Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 26. mal 1978. yísm Útflutningur í apríl nam nœr 13 milljörðum Úttlutningur i april innflutningur 12.565 nam samtals 12.650 milljónum. Fyrstu þrjá milljónum króna en mánuði ársins er heildarútflutningur landsmanna að verð- mæti 42.4 milljarðar. en innflutningur á sama tima 47.5 millj- arðár. króna. Sambærilegar tölur frá fyrstu þrem mánuðum árs- ins 1977 eru tæpir 30 milljarðar en þá var meðalgengi erlends gjaldeyris 33.4% lægra en i ár. Ahrif útflutningsbannsins virðast litil eða engin I april. Að visu fórst mikill útflutningur fyrir seinnihluta april vegna bannsins, en hins vegar voru miklar afskipanir áður en þá kom til framkvæmda. Viðskiptajöfnuður var hag- stæður um 84 milljónir króna i april, en fyrstu þrjá mánuði ársins var viðskiptajöfnuðurinn óhagstæður um liðlega fimm milljarða króna. —SG 2. RAGTIME í REYKJAVÍK 14 manna ,,big band“ Björns R. Einarssonar flytur dagskrána „Ragtime í Reykjavík". 3. LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR Rúrik Haraldsson flytur Ijóðin, Laugavegur, Heyskapur í Róm, Augun þín, Þjóðvísa og Kosningar, eftir Tómas Guðmundsson, ásamt hljómsveitinni Melchior og ungri söngkonu, Kristínu Jóhannsdóttur. Barnagæsla og leiktæki s.s. hin vinsælu sjónvarpsspil verða í anddyri Laugardalshallarinnar fyrir börn þeirra, sem sækja hátíðina. Svo að segja má að það verði í raun hátíð allrar fjölskyldunnar. LÁTIÐ YKKUR EKKI VANTA - MÆTUM ÖLL x-Ð <> 1. LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR f heldur útihljómleika á anddyri Laugardalshallar, þeir byrja að leika kl. 20.15. 4. BRIMKLÓ Hljómsveitin Brimkló og Björgvin Halldórsson flytja nokkur skemmtileg lög. 5. ÓVÆNT ATRIÐI Leyndarmál þar til á hátíðinni. 6. ÁVÖRP Aðalræðu kvöldsins flytur borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir ísleifur Gunnarsson, en auk hans flytja þau Albert Guðmundsson, Davíð Oddsson, Elín Pálmadóttir, Sigurjón Fjeldsted og Þuríður Pálsdóttir stutt ávörp. Kynnir, Ólafur B. Thors. ísland- Israel — hátíðarfundur á mánudag Félagið ísland-lsrael heldur hátiðafund i Tjarnarbúð mánu- daginn 29 þess mánaðar kl. 20.30. Verður þar meðal annars minnst þrjátiu ára afmælis ísraels- rikis. Sérstakur gestur verður sendi- herra Israels á íslandi, David Z. Rivlin. Féla gið Island-ísrael var stoöiað 13. febrúar siðastliðinn. Til- gangur þess er að auka tengsl- in milli landanna tveggja og stofna til gagnkvæmra menn- ingarsamskipta þjóðanna. Þessum tilgangi hyggst félagið ná með fræðslu og upp- lýsingastarfsemi. Félagar geta orðið allir áhugamenn um samskipti landanna, átján ára og eldri, og öllum er heim- ill aðgangur að hátiðar- fundinum i Tjarnarbúð, meðan húsrúm leyfir. Formaður félagsins er Óli Tynes og aðrir i stjórn Reynir Armannsson, Þorgerður Ingólfsdóttir, Kristin Aðal- steinsdóttir og dr. Jakob Jóns- son. Jóhann er ekki aleinn Haft var samband við blaðið og óskað eftir þvi, að það yrði leiðrétt að Jóhann vitavörður i Hornbjargi væri einnum þessar mundir. Hann hefur aðstoðarvitavörð sem sér jafnframt um húshaldið með Jóhanni. Kirkjan í Vindóshlið 100 ára Undanfarin árhefur starfið i Sumarbúðum KFUK i Vindás- hliö hafist með guðþjónustu og kaffisölu. Sunnudaginn 28. mai kl. 14.30. verður minnst 100 ára afmælis kirkjunnar i Vindáshlið. Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson mun predika og sóknar- presturinn á Reynivöllum sr. Einar Sigurbjörnsson þjóna fyrir altari. Kirkjan var byggð árið 1878 og vigð á þriðja sunnudegi i aöventu sama ár. Hún er eina timburkirkjan sem verið hefur á Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Arið 1957 var kirkjan flutt frá Saurbæ i Vindáshliö. Þar voru endurnýjaðsr inn- réttingar og kkirkjan siðan endurvigð 16. ágúst 1959. A sumrin eruguðræknisstundir i kirkjunni hvern helgan dag. Eftir guðsþjónustuna hefst kaffisala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.