Vísir - 10.06.1978, Síða 15
„EG ER SVO STERK, AF ÞVÍ
AÐ ÉG BORÐA ALLTAF HAFRA-
GRAUT Á MORGNANA"
Segr Guðrún Eva Guðmundsdóttir, sem er pljfí-
5 ára ömmustelpa, en afí hennar, Ármann gjF
Kr. Enarsson hefur skrifað um hana bók
m
vism Laugardagur 10. júni 1978
Mynd eftir Guftrúnu Evu.
Kafli úr
„Ömimistelpu"
Ekki hafi Anna Rós
svipast lengi um er hún
kom auga á stærðar
drullupoll rétt við götuna.
Hún hraðaði sér að pollin-
um og skildi hjólið eftir
stutt frá. Nú vissi Anna
Rós hvað hún vildi gera.
Hún ætlaði að baka
drullukökur.
Anna Rós var svo hepp-
in að hún fann spýtubrot/
sem hún gat notað fyrir
sleif. Hún hrærði með
henni í þessum gríðar-
stóra potti og síðan jós
hún upp brúnni leðjunni.
Þegar komin var dálítil
hrúga af þessu indæla/
mjúka efni/ byrjaði unga
húsmóðirin að hnoða
kökurnar.
Bakaraofninn í
þykjustunni var þarna
rétt við pollinn og inn í
hann raðaði Anna Rós
súkkulaðikökunum sin-
um. Þetta var ágætis of n/
því brátt fór að rjúka upp
af kökunum. Þennan
sólheita vormorgun lagði
alls staðar Ijósan eim upp
af gegnvotri jörðinni.
Anna Rós sat lengi glöð
og áhyggjulaus eins og
fugl á kvisti við stóra
súkkulagðipottinn og
bakaði heimsins fínustu
kökur. Skyndilega var
kyrrðin rofin/ unga bök-
unarkonan heyrði létt
fótatak nálgast og leit
upp.
Það glaðnaði yfir önnu
Rós. Þetta var óli, sem
átti heima í næsta húsi.
Hann var einu ári eldri en
hún og þau höfðu oft leik-
ið sér saman.
Óli var yngstur
systkina sinna. Þau voru
öll í skóla. Mamma hans
og pabbi unnu bæði úti og
þess vegna varð óli að sjá
um sig að mestu leyti
sjálfur.
Krakkarnir I Kvistaborg aö hlusta á sögu.
Afi, Ármann Kr. Einarsson, skoöar bók meö ömmustelpu og nokkr-
um skólasystkinum hennar. Bók Ármanns, ömmustelpa, var ný-
lega valin besta barnabók ársins 1977.
Ég hitti Guðrúnu Evu á leikskólanum hennar, en
það er leikskólinn Kvistaborg. Þegar ég kom ætlaði
fóstran að fara að lesa sögu fyrir krakkana á f imm
ára deildinni. Krakkarnir sátu i hring og hlustuðu á
söguna.
Á eftir spurði ég Guðrúnu Evu:
— Er gaman í leikskólanum?
— Já, já, mest gaman i bingó og líka að vera úti.
Það er gaman að róla og klifra.
Annars er nú mest gaman að eiga litla systur. Ég
á nefnilega litla systur. Hún er alveg nýfædd.
Mamma er nýkomin með hana heim af fæðingar-
deildinni. Litla systir mín er með alveg eins hár og
ég.
— Veistu nokkuð, hvað litla systir á að heita?
— Nei, ég er ekki búin að ákveða það ennþá. Og
auðvitað er hún svo lítil enn þá að hún getur ekkert
nafn átt. Mamma spurði mig um daginn, hvort ég
ætlaði ekki að passa litlu systur. Þá sagði ég:
Hvernig á stelpa, sem er bara 5 ára að keyra voða
stóran barnavagn?
— Nú er mamma þín flugfreyja, Hefur þú nokk-
urn tíma flogið?
— Ég fór einu sinni til Neskaupstaðar í f lugvél til
Ásdísar vinkonu hennar mömmu. Fyrst hélt ég að
Einu sinni, þegar ég var I slag viö afa datt afi.
við værum að fara til Ásdísar frænku minnar, sem
býr í Ameríku.
— Ferðu stundum upp í sveit?
— Já og þá f er ég stundum á hestbak. Einu sinni
fórum við upp í sveit á hestbak, og þá datt Stefán
(frá Möðrudal) af baki og meiddi sig. Hann varð að
fara upp á slysavarðstof u og það varð að sauma
hann. Ég hef aldrei dottið af baki.
Mér finnst stundum gaman að vera í slag við
Ármann, f rænda minn, hann er sjö ára. Ég er líka
stundum í slag við afa. Einu sinni, þegar ég var i
slag við afa, datt af i. Ég er nef nilega svo sterk, af
því að ég borða svo mikinn haf ragraut á morgnana.
Það er bara besti maturinn, sem ég fæ.
íslandsmótið 1. deild
ó morgun, sunnudag kl; 20.00
VALUR - FH
t Ath. SUNNUDAGUR kl. 20.00
LAUGARDALSVÖLLUR (EFRI)
VALUR