Vísir - 26.05.1978, Qupperneq 22

Vísir - 26.05.1978, Qupperneq 22
26 Föstudagur 26. mal 1978. vism Undrabörn c Umsjón: Jótvann öirn'j Sigurjónsson. ...--y—— 3 Einn er sá þáttur skáksögunnar sem erfitt hefur verið að finna viðhlitandi skýr- ingu á, þáttur hinna svokölluðu undrabarna i skák. Hvernig má vera, að 8 ára gamalt barn sem ekki sýnir neina umtalsverða hæfileika á öðrum sviðum, er farið að tefla skák af öryggi meistarans, svo til strax og það hefur lært mannganginn? Bæði Capablanca og Reshevsky voru slik undrabörn og farnir að tefla blindskákir, fjöltefli og kappskákir i frumbernsku. Reshevsky er sennilega frægasta dæmið. Sex ára gamali ferðaðist hann borg úr borg, og þó hann gerði varla betur en ná upp fyrir borð- brúnina, vann hann gömlu grá- skeggjana. sem búnir voru að tefla skák allt sitt lif. Ýmsar skýringar komu fram á hæfi- leikum drengsins, m.a. sú, að Reshevsky hlyti að vera endur- borinn skákmeistari, sem tekið hefði með sér skákhæfileikana úr fyrra jarðvistarlifi. Enn þann dag i dag koma fram undrabörn, þó ekki jafnist þau á við Reshevsky og Capablanca. Þrir drengir eru taldir standa fremstir i heiminum i' dag. Fyrstan skal telja hinn 15 ára Kasparov, sem varð i 1. sæti á vel mönnuðu skákmóti, þar sem 3 alþjóðlegir meistara og einn stórmeistari voru meðal keppenda. Sigur Kasparovs var upp á ein 2600 stig, og er talinn besta unglinga- afrekið frá þvi að Fischer varð skákmeistari Bandarikjanna árið 1957, aðeins fjórtán ára gamall. Kasparov er nemandi Botvinniks og við þennan unga pilt binda Sovétmenn miklar vonir i framtiðinni. I Bandarikjunum beinast augu manna að Joel Benjamin, fjórtán ára pilti sem vann stór- meistarann Westerinen á alþjóðlegu móti fyrir skömmu. Hann tefldi þar m.a. við Guðmund Sigurjónsson og lauk skák þeirra með jafntefli. Englendingar eiga og sitt undrabarn, Nigel Short, tólf ára. Hann hefur verið mjög i sviðsljósinu undanfarið, vann sér þátttökuíétt á breska meistaramótið og vann þar m.a. Jonathan Penrose, sem oftast allra hefur orðið Bretlands- meistari i skák. Short hefur ver- ið iðinn við fjöltefli og tefldi ný- verið við 23 skákmenn úr hinu fræga fjármálahverfi „City of London.” Arangur Shorts var glæsilegur, 22 1/2 vinningur, og margar skáka hans hreinustu perlur. Hér kemur sú fallegasta. Hvitur: Nigel Short Svartur: B.S. Drew Lloyds Bank. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. Ba4 d6 5.0-0 Bg4 6. h3 Bh5 7. Bxc6+ bxc6 8. c3 Df6 (Geller kom fram með þessa hugmynd i frægri skák gegn Fischer á skákmótinu i Bled 1961, en tapaði i rúmum 20 leikj- um). 9g4 Bg6 10. d4! (Fischer fór eins að gegn Geller og fórnaði e-peðinu fyrir sókn.) 10.. . . Bxe4 11. Rb-d2 Bxf3 (Geller kaus að halda biskupn- um, og lék honum til g6. Medina reyndi enn aðra. leið gegn Smyslov 1964, 11. . . Bd3 12. Hel 0-0 eneftir 13. He3! lenti svartur i ógöngum.) 12. Rxf3 exd4 13. Rxd4 Re7 14. Da4 Kd7 (Þessi frumlegi leikur stoðar litt, en sama má segja um 14. . . d5 15. Hel og nú verður svartur að leika kóngnum.) 15. Hel d5 16. Be3 h5 17. g5 Dd6 18. Ha-dl g6 * Jt A tfpbt ± tik t t &±* # i- É & t’ t± t S_S f A 8 c D E F S H 19. BÍ4! Dc5 (Ef 19. . . Dxf4 20. Hxe7+ Kxe7 21. Rxc6+ og vinnur drottning- una. Eða 20. . . Bxe7 21. Dxc6+ Kd8 22. Dxa8+.) 20. c4! Bg7 (Eða 20. . . Dxc4 21. Da5 Hc8 22. b3 ogsvarta drottningin fellur.) 21. cxd5 Bxd4 22. Hxd4 Rxd5 23. Hxd5+! (Þar meðer öil mótstaða svarts brotin á bak aftur, og hann gæti nú sem best gefist upp.) 23. Dxd5 24. Hdl Ke6 25. Hxd5 cxd5 26. Dc6+ Kf5 27. DÍ6+ Ke4 28. De5+ Kd3 29. Dc3+ Ke4 30. De3+ Kf5 31. De5 mát. Jóhann örn Sigurjónsson. (Smáauglysingar — simi 86611 3 Til sölu Til sölu Kelvinator kæliskápur með sér frystihólfi 100 litra, einnig barna- hlaðrúm. Uppl. i sima 20953. Til sölu 2 skrifborö 180 x60 cm, vélritunarborð 35x60 cm., Haztler búðarkassi, litið not- aður. Borgundarhólmsklukka (eikarkassi) mjög falleg. Uppl. i sima 27470 kl 4—6. Notuð eldhúsinnrétting og vaskar til sölu. Uppl. i sima 30126 e. kl. 7 á kvöldin. Vel með farin Passap duomatic prjónavél tii sölu. Uppl. í sima 35362 milli kl. 7-8. Froskbúningur til sölu. Uppl. i sima 75257 eftir kl. Til sölu teikningar frá Húsnæðismála- stjórn, 113 ferm. einbýlishús ásamt bilskur. Einnig til sölu ósamansettir gluggar og svala- hurðakarmar Uppl. i sima 52975. ilusdýraáburður. Bjóðum yður húsdýraáburð til sölu á hagsta+u verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garðaprýði. Simi 71386. Ili að þarftu ,.ð selja? Hvaö ætlarðu að kaupa? Það er sama hvort er. Smáauglýsing i Visi er leiðin. Þú ert búinn að sjá þaö sjálf/ur Visir, SiðumUla 8, simi 86611. Tr jáplöntur. Birkiplöntur i úrvali, einnig brekkuviðir, Alaskavfðir, greni og fura. Opið frá kl. 8—22 nema sunnudaga frá kl. 8—16. Jón Magnússon, Lynghvammi 4, Hafnarfirði. Simi 50572. ■v Til sölu vökvatjakkar i vinnuvélar (ýmsar stærðir). Einnig til sölu á sama stað tvö vinnuvéladekk, (afturdekk á felgum, undir JCB- gröfu seljast ódýrt. Litið slitin). Uppl. i sima 32101 næstu daga. Sokkasala Litið gallaðir herra-, kven- og barnasokkar seldir á kostnaðar- verði. Sokkaverksmiðjan, Braut- arholti 18, 3. hæð. Opið frá kl. 10.-3. Söludeild Reykjavikurborgar, Borgartúni 1, auglýsir: Til sölu ýmsir góðir munir á vægu verði svo sem rafmagns-þilofnar, litill kæliskápur, kóperingsvél, borð- stofustólar, pappirsskurðarvél, uppþvottavélar, góður rafmagn9* fjölriti, barnarúm, pappirsskilj- ari, sófar, hurðir, heflar, sagir, fallegir djúpir stólar, Ijósastæði af ýmsum gerðum, borð og stólar af ýmsum stærðum og gerðum, og margt fleira. Uppl. i sima 18800-55 Óskast keypt Notaður isskápur! Óska eftir að kaupa notaöan is- skáp, mesta breidd 61 cm, mesta hæð 145 cm. Uppl. i sima 43311 milli kl. 9 og 5. Sjóskiðióskast. helst Fiber. Uppl. i sima 94-3583 milli kl. 7 og 8 á kvöldin og 94-3501 frá kl. 8—7. Skrifborð ca. 160x80 cm. óskast. Uppl. i sima 16688 og eftir kl. 7 i sima 76509. Til sölu góður svefnsófi verökr. 25þús.Uppl. i sima 32130. Til sölu vel með farið sófasett og sófa- borð. Uppl. i sima 21448. Til sölu Happy sófasett, sex stólar sófaborð og tvö horn- borð. Uppl. i sima 3 4066. Svefnherbergishúsgögn. Svefnbekkir og rúm, tvibreiðir svefnsófar, svefnsófasett, hjóna- rúm. Kynnið yður verð og gæði. Sendum i pðstkröfu um land allt. Húsgagnaverksmiðja Húsgagnaþjónustunnar, Langholtsvegi 126. Simi 34848. Sem nýtt sófasett og sófaborð til sölu á kr. 150 þús. einnig eldhúsborð og 4 stólar með baki sem nýtt frá Krómhúsgögn á kr. 60 þús. Uppl. I sima 76664. Ifansahillur og skápur til sölu á hálfvirði. Einnig svefn- sófi og svefnbekkur, selst ódýrt. Simi 71362. Húsgögn Til sölu borðstofuhúsgögn, skenkur, borðstofúborö og sex stólar ásamt sófaborði. Uppl. i sima 10890. Svefnbekkir og svefnsófar til sölu. Hagkvæmt verð. Sendum i póstkröfu út á land. Uppl. að öldugötu 33, simi 19407. •________ Sjónvörp Til sölu 24” Grundig sjónvarpstæki, átta ára, i mjög góðu lagi. Verð 25 þús. uppl. i sima 11049 milli kl. 5—8. Heimilistæki Til sölu- Candy þvottavél, 5 ára og vel með farin. Verð kr. 70 þús. Til greina koma greiðsluskilmálar. Uppl. i sima 37494. Óska eftir stórum isskáp. Uppl. i sima 84415 eftir kl. 7. Til sölu Philco 8 C.F. isskápur með sér frysti, og tveimur hurðum. Uppl. i' sima 43315. ÍTeppi Gólfteppaúrval. Ullar og nylon gólfteppi. A stofu, herbergi, ganga, stiga og stofnan- ir. Einlit og munstruð. Við bjóð- um gott verð, góða þjónustu og gerum föst verðtilboð. Það borg- ar sig að lita við hjá okkur, áður en þið gerið kaup annars staðar. Teppabúðin, Reykjavikurvegi 60. Hafnarfirði. Simi 53636. Hjól-vagnar Honda SS 50. Til sölu árg ’73. Upphækkuð. Einnig árg. ’75 sem ný. Ekin 3000 km. Báðar ný-uppteknar. Uppl. i sima 93-1065 milli kl. 12 og 13 næstu daga. Til sölu vel með farinn Silver Cross kerruvagn ásamt gæruskinns- kerrupoka, leikgrind (net) og upptrekkt barnaróla á gólfstatifi Uppl. i sima 19577 eftir kl. 17. Verslun Fatasalan Tryggvagötu 10, Ódýrar gallabuxur, barna- unglinga- og fullorðinsstærðir. seljum margar aðrar tegundir af buxum á mjög lágu verði. Opið laugardaga kl. 9—12. Fatasalan, Tryggvagötu 10. Versl. Leikhúsið, Laugavegi 1. Simi 14744 Fischer Price leikföng i miklu úrvali m.a. bensinstöðvar, búgarður, þorp, dúkkuhús, spitali, plötuspilari, sjónvarp, skólabill, flugvél, gröf- ur, simar, skólahús, og margt fleira. Póstsendum. Verslunin Leikhúsið, Laugavegi 1. simi 14744. Björk — Kópavogi. Helgarsala — Kvöldsala. tslenskt keramik, islenskt prjónagarn, hespulopi, nærföt og sokkar á alla fjölskylduna. Sæng- urgjafir, snyrtivorur, leikföng, gjafavörur i úrvali. Verslunin Björk, Alfhólsvegi 57. simi 40439. Lee Cooper gallabuxur, flauelsbuxur, anorakkar og hlifðarbuxur, peys- ur, köflóttar bómullarskyrtur, bolir, ullarsokkar, beltisteygja og spennur. Versl. Faldur, Austur- veri, simi 81340. Bókaútgáfan Rökkur, Flókagötu 15, Reykjavik, hefir ekki afgreiðslu- tima siðdegis sumarmánuðina frá 1. júni, en svarað i sima 18768 kl. 9-11.30 um bækur útgáfunnar, verð og kjör, og fengið viðtals- tima á afgreiðslunni er þeim hentar, en forstöðumaður útgáf- unnar verður til viðtals á fyrr- nefndum tima nema sumarleyfi hamli. Flestar bækur útgáfunnar fást hjá BSE og Æskunni og flest- um bóksölum úti á landi. — Góðar bækur, gott verð og kjör. — Sim- inn er 18768 9-11.30 árdegis Bækur til sölu Afmælisrit helgað Einari Arnórs- syni, sextugum. Bókaskrá Gunn- ars Hall. Vidalinspostilia. úg. 1945. Strandamenn, eftir Jón Guðnason, Bergsætt, éftir Guðna Jónsson, 1. útg. Ætt Steindórs Gunnarssonar, eftir sama höf. Skútustaðaætt, Þura i Garði tók saman. Vigfús Arnason, lögréttu- maður, safnað hefur og skráð Jó- hann Eiriksson, Ættaþættir, eftir sama höf. Uppl. i sirna 16566.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.