Vísir - 12.05.1978, Side 4
4
Föstudagur
12. maí 1978.
„TILBUNAR AÆTLANIR OMETAN-
LEGAR ÞEGAR STÓRSLYS VERÐA"
Hópslysa 1 ækningar er
kannske ekki fallegt orð, en það
er samt það skásta sem okkur
dettur f hug i augnabiikinu til að
þýða „Disaster Medicine”, sem
er sérgrein Karls Gustav Dhun-
er, yfirlæknis Sahlgrenska
sjúkrahússins i Gautaborg.
Dhuner, læknir, er i nokkurra
daga heimsókn hér á landi fyrir
tilstilli islenskra lækna sem
hann kenndi þegar þeir voru viö
nám i Gautaborg.
Dhuner flutti i gær fyrirlestur
um hópslys, i Norræna húsinu, i
samvinnu við Almannavarnir
rikisins og fjallaði þar einkum
um skriðuna miklu sem féll i
Gautaborg i nóvember siðast-
liðnum og tók með sér sextiu og
sjö hús.
Visir hitti sænska lækninn að
máli á skrifstofu Þórarins
Ólafssonar, yfirlæknis gjör-
gæsludeildar Landspitalans,
sem var einn af nemendum
hans á sinum tima.
„Hvað eru hópslysalækningar
og hvernig eru þær til komnar i
Sviþjóð?”
„Hópslysalækningar eru i
stuttu máli i þvi fólgnar að geta
fyrirvaralitið eða fyrirvara-
laust tekið við stórum hópi slas-
aðra manna og veitt þeim þá
hjálp sem með þarf.
Upphafið i Sviþjóð var um
miðjan sjötta áratuginn, þegar
heilbrigðisyfirvöld gáfu fyrir-
mæli um að gerðar skyldu áætl-
anir um á hvern hátt yrði best
„ráðið við” meiriháttar slys”.
„Þessar áætlanir voru gerðar
og það er stöðugt verið að end-
urbæta þær, þvi við erum alltaf
að læra af reynslunni”.
Ómetanlegt að hafa til-
búna áætlun
„Hafið þið þurft að gripa til
þeirra?”
„Já, þetta skipulagsstarf hef-
ur oftar en einu sinni komið sér
vel. Sem dæmi má nefna járn-
brautaslysið sem varð sumarið
1970, þar sem tveir fórust, tiu
stórslösuðust og sextiu hlutu
minniháttar meiðsli. Þegar
eitthvað svoleiðis gerist er
ómetanlegt að hafa tilbúna
áætlun sem hægt er að fara eft-
ir. Þá gengur allt mun hraðar og
skipulegar fyrir sig og sjúkling-
K.G.Dhuner (th) og Þórarinn ólafsson, yfirlæknir.
(Visismynd -BP)
arnir fá betri umönnun, og fyrr
en ella”.
„Annað stórslys varð svo i
Gautaborg i nóvember siðast-
liðnum þegar skriðan féll. Þá
fóru 350 þúsund fermetrar af
jarðvegi af stað og tóku með sér
sextiu og sjö hús. Átta menn lét-
ust samstundis, einn siðar og
fjölmargir þurftu læknishjálp-
ar. Einnig þá gekk allt mun bet-
ur en ella vegna þess að til voru^
áætlanir um hvernig á að bregð-
ast við hópslysi, þótt ekki hafi
verið búist við þessari „teg-
und”.
En það skiptir ekki i raun
meginmáli hvers eðlis slysið er.
Stórslys geta orðið þegar flug-
vélar farast, lestar rekast á, eða
i jarðskjálftum og eldgosum.
Þau hafa sin „séreinkenni” og
reynt er að sjá við þeim, en
meginatriðið er að skipulag sé
svo gott að hægt sé að bregða
skjótt við og hjálpa stórum hópi
á sem skemmstum tima”.
Hvað gerist fyrst?
„Hvað gerist fyrst þegar
verður stórslys?
„1 stórum dráttum má segja
að þegar neyðarkallið berst eru
áætlanirnar dregnar upp úr
— rœtt við Karl
Gustav Dhuner,
yfirlœkni
skrifborðinu og kerfið sett i
gang. Fyrstu viðbrögðin eru að
senda á staðinn sjúkrabila með
tiltæku læknaliði, til að skipu-
leggja fyrstu hjálp.
Næst koma á vettvang sveitir
með ýmis hjálpargögn, svosem
sjúkrabörur, teppi og þesshátt-
ar og svo læknasveit. Um leið og
þetta er komið á staðinn og
skipulag komið á hlutina, er
haft samband (talstöðvar) við
aðal sjúkrahúsið og leituð uppi
sjúkrarúm og skurðstofur.
Ef margir eru slasaðir er
reynt að dreifa þeim á sjúkra-
húsin. Meðan þetta er að gerast
er svo búið að kalla upp það fólk
sem er á bakvöktum og það fer
annaðhvort beint á slysstað,
eða á sjúkrahúsin, eftir þvi sem
áætlunin segir til um. í Sviþjóð
er það slökkviliðið sem sér um
fjarskipti og slökkviliðsstjórinn
sem stjórnar björgunaraðgerð-
um, og það samstarf hefur
gengið mjög vel”.
„Þórarinn, hvernig er þessu
háttað hér?”
„Hér eru það Almannavarnir
sem hafa með höndum yfir-
stjórn þegar meiriháttar vandi
er á ferðum. Sjúkrahúsin hafa
sinar eigin neyðaráætlanir, sem
gerðar voru i samvinnu við Al-
mannavarnir, og þær áætlanir
eru i sifelldri endurskoðun, til
að laga þær að breyttum að-
stæðum”.
„Ég heimsótti stjórnstöð Al-
mannavarna i gær”, segir dr.
Dhuner að lokum. „Mér sýnist
það vera vel skipulögð stofnun,
sem geti gegnt hlutverki sinu
mjög vel”. —OT
AUGLÝSING
íbúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðs-
sonar i Kaupmannahöfn er laus til ibúðar
1. september 1978 til 31. ágúst 1979.
Fræðimönnum eða visindamönnum,
sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna
að visindaverkefnum i Kaupmannahöfn,
er heimilt að sækja um afnotarétt af ibúð-
inni. í ibúðinni eru fimm herbergi og
fylgir þeim allur nauðsynlegasti heimiiis-
búnaður. Hún er látin I té endurgjalds-
laust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera
skemmri en þrir mánuðir og lengstur 12
mánuðir, en venjulega hefur henni verið
ráðstafað i þrjá mánuði i senn.
Umsóknir um ibúðina skulu hafa borist
stjórn húss Jóns Sigurðssonar, íslands
Ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben-
havn V., eigi siðar en 1. júni næstkomandi.
Umsækjendur skulu gera grein fyrir til-
gangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn,
svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal
tekið fram, hvenær og hve lengi er óskað
eftir ibúðinni, og fjölskyldustærðar um-
sækjenda.
Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að
fá á skrifstofu Alþingis i Alþingishúsinu i
Reykjavik.
Æskilegt er, að umsókninni fylgi um-
sögn sérfróðs manns um fræðistörf um-
sækjanda.
STJÓRN HÚSS JÓNS SIGURÐSSONAR.
TILKYNNING TIL
LAUNASKATTSGREIÐENDA
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á þvl, aö 25%
dráttarvextir falla á launaskatt fyrir 1. ársfjóröung 1978
sé hgnn ekki. greiddur i siöasta lagi 16. maí.
FJARMALARAÐUNEVTIÐ