Vísir - 10.06.1978, Side 5

Vísir - 10.06.1978, Side 5
VISIR Laugardagur 10. júnl 1978 5 „HREiNSA EfTT BED f FRÍ- MÍNÚTUNUM " — Helgarblaðið rœðir við Eddu Ólafsdðttur, stud. jur Þaö er enginn drungi yfir hjónunum, þótt I nógu sé aft snúast og fimm barna mðður Viðtal: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Jens Alexandersson „Ég hef stundum verið komin á fremsta hlunn meö aö kasta bók- unum frá mér” fræösludeild viö Menntaskólann i Hamrahliö. Okkur datt strax i hug aö þetta væri eitthvað fyrir mig og ég ákvaö aö fara á fyrsta fundinn. Ég gleymi aldrei þeirri til- finningu sem greip mig þegar ég kom niður i sköla. Þar var troðfullt af fólki á öllum aldri og af öllum þjóöfélagsstigum. En allir áttu eitt sameiginlegt. Alla vantaði þrep yfir i það sem þeir ætluöu sér. Þetta var eins og að- göngumiöi aö frekara námi eða betra starfi. Marga hefur sjálf- sagt lika langaö til aö sanna fyr- ir sjálfum sér að þeir gætu lært, þó svo að þeir hefðu hætt námi af einhverjum ástæðum”. Eins og hetjur „Ég man, að ég hugsaði með mér hvernig þeim mönnum sem fyrir þessu stóðu væri innan- brjósts. Það voru þeir Guð- mundur Arnlaugsson, rektor og Hjálmar ólafsson, konrektor. Þeim hlýtur að hafa hrosið hug- ur viö öllum þeim fjölda, sem þarna var samankominn. Það var ekki til baka srniið, en hvar áttiaðkoma öllu þessu fólki fyr- ir? Og hvar átti að fá kennara? En þetta tókst mjög vel, þótt allt væri I lausu lofti fyrst. Þeir Guðmundur og Hjálmar stóðu sig eins og hetjur”. „Ég hef þaö bara eins og þeir hjá AA-samtökunum: tek einn dag fyrir I einu” — Hvernig tók fjölskyldan þvi að þú ætlaðir að fara að setjast á skólabekk? „Það tóku þvi allir vel. Ég var hvött til þess heima fyrir að halda áfram að læra. Þegar ég var byrjuð, komst á talsverð samvinna milli min og elsta sonar mins, þvi við vorum að mörgu leyti á sama stigi i skóla. 1 öldungadeilinni varð t.d. að kenna okkur mengi frá upphafi til að við gætum skilið það sem á eftir kom. Við gátum þvi lesið megnið saman og eins vorum við með sömu þýskuna. Við bár- um saman glósur, skiptumst á reikningsdæmum . og ræddum námið fram og til baka. Helgi tók þátt I umræðunum, þvi hann var á kafi i náminu lika, hlýddi mér alltaf yfir og hjálpaöi mér á allan hátt. Eins og allir geta skilið er svona lagað óframkvæmanlegt, ef ekki er mætt skilningi heima fyrir. Þann skilning fékk ég i rikum mæli, bæði heima og hjá fjölskyldunni á báða bóga. Allir höfðu áhuga á þvi sem ég var að gera.” Skemmtilegur tími „Þetta var skemmtilegur timi. Fyrstu nemendum öld- ungadeildarinnar var gefinn kostur á að vera i timum frá kl. 5 á daginn eða frá 1/2 9. Ég valdi seinni timann, þvi fyrr komst ég ekki með góöu móti að heiman. I þeim hópi voru heldur færri , og það varð til þess að fólk kynntist fyrr. Þarna varð þvi strax skemmtilegur andi. Allir voru komnir til að læra og voru á- kveðnir i að standa sig. Auðvit- að heltist fljótt úr lestinni, en á öðru ári héldu á annað hundrað manns áfram. Með tímanum varð náinn vinskapur milli okk-. ar allra. Við áttum okkur sama markmið og börðumst við sömu vandamálin. Við komum á tals- veðri samvinnu, sem þrýsti okkur saman og auðveldaði okkur námið. Þetta finnst mér hafa vantað I Háskólanum. Þar er meiri samkeppni rikjani meðal nemenda. Það fór þó ekki mikið fyrir fé- lagslifi I öldungadeildinni lengi framan af. Við komum bara i timana og hlupum svo beint heim á eftir. Þetta var svona eins og á járnbrautarstöð. Það var ekki fyrr en eftir tvö ár, sem einhver stakk upp á þvi aö halda ball. Eftir siðasta prófið á fjóröu önn komst það til framkvæmda og við fórum öll með mökum okkar i rútu upp á Kjalarnes og héldum þar fagnað I félags- heimilinu. Þar var mikið um dýrðir”. Samvinna án heraga — Hefur þú orðið vör við að fólk gagnrýni þig fyrir að stunda nám frá öllum þessum barnahópi? „Já, ég hef heyrt það. Þó vil ég taka það fram að ég hef enga gagnrýni heyrt frá þeim sem máli skipta, fjölskyldu minni og vinum okkar. En sumt fólk heldur að ég sé með heilan hóp aðstoðarfólks, garðyrkjumann, vinnukonu og hver veit hvað. Mér finnst I rauninni óþarft að vera aö svara þessu, en ég hef aldrei nennt að fá konu til að liggja i gólfunum fyrir mig og garðyrkjumann hef ég einfald- lega ekki vegna þess aö garöur- inn er mitt hálfa lif. Auðvitað verður að vera sam- vinna til að allt gangi snurðu- laust, en það þarf engan heraga. Mér finnst allt jafnréttistaliö hafa farið út I öfgar. Hér hafa alltaf allir talið sjálfsagt að hjálpast að, lika áöur en litlu krakkarnir bættust við og ég fór aðlæra. Hvaða máli skiptir það hver ýtir á takkana? A venju- legum heimilum i dag eru vélar til allra hluta. Okkur hér finnst þetta ekkert mál. Við erum oft 9 við matarborðið og þvi eru margar hendur á lofti. Enginn byrjar að borða fyrr en allir eru saman komnir, enda er alltaf gaman við borðið og þar eru umræðurnar fjörugastar. Það segir sig auðvitað sjálft, að hús- verkin lenda á húsmoðurinni, en þau taka ekki svo langan tima, ef vel er gengið um. Við litum á fjölskylduna sem félagsskap, sem stofnað er til af fúsum og frjálsum vilja. Ég held að fjölskyldan sé það fyrir- komulag, sem alltaf verður. Hún hefur minnkað, en eftir sem áður er þetta sá félags- skapur sem traustastur er.” hissa á þvi hvað við erum öll lik.” — Tekur þú þá gagnrýnina aldrei nærri þér? „Nei, yfirleitt ekki. Þó verð ég stundum reið, þegar sagt er um konur sem eru að sinna ein- hverju öðru en bara heimilinu: „Hvers vegna i ósköpunum eru þessar konur að eiga börn?” Ég hugsa t.d. að ég sé miklu meira með minum börnum en margar konur sem eru heima allan dag inn. Maður nýtir aö minnsta kosti timann með börnunum betur. Þegar ég er að vinna að ákveðnu verkefni, þá er um það samið að þegar þvi sé lokiö ger- um við eitthvað skemmtilegt saman, en þangað til fæ ég friö. Láta þrýsta sér út Hvaða kynslóðabil? „Mér finnst vera skemmtilegt fólk á heimilinu og skii ekki þetta kynslóðabil, sem alltaf er verið að tala um. Börnin eru eins og félagar okkar. Unga fólkið i dag er mesta fyrirmynd- arfólk. Það er gagnrýnið, en það er hægt að tala við það eins og jafnaldra. Ungt fólk hefur lika sömu vandamálin. Þráttfyrir 18 ára aldursmun á mér og flestum skólasytkinum minum, finn ég ekkert fyrir þvi. Ég er mest — En svo ég spyrji nú, eins og margir hafa sjálfsagt spurt þig áöur: Hvernig ferðu að þessu? Hver hefur gætt barnanna fyrir þig? „Ég hef leyst barnagæslu- málin á svipaðan hátt og flestar aðrar mæður. Ég hef haft barn- fótrur á sumrin og svo hef ég notað gæsluvellina og leikskól- ana. A timabili voru öll yngstu börnin á sama leikskólanum, en nú eru þau öll komin i barna- skóla. Ég hef helst ekki beðið 0 „Hvaöa máli skiptirhver þaöersem ýtir á takkana?”

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.