Vísir


Vísir - 16.03.1978, Qupperneq 2

Vísir - 16.03.1978, Qupperneq 2
/3L ---- ÖSIRl 17. MARS: Þaö hefur veriö mikiö vetrarriki á ólafsfiröi eins og viöast hvar á Noröurlandi. (Vfsism. Jóhann Freyr). Miklar framkvæmdir eru nú í gangi á ólafsfirði. Þar er unnið við byggingu heilsugæslustöðvar og verð- ur unnið fyrir 90 milljónir á þessu ári. Við höfnina er unnið að endurbótum fyrir tugi milljóna og í sumar verður unnið áfram að varanlegri gatnagerð/ svo eitt- hvað sé nefnt. Fimmtudagur 16. mars 1978 VISIR Dagur helgaður öryggi ó sjó! Atvinnuástand á Ólafsfiröi hefur verið gott undanfarið að sögn Péturs Más Jónssonar bæjarstjóra þar. Afli netabáta hefur verið góður en veiðin hefur gengið tregar hjá togur- unum þó hún sé eitthvað að glæðast. Hins vegar yrði litil at- vinna á staðnum i eina 10-12 daga i kringum páskana á meö- an þorskveiðibannið stæöi yfir. Bæjarsjóður Ólafsfjarðar er nú að láta byggja 7 leigu- og söluibúðir i sambýlishúsi og verða 5 þeirra tilbúnar á þessu ári. bá er fyrirhuguð bygging leikskóla og verður byrjað á þeim framkvæmdum i sumar. Unnið verður áfram að varan- legri gatnagerð i Ólafsfirði og verður veitt til þess 30 milljón- um að þessu sinni. Ennfremur er ráðgert að fá nýja aðveitu fyrir Vatnsveitu Ólafsfjarðar og með henni yrði bænum tryggt nægilegt kalt vatn a.m.k. næstu tiu árin. Bygging nýju heilsugæslu- stöðvarinnar er nú i fullum gangi og verður unnið fyrir 90 en hún hefur verið slæm til þessa. Til þeirra framkvæmda hefur verið veitt um 65-70 milljónum og sagði Pétur Már að það væri að visu ónóg fjár- veiting en vonast væri til þess að úr rættist. Leikfélag er starfandi í ólafs- firði og hefur það sett á svið eitt leikrit i vetur, Skjaldhamra eft- ir Jónas Arnason og var það sýnt við góðar undirtektir. Kvenfélagið Æskan á Ólafsfirði afhenti nú fyrir skömmu Pétri Má Jónssyni bæjarstjóra á Ólafsfirði eina milljón króna til áhaldakaupa i Dvalarheimili aldraðra sem verið er að byggja þar. Fjárhæðina afhenti fráfar- andi formaður kvenfélagsins Hugrún Jónsdóttir en núverandi formaður þess er Kristjana Sig- urjónsdóttir, Kvenfélagskonur söfnuðu þessu fé á siðasta ári en þá átti félagið 60 ára afmæli. Að sögn Péturs Más verður þessum peningum ráðstafað i samráði við kvenfélagið. Tannlæknaþjónusta er viða bágborin úti á landi og á Ólafs- firði hefur enginn tannlæknir starfað' lengi. Pétur Már sagði að bæjarfélagið væri með að- stöðu fyrir tannlækni en þar væru að visu gömul tæki. bað hefði staðið til um áramótin að tannlæknir réðist til Ólafsfjarð- ar en hann gaf það frá sér eftir að hann hafði skoðað tækin. bá hefði verið farið fram á það við heilbrigöisráðuneytið að það keypti ný tæki sem yrðu þá not- uð á tannlæknastofu i nýrri heilsugæslustöð sem er aö risa af grunni á Ólafsfiröi. Ráðu- neytið hefði ekki treyst sér til þess vegna takmarkaðra fjár- veitinga og sagði Pétur að nú hefði komiö til tals að bærinn festi kaup á nýjum tækjum sem rikið myndiendurkaupa seinna. bangað til úr rætist þurfa Ólafsfirðingar að sækja tann- læknaþjónustu til Akureyrar eða Dalvikur en það væri ekki alltaf heiglum hent að vetrarlagi og rikti þvi algjört vandræðaástand á þessum efn- um. —KS. Bjarni Bjarnason, nemi: Nei, ég hef ekki efni á þvi að kaupa páskaegg. Svo finnst mér súkku- laði vont. Björn Guöjónsson, hljómsveitar- stjóri: Já, það geri ég svo sannarlega, þetta ár ætla ég aö kaupa fjölmörg páskaegg. Venju- lega kaupi ég þau um hvitasunnu, þá eru þau ódýrari. Siguröur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníunnar: Já, auðvitað kaupi ég páskaegg fyrir börnin min og narta kannski i nokkur sjálfur. Á þingi Alþjóöasiglingamálastofnunarinnar, IMCO, sem haldiö var í London í nóvember s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að framvegis skyldi dagurinn 17. mars ár hvert vera alþjóðlegur siglingamáladagur. Dagur þessi skyldi framvegis vera helgaður þeim málum er varða öryggi á sjó, alþjóðlegum siglingum, samskiptum þjóða um flutninga á sjó og varnir gegn mengun sjávar. 17. mars i ár verður sérstak- lega helgaður Alþjóðasiglinga- málastofnuninni, sem er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fer meö þau mál er varöar siglingar i heiminum. Einnig er þessi dagur helgaður öryggi sjó- farenda um viða veröld. Dags þessa verður minnst i öllum aðildarlöndum IMCO en þau eru hátt á annað hundrað, að sögn Hjálmars R. Bárðar- sonar siglingamálastjóra, sem boðaði blaðamenn á sinn fund i gær, þar sem hann kynnti þenn- an dag og sagði litillega frá starfsemi Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar. Sú stofnun hefur á sinum 20 ára starfsferli unnið mikið og merktstarf á sviði siglingamála i heiminum. Hefur stofnunin viða látið til sin taka eins og t.d. hvað varðar öryggi á sjó og varnir gegn mengun sjávar svo eitthvað sé nefnt. klp— ...17. mars er meðal annars helgaöur öryggi sjófarenda um alian heim. milljónir á þessu ári og taldi Pétur Már að hún yrði komin undir þak fyrir næsta haust. Við höfnina er verið að vinna að bættri aöstööu fyrir skuttogara Pétur M. Jónsson bæjarstjóri: „Unniö fyrir 90 milijónir viö heiisugæslustööina á þessu ári”. Kaupirðu páskaegg? Helga Sveinsdóttir, nemi: Já, það er gömul hefö að kaupa þau á minu heimili Indriöi Jónsson, nemi: Llklega, það fer auðvitað eftir efnahag. Mamma og pabbi kaupa örugg- lega handa mér páskaegg. [ 1 Reykjavik

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.