Vísir - 16.03.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 16.03.1978, Blaðsíða 5
VI3IR Fimmtudagur 16. mars 1978 5 HAUKURí FARBANNI Um leið og gæslu- varðhald Hauks Heiðars rann út i gær og honum sleppt var hann úrskurðaður i far- bann fram til 1. júni. Nær bannið til ferða- laga út fyrir Reykja- vik, Kópavog og Sel- tjarnarnes. Eins og Visir hefur áður skýrt frá hefur Haukur sett trygging- ar að upphæð um 90 milljónir króna til Landsbankans vegna fjárdráttarins sem nemur liðlega 50 milljónum króna. Eftir þvi sem Visir kemst næst hefur ekki verið gengið form- lega frá endurgreiðslu á þessari upphæð. Hins vegar mun dr. Gaukur Jörundsson vera bankanum til aðstoðar varðandi þá hlið málsins. Rannsóknarlögreglustjóri hefur boðað að hann muni skýra frá niðurstöðum rannsóknar Landsbankamálsins áður en langt um liður. —SG „Stefnan að láta íslendinga fljúga" „Það er i raun og veru ekkert i veginum fyrir þvi að flug fyrir Air Bahama verði i höndum ts- iendinga, og það er reyndar stefna stjórnar Flugleiða” sagði örn O Johnson forstjóri Flug- leiða I samtali við Visi i morgun, ,,en það þarf að undirbúa slika breytingu vel og kanna hvað hún hefur i för með sér.” Flugmenn telja sem kunnugt er að búið hafi verið að semja um að þeir tækju við flugi á veg- um Air Bahama, en örn sagði það ekki rétt. „Það sem búið var að semja um voru dag- peningagreiðslur, ef til sliks flugs kæmi.” örn sagði að sú ákvörðun flugmanna að draga til baka undanþágu um leiguflug mundi ekki hafa afgerandi áhrif. „Við verðum náttúrulega að semja við flugmennina i hvert sinn,” sagði örn. ,,En við ættum að geta staðið við þær áætlanir sem gerðar hafa verið með vissum aukakostnaði. " „En við vonumst til að þetta mál verði til lykta leitt i kjara- samningum þeim sem fram- undan eru,” sagði örn. —GA Loftleiðaflugmenn: Viljo bœta á sig vinnu — án þess að fá meira kaup! Flugmenn Loftleiða, 57 að tolu, hafa boðist tii að taka að sér það flug hjá Air Bahama, sem hingað til hefur verið i höndum Bandarikjamanna, og það án þess að til nokkurra aukagreiðslna komi. Vegna þess að stjórn Flugieiða hefur ekki orðið við þessu boði hafa flugmennirnir dregið tii baka allar undanþágur um leiguflug er kveða á um hærri vinnu- og vaktatíma en um getur i aðalsamningi. Vegna þess hvernig vinnu- álagi og fridagakerfi flugmann- anna er háttað hefur hver flug- maður Flugleiða ekki unnið nema u.þ.b. 65 vinnustundir á mánuði að undanförnu, en þeir fá borgaðar 85 stundir i fasta- kaup. Flugmennirnir telja sig með hægu móti geta bætt á sig þvi sem flogið er ávegum Air Ba- hama, án þess að fara yfir 85 stunda mörkin og þannig án þess að til aukagreiðslna komi. Þetta vilja þeir gera, að eigin sögn, til að auka atvinnuöryggi sitt. Á fundinum kom fram aö flugvél Air Bahama er skráð á íslandi, og þvi telja flugmenn- irnir að tslendingar eigi að hafa forgangsrétt að vinnu á henni. Þeir benda einnig á að banda- risku flugmennirnir fá mun hærra kaup en islenskir. Það var þvi kannski að vonum að reyndir blaðamenn höfðu á orði að fundi loknum að þetta væri fyrsti blaðamannafundur- inn sem þeir hefðu setið þar sem verið væri að leggja áherslu á kröfur um að fá að vinna meira án kaups. Og að yfirmennirnir tækju það ekki i mál! — GA BÍLAVARAHLUTIR FÍAT 128 71 FÍAT 850 SPORT 71 VOLVO AMASON '64 LAND-ROVER '67 BILAPARTASALAN Hofðatuni 10, simi 11397. Opið fra kl. 9-6.30, laugardaqa kl. 9 3 oy sunnudaqa k I 13 Gestir ffrá Mön i hcimsókn Fulltrúarnir frá Mön. Frá v. R.B.M. QuayAe, E. Lowey, frú B.Q. Hanson og H.C. Kerruish. Visismynd —JA Þar er „Alþingi" enn undir berum himni A eynni Mön, sem er miðja vegu milli Englands og trlands verður þess minnst i ár að liðin eru að minnsta kosti þúsund ár frá þvi að þing þeirra var sett i fyrsta skipti. Það verður auðvitað tilefni mikilla hátiðahalda og þar sem ekki er langt siðan Island hélt upp á mikið afmæli eru komnir hingað til lands fjórir fulltrúar til þess meðal annars að kynna sér hvernig staðið var að þeirri hátið. Vikingar sóttu Mön heim á sinum tima og skildu eftir sig djúp spor. Sögðu fulltrúarnir að Manarbúar að þeir litu til norðurs eftir sinum „andlega uppruna.” Marga lika þætti má finna á tslandi og Mön. Þing þeirra „Tynwald” er sambærilegt við Þingvelli en munurinn er sá að þeir halda enn þig undir beru lofti á sinum upprunalegu Þing- völlum. Mörg nöfn eru svipuð bæði manna og staða og má þar nefna ,,Langnes” og Snaefell”. Manarbúar leita enda i Islands- söguna til að læra um fortið sina, þvi að skráðar heimildir þeirra sjálfra eru fáar. Guðir þeir sem tslendingar blótuðu til forna voru einnig i hávegum hafðir á Mön og þar hefur til dæmis verið grafið upp hof sem var reist Þór til dýrðar. Sendimennirnir fjórir sögðu að þeir heíðu verið djúpt snortn- ir i heimsókn til Þingvalla og af ýmsu öðru sem þeir hefðu hér heyrt og séð. Töldu þeir að ts- lendingum yrði svipað farið ef þeir heimsækt Mön. Ibúar á Mön eru 60 þúsund talsins. Eyjan er sjálfstæð i öll- um aöalatriöum en tengd Eng- landi sterkum böndum. —ÓT

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.