Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 3
VISIB Laugardagur 10. júnl 1978 3 ENGINN ÁRANGUR ENN f PORTÚGAL „Síðasti fundur okkar með saltfiskkaupendum í Portúgal var því sem næst árangurslaus" sagði Tómas Þorvaldsson formaður Sölusambands íslenskra fiskframleið- enda i viðtali við Visi í gær. Tómas er nýkominn frá Portúgal ásamt sendinefnd frá SIF. Sagöi Tómas suma ráöa- menn þar ytra hafa veriö er- lendis en væntanlega heim i næstu viku og kynni þá einhver hreyfing aö komast á málin. Aö sögn Tómasar höföu fiskkaup- endur i Portúgal lýst sig viljuga til kaupa á 14-20 þúsund lestum á sama veröi og i fyrra en ekki fengið formlega heimild stjórn- valda enn. Aö sögn Tómasar blandaöist einnig inn I þessar viðræður sU ósk PortUgala, að Islendingar kaupi meira af þeim i þvi skyni aö rétta vöru- skiptahalla PortUgala gagnvart Islandi. Mjög hefur dregið Ur neyslu saltfisks i PortUgal vegna stjórnunaraögerða og er neyslan nU helmingi minni en hún var fyrir tveimur árum. Enn fremur sagöi Tómas Þorvaldsson, aö Utflutnings- bannið heföi gert SIF erfitt fyrir þar eð landiö allt þyrfti aö vera opiö til að SIF gæti náð upp i samninga þá sem þegar hafa verið gerðir. Ekki nægði aö ákveðin svæöi væru opin þvi iðulega þyrfti aö tina upp hinar ýmsu fisktegundir viðsvegar um landiö. A aöalfundi StF, sem hófst i gær var kosin þriggja manna nefnd til að ganga á fund stjórn- ar veröjöfnunarsjóös og sjávar- Utvegsráöherra og reyna aö fá leiöréttingu á ákvöröun viömiö- unarverös, þannig aö þaö veröi ákveöiö sérstaklega fyrir hvern gæöaflokk. Kópavogur: Myndun meiri- hiuta dregst ,,Það eru fjórir listar i viðræðum um myndun meirihluta þ.e. Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og þeir sem stóðu að K-lista. Einhverjir þrír geta myndað meirihluta hvað fulltrúatölu snert- ir” sagði Björn Ólafsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins er rætt var við hann i morgun. Hann sagði að viðræðurlægju niðri, þar sem menn hefðu ákveð- ið að taka sér smáhvild. Bæjar- stjórnarfundur verður I dag og siðan ekki fyrr en eftir tvær vik- ur. Björn sagði að stefnt væri að þvi að ganga frá myndun meiri- hluta og ráðningu bæjarstjöra i næstu viku. Ekki vildi hann gefa neitt upp um þaö hver yrði hugs- anlega bæjarstjóri, en Björgvin Sæmundsáon var bæjarstjóri sjálfstæðis og framsóknarmanna siðasta kjörtimabil. -BA- Hestamenn með mót í Eyjafirði Hestamenn frá Akureyri og Eyjafiröi halda mikiö mót á Mel- geröismelum i dag og á morgun. Þar hafa hestamannafélög komiö sér upp myndarlegri mótsaö- stööu, tjaldstæöi góö og fagurt umhverfi. Þarna eru á annað hundraö hrossa og i morgun byrjaði mótiö með kynbótasýningu og undan- rásum kappreiða. A morgun, sunnudag, fer fram fyrri hluti gæðingadóma klukkan 11, siðan er hópreið hestamanna, sýning kynbótahrossa og dómum lýst. Að þvi búnu er seinni hluti gæðinga- dóma og úrslit i kappreiðunum. Það eru hestamannafélögin Léttir á Akureyri, Funi i Eyja- firði og Þráinn á Grenivik sem standa að mótinu. A þvi fer fram forskoðun fyrir landsmót hesta- manna sem fram fer i Skógarhól- um I sumar. —SG Ísland-Austur-Þýskaland: ólafur Jóhannesson undirritaöi samninginn fyrir tslands hönd í fjarveru Einars Ágústssonar. Werner Buschmann vararáöherra fyrir matvælaiönaöarmál o.fl. undirritaöi fyrir hönd Þýska Alþýöulýöveldis- ins. ■ VÍSINDI- OG T/tKNISAMVINNA Á SVIÐI SJÁVARÚTVCGS tsland og Þýska Alþýöulýð- veldiö hafa gert með sér samn- ing um visinda- og tæknisam- vinnu á sviði sjávarútvegs. G^rt er ráð fyrir að samnings- aðilar hafi samvinnu og samráð og skiptist á upplýsingum um visindaránnsóknir er snerta lif- andi auðævi hafsins og einnig um veiðiaðferðir, eiginleika fiskiskipa og tæknistriði er varða veiðarfæri og geymslu, flutning og vinnslu sjávaraf- urða. Samstarfsnefnd verður stofn- uð sem mun fjalla um fram- kvæmd samningsins og gera áætlanir um samvinnu. Tekið er fram i samningnum að hann skuli ekki hafa áhrif á aöstöðu aðila i málum sem til meðferðar eru á Hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Samningurinn tekur strax gildi, en hvorum aðila um sig er heimilt aðsegjahonum upp með 6 mánaða fyrirvara. —BA— Nýr meirihluti á Siglufirði: Gengur að sáttatilboði Verkamannasambandsins Nýr meirihluti hefur veriö mynd- aöur á Siglufirði meö aðild Alþýðubandalags, Alþýöuflokks og Sjálfstæöisfiokks. Þessi meirihluti var myndaður á fyrsta fundi bæjarstjórnar Siglufjarðar eftir kosningar sem haldinn var s.l. fimmtudag. Bjarni Þór Jónsson var endurráð- inn bæjarstjóri. Jóhann Möller var kosinn forseti bæjarstjórnar en bæjarráð skipa Jóhann Möller (A), Björn Jónasson (D) og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. Ákveðið hefur verið að meiri- hlutinn geri með sér málefna- samning en ekki er búið aö ganga frá honum ennþá. A þessum fyrsta fundi bæjar- stjórnarinnar var samykkt til- laga með atkvæðum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags um að Siglu- fjarðarbær gangi til samninga við Verkalýðsfélagið Vöku og starfs- mannafélag Siglufjaröarkaup- staðar á grundvelli sáttatilboðs Verkamannasambandsins hjá sáttasemjara 19. mai s.l. um full- ar visitölubætur á laun upp að 130 þús, á mán miðað við 1. des. s.l. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn sátu hjá við afgreiðslu þessarar tillögu. —KS. : verslA^PMRI^! LAUGAVEGI 26, SfMI 11244 V:' ■ H Vantar vitni Siysarannsóknadeild lög- rcglunnar hefur beöiö VIsi aö auglýsa eftirvitnum að tveim umferöaróhöppum. Annaö átti sér staö á mánu- daginn á gatnamótum Ármúla, Háaleitisbrautar og Safamýri um klukkan niu um morguninn. Það voru Toyota og Vauxhall sem þar rákust á. Hitt var þegar ekiö var á gamla konu á Miklubraut móts viö Eskihliö. Konan var að ganga norður yfir syðri ak- brautina en varö fyrir bil á leið austur Miklubraut. Þeir sem einhverjar uppiýs- ingar geta gefiö um þessi óhöpp eru beðnir aö hafa sam- band við lögregluna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.