Vísir - 12.05.1978, Side 3
m __
VISIR Föstudagur 12. mal 1978.
Hver verður Skókmeistari islands 1978:
Þegar dregið var um lit var Haukur hinn heppni og hefur hvítt í fyrstu skákinni.
Haukur og Helgi
heyja skákeinvígi
Einvigi þeirra Hauks
Angantýssonar og
Helga Ólafssonar um
Islandsmeistaratitilinn
i skák hefst á morgun
klukkan 14 i húsakynn-
um Skáksambandsins
að Laugavegi 71.
Þeir Haukur og Helgi ski:ldu
jafnir i landsliðsflokki á Skák-
þingi Islands meö 8 vinninga
hvor af 11 mögulegum. Munu
þeir heyja 4 skáka einvígi um
heitíð Skákmeistari Islands 1978
og réttínn til að taka þátt i
svæðamóti heimsmeistara-
keppninnar i haust.
Fyrsta skákin verður tefld
klukkan 14 á morgun, önnur á
mánudag á sama tima. Siðan
verður sú þriðja tefld á þriðju-
dag klukkan 19 og fjórða á
fimmtudag á sama tima.
Samtimis munu þeir Agúst
Karlsson 14 ára og Þröstur
Þórisson 12 ára berjast um ís-
landsmeistaratitilinn i drengja-
flokki. Aðstaða er fyrir um 100
áhorfendur og vægt verð að-
göngumiða.
- .4. *
Alþjóðadagur hjúkrun-
arfrœðinga er í dag
Fæðingardagur Flor-
ence Nightingale, 12.
mai hefur verið valinn
sem alþj óðadagur
hjúkrunarf ræðinga.
Alþjóðasamband hjúkrunar-
fræðinga, ICN, fyrsta alþjóða
stéttarsamband kvenna, var
stofnað 1899. Hjúkrunarfélög 87
landa, með yfir 1 milljón hjúkr-
unarfræðinga eru innan vébanda
þess.
Hjúkrunarfélag Islands geröist
aðiliað sambandinu 1933.
Alþjóðasamband hjúkrunar-
fræðinga telur:
að hjúkrunarfræöingar séu
mikilsverðir þátttakendur i mót-
un heilbrigöisþjónustu hvers
lands,
að öllum hjúkrunarfélögum
beri skylda til að stuðla að bættri
heilbrigðisþjónustu, i samvinnu
við aðrar heilbrigðisstéttir,að
félagsleg og fjárhagsleg staða
hjúkrunarfræðinga verði að vera
i samræmi við nám þeirra,
ábyrgð og vinnuálag.
að það sé til almenningsheilla
að laða sem flesta hjúkrunar-
fræðinga til starfa.
Islenskir vegir eiga
oðeins hliðstœður hjó
vanþróuðustu þjóðum
Nýlega hélt Félag is-
lenskra bifreiðaeigenda
almennan fund á Dalvik
og sendi fundurinn frá
sér eftirfarandi ályktun
til hlutaðeigandi stjórn-
valda.
1. Fundurinn telur að ástand
vega sé nú þannig að óhjákvæmi-
legtséaðgerastórátak til úrbóta.
Bendir fundurinn á, að leita verð-
ur hliðstæðna hjá vanþróuðustu
þjóðum veraldar til þess aö fá
samjöfnuð við íslenska vegi.
Fundinum er ljóst að nauðsynleg-
ar úrbætur eru stórátak fyrir svo
fámenna þjóö sem tslendinga,
telur aö það sé þó ekki stærra né
fjárfrekara átak en unniö hefur
verið á ýmsum sviðum islensks
þjóðlifs á liönum árum, svo sem
raforkumálum svo eitthvað sé
nefnt.
2. Fundurinn telur að beina
verði stórauknu fjármagni til
vegamála og setja verði það
markmiö að allir helstu þjóövegir
landsins verði lagöir bundnu slit-
lagi á næsta áratug. Fundurinn
telur að mögulegt, sé að ná þessu
markmiði með þvi að verja sér-
sköttun á bifreiðar og rekstrar-
vörur til þeirra umfram almenna
skattlagningu á neyslu þjóö-
félagsþegnanna til vegamála og
telur að bifreiðaeigendur eigi
skýlausa kröfu til stjórnvalda, aö
svo verði gert.
Arnbjörn Kristinsson
formaður Félags bóka
útgefenda
Félag islenskra bóka-
útgefenda hélt aðalfund
sinn miðvikudaginn 10.
mai sl.
Formaður félagsins, Orlygur
Hálfdánarson, flutti skýrslu um
starfsemi félagsins á liðnu ári. I
lokræðu sinnar gat hann þess, að
hann gæfi ekki kost á sér til
endurkjörs i formannssæti, en
hann hefur gegnt formennsku i
félaginu í sex ár. I stað örlygs
var kjörinn formaður Arnbjörn
Kristinsson.
Þrír menn gengu úr stjórninni
og voru þeir allir endurkjörnir.
Stjórnin er þannig skipuð: Arn-
björn Kristinsson formaður,
Böðvar Pétursson varaformaður,
Brynjólfur Bjarnason gjaldkeri,
Ragnar Gunnarsson ritari, og
meðstjórnendur örlygur Hálf-
dánarson, Valdimar Jóhannsson
og Hjörtur Þórðarson.
íslenskur
lögregluþjónn
gœsluliði í
Jerúsalem
islenskur lögregluþjónn úr
Kópavogi, isleifur Pétursson, er
nú kominn til Jerúsalem, þar
sem hann mun starfa sem
gæsluliði á vegum Sameinuðu
Þjóðanna. isleifur héit utan i lok
april og mun væntanlega dvelj-
ast um eins árs skeið i
Jerúsalem. EA
Póll Sigurjónsson
kjörinn formaður VSI
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
sambandsstjórnar Vinnuveit-
endasambands Islands i gær
var Páll Sigurjónsson, verk-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Istaks — íslensks verktaks, hf.,
einróma kjörinn formaöur
Vinnuveitendasambandsins, og
Hjalti Einarsson, formaður
Sambands fiskvinnslustööv-
anna, einróma kjörinn varafor-
maður. Jón H. Bergs, fráfar-
andi formaður Vinnuveitenda-
sambandsins, og Gunnar Guð-
jónsson, fráfarandi vara-
formaður sambandsins, gáfu
hvorugur kost á sér til endur-
kjörs.
A aðalfundi VSÍ, sem lauk sið-
degis i gær voru samþykktar
ályklanir m.a um efnahagsmál
og visitölumál. Auk þess voru
gerðar nokkrar breytingar á
lögum sambandsins.