Vísir - 12.05.1978, Page 2

Vísir - 12.05.1978, Page 2
2 Föstudaeur 12. mai 1978. ( 111 y .— í Reykjavík y Veistu hvaö heilsuhag- fræöi er? Jason Ivarsson, nemi: Nei. Ætli þaö sé ekki eitthvað til aö bæta heilsuna. Siguröur Snorrason, tónlistar- maöur: Nei. Þaö er kannski eitt- hvaö i sambandi við að hagræöa læknisaöferöum betur og að byrgja brunninn með réttu mat- aræöi. Trausti Antonsson, nemi: Nei. Þaö getur þýtt ýmislegt. Breytt mataræði eöa eitthvaö svoleiöis. Guömundur Jónsson, nemi: Nei, þvi kem ég ekki fyrir mig. Þaö er eitthvaö voöalega hagfræöilegt i sambandi viö heiisuna. Þorkell Sigurösson, setjari: Nei, þaö hef ég sko ekki hugmynd um. „Mér fínnst eins og 10. maí 1940 hafí gerst í gœr..." Johannesen í spjalli við Vísi, en í dag kemur hans, Morgunn í maí, með myndum eftir Erró segir Matthías út ný Ijóðabók /,Þó að þessi bók taki mið af æsku minni vona ég að það merki ekki endilega að ég sé að leggjast i kör", sagði Matthias Johannessen, skáld í stuttu spjalli við Vísi í gær i tilefni af út- komu nýrrar Ijóðabókar hans, Morgunn i maí. Bókin, sem Almenna bókafélagið gefur út, er myndskreytt af Erró og er samfelldur bálkur Ijóða um bernsku skálds- ins í gamia Vesturbænum i Reykjavík á tíma heimssty r ja Idarinnar síðari. „Þetta hefur ver- ið mér áleitið efni", sagði Matthias, „ — Reykjavík 4. áratugarins eins og ég kynntist henni og þó ekki siður styrjaldarárin. Þá upplifðum við það versta sem í manninum býr í fegursta og indælasta umhverfi sem ég get hugsað mér. „Morgunn i mai” kemur út i dagl2.mai.Matthiasvar spurður um þessa tvo maimánuði sem 38 ár skilja að. „Island var her- numiö 10. mai”, sagöi hann, „og ég man eftir þeim morgni eins og ég man eftir 10. mai i gær. Eiginlega finnst mér, þegar ég hugsa um þaö, aö 10. mai I gær sé 40 ára gamall, en 10. mai 1940 hafi gersí i gær. Ég tel að at- burðir þessa tima eigi erindi viö okkur nú vegna þess að margt er likt meö 8. áratugnum og ár- unum milli 1930-40, þegar allt of margir dýrkuðu afskræmda glansmynd grimmdar og of- beldis. A þessari stundu finnst mér Aldo Moro hafa veriö myrt- ur i mai 1937 eöa ’38, en ekki fyr- ir fáum dögum. Þetta ætti aö vera okkur ihugunarefni og ástæöa til að staldra viö þaö sem er likt með þessum tveim- ur timabilum i ævi okkar. Hitt er þó að sjálfsögöu rétt, aö yfir minningu æskunnar er alltaf logn þegar maður litur til baka, enda þótt styrjöld hafi geisað i heiminum. Og persónulegur tregi vitjaði sálarlifs ungs drengs. En það er hans einka- mál”. Um form þessara ljóða sagöi Matthias: „Form þeirra er eins og mér finnst hæfa með tilliti til þess hvernig andrúmið var aö breytast á Islandi þá. Gamlar hefðir riðluðust og urðu upp- lausn aö bráð, enda þótt þær hafi siöar vitjað okkar i nýrri mynd sem betur fer.” Matthias var spurður um samvinnu þeirra Errós. „Viö Erró erum á likum aldri”, svar- aöi hann. „Með okkur tókst vin- átta þegar við vorum ungir og af einhverjum ástæðum kunni ég aö meta list hans þá, þótt hún ætti ekki upp á pallborðið. Erró gerði einnig myndir viö siðustu ljóðabókina mina, Dagur ei meir, og ég held að það sé rétt sem hann segir sjálfur, að hon- um hafi tekist betur upp nú og myndir hans séu i meira sam- ræmi við textann heldur en áð- ur. 1 þessari bók er Erró kominn heim. Myndirnar eiga allar ræt- ur i Reykjavik með einhverjum hætti. Sumar eru unnar úr per- sónulegum myndum sem hann bað mig að útvega sér og ég vona að enginn taki það illa upp þótt höfundi bókarinnar bregði fyrir á stuttbuxum, ásamt leik- félögum sinum og þátttakend- um i þeirri minningu sem hefur fengið inni i sögunni undir nafn- inu heimstyrjöldin siðari. Mér þykir ákaflega vænt um það eftirá, að þessir drengir urðu aldrei hallir undir Hitler. Þess vegna lit ég kannski bjartari augum á framtiðina en ella. Ég vona að samspil okkar Errós i þessari bók nái til einhverra, ekki siður en fyrri bókin, sem hvarf á augabragði eins og aör- ar lummur. Þú heyrir af þessu, að ég er þó nokkur sölumaður og hef liklega alltaf veriö á rangri ;'*•***„. *i‘l 11 iilTtrtTlWIWrfnP Matthias með nýju bókina (Visismynd JA) UMBÚÐIR UM FISK Þá er Alþýðublaðið enn einu sinni lent i erfiðleikum. Fjár- hagur þess er nú með þeim hætti, að ekki hefur tekist að grciöa starfsfólki laun aö fullu og allar horfur eru á þvi að fjár- útveganir beri ekki árangur i bráð. Þjóðviljinn bendir þeim Alþýðublaðsmönnum á, að þeir eigi að leita til flokksmanna um stuðning, og visa til þess að þeim hafi tekist að byggja 50 milljóna „Unilever” höll yfir Þjóðviijann með góðum stuðn- ingi hinna hugsjónarikari innan Alþýðubandalagsins. Aftur á móti hafa verið látnar i Ijósi grunsemdir um, aö Þjóðviljinn njóti riflegra fjárframlaga, sem berist honum eftir annarlegum leiðum, s.s. með happdrætti, sem enginn veit hvaðan fær alla sína peninga, og eftir leiðum fjármuna, sem eiga að fara hér til sýningarhalds ýmiskonar. Svo mikið er vist að islenska krónan heldur gildi sinu á ákveönum mörkuðum erlendis, og frægt er svarið sem gefið var í svissneskum banka, þar sem spurt var um islenska peninga. Nei, þvi miður, svöruðu þeir hjá bankanum. Engir islenskir pen- ingar i dag. Rússarnir voru hér i gær. Þegar svo Alþýðublaðið ætl- aði að bjarga sér ineö fjárút- vegunum erlendis, sein afhenda átti fyrir opnum tjöldum, var það sameiginlegt álít meirihluta þingmanna, að Þjóðviljinn skyldi einn sitja að þeim grun að fá erlent fé — á laun. Sú bjargarleiö var þvi úr sögunni fyrir Alþýöublaðið, og þvi horfir svo nú, aö það muni ekki getaö komiö út þá fimmtán daga, sem eru til borgarstjórnarkosninga, hvaö sem siðar verður. Þaö er svo sem ekki feitan gölt að flá fyrir Alþýðuflokkinn I borgar- stjórnarkosningunum, og varla að menn muni iengur hver þar er I framboði. Það er ekki nema fáum gefið að halda úti blöðum svo nokkurt vit sé I. Tíminn er nú aö fara sömu leið og Alþýðublaðið, þótt hann muni hanga uppi sýnu lengurá þeim axlaböndum, sem StS-hringurinn ljær honum. t þessu margra blaða landi er það i rauninni meiri kúnst en heyrir til samkeppninni einni að halda úti blaði, sem almenningur vill kaupa. Það þarf að gera það þannig úr garði, að kaupandinn geti hugsað sér að bæta þvi við þau blaðakaup, sem hann átti fyrir. Þannig þarf oft og tiðum næstum ofurmannlegt átak til að hindra að blað lendi undir i baráttunni um vinsældir. Alþýöublaðið hefur átt sina góðu daga, eins og þegar þaö varð fyrst blaða til aöhafaá sér nokkurt nútimasnið á sama tima og önnur blöð birtu t.d. auglýsingar á forsíðu, eöa upp- haf greina. í ritstjórnartiö Stefáns Péturssonar var þaö eitthvert harðasta pólitiska málgagn, sem hér hefur sést, og þegar GIsli J. Ástþórsson tók viö þvi dauðu kom hann þvi á skömmum tima yfir tiu þúsund eintök. Þá komu misvitrir menn og sögðu: Nú getum við. Slöan hefur blaðið háð uppihaldslitið dauðastrið. Timinn er nú kominn niður i þrettán þúsund eintök i prentun, sem mun þýða um niu þúsund eintaka raunsölu. Hann hefur þannig hrapað um helming I raunverulegri útbreiöslu á ör- skömmum tima. Þar hafa engar aðstöðubreytingar orðið við út- gáfuna, nema breytingar á mönnum. Nú mun ólafur Jó- hannesson vera farinn að venja komur sinar á blaðið. Samt hef- ur hann eflaust ekki breytt um þá uppáhaldsskoðun sina I blaðaútgáfu, að enginn maður sé ómissandi nema einkavinir hans. Morgunblaöið nýtur enn tuttugu ára forskots sem frétta- blað, og er sjálfsagt að auki i uppáhaldi hjá Sjálfstæöismönn- um, þótt undarlegar vinstri gloppur komi á það suma daga. Síðdegisblöðin hafa raunar sigr- að I bili I samkeppninni um hylli almennings. Þar sitja menn sem kunna til verka. Minna liggur eftir stórstjörnur úr öör- um básum, sem hafa veitt for- stöðu blöðum eins og Alþýðu- blaðinu og Timanum. Þar skort- ir átakið og viljan til að rifa blaö upp úr fréttæog máladoða, og kunnáttuna til að búa blaö þannig úr garði, að það komi ekki lesendanum fyrst og fremst fyrir sjónir sem umbúðir um fisk. Svarthöföi. Bslaðið r IAUGMDAGU* 7, MAÍ .1978 ð/.rtt. — 1974- Rltitjórn blaósinft ar tilhúba i Siðumúla 11 - Sfmi (91) 81866 - Kvóldftlmi fréttM- vaktar (Ö»)dl976 Dregið úr ahrifum Init- flutningsbanns ð oltu? 19 þús. lestír af gasolfu á leió- inni I & BORGARLEIK

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.