/sem kom upp
1976. Rannsókn á þvi stóö yfir i
meira en hálft ár og var þá um
að ræöa smygl og dreifingu á
hassi, amfetamini, hassoliu og
fleiru.”
Guömundur tók fram, að þaö
magn sem um væri að ræða nú,
hefði komið inn i landið á sið-
asta ári en ekki 1978. Vegna
þessa máls hafa nokkrir tugir
manna verið yfirheyrðir og
nokkrir hafa verið úrskurðaðir i
Þannig
kemur
hass oft
frá fram-
leiðend-
um,
pressað i
um -
búðirnar
og vegur
hver
,,kaka"
oft um
hálft kíló.
Ljósm.
Jens.
— litið við hjá fíkniefnadeild
lögreglunnar
gæsluvaronald.
— Telurðu að fikniefnaflutn-
ingur inn i landið hafi aukist
mikið, t.d. á 2 siðustu árum?
„Það er ekkigott að segja, en
það magn sem við höfum upp-
lýst hefur aukist,og út frá þvi
má draga þá ályktun að inn-
flutningur hafi einnig aukist.”
Mest af fikniefnunum sem
koma inn i landið mun vera flutt
sjóleiðina, enda ekki hægt um
vik að halda á t.d. 2-3 kilóum af
hassi með sér i flugvél. Amfeta-
minduft er þó þægilegra i með-
förum og t.d. fer litið fyrir 10
grömmum af þvi, svo eitthvað
sé nefnt. Þess má geta að
grammið af hassi er selt á allt
frá 1500 krónum upp i þrjú þús-
und krónur. Gramm af amfeta-
mini getur hins vegar kostað frá
12þúsundum upp i 15þúsund kr.
Nú eru þrir starfsmenn fast-
ráðnir i fíkniefnadeild lögregl-
unnar, en þar starfa fimm eins
og er. „Við hefðum nóg að gera
þótt við værum helmingi fleiri”,
segir Guðmundur „og ég teldi
svo sem fulla ástæðu til að
fjölga i deildinni.”
Við spyrjum Guðmund
hvernig honum litist á framtið-
ina i þessum málum. „Ég er
ekki bjartsýnn. Nú eru sjö eða
átta ár siðan þessi efni fóru að
koma i einhverjum mæli inn i
landið og við erum enn hálf-
geröir byrjendur. Lögreglan ein
munaldreigeta komið i veg fyr-
irnotkun fikniefna. Það sem til
þarf er fræðsla um þessi efni,
helst i skólum. Og reyndar ekki
aðeins fyrir unglinga heldur
einnig fyrir foreldra. Eina
fræðslansem unglingarnir fá er
oft og tiðum frá vinum og kunn-
ingjum sem þá gjarnan halda
þvi fram að þessi efni séu al-
gjörlega skaðlaus. En þeir
þurfa að fá að vita hver áhættan
er, svo að þeir geri sér ljóst að
hverju gæti stefnt. Við höfum
horft á eftir nokkrum þeirra,
sem viö höfum haft afskipti af, i
dauðann/eða inn á Klepp og þ£
sem vonlitlir sjúklingar. Það
eru almenningur og stjórnvöld
sem hér þurfa að koma til og ef
ekki verður eitthvað aö gert, er
ég hræddur um að viö getum
kannski átt eftir að vakna upp
við vondan draum aö nokkrum
árum liðnum.”
Guðmundur kvaðst ekki geta
giskað á það hversu margir
neyttu fikniefna hérlendis en
hann kvað nægan markað fyrir
hass og talsveröan fyrir am:
fetamin. Markaðinn fyrir LSD
taldi hann hins vegar tak-
markaðaniog það væri hræðsla
við efnið sem ylli þvf.
„1973 var talsvert af LSD I
umferð hér, en þá fóru menn að
gera sér grein fyrir ýmsum
hlutum. Við vitum til þess að
neytendur eignuðust börn sem
ekki voru eðlileg og ég veit
dæmi þess að foreldrar hafa
eingöngu kennt neyslu á efninu
um það.”
— EA
■
I
varahiutir
i bilvélar
Stimpiar,
slífar og hringir
Pakkningar
Vélalegur
Ventlar
Ventilstýringar
Ventilgormar
Undirlyftur
Knastásar
Tímahjól og keðjur
Olíudælur
Rokkerarmar
■
■
■
■
■
I
Þ JÓNSSON&CO
Skeifan 17 s. 84515 — 84516
Góð loðnuveiði
Loðnuveiðin gekk al-
deilis ágætlega um helg-
ina. Á laugardag komu á
land tæp 14 þúsund
tonna úr 32 skipum, og i
gær tilkynntu 38 skip um
afla sem nam samtals
nærri 17 þúsundum
tonna.
Heildaraflinn á loðnuvertiðinni
er þá orðinn ein 330 þúsund tonna,
eða um 90 þúsundum minni en i
fyrra.
Að sögn Jóns Ingvarssonar,
framkvæmdastjóra ísbjarnarins,
hafa um 40 þúsund lesta af loðnu
nú verið brædd i Norglobal.
Sagði Jón að hljóðið i þeim Nor-
global-mönnum færi batnandi, en
að það færi þó alveg eftir þvi
hvernig veiddistá næstunni hvort
um hallarekstur yrði að ræða.
— GA
A • -•
vism a ruum rcss
Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Visi. Í5T37-1
Siðumúla 8 P.O.Box 1426 101 Reykjavík SÍMI 86611
Nafn
Heimilisfang
Sveitarfél./Sýsla
Slmi Nafn-nr.
Gengi dalsins ótryggt
Gengi bandariska dalsins var
á mikilli ferð I gær. Um
morguninn var gengið lágt, en
það fór hækkandi er á daginn
leið. Undir lok gjaldeyrisvið-
skipta i gær lækkaði það hins
vegar nokkuð aftur.
í Tokyo var mikill þrýstingur
á dalinn. og gjaldeyriskaup-
menn teija, að japanski seðia-
bankinn hafi keypt uin 500 millj-
ónir dala til þess að koma i veg
fyrir, að gengi dalsins færiniður
fyrir 235 yen. Yfirvöld þar i
landi hafa viðurkennt, að mikil
spákaupmennska undan farið
hafi leitt til þess að gengi yens-
ins hafi hækkað nokkuð.
1 London var dalurinn um
tima undir 2 á móti
vestur-þýska markinu og I 1.83 á
móti svissneska frankanum.
Um miðjan dag hækkaði dalur-
inn i 2.04 gagnvart v-þ markinu
og i 1.85 á móti svissn. frankan-
um, en lækkaði siðan aftur.
Forseti seðlabankans i Sviss,
Leutwiler, fullyrðir að
svissn. frankinn sé nú 15-20% of
hátt skráður, og muni afleiðing-
ar þess koma fram i svissnesku
efnahagslifi á næsta ári. Leut-
wilersagði, aðþaðylli vissulega
vonbrigðum, aö verðbólgan I
Sviss væri ekki neikvæð vegna
lækkandi innflutningsverðlags.
Forseti Ba ndarikja nna ,
Jimmy Carter, telur að dalurinn
muni hækka I verði á komandi
ári. Þar muni þrennt einkum
hafa áhrif. 1 fyrsta lagi muni
oliuinnflutningurinn, sem jókst
mjög mikið 1977, ekki aukast á
þessu ári. í öðru lagi muni
munurinn á hagvcxti i Banda-
rikjunum og annars staðar i
heiminum minnka. Og loks
muni arðurinn af fjárfestingum
i Bandarikjunum aukast.
Jimmy Carter sagði ennfrem-
ur. að bandarisk stjórnvöld
myndu hafa áhrif á gjaldeyris-
markaðinn til að koma i veg fyr-
ir miklar sveiflur.
„Þaö má vera viss hreyfing á
gengi dalsins”, sagði Jimmy
Carter, ,,en ekki of mikil”.
Hann sagði, að bandariskir
ráðamenn hefðu reynt að sann-
færa stjórnvöld i V.-Þýskalandi
og Japan um, að þessi lönd ættu
að bera sinn hluta af hinum
dhagstæða greiðslujöfnuði
gagnvart oliuútflutningsrikjum,
en hingað til hafi Bandarlkja-
menn einir staðið i stykkinu i
þvi efni. Peter Brixtofte/ESJ.
GENGISSKRÁNING
Gengið 15. febrúar Gengið 24. febr.
kl. 13. kl. 13.
Kaup: Sala:' Kaup: Sala:
1 BandarlkjadoIIar.. 253.10 253.70 252,90 253,50
1 Sterlingspund 495.10 488,80 490,00
I KanadadoIIar 226.90 227.40 225,65 226,15
100 Danskar krónur . 4534.85 4545.55 4539,35 4550,15
100 Norskar krónur . 4797.20 4808.60 4751,50 4762,80
lOOSænskar krónur . 5517.45 5530.55 5540,55 5553,75
100 Finnsk mörk .... 6094.40 6108.80 6119,05 6133,55
100 Franskir frankar 5311.65 5324.25 5274,25 5286,75
100 Belg. frankar 807.10 809.00 700,95 801,85
100 Svissn. frankar .. 1495.20 14228.80 13.484,40 13.516,40
lOOGyllini 11723.65 11.634,30 11.661,90
100 V-þýsk mörk .. 12560.15 12589.95 12.432,10 12.461,60
100 Lírur 29.73 29.80 29,67 29,74
100 Austurr. Sch 1744.30 1748.50 1724,50 1728,60
lOOEscudos 635.15 636.65 623,70 625,10
lOOPesetar 315.75 316.45 315,35 316,05
100 Yen 106.45 106.75 107,09 107,35