Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 13
vism Föstudagur 12. mal 1978.
ŒSINS, SVARAR SPURNINGUM LíSENDA VÍSIS
Stefna Alþýðufíokksins í
meginatriðum hin sama
og á Viðreisnartímanum
„Eftir að stjórnarsam-
starfi í Viðreisn lauk
hefur Alþýðuflokkurinn
verið í stjórnarandstöðu.
Við höfum hlotið mjög
slæman árangur í tvenn-
um kosningum. Þetta
hef ur orðið til þess að við
höf um hafið endurskoðun
á okkar stöðu og stefnu-
skrá", sagði Benedikt er
Gunnlaugur Björnsson
spurði, hvort stefna
flokksins hefði eitthvað
breyst frá Viðreisnar-
stjórnarárunum.
Benedikt sagði, að Alþýðu-
flokkurinn hedði gefið ilt nýja
stefnuskrá fyrir um það bil ári
siðin Sú steínuskrá væri þeirri
fyrri óldk að þvi leyti, að
Alþýðuflokkurinn hefði tekið
upp meiri gagnrýni á galla
þjóðfélagsins, einkum yngri
mennirnir i flokknum. Hins veg-
ar hefðu meginhugsjónir
Alþýðufloksins og viðhorf hans
til stærri mála ekki breyst mik-
ið; þá benti Benedikt á að stefna
Viðreisnarstjórnarinnar hefði
byggst á málamiölun en ekki
verið hrein stefna Alþýðu^
flokksins.
Benedikt sagði að báðir flokk-
ar i Viðreisnarstjifirninni hefðu
þá haft á að skipa mjög mikil-
hæfum mönnum og samstarfiö
hefði gengiö ákaflega vel.
,Viítumeinaaðyið höfumekki jafn
góða menn núna?’! sag i Gunn-
laugur. ,,Ég vil ekki segja það”,
sagði Benedikt, ,,en við verðum
að gera okkur ljóst, að undan-
farin ár hafa orðið feiknaleg
mannaskipti, sem kalla má
meiri háttar kynslóöaskipti. 6g
er bjartsýnn á, að þaö komi
maður i manns stað, en það
gerist'ekki strax.
—KS
fAlþýðu-
bjaðið
verður
ekki
lagt
niður"
Erfiðleikar Alþýðu-
blaðsins hafa komið
glöggt i ljós að undan-
förnu. Erling Garðar
Jónasson spurði:
,,Er það ætlun forystu
Alþýðuflokksins að blaðið
verði lagt niður?”
„Forysta Alþýðuflokksins
mun ekki leggja Alþýðublaðið
niður meðan hún getur mögu-
lega hjá þvi komist. Ég get
raunar sagt að blaðið verður
aldrei lagt niður.
Hinsvegar geturfariðsvo að
við verðum að breyta útgáfu-
forminu þannig að það verði
annaðhvort mjög litið dag-
blað, eða vikubiað. Þetta er
núna i athugun. Við höfum
ekki bolmagn til að bera tug-
milljóna tjón af blaðinu, eins
og verður á þó nokkrum blöð-
um i dag.”
,,Við verðum að horfast i
augu við það hvert vald
peninganna er. En við munum
gera það sem við getum til að
halda blaðinu lifandi sem dag-
bla ði.
—ÓT.
Benedikt Gröndal svarar spurningum lesenda VIsis. Blaöamenn VIsis fylgjast
með. Visismynd: GVA
„Er það prínsip að
sverta Sólnes?"
,,Er það eitthvað
„prinsip” mál hjá
Alþýðuflokksmönnum
að sverta Jón Sólnes?”
spurði Ólafur Eliasson,
á Akranesi. „Mér hefur
ekki likað allt sem ég
hef heyrt i Vilmundi.”
,,Það er það alveg áreiðan-
lega ekki”, svaraði Benedikt.
,,Ég vil i þessu sambandi rifja
upp þegar Vilmundur sat fyrir
svörum I útvarpinu fyrir
nokkrum vikum. Þá kom þetta
til tals og Vilmundur gaf þá
skýra yfirlýsingu um það að
hann og Jón Sólnes væru hinir
bestu kunningjar. Hann kvaðst
alls ekki vera að halda uppi
gagnrýni á persónuna eða al-
þingismanninn Jón Sólnes, al-
mennt.heldur bara fyrir tiltekin
mál. Óg þeir heilsast og eru
mestu mátar þegar þeir hitt-
ast”.
,,En er það Alþýðuflokkurinn i
heild sem vill gagnrýna Jón
Sólnes á þennan hátt, eða er
þetta bara rannsóknarblaða-
mennska Vilmundar?”
„Við höfum gagnrýnt Jón
mjög harðlega sem formann
Kröflunefndar, og fyrir það mál
i heild. En ég verð nú að segja
að við höfum ekki dregiö hann
fram umfram aðra þar. Til
dæmis hefur gagnrýnin á Al-
þingi einkum beinst gegn orku-
málaráðherra.
—ÓT
„SKIPTI MER EKKI AF PROF-
KJÖRUM í ÖÐRUM KJÖRDÆMUM
u
,,Þvi er ekki aö leyna að siðan
prófkjörið i Reykjaneskjördæmi
var haidiö hefur samstarfið á
milli Jóns Armanns Héðinssonar
og okkar hinna i þingflokki Al-
þýðuflokksins ekki verið jafn gott
og áður var, en við höfúm reynt
að láta það sem mest fram hjá
okkur fara”, sagði Benedikt
Gröndai er Björn Helgason,
Keykjavik, spurði um álit hans á
Jóni Armanni.
Benedikt sagði, að þeir hefðu
starfað saman i Alþýðuflokknum
um langt árabil, og hefði Jón Ár-
mann reynst ágætur drengur og
duglegur á mörgum sviðum.
„Hvað finnst þér um að mönn-
um sé sparkað á þennan hátt eftir
langt starf fyrir flokkinn?”,
spurði Björn.
,,Við tókum upp vfðtæk próf-
kjör, og prófkjörið fór fram i
þessu kjördæmi eins og öðrum, og
niðurstaðan varð sú, sem við
þekkjum. I pólitik verða menn
alltaf að vera við þvi búnir, að
þeir geti fengið spark”.
„Stóðst þú öðrum fremur að
þvi? ”
,,Ég hafði nógmeð prófkjörið i
Reykjavik að gera, og skipti mér
ekki af prófkjörum í öðrum kjör-
dæmum”, sagði Benedikt.
—ESJ
Eitt af þess-
um stóru
málum.......
„Þetta er eitt af þessum
stóru málum, sem koma upp
en svo er eins og þau hverfi i
rikisbákninu. Við biðum eftir
þvi að heyra, hvað islensk
yfirvöld gera i sambandi við
þetta mál eins og önnur gjaid-
eyrismál”, sagði Benedikt, er
hann svaraði spurningu
Kristinar Gisladóttur um
gjaldeyrisiagabrot við kaup á
skipum hingað til iánds frá
Noregi.
—KS
Kosningaget-
raun til
fjóröflunar
Fjárhagur Alþýðuflokksins
og Álþýðublaðsins hafa verið
mikið til umræðu að undan-
förnu. Karl Sveinsson spurði
hvort einhverjar fjáröflunar-
áætlanir væru til, sem Bene-
dikt vildi skýra frá.
„Jú, það eru fjáraflanir i
gangi sem eru nátengdar
kosningunum, þvi kosningar
kosta mikið fé. Við héldum
uppi serstakri söfnun 1977 til
að losa okkur við gamiar
skuldir, og þaö gekk mjög vel.
Ég býst ekki við að við get-
um endurtekið það nú, vegna
kosninganna, það mundi
ganga hvað yfir annað. Hins-
vegar er hópur manna i
Alþýðuflokknum sem hefur
með sér föst samtöksem heita
Gumi.
„Gumi sótti til dómsmála-
ráðuneytisins um leyfi til að
efna til kosningagetraunar.
Það var gert um svipað leyti
og Kauði krossinn lagði fram
sina beiðni.
Þessar getraunir eru að
visu ekki samskonar og það
var ekki ætlunin að fara út i
neina samkeppni við Kauða
krossinn. Og ég veit ekki betur
en að hún sé að fara I gang”.
—ót.
•
Alþýðuflokkurinn
styður
áfengisvarnir
„Alþýðuflokkurinn hefur frá
stofnun verið hlynntur
áfengisvörnum og ég get full-
vissað þig um það að það hefur
farið vaxandi i seinni tið”,
sagði Benedikt Gröndal er
hann svaráði spurningu Gunn-
ars Haraldssonar, hvort
Alþýðufiokkurinn hefði ekki i
hyggju að styrkja AA-samtök-
in á einhvern hátt.
Benedikt sagði, að áfengis-
vörnum hefði t.d.sérstaklega
veriö sinnt i Alþýöublaöinu
undir stjórn Arna Gunnars-
sonar, enda væri áfengisbölið
að verða eitt umfangsmesta
og dýrasta þjóðfélagsmein
sem við ættum við að striða.
Benedikt sagði að AA-samtök-
in væru ómetanleg en heföu að
vísu starfað tiltölulega I kyrr-
þey en hann væri sannfærður
um aö ef þau leituöu til yfir-
valda þá yrði þeim tekið með
velvild, og það myndi ekki
standa á aöstoð Alþýðuflokks-
ins.
—KS