Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 2
Laugardagur 10. júní 1978 VISIR
2
SKIPTAR SKOÐANIR SKIPTAR SKOOANIR SKIPTAR SKODANIR SKIPTAR SKOÐANIR
Báknið burt þýðir
ekki niðurskurður
heilbrigðisþjónustu
Segir Friðrik Sophusson
SjálfstœXsmenn
hvetja til niður
skurðar í heil-
brigðismálum
Segir Svavo Jakobsdóttir
Hvaö felst i hugtakinu
„Báknið burt?” Er niður-
skurður á útgjöldum til
heilbrigðis- og trygg-
ingarmála nauðsynlegur í
þvi sambandi?
„Báknið burt” er kjör-
orð sem ungir sjálfstæðis-
menn hafa notað i baráttu
sinni gegn of miklum
rikisumsvifum. Við viljun
draga úr rflúsafskiptum
til þess að koma í veg fyr-
ir þá þróun að einstakl-
ingarnir í þessu þjóð-
félagi verði svo háðir
stjórnmála og rikisvald-
inu að frelsi og framtak
verði i framtiðinni fram-
andi hugtök. Við viljum i
fyrsta lagi að stórlega
verði dregið úr stjórn-
málaafskiptum af láns-
fjárkerfinu þannig að
lánskjör taki jafnan mið
af markaðaðstæðum og
skipulag rikisbanka og
sjóðskerfsins bjóöi ekki
heim pólitiskri spillingu.
Til að koma i veg fyrir
verstu afleiðingar verð-
bólgunnar þurfum við
raunvaxtastefnu, jafna
þarf lánskjör fjárfesting-
arlánasjóða þannig að
iðnaður verði samkeppn-
isfær og skera þarf burt
þá skafanka i fram-
kvæmdastofnunni sem
vinstri stjórnin skildi eftir
sig i kommissarakerfinu.
. Við viljum i öðru lagi
nýta betur það fé sem úr
rikissjóði streymir. Áætl-
anir um fjármál rikisins
verði gerðar til lengri
tima en eins árs i senn.Si-
fellt verði metin markmið
opinberra útgjalda og nýj-
ustu hagsýslu og stjórn-
unaraðferðir notaðar i
þeim efnum.
t þriðja lagi viljum við
hverfa frá þeirristefnu að
veita einstaklingnum
þjónustu undir kostn-
aðarverði án tillits til
fjárhags þeirra, nema i
fáum afmörkuðum tilvik-
um og þá verði neytend-
um gerð grein fyrir
kostnaðarverði.
1 fjórða lagi viljum við
lækka niðurgreiðslurnar
verulega og skapa for-
sendur fyrir afnámi út-
flutningsuppbóta.
t fim mta lagi viljum við
að ýmis rikisfyrirtæki
sem nú eru starfandi
verði seld einkaaðilum,
eða þau lögð niður. Þeim
rikisreknu framleiðslu-
fyrirtækjum sem rikið á
verði breytt i hlutafélaga-
form og gerð að starfa á
sama viðskiptagrundvelli
og einkafyrirtæki.
Þegar rætt er um heil-
brigðis- og tryggingarmál
verður að hafa i huga að
þriðja hver útgjalda-
króna rikisins fer til þess-
ara málaflokka. t sam-
bandi við heilbrigöismál-
in má benda á að núver-
andi kostnaöarskipting
rikis ogsveitarfélaga lýt-
ur oft undir ótimabæra
fjárfestingu og þar af
leiðandi óhagkvæman
rekstur. Læknar eiga að
sjálfsögðu að taka fag-
legar ákvarðanir um þaö
sem þeir starfa við hins-
Friðrik
vegar eiga dýrari og fjár-
frekari ákvarðanir að
takast af stjórnendum og
stjórnvöldum, að fengn-
um tillögum frá heil-
brigðisstéttum, sem
byggjast þá á heilsu-
hagfræðilegu mati. Það
þarf ennfremur að auka
samstarf sjúkrahúsanna
t.d. tækjabúnað og jafn-
framt að auka samkeppni
þeirra, með þvi að verð-
launa góðan rekstur.
Á ráðstefnu um heilsu-
hagfræði sem haldin var
fyrir skömmu komu fram
margar góðar ábending-
ar sem greinilega sýna
að hagræða má ýmsu i
sjúkrahúsarekstri og
heilsugæslu. Það er útúr-
snúningur og tóm þvæla
þegar alþýöubandalags-
menn halda þvi fram aö
ungir sjálfstæöismenn
ætli sér að draga úr heil-
brigðisþjónustunni. Við
teljum hins vegar vel
koma til greina að bjarg-
álnamenn taki sjálfir þátt
i kostnaðinum i vissum
afmörkuöUm tilvikum.
— A frekar að beina
spjótunum að þvi hvernig
fyrirtækjum i al-
menningseign er stjórn-
aö, heldur en hvort leggja
eigi þau niður?
Með baráttunni gagn
bákninu viljum við end-
urmeta hlutverk rikis-
reksturs rikisstofnana og
spyrjum hvort uppruna-
legum tilgangi hafi ekki
þegar verið náð? Þvi
miður eru alltof marg-
ip kalkvistir i rikiskerfinu
og þá viljum við skera
burt. Ef einkareksturinn
ræður verkefnum viljum
viðeðlilega að honum séu
fengin þau i hendur. Ég
veit að mjög margir
stjórnendur i opinbera
geiranum vinna störf sin
með prýði en það er ekki
alltaf nóg að gera hlutina
rétt. Við verðum lika að
gera réttu hutina.
— Flest stuðningur við
hugmyndir um báknið
burt i' áfangaskýrslu
nefndar um minnkun
rikisrekstrar?
1 áfangaskýrslunni frá
nefndinni koma fram til-
lögur sem eru i fullu sam-
ræmi við tillögur okkar
sjálfstæðismanna og þær
tillögur sanna raunar að
hægt er að breyta þessum
málum i þeim anda sem
við höfum lagt til. Minni
einkaneysla þýðir að
minu viti meiri rikis-
afskipti.
— Er skattheimta hins
opinbera komin i þaö há-
mark sem eðlilegter eða á
að minnka einkaneysluna
enn frekar? Myndi slikt
hafa i för með sér aukn-
ingu báknsins?
Minni einkaneysla þýð-
ir að minu viti meiri
rikisafskipti. Ég tel
skattheimtuna nú vera
komna i hámark frekar
ber að draga úr henni en
hitt.
—ÞJH.
Hvað feist i hugtakinu
báknið burt? Er niður-
skurður á útgjöldum til
heilbrigðis og tryggingar-
mála nauðsynlegur i þvi
sambandi?
Sjálfstæðismenn hafa
notað þetta hugtak til
þess að hvetja til niður-
skurðar á félagslegri
þjónustu og greiðslum til
sameiginlegra þarfa
landsmanna svo sem til
heilbrigðismála, trygg-
ingamála og skólamála.
Það bákn sem er að sliga
þjóðina er hins vegar af
allt öðrum toga. Það bákn
felst i yfirbyggingu þjóð-
félagsins sem skilar ótal
milliliðum einkagróða og
flest m.a. i margföldu
oliudreifingarkerfi, rán-
dýru bankakerfi og
óskipulagðri og hömlu-
lausri innflutningsversl-
un. Það þarf mikinn
gjaldeyri til þess að
standa undir öUu heild-
salabákninu og versl-
unarhöllunum, og þegar
gjaldeyrir er ekki til eru
tekin erlend lán sem
skrifast siðan á þjóðina
alla.
Og hvað skyldi fast-
eignasölubáknið hirða
mikinn skatt af hverri
fjölskyldu sem er að
koma sér upp þaki yfir
höfuðið? Vitanlega á að
gæta hagkvæmni I rekstri
þeirra stofnana, sem
veita félagslega þjónustu,
en útgjöld til þessara
stofnana eða þessara
mála áað miða við mann-
inn sjálfanogþarfir hans.
1 tið vinstri stjórnar voru
hafnar athuganir á
rekstri ýmissa rikisfyrir-
tækja og stofnana en þær
athuganir beindust að
aukinni hagkvæmni en
ekki að þvi að draga úr
mannsæmandi þjónustu
og þvi öryggi sem hver
þjóðfélagsþegn árétt á. í
þeim efnum eiga þarfir
mannsins og jöfnuður
milli manna að vera
leiðarljósið.
— Á frekar að beina
spjótum að þvi hvernig
fyrirtækjum i almenn-
ingseign er stjórnað,
heldur en hvort leggja
eigi þau niður?
Mikil yfirbygging og auk-
in milliliðastarfsemi þýð-
ir auðvitað aukið skrif-
ræði. Þvi minni yfirbygg-
ing þvi færra fólk þarf i
ýmiss konar skrifstofu-
störf og óarðbær þjón-
ustustörf. Við þurfum
fleira fólk i framleiðslu-
greinar. Við þurfum að
efla fullvinnslu islensks
hraefnis og þangað þurf-
um við að beina fólki i at-
vinnu. Vitanlega þarf að
auka lýðræði I fyrirtækj-
um i almenningseign og
þaö getum við ef vil vilj-
um, þvi rikið, það erum
við sjálf. Stjórnendur
fyrirtækja i almennings-
eign starfa i umboði okk-
ar. Hinsvegar getur
Svava
verkamaður hjá fyrirtæki
i einkaeign ekki krafist
sömu lýðræðisréttinda af
forstjóranum. Þetta gerir
gæfumuninn. Það eru
auðvitað margar leiðir til
þess að auka atvinnulýð-
ræði. Ein leið til þess að
draga úr ofneysluvaldi
yfirmanna er að t.d.
koma á fót samstarfs-
nefndum einsog gert var
i Landssmiðjunni sam-
kvæmt reglugerð. Svo
er einnig sjálfsagt aö
endurnýja valdastöður.
— Felst stuðningur við
báknið burt I áfanga-
skýrslum nefndar um
minnkun rikisrekstrar?
1 niðurstöðum þessarar
nefndar felst stuðningur
við hugmyndir þeirra
sjálfstæðismanna um að
einkaaðilar skuli hirða
gróðann ef hann er til, en
þjóðin taki á sig tapið.
Nefndin leggur til dæmis
til að Landssmiðjan verði
lögð niður sem rikisfyrir-
tæki enda þótt að fyrir-
tækið skili hagnaði. Þetta
er kannski skiljanlegt i
ljósi þess að eitt megin-
verkefni þessarar nefnd-
ar var að kanna hvort að-
ild rikisins að atvinnu-
starfsemi i landinu I
samkeppni viö einkaaðila
væri æskileg. Meginhugs-
unin er sem sagt sú að
réttur einstaklinga sem
fræða sé æðri hagsmun-
um heildarinnar. Allt
bendir til að núverandi
rikisstjórn hafi sömu
áform i huga varðandi
önnur rikisfyrirtæki sem
bera sig og má þar nefna
Slippstöðina á Akureyri
og Alafoss.
— Er skattheimta hins
opinbera komin i það há-
mark seðeðlilegt er eða á
að minnka einkaneysluna
enn frekar. Myndi slikt
hafa i för með sér aukn-
ingu báknsins?
Með þessari spurningu
finnst mér gengið út frá
þvi að samneyslan sé
báknið. Það má með
margvislegum hætti ná
peningum til nauðsyn-
legrar samneyslu, öðrum
en þeim að seilast i vasa
fólks, sem eru með lágar
tekjur eða rétt meðaltekj-
ur. Mörg hundruð fyrir-
tæki i landinu eru svo til
skattfrjáls vegna frá-
leitra fyrningarreglna.
Báknið er sem sagt skatt-
frjálst. Eigum við ekki að
skattleggja báknið? Það-
þarf einnig að stórauka
eftirlit með þvi að sölu-
skatti sé skilað. Eitt sið-
asta verk þessarar rikis-
stjórnar var aö leiða I lög
að arður af hlutabréfum
væri skattfrjáls. Þarna á
sem sagt að verðlauna
fólkið, sem á peningana
og láta það eiga skatt-
frjálsan gróða. En meðan
svo er ástatt er klipið af
þessu litla fé sem elli- og
örorkulifeyrirsþegar fá I
sinn hlut af samneysl-
unni.
—ÓM
áKIPTAR SKODANIR SKIPTAR SKODANIR SKIPTAR SKODANIR SKIPTAR SKOD4NIR