Vísir - 16.03.1978, Side 7

Vísir - 16.03.1978, Side 7
vlsm Fimmtudagur 16. mars 1978 c c Umsjón: Guðmundur Pétursson ísrael býr sig undir longt hernóm í Líbonon ísraelska innrásarliðið styrkti i nótt og i morgun þá fótfestu/ sem það hef- ur fengið i landamæra- héruðum Líbanon. Fréttir hlutlausra aðila herma, að ísrael hafi sent samtals um 20 þúsund manna lið inn í Líbanon í þessari innrás, og hafi nú á valdi sínu gjörvalla lengjuna meðfram landa- mærunum, fjögurra til átta kílómetra breitt svæði. Teygir það sig frá Miðjarðar- hafinu alla leið til bæjarins Bint Jbeil, og norður til Khiam og Ibl As-Saqi. En israelska liðið náði þessum bæjum úr höndum Palestinuaraba i gær, auk virkj- anna Nagoura og Maroun Al- Ras. Svo er að sjá, sem tsraelar ætli sér að vera um kyrrt i þess- um hluta Libanons, hvað sem liður andmælum Sarkis forseta Libanon og beiskri fordæmingu annarra Arabalanda. Mannfall Menn ætla, að i átökunum i gær hafi fallið um 300 manns, þar á meðal um 130 óbreyttir libanskir borgarar. Valköstur- inn á þó eftir að hækka eftir þvi sem skærunum heldur áfram. Palestinuarabar segjast hafa misst um 100 skæruliða i upp- hafi innrásarinnar, og telja að Israelsmenn hafi misst um 70. Fjörutiu borgarar létu lifið i loftárásum, sem Israel hélt uppi á Ouzai’i-hverfið i Beirut, og ámóta margir i loftárásum á hafnarbæinn Tyre (en þar er venjulega skipað á land vopna- sendingum til skæruliða PLO i S-Libanon). Israelska liðið sótti fram á 100 km breiðri linu, eftir árás Palestinuskæruliðanna i Tel Aviv á laugardaginn. Ezer Weizman, varnarmála- ráðheira Israels, sagði að Israel ætlaði að setja upp 10 km breitt öryggissvæði meðfram landa- mærunum, allt frá Miðjarða- hafinu til fjallsins Hermon. Semja ekki við PLO Menachem Begin, forsætis- ráðherra, sem heimsótti vig- stöðvarnar i gær, sagði að inn- rásin hefði heppnast i öllum atriðum. Sagði hann, að Israel mundi halda þessum nýunnu svæðum, uns samkomulag hefði náðstum.aðskæruliðarnir gætu ekki snúið þangað aftur, og þvi ekki haldið uppi árásum þaðan á Israel. — hann sagði að Israel hefði gripið til þessara aðgerða i sjálfsvörn, og mundi ekki á neinn hátt gera tilkall til þessa landsvæðis, sem tvimælalaust heyrði til Libanon. Begin tók það fram, að i sam- komulaginu, sem hann hefði i huga gæti PLO ekki orðið aðili. Hann gat þess ekki við hverja - Israel hefði hug á að gera sam- komulag. En meðan Libanon-stjórn fær engu ráðið um þetta svæði, og friðargæslusveitir Araba geta ekki athafnað sig svo nærri landamærunum vegna banns Israels við nærveru þeirra, horfir til þess að lengi þurfi að biða þessa samkomulags, og Israelsmenn muni þvi verða þarna um kyrrt um ófyrirsjáan- lega framtið. Snúa til jarðar Geimfararnir Yuri Romanenko og Georgy Grechko snúa aftur til jarðar i dag og ljúka þar með lengsta ferðalagi manna i sögu geimferð- anna til þessa. Þessir tveir menn hafa dvalið 96 daga i geimnum, mestan tim- ann um borð i geimstöð- inni Saljut-6. Þeir komu til Saljut-6 þann ellefta desember. Nærdaglega hafa Sovétborgar- ar getað fylgst með þeim á sjón- varpsskerminum i itarlegum fréttum af geimferðinni. Blöðin hafa haldið uppi reglubundnum frásögnum af rannsóknum þeirra og tilraunum. Fyrsta verkefni þeirra i Saljut var að gera við aðra tengilúgu geimstöðvarinnar, en bilun henn- ar hafði komið i veg fyrir, að geimfarar i Soyuz-25 gætu farið um borð i stöðina. 1 janúar fengu þeir heimsókn geimfaranna Olegs Makarovs og Vladimirs Dzhanibekov i Soy- uz-27. Voru þá tvö geimför tengd við Saljut i einu. Dvöldu þeir fimm daga i stöðinni, en fóru til jarðar i Soyuz-26, geimfari þeirra Romanenkos og Grechkos. Siðar var mannlaust geimfar sent upp i Saljut, Progress 1, og þjónaði það sem öskubill. Fylltu félagarnir það af rusli og sendu þaðaftur frá sér og brann þaðsvo upp i gufuhvolfi jarðar eins og til var ætlast. Aftur fengu þeir heimsókn fyrr i þessum mánuði, með Soyuz-28, en um borð i þvi var fyrsti geim- farinn, sem ekki er annað hvort bandariskur eða sovéskur, nefni- lega Tékkinn Vladimir Remek. —■ Remek og félagi hans Gubarev komu i tæka tið til þess að óska Romanenko og Grechko til ham- ingju með aðs hafa slegið met Bandarikjamanna, sem áð- ur höfðu dvalið lengst manna i geimnum eða 84 daga. Egyptar skora á stór- veldin að sker- ast í leikinn Egyptaland hefur skorað á stórveldin að skerast i innrás ísraels i Suður-Libanon og binda endi á það sem Egyptar kalla „þjóðarmorð” Palestinuaraba. Mohammed Ibrahim Kamel utanrikisráðherra, fól fulltrúa Egyptalands hjá Sameinuðu þjóðunum að ráðfæra sig við hina arabisku fulltrúana um „nauðsynlegar ráðstafanir til þess að stemma stigu við árásar- stefnu Israels.” Kamel ráðherra fól fulltrúa Egyptalands.dr. Maguid, að færa i tal tillögu um að kalla saman öryggisráðS.þ. „svo að stórveld- in fimm geti axlað ábyrgð sina gagnvart friðun Austurlanda nær.” Hann fordæmdi innrásina og sagði að hún mundi magna óvild- ina og auka áhættuna á þvi aö nýtt strið brjótist út, þvi að hún legði stein i götu friðarumleitana. Kamel kallaði sendiherra Bandarikjanna Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýska- landsfyrir sig i gær og sagði þeim að rikisstjórnir þeirra ættu að skerast i málið og binda endi á út- þenslustefnu tsraels. Samtimis hefur Arabasam- bandið krafist þess að Sameinuðu þjóðirnarláti málið til sin taka. Carter og Kiss- inger telja inn- rósina réttmœtu sjólfsvörn ísraels ísrael hefur farið þess á leit við stjórnina i Washington að hún hafi milligöngu um gerð samkomulags sem hindra muni að Palestinuskæruliðar fái snúið aftur til landa- mærahéraðanna í Libanon, sem ísrael hefur nú á valdi sinu. Simcha Dinitz, sendiherra Israels, bar þessa beiðni upp við Alfred Atherton, aðstoðarutan- rikisráðherra USA. Benti hann á að Bandarikin stæðu i sambandi við alla þá aðila i Austurlöndum nær sem gætu átt hlut i sliku sam- komulagi. Dinitz sagði að þetta erindi mundi vafalaust bera á góma, þegar Menachem Begin forsætis- ráðherra kemur til Washington i næstu viku til viðræðna við Carter forseta. Carterforseti léteftirsérhafa i gær að það hefði verið augljóst um nokkurn tima að nærvera skæruliða Palestinuaraba i S-Libanon hefði verið ógnun við öryggi Israels. — „Þessir hópar hafa ekki aðeins lýst yfir full- komnum fjandskap við Israel, heldur og haldið uppi hryðju- verkaárasum inn i landið — nú siðast á laugardaginn.” — Lét Carter að þvi liggja að hann liti á innrásina i'Libanon sem einskæra sjálfsvörn Israelsmanna. Henry Kissinger, fyrrum utan- rikisráðherra Bandarikjanna, sagði i sjónvarpsviðtali i gær, að hann teldi, að Israelsmenn hefðu ekki annað getað en snúist af al- vöru gegn skæruliðunum. 1 llllllll....Illllllillllllllllllllllllllllllllllllllllll GLANSSKOL Margir litir. Gefur húrinu skemmtilegan blœ. Hárgreiðslustofan VALHÖLL Óðinsgötu 2 - Sími 22138

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.