Vísir - 10.06.1978, Síða 18

Vísir - 10.06.1978, Síða 18
18 gegnum „pankrómgler”, og þegar honum sýnist timabært aB upptaka hefjist gefur hann Rosi merki, og Rosi æpir: „Pronti” (tilbúnir) og allir fara á sina staði. „Motore”, hvin i Rosi þegar segulbandiö og myndavélin eiga aö fara i gang. „Partida”, svarar hljóömaöur- inn þegar segulbandiö er tekiö að snúast, og loks öskrar Rosi: „Azione! ” Og þar meö er takan • hafin og henni lýkur þegar leik- stjórinn segir: „Stop!” Að hverri töku lokinni tilkynn- ir Rosi, hvort hún skuli endur- tekin. Hafi honum mislikað eittr hvað varðandi frammistööu leikaranna segir hann þegar i stað: „Við skulum endurtaka þetta i hvelli”, og gefur þeim siðan leiðbeiningar meðan tækniliðið býr sig undir tökuna. Hafi Rosi litist vel á tökuna snýr hann sér fyrst að Mario, sem stjórnar mvndavélinni og spyr hann hvort hann sé ánægður með árangurinn. Sé Mario ánægður er Rosi ánægður og rnenn snúa sér að þvi að undir- búa næsta atriði. Það er höfuðverkur margra leikstjóra, að aðeins einn maður getur horft gegnum myndavél- ina meðan á töku stendur, og þeir kjósa þvi að stjórna myndavélinni sjálfir, jafnvel þótt aðrir séu skrifaðir fyrir myndatökunni, sem dæmi má nefna leikstjóra eins og Jan Troell, Stanley Kubrick og svo Pasolini heitinn. Reyndar er til aðferð, sem að nokkru leyti ræð- ur bót á þessum vanda, en hún er sú að tengja sjónvarpsvél við myndavélina, svo aö leikstjór- inn getur séð á sjónvarpsskermi það sem myndatökumaðurinn sér gegnum myndavélina. En sú aðferð hefur sina kosti og galla, og allavega er hún ekki algeng á ttaliu. .Ojöfull eruði horaðir* Um miðjan daginn taka menn sér matarhlé, þegar vel stendur á. Hér eru reglurnar ekki jafnstrangar og i Sviþjóð, þar sem ætlast er til að matar- timar séu milli tólf og eitt, nema þá eitthvað alveg sérstakt sé á seyði. Bóndakonan Maria sem er á góðri leiö með að verða heims- fræg leikkona býður okkur að borða með sér hádegisverð. Heimabakaö brauð i stórum sneiðum, geitarost og rauðvin. „Djöfull eruði horaðir”, segir hún. „Fær fólk ekkert að borða i Sviþjóð?” Við segjum henni að i Sviþjóð hafi allir meira en nóg að borða, og fyrr en varir hefur talið bor- istað pólitik. Maria hefur ótrú á pólitik. „Pólitik hafa finir menn fundið upp handa sjálfum sér til að græða á”, segir hún. Við spyrjum hana um Brigade Rosse og Aldo Moro, sem á þessum tima er i haldi hjá mannræningjunum. Er hann enn á lifi? „Það vona ég”, segir Maria, en samt er ekki laust við að hún brosi. Kannski finnst henni spurningin skrýtin. „Afhverju vonar þú það?” spyrjum við. „Hefurðu dálæti á honum sem stjórnmálamanni?” „Onei, ekki er það nú”, segir Maria. „Ég vona það bara hans vegna.” Og við sjáum að hún brosir ekki hæðnislega heldur af um- burðarlyndi og mannkærleika. „Og nú verðiöi að kyssa mig fyrir matinn,” segir Maria og það gerum við með mestu á- nægju. Það er ekki á hverjum degi, sem maður fær koss hjá i- tölskum leikkonum. Og nú er ekki lengur til set- unnar boöið. Matartimanum er að visu ekki lokiö, en viö erum hérna til að vinna. Við ætlum að reyna að ná saman myndum af þvi hvernig kvikmyndataka fer fram á ftaliu og þá þurfum við lika aö taka myndir i matartim- anum Spraðurbassi úr óperuhúsi Kvikmyndatökuvélina okkar leigðum við i Róm. Það er gam- all og þungur Arri B1 16mm, sem að visu litur út fyrir að vera Laugardagur 10. júni 1978 vism Beðið eftir að upptaka hefjist. A miðri mynd: Rosi, skriftan og De Santis, aðstoðarleikstjórinn með labbrabbtæki og gjallarhorn. i góðu lagi, en engu að siður er- um við dáldið órólegir, þvi við höfum að sjálfsögðu engann tima haft til að prófa gripinn og fá filmubút framkallaðan. Það versta sem við getum hugsað okkur er að linsan sitji ekki rétt i vélinni, þannig áð myndirnar okkar verði óskarpar að mestu leyti. En við getumekkert gert við þvi. Verðum að vona hið besta. Luigi Infantino, leikur bil- stjórann sem ekur Don Carlo og lögreglumönnunum til Gagli- ano. Bilstjórinn á að vera hinn mesti spraðurbassi, sem hefur verið i Ameriku, en snúið heim aftur og keypt eina fólksbilinn sem til er i héraðinu. Okkur sýn- ist Rosi hafi valið réttan mann i hlutverkið, þvi að Luigi er afar Statistar, — Maria I miðjunni. timanum finnum við okkur hljóðlátan stað, þar sem ljósið er fallegt og Volonte sest niður og talar við myndavélina. Hann svarar spurningunum af ein- lægni, hikar oft og hugsar sig um, og þegar hann hefur svarað öllum spurningunum segir hann: „Ég held ég hafi reynt að svara öllu sem þið spurðuö um — en ef þið hafið fleiri spurning- ar skal ég reyna...” Gian Maria Volonteog leiklistin En við látum þetta gott heita. Hvers vegna að teygja lopann? Ætlunin var að komast I nám- unda við Volonte, fá hann til að segja nokkra hluti i fullri al- vöru, að gefa honum tækifæri til að tala ótruflaður um leikiist sina og afstöðu sina til hennar, Tveir áhugamenn um kvikmyndagerö. Bændafólk i Craco snæðir hádegisverð. Karlemnnirnir taka þátt 1 kvikmyndatökunni sem statistar. málglaður maður og laus viö minnimáttarkennd. Hér áður fyrr var hann allkunnur óperu- söngvari, en svo fór hann aö fitna og eldast og aðrir tóku viö. Hann segir okkur, að hann sé alveg til i að leyfa okkur að taka viötal við sig, ef við viljum i'ræð- ast eitthvað um italska kvik- myndagerð og ítaliu yfirleitt. Hann kann að segja á sænsku: „Tack sú mycket.” Og hann á ljúfar minningar úr óperunni frá þvi þegar hann söng aðal- hlutverk i ýmsum óperum I staö Jussi Björlings. „Það kom nefnilega stundum fyrir að Jussi var dáldið valtur á fótun- um, ” segir Luigi. „Og þá söng ég i hans stað. Það var enginn svikinn á þvi.” Skagfirskir kossar Aðalleikarinn Gian Maria Volonte er ekki alveg eins mál- glaður og Luigi, en hann er af- skaplega vingjarnlegur og al- þýðlegur, spjallar við fólkiö sem hefur komið til að fylgjast meö kvikmyndatökunni. En hann neitar að gefa eiginhandarárit- un. Tvær stúlkur milli tektar og tvitugs suða i honum. „Nei, elskurnar minar, svoleiðis er bara vitleysa”, segir hann. „Látið ykkur ekki detta i hug að íeikarar séu merkilegri en ann- að fólk. Þið skulið heldur biöja hann Luigi að taka lagið fyrir ykkur”. Það gerir Luigí gjarnan. 1 lok matartimans syngja hann og Rosi saman óperudúett og kyss- ast svo upp á skagfirskan máta. Kvikmyndatakan gengur vel og dagur liður að kvöldi. Næsta dag verður haidið áfram i smá- bæ sem heitir Craco, en sá bær á að vera Gagliano i myndinni. 1 án þess að pota okkur og okkar áhugamálum inn i viðaliö. Og þetta viðtal, eða öllu held- ur þetta eintal Volontes, verður einn af burðarásum þeirrar myndar sem við erum að reyna að gera. Hér er ekki ástæða til að rekja viðtalið i smáatriðum, en meðal annars sagði hann eitthvað á þessa leið: — Ég er atvinnuleikari og á að baki mér langa hefð innan leikhúss og kvikmynda, skóla- genginn leikari en aðalkennar- inn hefur verið starfsreynslan og lifsreynslan. Núorðið (ásamt meö Mastroianni er Volonte eft- irsóttasti leikari á Italiu) vinn ég afarlitið, að meðaltali geri ég eina kvikmynd á ári. Þetta af- kastaleysi stafar sumpart af þvi að ég leik ekki i öðrum myndum Gagliano er svo margt breytt frá þeim tima þegar bókin ger- ist, aö Rosi hefur ákveðið að taka nokkur atriði i Craco i staðinn. Það er ekki ástæða til að ti- unda nákvæmlega allt sem ger- ist. Alla daga gerist eitthvað nýtt, þótt i grundvallaratriðum fari kvikmyndatakan fram á sama hátt. Einn daginn biðjum við Volonte aö spjalla ofurlitiö við okkur. Hann lætur til leiðast, og það kemur okkur á óvart, þvi venjulega harðneitar hann að standa i viðtölum. Raunar setur hann ákveðin skilyröi: Hann vill ekki svara spurningum um einkalif sitt né heldur öðrum heimskulegum spurningum; viðtalið skal fara fram á itölsku og hann vill fá tima til að hugsa um spurningarnar áður en viö- talið byrjar. Gott og vel. Við semjum nokkrar spurningar og i matar- en þeim, sem hafa einhverja þýðingu fyrir mig persónulega og sumpart af þvi að allar kvik- myndir sem gerðar eru nú á dögum eru fyrst og fremst gerð- ar til að skapa gróða sem renn- ur i vasa fjölþjóðlegra fyrir- tækja. Ég veit vel að kvík- myndaframleiðendur græða peninga á þvi að ég leiki i mynd- um þeirra, en ég kæri mig ekki um aö skapa meiri gróða handa þeim en ég má til. Það eru fáir leikstjórar til á Italiu, sem að staðaldri gera myndir, sem hafa persónulega þýðingu fyrir mig. Þó er Rosi einn þeirra. Með þvi að mynd hafi persónulega þýðingu fyrir mig á ég við, að hún höfði til min með þvi að fjalla á yfirvegaðan hátt um sögu og menningu lands mins með tillititil liðandi stund- ar. Túlkun mina á hlutverkum sem ég tek að mér reyni ég að undirbúa sem best ég get. Mikil- vægast er að ég geti komist inn i hugarheim persónunnar og leið- in þangaö liggur gegnum eigin athuganir, bóklestur og rann- sóknir, og svo samvinnu við leikstjórann. Ég spyr sjálfan mig ótal spurninga um persón- una, umhverfi hennar, viðhorf, vandamál- hvað finnst henni um sjálfa sig, hver er hún, hvar er hún og hvernig er hún? Ég geri mitt besta og reyni að gera þaö i þágu þeirra hluta sem ég trúi á. Ég er leikari. Það eru ekki allir sem skilja, hvaða tilfinningar eða vonir felast i þvi starfi. Rosi skilur það. Þess vegna vinnst mér vel með Rosi. Volonte sagði fleira, en þetta er lauslega þýddur úrdráttur. Viðtalið var ekki langt, og Volonte hafði ekki uppi neina tilburði I þá átt að gera það aö „sensasjón”, þvert á móti gerði hann tilraun til að sýna andlitið bakvið grimuna. Að byrja á toppnum Dagarnir liða einn af öörum. Við þekkjum oröið flesta i hópn- um með nafni og sjáum ennþá betur en i byrjun að þetta er ein- valalið. Flestir hafa unnið við kvikmyndagerð i fjölda ára, byrjað sem lærlingar og endað sem meistarar i sinu fagi. Gi- anni aðstoðarleikstjóri er þó undantekning. „Ég byrjaði á toppnum,” seg- ir hann, „og siöan hef ég jafnt og þétt fetað mig niður á við. Ég byrjaði nefnilega sem kvik- myndaframleiðandi, en það sýnir bara hvað ég er heimskur, þvi framleiðendur eru sljóastir allra sem koma nálægt kvik- myndagerð.” Gianni segir okkur að kvik- myndaferill sinn hafi hann byrj- að sem framleiðandi: „Ég var milljónamæringur og lagði al- eiguna i að fjármagna „L’Ávventura” eftir Antonioni. En svo varð ég gjaldþrota áður en myndin var hálfnuð og aðrir tóku við. Siðan hef ég verið að- stoðarleikstjóri (t.d. hjá Linu Wertmuller, Antonioni og svo Rosi). Ég geri venjulega tvær myndir á ári og afganginn af ár- inu hvili ég mig og reyni að safna þreki til að koma aldrei framar nálægt kvikmyndum. En ég er breyskur.” Og svo hlær hann. Við reynum að festa á filmu sem mest af þvi sem fram fer, og yfirleitt fáum við að starfa ótruflaðir, þó ber það við þegar Rosi er að ræða við leikara ellegar við Pasqualino De Sant- is, að hann gefur okkur merki um að hann vilji fá að vera i friði fyrir nærgöngulu auga myndavélarinnar. Og þá er ekki um annað að ræða en að virða það. Um siðir rennur þó upp loka- dagurinn. Á morgun förum við frá Matera til Bari og þaðan með lestinni til Rómar. Frá hinni „brynvörðu eymd".... Rosi og hans fólk lýkur við kvikmyndatökuna i júli, og sið- an tekur Rosi við að klippa myndina. I september kemur hann til Stokkhólms að hjálpa okkur við að fullgera okkar mynd. Það verður fróðlegt aö hitta hann i nýju umhverfi og sjá hvernig hann bregst við þvi aö vera sjálfur efniviður i kvik- mynd en ekki höfundur. Og viö kveðjum fólkið sem við höfum kynnstiLúkaniu, Rosi og hans liö og svo bændurna sem hafa sýnt okkur vinsemd og gestrisni, þrátt fyrir þaö sem segir i „Kristur nam staðar i Eboli”: „Enginn hefur snert þessa jörð nema hann væri sigurveg- ari eða fjandmaður eða óskiljanlegur gestur. Arstiðirn- ar heilsa stritandi bændum eins nú á dögum og þrjú þúsund ár- um fyrir Krist. Enginn boðskap- ur, hvorki mannlegur né guð- legur hefur borist inn i þessa brynvörðu eymd. Við tölum ekki sömu tungu. Tunga okkar er óskiljanleg hér..Kristur nam staðar i Eboli.” P.S. „Kristur nam staðar i Eboli” kom út i islenskri þýð- ingu Jóns Öskars hjá Heims- kringlu 1959. I þá þýðingu eru niðurlagsorð greinarinnar sótt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.