Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 12.05.1978, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 12. maí 1978. vism •• BINtDIKT GRONDAL, FORMAÐUR ALÞYÐUHO Alþýðuflokk- urinn ó móti Aronskunni! „Forystumenn flokksins, ég man ekki eftir neinni undanþágu, hafa tekiö illa i „aronskuna”, en um þaö hafa ekki verið gerðar neinar fiokkssamþykktir”, sagöi Benedikt er ómar Egilsson i Hafnarfiröi spuröi hann um afstöðu Alþýöufiokksins til „aronskunnar”. „Viö teljum ekki rétt aö island krefjist gjalds fyrir va rnarstööina ”, sagöi Benedikt, „vegna þess aö viö erum einu sinni i Nato og þessi stöö er eina framlag okkar til sameiginlegra varna okkar og nágrannaríkja. Það er hættu- legt aö fara inn á þá braut sem farin hefur veriö á Möltu og Spáni aö taka gjöld fyrir her- stöövar en þess ber aö minnast aö þau riki eru ekki i Atlantshafsbandalaginu og hafa engar skyidur viö þaö.” —KS Vill engu spó um þing- mannafjölda „Ég hef algjöra vantrú á ao vera aö spá um hugsanlegan þingmannaf jölda flokkanna eftir næstu kosningar, og þaö þýölr þvi ekkert aö reyna aö fá mig til þess”, sagöi Benedikt Gröndal er hann var spuröur, hvort hann vildi spá þing- mannafjölda Alþýöuflokksins eftir næstu þingkosningar. —ESj. Bankastjórar og stjórn- mólaflokkar „Landsbankamáliö er I höndum dómsmálayfirvalda, og ég hef enga trú á aö þaö veröi svæft. Hins vegar snúast hjól dómskerfisins hægt, og rannsóknir á svona málum taka langan tlma”, sagöi Benedikt Gröndal er hann var spuröur um álit á gangi Landsbandkamálsins. „NU eru bankastjórar og bankaráösmenn valdir póli- tiskt. Iivaö geriö þiö viö ykkar fuiltrUa i þessum stööum þeg- ar upp koma mál eins og Landsbankamáliö? Þurfa þcir ekki at svaratil?”, spuröi Kristján Gústafsson á Höfn i Hornafirði. „Þegar pólitiskur flokkur hefur stuðlað aö þvi, aö maöur hefur verið kjörinn i bankaráö eöa ráöinn sem bankastjóri, má búast viö aö eitthvert sam- band haldist þar á milli”, sagöi Benedikt. „En þegar menn eru orðnir bankastjórar rikisbankanna þá bera þeir auövitaö persónulega ábyrgö á þvi, hvernig þaö starf tekst”. —ESJ. Hvað nú um Vilmund, Sighvat og deilurnar? Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björg- vinsson hafa oftar en einu sinni lent i hörðum sennum við Ólaf Jó- hannesson, dómsmála- ráðherra. Jón Kristins- son, á Hólmavik, spurði: „I ljósi þeirra staöreynda sem fram hafa komið I nokkrum dómsmálum, svosem Geirfinns- málinu og nú siðast handtöku- málinu, langar mig til aö spyrja hvert er álit yðar á málflutningi þeirra Vilmundar og Sighvats og það sem þeir létu frá ser fara i blöðum og á þingi árið 1975?” „Vilmundur og Sighvatur eru báðir ungir stjórnmálamenn, sem hefur fundist að ástand dómsmála i landinu i heild hafi ekki verið eins gott og þeir hefðu óskað. Þeir hafa haldið uppi gagn- rýni á yfirvöld eftir þvi sem þeir hafa haft bestu upplýsingar til hverju sinni. Þeirra aðhald hef- ur að ýmsu leyti orðið til þess að auka hreyfingu á þessum mál- um, greiða fyrir þingmálum sem stefndu að bótum, svosem rannsóknarlögreglunni. Það má segja um blaðamenn og þá sem vinna út frá blöðum að þeir vekja athygli á málum. Þeir dæma ekki, ef þeir gera þaö, má segja að þeir gangi of langt”. Jón spurði einnig um hver væri stefna ungra jafnaðar- manna i varnarmálum og hvort Benedikt væri henni sammála. Benedikt sagði aö Samband ungra jafnaðarmanna hefði um árabil gert samþykktir um að ísland skuli segja sig úr NATO og senda herinn úr landi. A flokksþingum Alþýðuflokksins hefði hinsvegar verið yfirgnæf- andi stuðningur við aðra stefnu: þá að ísland skuli vera áfram i NATO og vörnum haldið uppi hér á landi. Benedikt sagði að þótt ungir jafnaðarmenn og flokkurinn i heild væru ósammála um þetta mikilvæga efni, væri svo margt annað sem sameinaði þá sem jafnaðarmenn, að þeir gætu starfað saman þrátt fyrir þenn- an ágreining. ÓT. „HVERJIR YRÐU RAÐ- HERRAR FLOKKSINS?" „Ef Alþýöuflokkurinn kemst I þá aöstööu aö geta myndaö rlkisstjórn meö öörum flokki, hvaöa menn telur þU æski- legasta sem ráöherraefni, af þessum niu sem bjóöa sig fram?” spuröi Ólafur Ellasson á Akranesi. J>etta er spurning sem i rauninni er ómögulegt að svara fyrirfram”, sagði Benedikt. „Það eru töluvert margir nýir menn sem eru að byrja hjá okkur í pólitik, og þess eru dæmi að menn hafa komið inn á þing sem algerir nýliöar og farið beint i ráðherrastól, eins og til dæmis Magnús Torfi núna siðast”. „Ég tel að það geti vel gerst með marga af þessum ungu mónnum okkar. Eins og til dæmis með Eið, i þinu kjör- dæmi. Ég get ekki annað séð en það geti mjög vel komið til greina. Hann hefur töluvert mikla reynslu og þroska”. „Hinsvegar er það flokks- stjórn Alþýðuflokksins sem ræður þessum hlutum, ef til kemur, og ég hef ekki minnstu áhyggjur af þvi aö við höfum ekki góða menn að velja úr” Sósíalisminn getur þróast innan blandaðs hagkerfís „Með þvi að vera lýðræðis- flokkur þá viljum viö leyfa þeim öflum sem eru með þjóöinni að njóta sin, við viljum ekkiþurrka Ut andstæöinga okkar eins og kommúnistar vilja gera sam- kvæmt kenningunni”. sagöi Bcnedikt er hann svaraöi spurn- ingu Óskars Sverrissonar hvernig væri hægt að samræma blandað hagkerfi við stefnu Alþýöuflokksins sem væri lýö- ræðislegur sósialistaflokkur. Benedikt sagði að þaö yrði að koma miðlun á milliólikra sjón- armiða og það væri einmitt það sem nú væri kallað blandað hagkerfi. Þó það væri ekki i beinum sósialistiskum anda væri innan þess hægt að stlga mörg skref i framfaraátt. Benedikt var spurður að þvi hver væri þá höfuðágreiningur milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Benedikt sagði að þó Alþýðubandalagið hefði ekki kommúnisma á stefnuskrá þá hefðu kommún- istar engu að siður sterk itök innan þess. Meginmunur á stefnunum flokkanna væri eink- um í öryggis og varnarmálum og utanrikismálum. 1 innan- rikismálum hefði Alþýðubanda- lagið meiri tilhneigingu að heyja baráttu i launamálum um krónur og aura sem brynnu i verðbólgu en Alþýðuflokkurinn hefði lagt meiri áherslu á fé- lagslegar umbætur, sem kæmi fólki beinlinis til góöa. Þá svaraði Benedikt spurn- ingu um hugsanlegt stjórnar- samstarf við Alþýöubandalagið og sagði að það væri engin ástæða að ætla fyrirfram að það gæti ekki orðið. -KS Festa í efnahagsmálum tryggir vinnufriðinn „Ég væri svo sannarlega hlynntur þvi, ef hægt væri að finna leiðir til þess, að verkföll yrðu færri og minni, þó ég vilji ekki taka verkfailsréttinn af launþegum, sagöi Benedikt Gröndal, cr hann svaraði spurn- ingu Mariusar Arasonar um, hvort ekki væri unnt að finna lausn á kjaradeilum án þess aö fara i verkföll, sem þeir lægst launuöu færu verst Ut Ur. Benedikt sagði, að til þess að það yrðu færri verkföll, þyrfti að koma til miklu fastari stjórn efnahagsmálanna, minni verð- bólga, meira öryggi og jafnari trygging fyrir kaupmætti launa. Alþýðuflokkurinn hefði i þessu sambandi látið frá sér fara áætl- un um stjórn efnahagsmála á næsta kjörtimabili i tiu liðum, sem miðuðu að þessum markmið- um, þannig að samningar gætu staðið órofnir þegar þeir væru gerðir. Ekkert gæti tryggt frið á vinnumarkaðnum nema festa i efn aha gs st jó rninn i. Jafnframt þyrfti launajöfnuður að vera meiri en hann væri, ekki aðeins i skráðum kauptöxtum heldur einnig i ýmsum óbeinum tekjum og hlunnindum sem ekki stæðu i umsömdum töxtum. -KS Ekki hœgt að hafa lága vexti í 30% verðbólgu „Meginröksemdin fyrir háum vöxtum i mikilli dýrtið er sú, aö þeir eigi að draga Ur eftirspurn eftir fjármagni, og þar meö draga Ur Ilkum á þvi aö fariö verði út I óarðbæra fjárfest- ingu”, sagði Benedikt Gröndal er Kristjan GUstafsson, Höfn I Hornafiröi, spuröi hann, hvort þingmenn tcldu virkilega aö háir vextir drægu Ur verðbólg- unni. „Hinu er svo ekki hægt að ganga fram hjá, að atvinnuveg- irnir þurfa mikil lán til rekstrar og þar koma vextirnir fram sem kostnaður og fara oft á tiöum út i verðlagið. Þetta verður að vega og meta. Sjálfur er ég mjög óánægöur með stöðu þess- ara mála i dag, en ég skil rökin fyrir þvi, að i 30% verðbólgu sé ekki hægt að hafa lága vexti. Það er engin önnur leið út úr þessari klemmu en aö ráðast á verðbólguna og ná valdi á henni”, sagði hann. -ESJ Kominn tími til að endurskoða vísitðluna „Ef viö náum ekki árangri I baráttunni gegn veröbólgunni og skuldasöfnuninni á næstu misserum, þá getur fjárhags- legt sjálfstæöi þjóöarinnar veriö i hættu”, sagöi Benedikt Gröndal, er hann svaraði spurningu Snorra Steindórs- sonar um, hvernig leysa ætti aösteöjandi vanda i kjara- málum. Benedikt visaði i efnahags- áætlun Alþýðuflokksins, sem ætti að geta orðiö grundvöllur að samstarfi um lausn efna- hagsvandans. Jafnframt væru þar tillögur um svokallaðan kjarasáttmála, sem geröi ráð fyrir samstarfi aðila vinnu- markaðarins og rikisvaldsins. Benedikt var einnig spuröur um afstööuAlþýðuflokksins til visitölunnar. Sagði Benedikt, að tvimælalaust væri kominn timi til að endurskoða þann grunn, sem hún væri byggð á. Þar kæmu til athugunar stór mál eins og óbeinir skattar og niðurgreiðslur, en þaö yrði að endurskoða visitöluna i vinsamlegu samstarfi við launþega og vinnuveitendur. —KS ## Atvinnulýðrœði yrði til bóta' .## Karl Eliasson, i llafnarfiröi, hafði eins og fleiri spyrlar mikinn áhuga á ýmsum þátt- um efnahags og atvinnulífs. „Mig langar fyrst til að spyrja um álit þitt á atvinnu- lyðræði. Hvort það mundi ekki bæta samkomulagið á milli at- vinnurekenda og launþega?” „Alveg tvimælalausr’, svar aði Benedikt. „Við erum með atvinnulýðræði sem mikilvægt atriði á okkar stefnuskrá og tilgangurinn er ekki si'st að bæta sambúðina, þvi það fyrsta sem gerist, i fyrstu skrefunum i atvinnulýðræði, er að starfsfólk i fyrirtækjum, fær betra tækifæri til að fylgj- ast með hvað er að gerast í stjórn þess”. „Það skilur þá fyrirtækið, vandamál þess og getu betur. Viðteljum að starfsfólk eigi að fá sæti i stjórnum fyrirtækj- anna. Við höfum flutt mikið af tillögum um þetta efni, bæði um einstök fyrirtæki og um þetta i heild, sem löggjöf. En þessu hefur miðað .ákaflega hægt”. -ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.