Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 11
11 VtSIR Ftctadagw 2C. ml 1978. UM HVAÐ ER KOSIÐ í GARÐABÆ? Garöar taldi aö þaö þyrfti aö halda niðri rekstrarkostnaði sveitarfélagsins og vinna aö hagkvæmni viö verklegar fram- kvæmdir. Einnig yrði aö berjast fyrir endurbótum á tekjustofn- um og verkefnaskiptingu milli rikis og sveitarfélaga. Sjálf- stæðismenn legöu áherslu á aö hraðað yrði gerö Reykjanes- brautar úr Blesugróf að Kefla- vfkurvegi viö Þórsberg og jafn- framt að hraöað yrði endur- bótum á Hafnarfjarðarvegi um Garðabæ. I skólamálum vildu þeir efla framhaldsnám i Garðaskóla þannig að eftir þvi sem nem- endafjöldi leyfði gæfist kostur á þvi þar að ljúka fjölbrautar- námi. Þá hygðust þeir bæta að- stöðu unglinga i bænum til félags- og tómstundaiðju og mæta eftirspurn eftir dag- visturnarstofnunum með eðli- legri kostnaðarþátttöku við- komandi. „Við leggjum á það höfuð áherslu að halda hér öruggum meirihluta”, sagði Garðar,” til þess að málin fari ekki úr böndunum i þessum bæ. Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkur- inn hér i bæ sem býður fram konu sem á möguleika á þvi að komast i bæjarstjórn”. Garðar er fæddur i Reykjavik árið 1937. Hann flyst i Garðabæ árið 1967. Hann hefur verið i starfi sveitar- og bæjarstjóra þar i sex ár en er i framboði til sveitarstjórnar i fyrsta sinni nú. —KS „Verum sjálfum okkur nógir um þjónustu" „1 heild þarf Garðabær aó verða meira sjálfum sér nógur á sem flestum sviðum, þó svo að töluverð samvinna verði alltaf á milli hans og nágrannabyggöa.” sagði örn Eiösson fulltrúi efsti maður á lista Alþýðuflokksins. örn sagði að það sem þeir einkum berðust fyrir væri félags- mál á ýmsum sviðum. Æskulýðs og íþróttamál væru sér ákaflega hugleikin. 1 þeim efnum væri ýmislegt ógert. Æskan i bænum leitaði ákaflega mikið i nágrannabyggðirnar og reyndar ibúarnir yfirleitt. Þjónusta við þá væri svo til engin. Þessari þróun yröi að snúa við ef Garðabær ætlaði að verða sjálfstætt bæjar- félag I framtiöinni. 1 skólamálum legðu þeir mikla áherslu á að hægt yrði að ljúka fjölbrautarstiginu að mestu leyti innan bæjarins. Þá væri þörf úrbóta i dagvistunarmálum. Yfirgnæfandi meirihluti bæjar- búa sækir atvinnu sina utan bæjarmarkanna og sagði örn að það værihÆtta á þvi að Garðabær A-LISTI 1. örn Eiðsson fulltrúi 2. Hilmar Hallvarösson verkstjóri 3. Haukur Helgason skólastjóri 4. Erna Aradóttir fóstra 5. Halidór Steinsen læknir 6. Jóel Sigurðsson verkstjóri 7. Bergur Björnsson bankafulltrúi yrði áfram svefnbær ef ekki yrði reynt að spyrna eitthvað við fótum og skapa ibúum atvinnu- tækifæri. Að lokum minntist örn á gatnagerð en i þeim efnum hefðu þeir heldur betur dregist aftur úr og væri ekki lengur við það unað. „Baráttusæti okkar er fyrsta sætið. Miðað við sjö fulltrúa siðast vantaði okkur ekki nema 14 atkvæði til að koma manni inn”, sagði örn. örn er fæddur á Fáskrúösfirði árið 1926. Hann flyst árið 1969 til Garðabæjar. — KS „Fœrum Hafnar- fjarðarveg niður með sjó" „Við leggjum aðaláhersluna hér á skipulagsmálin. Miklar deUur hafa orðið um Hafnar- fjarðarveginn og við viljum láta hann koma niður meö sjónum en B-LISTI 1. Einar Geir Þorsteinsson 2. Svava Bernhöft 3. Stefán Vilhelmsson 4. Ólafur Vilhjálmsson 5. Ingibjörg Pétursdóttir 6. Hrafnkell Helgason 7. Gunnsteinn Karlsson ekki endurbæta gamla veginn”, sagði Hilmar Ingólfsson kennari efsti maður á lista Alþýöubanda- laginu. Ingólfur sagðiaðþeir værumeð á sinni stefnuskrá að auka verk- legar framkvæmdir i bænum. Þeir vilji láta breyta tekju- skiptingu rikis og sveitarfélags og verkefnaskiptingu en rikið væri alltaf að færa fleiri og fleiri verk- efni til sveitarfélaganna. Þeir myndu beita sér fyrir þvi að heilsugæslustöð fyrir Garðabæ yrði komið upp við V ifilsstaði. Þá væri almenn krafa frá öllum um að fá löggæslu flutta inn i bæinn. „Við viljum breytta stjórn á æskulýðsmálum i bænum”, sagði Hilmar, ,og gera hana virkari . Nauösynlegt er að fá meira af fullorðnu fólki til að starfa i félags og æskulýðsmálum. Við teljum almennt að bæjarstjórnin eigi að hafa meiri frumkvæði i málum.” Þá nefndi Hilmar að brýnt væri að skipulagið við miðbæinn yrði loksins framkvæmt þvi þjónusta , og félagsleg aðstaða væri ákaf- lega litil. D-LISTI 1. Garöar Sigurgeirsson bæjarstjóri 2. Jón Sveinsson forstjóri 3. Markús Sveinsson framkvæmdastjóri 4. Sigurður Sigurjónsson lögfræðingur 5. Fríða Proppé húsmóðir 6. Ágúst Þorsteinsson forstjóri 7. Guöfinna Snæbjörns- dóttir bókari „Ég á von á þvi að menn séu ekki alltof ánægðir með nú- verandi meirihluta. Hvort að við fáum atkvæðihinna óánægðu skal látið ósagt. En vilji menn breytta stefnu bendum viö þeim á að kjósa Alþýðubandalagiö”, sagði Hilmar. Hilmar hefur átt sæti i bæjar- stjórn i fjögur ár. Hann er fæddur i Reykjavik árið 1943 en flyst til Garðabæjar árið 1972. —KS G-LISTI 1. Hilmar Ingólfsson kennari 2. Albina Thordarson arkitekt 3. Birna Bjarnadóttir kennari 4. Hallgrimur Sæmundsson kennari 5. Ástriður Karlsdóttir hjúkrunarkona 6. Viggó Benediktsson simvirki 7. Guömundur H. Þórðarson læknir frumsýnt i Iðnó, og heitir Valmú- inn springur út á nóttunni (og Jónas Guðmundsson kallar „plöntu”), er hörð en gamansöm ádeila á hina villtari kenninga smiði flokksins, sem vilja bylta öllu, lika kynlifi alþýðunnar. Þá er að geta dómsins yfir Yuri Or- lov, en hann sýnir enn einu sinni að hið mikla „fyrirmyndarriki”, er ekki ætlað til frjálsræðis eða annars sliks brúks, sem veitir einstaklingnum rúm til að tjá sig eftir þörfum og aðstæðum. Mundi mörgum Alþýðubandalags- manninum þykja þungt fyrir dyr- um ætti hann víð slfkt að búa. Og þá er vert að hafa i huga siðustu Birgir tsleifur Gunnarsson Hin nýja atvinnustefna mótast m.a. af þeirri sérkennilegu stöðu Reykjavikur, að hún hefur verið afskipt um fjármagn, sem veitt hefur verið af þvi opinbera vegna svonefndrar byggða- stefnu. atburði á Italiu, en þar tók rauða herdeildin af lifi einhvern ágæt- asta stjórnmálamann landsins, ogþann manninn, sem mest hafði unnið að þvi að túlka fyrir þjóö- inni, að kommúnistar væru hæfir i siðaðra manna þjóðfélagi. Hon- um var launað sáttastarfið meö nokkrum byssukúlum. Að visu mega þeir Alþýðubandalagsmenn hugga sig við skýringú Þjóðvilj- ans á þessum atburðum, en blaðið sagði i forustugrein, eftir að Aldo Moro fannst myrtur, að rauða herdeildin fylgdi fyrirmælum, sem hún fengi eftir einhverjum annarlegum leiðum frá kapital- ista-bullum. Með fyrrgreind tiðindi og at- burði yfir höfði sér sækir nú Al- þýðubandalagið fram, og teflir fram i baráttusætið manni, sem hefur aðy firlýstri stefnu að verða geitahirðir i Reykjavik fái hann einhverju ráðið um dýralifið i borginni. Framsóknarflokkur Framsóknarflokkurinn hefur orðið að þola margar kárinur þann tfma, sem hannhefur setið i stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Og spárnar um hann, sem skoðanakannanir veita, sýna að honum er i mesta lagi ætlaður einn maður i borgarstjórn eftir kosningar. Vegna tengsla sinna við samvinnúhreyfinguna og landbúnaðinn, hefur Reykviking- um gengið seint að lita á hann sem borgarflokk, og þau hafa oft Þór Vigfússon Alþýðubandalagið teflir fram manni, sem hefur að yfirlýstri stefnu að verða geitahirðir i Reykjavik, fái hann einhverju ráðið um dýralifið I borginni. verið næsta auðveld spjótalögin, sem Framsókn hefur fengið frá Sjálfstæðismönnum i venjulegri kosningabaráttu. Efsti maður á lista Framsóknarflokksins við kosningarnar i borginni verður þó seint vændur um að vilja ekki Reykjavík eins vel og hver annar á framboðslistum hinna flokk- anna. Um tvo næstu menn á lista flokksins verður minna sagt, enda hafa þeir engin tækifæri fengið til að sýna hvað þeir vilja i borgarstjórn, og munu sam- kv-æmt skoðanakönnunum aldrei fá slikt tækifæri. Annað og þriðja sætiðfórundir fólk, sem heyrir til svonefndri „hreinsunardeild” i flokknum, en þar sem sú deild er eiginlega austanviðsól ogsunnan við mána i' flokknum hvað pen- ingamálin snertir, má alveg eins búast við að erfiðlega gangi aö fiármagna kosningarnar eöa út- vega bila,enda eruþeir horfnir af sjónarsviðinu, sem i einn tima færðu flokknum heilar bflaleigur heim á hlað á kosningadögum. I prófkjöri flokksins urðu þær breytingar, að Alflreð Þorsteins- syni var ýtt til hliðar. Nýlega átti Morgunblaðið viðtal við hann, þar sem hann lýsir þvi yfir fullum fet- um, að hann myndi litt treysta fjármálastjórn vinstri flokkanna næðu þeir völdum I borgarstjórn. Nýleg dæmi um ástæðurnar fyrir sliku vantrausti er f jármálalegur viðskilnaður vinstri st jórnarinnar siðustu, og raunar allra vinstri stjórna, sem hér hafa verið siðan i heimsstyrjöldinni. Eirlkur Tómasson Framsóknarflokkurinn leggur talsvert upp úr ættartengslum jafnvel við stofnanir eins og Byggðasjóð, þegar velja á fólk til framboðs i Reykjavik. Skoðanakannanir siðdegisblað- anna koma verst út fyrir Fram- sóknarflokkinn. Það er þó ekki öll von úti fyrir flokkinn hér i borg- inni fyrr en i skoðanakönnuninni miklu aðfaranótt mánudags næstkomandi. Þá kemur i ljós hvað mikið af kjósendum hefur afskrifað þennan strangtrúaða flokk, sem þolir illa opnar um- ræður, og leggur töluvert upp úr ættartengslum, jafnvel við stofnanir eins og Byggðasjóð, þegar velja á fólk til framboðs í Reykjavik. Alþýðuflokkurinn Þótt Alþýðuflokknum sé spáð miklum sigri i borgarstjórnar- kosningunum mun undirritaður ekki trúa þeim spádómum fyrr en hanntekurá þvi. öðrumáligegn- ir um Alþingiskosningarnar. Fram að þessu hefur verið útlit fyrir að flokkurinn fengi sæmi- lega útkomu i borginni i þeim kosningum. Alþýðuflokkurinn hefur um langa hrið verið tveir flokkar, og hefur heimili annars þeirra verið I Reykjavik, en hinn flokkurinn hefur átt fylgi sitt utan borgarinnar. Þetta hefur komið i ljós hvað eftir annað á flokks- þingum Alþýðuflokksins, en þar hafa kosningar jafnan farið þann- ig, að þeir sem landsbyggðin styður hafa náð kosningu, en Reykjavi'kurliðið hefur beðið lægri hlut. Þessir erfiðleikar flokksins hafa þó aldrei orðið eins augljósir og eftir aö Benedikt Björgvin Guömundsson Enginn skilur hvernig Vilmundarreyfið er komiö á Björgvin. Auðvitað má hann vel við una, ef vinsældir höfuð- fjandans verða til aö fleyta honum inn i borgarstjórn. Gröndal varð formaður flokksins. Hann var kjörinn i þá stöðu af fulltrúum landsbyggðarinnar, en þegar hann ætlaði að helga sér vettvang i Reykjavik, risu hárin á fulltrúum Reykjavikurliösins, enda mun t.d. Björgvin Guð- mundsson hafa talið sig alveg eins fullgilt þingmannsefni og Benedikt. Þegar Vilmundur Gylfason kom svo til sögunnar, eins og spútnik, var þaö i algerri óþökk Reykjavikun-liðsins. Aftur á móti hafði Vilmundur ekkert viö póli- tiska siglingu Benedikts suöur yf- ir Hvalf jörö að athuga, og jók það ekki á vinsældir hans hjá Reykja- vikurflokknum. Nú mun það vera helzta áhugamál Benedikts Grön- dal að losa flokkinn viö þennan klofning og sameina hann. Hins vegar getur hann það ekki nema upp komi sterkir aðilar i Reykja- vik, eins og Vilmundur Gyifason, sem vilja hið sama og Benedikt i þessu efni. Vilmundur Gylfason þykir nú með forvitnilegri ungum mönn- um ipólitik,oghanner i framboði við kosningar til Alþingis. Sýnt þykir að hann muni koma meö nokkra fylgisaukningu til flokks- ins i þingkosningunum. Reykja- vikurflokkur Alþýöuflokksins, undir stjórn Björgvins Guð- mundssonar og félaga, hefur frá upphafi verið andstæður Vil- mundi og má vel vera að það sé gagnkvæmt. Hins vegar sýna skoðanakannanir, sýni þær þá nokkuð, að fjöldi fólks ætlar nú Neðanmáls y Indriði G. Þorsteinsson skrifar: Við biðum bara eftir taIningar- nóttinni/ enda fer þá fram hin endanlega skoðanakönnun. y allt i einu að kjósa Björgvin Guð- mundsson i borgarstjórn. Þeir sem spá i pólitik skilja hvorki upp né niður. Stundum, þegar lömb eru vanin undir nýjar mæður, er skinnið af þvi lambi, sem nýja móðirin missti, saumað á lambiö sem á aö venja undir. En vegna þeirra miklu átaka, sem hafa verið á milli Björgvins og Vil- mundar skilur enginn hvernig Vilmundarreyfið er allt i einu komið á Björgvin. Auövitað má Björgvin vel við una, ef vinsældir höfuðfjanda hans i flokknum verða til að fleyta honum inn i borgarstjórn. jQþ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.