Vísir - 12.05.1978, Page 1

Vísir - 12.05.1978, Page 1
„Aldrei að vifa hverjir draga inn spjótin efflr alþingiskesningarnar" — segir Lwðvík Jósepsson, fformaður Alþýðubandalags ins, um hugsanlega stjórnarmyndun efftir kosníngar ,,Það verður ekki ráðið fram úr efna- hagsvandanum nema til valda komi rikisstjórn sem nýtur trúnaðar og trausts launþegasamtakanna. Það er ekkert höfuðatriði, að Alþýðubanda- lagið sé þar með en hins vegar teljum við að enginn vafi leiki á þvi að okkar flokkur njóti langmests trúnaðar og trausts verkalýðshreyfingarinnar af öllum stjórnmálaflokkunum”, sagði Lúðvik Jósefsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, i viðtali við Visi. „Við boðum þaö hins vegar ekki i þessari kosningabaráttu aö þaö þurfi aö mynda stjórn meö okkur og einhverjum tilteknum flokkum, heldur aö stjórnin veröi aö vera þannig samsett ef hún á aö ná árangri i efnahagsmálunum að hiin njóti trúnaöar þessara stóru launþegasamtaka,” sagöi hann. „Kemur þá annaö til greina en samstarf Al- þýöubandalags og Sjálf- stæöisflokks?” „Þaö má auövitaö segja aö Sjálfstæöis- flokkurinn sé sá flokkur sem hinn aöilinn á vinnu- markaöinum styöur sig mest viö. En ég tel af- skaplega óraunsætt aö tala um samstarf okkar og Sjálfstæöisflokksins vegna þess höfuöágrein- ings sem viröist koma fram um stærstu málin, þar meö talin lausnin á efnahagsmálunum. Þess vegna tel ég aö þaö sé lengst frá allri umræöu eins og málin standa núna aö likindi séu fyrir þvi aö þessir flokkar fari aö vinna saman.” „Kann þaö ekki aö breytast eftir kosningar? „Aldrei skal maöur segja um, hvaö kann áö koma upp úr þvi hver breytir sinni afstööu hverjir draga inn spjótin. En mér finnst aö stjórnarflokkarnir hafi lagt sin spil þannig á borðið að ekki veröi annað lesiö úr þeim en aö það sé ætlun þeirra aö halda áfram nema þá að það komi eitthvað fram hjá kjósendum á kjördag sem stuggi viö þeim. Fari kosningarnar þannig aö stjórnar- flokkarnir tapi allveru- lega og viö vinnum á sama tima allverulega á teljum viö aö þaö sé ábending um að þessi stjórn eigi ekki aö halda áfram — aö þaö eigi að skipta um stjórn,” sagöi Lúövik. —ESJ. Benedikt Gröndal rœðir við einn lesenda Visis á »einu línunni í gœrkvöldi Vísismynd: GVA. Frumvarp um bann við erlendum styrk til flokkanna STORPOLI- TÍSK ÁRÁS • Verðum að ffinna nýjar fjáröflunarleiðir, sagði Benedikt Gröndal, fformaður Alþýðufflokksins á beinni linu Vísis ,,Þetta frumvarp kemur fram sex mánuðum fyrir kosningar og er fyrst og fremst stórpólitisk árás á okkur til þess að reyna að nota fjárhagshliðina til að stöðva sókn Alþýðuflokksins”, sagði Benedikt Gröndal er Kristjana Jessen i Mosfellssveit vildi fá að vita hvort for- maður Alþýðuflokksins gæti lent i fangelsi vegna frumvarps sem sam- þykkt var á Alþingi nú fyrir skömmu um bann við erlendum styrk til stjórn- májaflokka á íslandi. Benedikt sagöi aö þeg- ar frumvarpið kom fyrst fram hefði staðið i þvi aö brot gegn ákvæöum þess ef það yröi aö lögum, varðaði fangelsisvist og allt aö 10 milljóna króna sekt. „Ég sagöi þá bæöi i viðtali viö blöö og annars staöar aö ef þetta væru gildandi lög þá myndi ég vera i fangelsi,” sagöi Benedikt, ,þvi viö höföum viöurkennt það og sagt frá þvi opinberlega, aö viö hefðum fengiö styrk frá Norðurlöndum. Hins vegar breytti efri deild alþingis frumvarpinu og tók þetta ákvæöi um fangelsi út.” Benedikt var að þvi spurður þar sem þetta frumvarp væri oröiö aö lögum, hvaö geröist i framhaldi af þvi. Benedikt sagði, að þess- ari aöstoö lyki aö sjálf- sögöu. Þeir heföu gert ráöstafanir til þess fyrsta vinnudag eftir aö Alþingi samþykkti lögin að til- kynna hinum erlendu samstarfsaöilum um ákvörðunina. Aö sjálf- sögðu myndu allir styrkir til útgáfu Alþýðublaðsins og fræðslustarfs flokksins frá Norðurlöndum falla niður og yrði aö finna aör- ar leiöir til aö fjármagna þaö. —KS Fjölmargar spurning- ar fró Vísislesendum Um tuttugu lesendur Visis lögðu fjöldamargar spurningar fyrir Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, á beinu linu Visis i gærkvöldi. Skýrt er frá meginatriðunum i spurningum lesendanna og svörum Benedikts i blaðinú i dag, bæði á útsiðum og bls. 12 13.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.