Vísir - 12.05.1978, Page 18
22
Föstudagur 12. maí 1978.
Kosningasiá Vísis
UM HVAÐ ER KOSIÐ
HUSAVÍK?
4
Þaðvarenginnhiti kominn i
kosningabaráttuna á Húsavflc
ennþá er Kosningasjá Visis
hafði samband norður. Þar
hafa verið lagðir fram fjórir
listar: A-Iisti Alþýðuflokksins,
B-listi Framsóknarflokksins,
D-listi Sjálfstæðisflokksins og
K-listi Alþýðubandalagsins og
óháðra.
Nokkrar breytingar hafa
orðiðfrá siðustukosningum en
þá buðu Alþýðuflokkurinn og
Samtök frjálslyndra fram
sameiginlegan lista, J-lista.
K-listinn var einnig borinn
fram þá af Alþýðubandalag-
inu og óháðum en nú hafa
Samtakamenn gengið til liðs
við K-listann þó þeir eigi ekki
formlega aðild að honum.
Alþýðuflokksmenn Fram-
sóknarmenn Alþýðubanda-
lagsmenn, Samtakamenn og
óháðir mynduðu sjö manna
meirihluta á siðasta kjörtima-
bili. Húsvikingar voru með
mörg járn i eldinum á siðasta
kjörti'mabilioger stefnt að þvi
að ljúka þeim framkvæmdum
sem byrjað er á næsta kjör-
timabil þar á meðal hafnar-
byggingu og byggingu elli-
heimilis og dagheimilis.
tfrslitin 1974
t bæjarstjórn Húsavikur
eiga niu fulltrúar sæti. Eftir-
taldir flokkar fengu menn
kjörna við siðustu bæjar-
stjórnarkosningar:
B-listi Framsóknarflokkur,
fékk 318 atkvæði og þrjá menn
kjörna, Harald Gislason
mjólkursölustjóra, Guðmund
Bjarnason bankafulltrúa og
Egil Olgeirsson rafmagns-
tæknifræðing.
D-listi, Sjálfstæðisflokkur
fékk 213 atkvæði og tvo full-
trúa kjörna Jóhann Kr. Jóns-
son framkvæmdastjóra og Jón
Armann Árnason húsasmiða-
meistara.
J-listi Alþýðuflokkur og
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna, fékk 263 atkvæði og
tvo menn kjörna, Arnljót
Sigurjónsson rafvirkjameist-
ara og Hailmar Frey Bjarna-
son múrarameistara.
K-listi Óháðir og Alþýðu-
bandalagið fékk 239 atkvæði
og tvo menn kjörna Kristján
Ásgeirsson útgerðarstjóra og
Jóhönnu Aðalsteinsdóttur hús-
móður.
A Húsavik búa um 2330
manns og er gert ráð fyrir þvi
að á kjörskrá verði um það bil
1380 manns. —KS
Egill Olgeirsson: „Stefnum að
þvi að halda okkar mönnum”
,Vinnaágrund-
vef/i samvinnu
og félags-
hyggju'
— segir Egill
Olgeirsson
„Framsóknarflokkurinn á
Húsavik viil vinna að alhliða
uppbyggingu i bænum á sviði
atvinnu-, félags- og menningar-
mála á grundvelli samvinnu,
félagshyggju og lýðræðis”,
sagði Egill Olgeirsson raf-
magnstæknifræðingur efsti
maöur á lista Framsóknar-
flokksins.
Egill sagði að Framsóknar-
menn vildu beita sér fyrir
áframhaldi þeirra verkefna
sem unnið er að svo að lokið
verði við á kjörtimabilinu
ýmsar félagslegar fram-
kvæmdir sem komnar eru vel á
veg, svo sem dvalarheimili
aldraðra, dagheimili og
viðbygging gagnfræðaskólans.
Ennfremur vildu þeir leggja
áherslu á eftirfarandi atriði:
Atvinnumál þar þyrfti að styðja
við þá atvinnuþætti sem fyrir
væru og stuðla að frekari úr-
vinnslu landbúnaðar og sjávar-
afurða og auka á fjölbreytni
með nýjum iðnaðar- og þjón-
ustugreinum. Hafnarmál flokk-
urinn vildi vinna áfram eftir
þeirri áætlun sem fylgt hefur
veriðog koma uppaðstöðu fyrir
þjónustufyrirtæki við bátaflot-
ann. Gatnagerð áfram verði
unnið að varanlegri gatnagerð
og hraðað rykbindingu eftir þvi
A-listi
1. ólafur Erlendsson fram-
kvæmdastjóri
2. Gunnar B. Salomonsson
húsasmiður
3. Guömundur Hákonarson
framkvæmdastjóri
4. Vilhjálmur Páisson kenn-
ari
5. Herdis Guðmundsdóttir
húsmóðir
6. Kristján Mikkelsen.starfs-
maður verkalýðsfélagsins
7. Jón B. Gunnarsson sjó-
maður
8. Jón Þorgrimsson forstjóri
9. Einar Fr. Jóhannesson
byggingafulltrúi
sem fjárhagur leyfði. tþrótta-
mál ljúka þyrfti gerð hlauþa-
brautar á iþróttasvæðinu og
unnið verði að bættri aðstöðu tii
vetraríþrótta. Auk þess væri
knýjandi þörf fyrir nýtt iþrótta-
hús.
Þá minntist Egill á að halda
bæri áfram að byggja ibúðir á
félagklegum grundvelli og unnið
yrði áfram að fegrun bæjarins.
„Við erum með þrjá menn i
bæjarstjórn og stefnum að þvi
að halda þeim”, sagði Egill.
Egill sat i bæjarstjórn siðasta
kjörtimabil. Hann er fæddur
Húsvik ingur fæddist árið 1949 og
hefur átt heima þar siðan.
—KS
Katrin Eymundsdóttir: „Það
þarf að hyggja betur að um-
hverfismálum ”
„Byggia
þarf
— segir Katrín
Eymundsdóttir
„Ég vii fyrst nefna af bar-
áttumálum að lokið verði við
uPPbyggingu hafnarinnar,
gatnagerð,og að lokið verði við
dagheimiii og dvalarheimili
fyrir aldraða og ennfremur að
byrjað verði á nýrri verbúðar-
byggingu sem lengj hefur verið
á döfinni enda er þörfin muög
brýn bæöi fyrir útgeröina og
verkamennina”, sagði Katrln
Eymundsdóttir húsmóðir, efsti
maður,á lista Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þá sagði Katrin að ýmis ný
verkefni væru framundan. t
fyrsta lagi þyrfti að fá nýja
heilsugæslustöð það þyrfti að
hyggja betur að umhverfismál-
B-listi
1. Egill Olgeirsson raf-
magnstæknifræðingur
2. Jónina Hallgrimsdóttir
kennari
3. Aðalsteinn Jónasson tré-
smiður
4. Stefán Jón Bjarnason
skrifstofumaður
5. Tryggvi Finnsson fram-
kvæmdastjóri
6. Sigrún Steinsdóttir hús-
móðir
7. Jón Heigason verkstjóri
8. Ingimundur Jónsson yfir-
kennari
‘J.Haukur liaraidsson
mjólkurfræðingur
um og vinda bráðan bug að þvi
að draga úr mengun i höfninni.
Félagslegar umbætur og
fræðslumál væru alltaf á dag-
skrá og á þeim vettvangi væru
mörg verkefni óleyst. Sérstak-
lega þyrfti að samræma
fræðslumál á Húsavík og I Þing-
eyjarsýslu með rílliti til fjöl-
brautaskóla.
„Ég tel að annað sætið sé bar-
áttusætið”, sagði Katrin,” Það
er stefnt að þvi hægt og rólega
að koma þriðja manninum inn
en ég býst ekki við þvi að það
verði við þessar kosningar”.
Katrin hefur ekki átt sæti i
bæjarstjórn en hún hefur verið I
framboði áður. Hún er fædd i
Reykjavik árið 1942 og flyst til
Húsavikur árið 1966. —KS
„Ljúka þeim
framkvœmdum
sem eru hafnar"
— segir Kristjón
Asgeirsson
„Við viljum geta komið meiri
fjölbreytni i atvinnuiifið. Við
erum háðir sjónum og það er
ágætt meöan menn hafa heilsu
til að vinna þau störf. Það er full
þörf á að koma upp einhverjum
iðnaði”, sagði Kristján Asgeirs-
son,útgerðarstjóri,efsti maður á
lista Alþýðubandalagsins og
óháðra.
Kristján sagði að þeir hefðu
það á sinni stefnuskrá að ljúka
þeim framkvæmdum sem
byrjað væri á, elliheimilinu og
dagheimilinu og höfninni. Þeir
væru með margt I takinu og
margt væri einnig eftir ógert.
Það væri hins vegar allt eftir þvi
hve tekjumöguleikar væri
miklir hvaða ný mál væri hægt
að taka á framkvæmdaskrá, en
það væri einmitt markmið
þeirra að nýta betur það fjár-
magn sem veitt er til verklegra
framkvæmda.
Kristján Asgeirsson: „Nýta
betur fjármagn tii fram-
kvæmda”.
Kristján taldi að þriðja sætið
á K-listanum væri þeirra bar-
áttusæti. Það væri þó erfitt að
segja til um það hvaða mögu-
leika þeir hefðu á þriðja manni,
þvi kosningabaráttan væri ekki
hafin að neinu marki ennþá.
Kristján er fæddur á Húsavlk
árið 1932 og hefur verið þar slð-
an. Hann sat i bæjarstjórn sið-
asta kjörtimabil en hefur verið
á lista Alþýðubandalagsins
undanfarin ár. _ks
„Atvinnumálin
efst á baugi"
— segir Ólafur
Erlendsson
„Atvinnumálin verða alltaf
efst á baugi. Það þarf að tryggja
að næg atvinna sé fyrir alla 1
bænum. Við erum svolitið aftar-
lega á merinni með gatnagerö
og þarf að gera gangskör f þeim
málum”, sagði Ólafur Erlends-
son, framkvæmdastjóri Sjúkra-
hússins ,efsti maður á lista AI-
þýðuflokksins.
Ólafur sagði að hafnarfram-
kvæmdir hefðu verið á döfinni
og hann vill að þar á yrði fram-
hald. Þá væri unnið að ýmsum
stórmálum eins og byggingu
elliheimilis og væri lögð áhersla
á að 1 júka þeim framkvæmdum.
Ennfremur stæði yfir bygging
dagheimilis. Stefnt væri að þvi
að ljúka þeim framkvæmdum
sem væri i gangi.
„Okkur vanhagar einnig um
heilsugæslustöð”, sagði Ólafur,
,,en það er ekkert byrjað að
hanna hana, aðeins ræddar hug-
myndir. En gatnagerðin hefur
allan forgang og er undirstaða
þess að hægt sé að gera bæinn
aðlaðandi að ytra útliti”.
D-listi
1. Katrin Eymundsdóttir
húsmóðir
2. Hörður Þórhaiisson út-
gerðarmaður
3. Guðmundur A. Hóim-
geirsson skipstjóri
4. Jón Armann Arnason tré-
smiðameistari
5. Sverrir Jónsson póstfull-
trúi
6. Ingvar Þórarinsson kaup-
maður
7. Kristinn Magnússon for-
st jóri
8. Haraldur Jóhannesson
mjóikurfræðingur
9. Skúli Jónsson verkstjóri
geröin hefur forgang af verkleg-
um framkvæmdum”.
Ólafur taldi að Alþýðu-
flokkurinn væri öruggur með
tvo fulltrúa I bæjarstjórn. Hann
gerði varla ráð fyrir þvi að þeir
fengju þriðja rnanninn.þó gæti
orðið mjótt á mununum.
Ólafur er fæddur vestur á
Mýrum árið 1926 en ólst upp i
Reykjavik. Hann fluttist tii
Húsavikur fyrir 16 árum. Hann
hefur ekki verið aðalmaður i
bæjarstjórn en eitt kjörtimabil
var hann varamaður.
—KS
K-listi
1. Kristján Asgeirsson
útgerðarstjóri
2. Jóhanna Aðaisteinsdóttir
húsmóðir
3. Hallmar Freyr Bjarnason
múrarameistari
4. Benedikt Sigurðsson kenn-
ari
5. Hörður Arnórsson sjó-
maður
6. Snær Karlsson bygginga-
maður
7. Guðjón Björnsson skip-
stjóri
8. Elisabet Vigfúsdóttir hús-
móðir
9. Sævar Kárason bifvéla-
virki