Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 5
vism Föstudagur 12. maí 1978. Alþýðubandalagið leggur ffram tillögu í efnahags- og atvinnumálum: Bœdi skammtímalausnir og langtímabreytíngar Ragnar Arnalds og Lúðvik Jósepsson ræöa tillögur Alþýöubandalagsins I efnahags- og atvinnumálum «*iK klo na m Ann i ítmk* v.ib blaöamenn I gær. „Þetta eru lang itarlegustu tillögur um aðgerðir i efnahags- og atvinnumálum, sem ég heid að nokkur stjórnmálaflokkur hér hafi lagt fram”, sagði Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, i gær, er hann og Lúðvik Jósefs- son, formaður fiokksins kynntu blaðamönnum tillögur, sem Al- þýðubandalagið hefurlagt fram i efnahags- og atvinnumálum. Tillögur þessar eru byggðar á umræðum og gögnum frá lands- fundi flokksins i fyrra og voru samþykktar einróma á mið- stjórnarfundi i siðasta mánuði. Tillögurnar eru i sex megin- köflum. Fyrsti kaflinn fjallar um markmið og meginefni til- lagnanna, annar um vandann, sem við blasir, þriðjium orsakir vandans, fjórði um fyrstu að- geröir, fimmti um nýja efna- hagsstefnu og sjötti og siðasti kaflinn um islenska atvinnu- stefnu. Þeir Ragnar og Lúðvik sögðu, að sjálfum tillögunum mætti skipta i tvo meginflokka. Ann- ars vegar væru tillögur um taf- arlausar aðgerðir í efnahags- málum, sem koma þyrftu til framkvæmda á næstu séx mán- uðum og hefðu það meginmark- mið að draga úr áhrifum verð- bólgu. Hins vegar voru tillögur um nýja stefnu i efnahags- og atvinnumálum, sem fram- kvæmdyrði á næstu árum fengi Alþýðubandalagið að ráða. 10 helstu orsakir vand- ans Eftir að hafa lýst nokkuð þeim vanda, sem nú er við að etja í efnahags- og atvinnumálum, er fjallað um orsakir vandans. ,,Að nokkru leyti felast þær i hagkerfinu og mótsögnum þess en ljóster, að ihaldsstjórn und- anfarinna ára hefur magnað vanda kerfisins með ýmsum hætti”, segir þar. Fullyrter, að siöustu árin hafi verðbólgan fyrst og fremst ver- ið heimatilbúin. Raktar eru eftirfarandi 10 helstu orsakir vandans Látlaus viðleitni til að breyta tekjuskiptingunni, nú siðast með ómerkingu kjarasamning- anna. Skipulagslaus fjárfesting. Taka erlendra eyðslulána. Stjórnleysi i fjármálum rikis- ins. Ranjglátt skattakerfi. Mis- heppnuð stjórn peningamála. Haldlitið verðlagsef tirlit. Gagnslitill verðjöfnunarsjóður m.a. vegna rangrar stefnu i efnahagsmálum. Dýr yfirbygg- ing. Misnotkun viðskiptafrelsis. Fyrstu aðgerðir Þær aðgerðir, sem Alþýðu- bandalagið vill, að gerðar verði nú þegar, byggja að verulegu leyti á sama grunni og tillögur minnihlutans i verðbólgunefnd- inni i vetur. Gert er ráð fyrir, að felld verði niður sjö söluskatts- stig og almennt verðlag lækkað að sama skapi. Niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum verði breytt með þeim afleiðingum að vöruverð lækki. Verslunará- lagning verði lækkuð. Þjónustu- gjöld opinberra stofnana, sem greiða söluskatt, lækki um 5% samfara hliðstæðum niður- skurði útgjalda þeirra. Vextir af afurða- og rekstrarlánum til út- flutningsatvinnuveganna lækki um 3%. Lúðvik sagði að áætlað væri, að þessar tillögur gætu lækkað vísitöluna um 10%. Gerðar eru tillögur um, hvernig rikissjóður eigi að afla tekna I stað þeirra um 13 mill- jarða, sem rikissjóður missir við söluskattslækkunina. Þar er m.a. gert ráð fyrir strangari lsismynd: GVA. innheimtu söluskatts, breyting- um á skattalögum, veltugjaldi, að meðaltali 1.2%, á aðstöðu- gjaldsstofn i öllum rekstri, þó ekki á fyrirtæki i sjávarútvegi, fiskiðnaði, landbúnaöi og út- flutningsiðnaði, og niðurskuröi útgjalda rikisins. Einnig er gert ráð fyrir frest- un tollalækkana gagnvart EFTA og EBE, og sem stöðug- ustu gengi krónunnar. Ný efnahagsstefna í kaflanum um nýja efna- hagsstefnu eru fjöldamargar tillögur um hin margvfslegustu málefni, s.s áætlunargerð og fjárfestingarstjórn, gengis- skráningu og sveifiujöfnun, nýtt skattakerfi, niðurskurð á yfir- byggingunni i Þjóðfélaginu — s.s. i bankakerfinu, ýmis konar milliliðastarfsemi, innflutn- ingsverslun og rikisrekstrinum — , og stjórn peningamála og verðlagseftirlit. í þessum tillögum er m.a. lögð áhersla á samruna banka og sparisjóða, fækkun trygging- arfélaga, opinbert oliusölufélag, sem annist allan innflutning og sölu á oli'u og oliuvörum, og end- urskoðun á rekstri skipafélaga og Flugleiða, svo dæmi séu nefnd. Að þvi er rikisreksturinn varðar er lagt til, að athuganir og endurskipulagning á rekstri ýmissa rikisfyrirtækja verði teknar upp á ný, og verði athug- unum fyrst beint aö stjórnsýslu- kerfi rikisins, rekstri rikisspit- alanna og annarra fyrirtækja i heilbrigðisþjónustu, pósti og sima og Rafmagnsveitum rikis- ins og öðrum stofnunum á sviði orkumála. íslensk atvinnustefna 1 kaflanum um islensku at- vinnustefnuna er fyrst fjallað almennt um grundvallaratriði, en siðan gerðar tillögur um að- gerðir varðandi hvern atvinnu- veg fyrir sig — sjávarútveg og fiskvinnslu, iðnað og landbúnað, og um nýtingu og varðveislu is- lenskra auðlinda. Markmið þessarar stefnu eru m.a. sögð vera að skapa sem viðtækasta samstöðu um, að at- vinnulif á Islandi verði i hönd- um innlendra aðila, en hafna er- lendri stóriðju, og að efla fé- lagslegan rekstur og stuðla að forræði fólksins sjálfs ýfir fram- leiðslutækjum og vinnuskipu- lagi. Viðræðugrundvöllur eftir kosningarnar Þeir Lúðvik og Ragnár sögðu, að þessar tillögur hefðu lengi verið i smiðum innan Alþýðu- bandalagsins, og þær fæiu i sér þá stefnu i efnahags- og at- vinnumálum, sem flokkurinn myndi berjast fyrir i komandi kosningum. Sömuleiðis sögðu þeir, að Al- þýðubandalagið myndi leggja framþessa stefnu —sem veröur prentuð i heild og dreift inn á hvert heimili i landinu — sem viðræðugrundvöll við aðra flokka eftir kosningar, ef ftokk- urinn tæki þátt i stjórnarmynd- unarviðræðum. —ESJ. GENGISSKRANING Gengið no. 82 10. maí kl. 12 Kaup Sala Gengi nr. 83 — 11. mai 1978. Kaup Sala 1 Sterlingspund.... 1 Kanadadollar..... 100 Danskar krónur . 100 Norskar krónur . 100 Sænskar krónur . lOOFinnsk mörk .... lOOFranskir frankar 100 Belg. frankar.... 100 Svissn. frankar .. lOOGyllini......... 100 V-þýsk mörk .... 100 Lírur.......... 100 Austurr. Sch .... lOOEscudos......... lOOPesetar......... 100 Yen............ 257.40 258.00 257,40 258.00 466.75 467.95 469.60 470.80 229.50 230.10 233.60 234.20 ■ 4530.30 4540.80 4541.50 4552.10 ■ 4725.30 4736.30 4742.70 4753.80 • 5544.45 5557.35, 5552.80 5565.70 • 6065.00 6079.20 6069.30 6083.50 • 5552.80 5565.70 5547.40 5560.30 790.80 792.60 790.80 792.60 • 13056.70 13087.10 13.091.25 13.121.75 • 11496.20 11523.00 11.514.70 11.541.60 • 12309.90 12338.60 12.312.25 12.340.95 29.60 29.67 29.60 29.67 • 1709.75 1713.75 1712.00 1716.00 • * 568.35 569.65 569.80 571.00 317.40 318.10 317.40 318.10 114.29 -m 114.55 114.39 114.65 GARDENA gerir garðinn frœgon Nú er tími garðrœktor og voranna í GARÐHORNINU hjá okkur kennir margra grasa l,ií»|\tVX Allskonar slöngutengi, úðarar, slöngur, slöngustatív,slönguvagnar Margvisleg garðyrkju- áhöld, þar sem m.a. að einu skafti felíur fjöldi áhalda Kant- og limgerðisklippur. Rafknúnar. Handsláttuvélar Husquarna-mótorsláttuvélar með Briggs og Stratton mótor (3,5 hp) Margar gerðir SKOFLUR - GAFFLAR - HRIFUR í GARÐHORNINU HJÁ OKKUR KENNIR MARGRA GRASA ^Qunnai Sfó&eMbon Lf LÍTIÐ INN Akurvik h.f. Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.