Vísir - 16.06.1978, Side 17
VISIR Föstudagur 16. júnl 1978
1978 ■ Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosníngar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosn
V Sjálfstæöisflokksins á Vestfjörð-
um.
„Sjósókn og aflabrögð hafa verið
góðviðast hvar á Vestfjörðum og
að minum dómi hefur afkoma
fólks þar verið góð. Hitt er aftur
annað mál sem einnig verður
barist fyrir en það er að byggja
upp á Vestfjörðum þjónustu-
greinar, sem eru viða mjög tak-
markaðar, þannig að minnsta
kosti stærri staðirnir þurfi sem
allra minnst að leita annaö.
Samgöngumálin eru mjög stór
þáttur i öllu vestra. Það hefur að
visu mikið verið gert i vegamál-
um en við Vestfirðingar erum þó
ekki i sambandi við landið allt
nema rétt yfir sumarið. Og flug-
samgöngur eru stopular, þannig
að samgöngur eru langt frá þvi
að vera góðar þrátt fyrir allt sem
gert hefur verið.
t heilbrigðismálum er mjög ör
uppbygging og ég vona að innan
tiltölulega fárra ára verði
þau mál komin i mjög gott horf
og við getum vel við unað.
Við munum haga baráttunni á
þann hátt að við minnum á það
sem gert hefur verið en leggjum
þó miklu frekar áherslu á sem
við ætlum að berjast fyrir. Og við
högum baráttu okkar á þann veg
að við getum ekki einangrað
okkur sem þingmenn Vestfirð-
inga.Við verðum að leita viðtæks
samstarfs við aðra þingmenn til
þessaðkoma héraðsmálum okk-
ar fram og skilja hvað vantar i
öðrum héruðum. A þetta legg ég
og við Sjálfstæðismenn sérstak-
lega mikla áherslu en aðal-
baráttumál okkar er það að halda
uppi skynsamlegri stefnu i fisk-
veiði og fiskverndarmálum. Og
það er sú stefna sem ég hef fyrst
og fremst markað i núverandi
l rikisstjórn i góðri samvinnu við
alla rikisstjórnina ogþeirristefnu
erákaflega vel tekið á Vestfjörð-
um af fólki úr öllum flokkum.
Ég tel að hlutur okkar Sjálf-
stæðismanna sé nokkuð góður þó
að þvi sé ekki að leyna að með
þrotlausum áróðri, einkum fjöl-
miðla, sem draga alltaf fram
dökku hliðarnar i lifinu og allt
sem miður fer þá, virðist vera
komið inn hjá mörgu fólki allt
sem hægt er að setja út á en öllu
þvi góða er gleymt og þeim miklu
sigrum sem unnir hafa verið. Og
þó alveg sérstaklega þeim sigri
sem þessi rikisstjórn hefur unniö
með útfærslu landhelginnar i 200
milur. Þetta er auðvitað stærsta
máliö sem um á að hugsa en and-
stæðingar okkar vilja ekkert um
það ræða. Ég fullyröi að fólkinu i
landinu hefur aldrei liði betur en
undir forystu þessarar rikis-
stjórnar.
Ég er þeirrar skoðunar að
Sjálfstæðisflokkurinn eigi enga
afstöðu að taka til stjórnarmynd-
unar fyrirfram. Við verðum að
sjá úrslit kosninganna. Þá mun
A-LISTI
1. Sighvatur Björgvinsson.
alþingismaður, Kriuhólum
2, Rvk.
2. Jón Baldvin Hannibals-
son, skólam., Pólgötu 10,
isafiröi
3. Gunnar R. Pétursson, raf-
virki, Hjöllum 13, Patreks-
firði
4. Kristján L. Möller, kenn-
ari, Siglufirði
5. Jóhann R. Simonarsson,
skipstjóri, Sætúni 1, ísa-
firöi
F-LISTI
1. Bergur Torfason, Felli,
Mýrahreppi, V-ts
2. Bjarni Pálsson, Núpi,
Mýrarhreppi, V;ts.
3. Kolbrún Ingólfsdóttir,
Reykhólum, Reykhólahr.
A-Barð.
4. Katrln Siguröardóttir,
Höfðagötu 2, Hólmavlk.
5. Eirlkur Bjarnason, Tún-
götu 20, isafirði
Sjálfstæðisflokkurinn gera það
upp við sig hvort hann vill eiga
sæti i rikisstjórn, og hvort hann
nær samstöðu við aðra flokka.
Þar vil ég helst láta málefnin
ráða.
—ÓM/—KS
sagði Karvel aðspurður, og um
hugsanlegt stjórnarsamstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
bandalags sagöi hann: ,,Ég sé
ekki neitt sem bendir til þess aö
þeir hafi afneitað þvi algjörlega.
Það er vitað að það eru öfl i Al-
þýðubandalaginu sem gjarnan
vilja það. Hvort þau veröa ofa á
vil ég ekkert um segja.”
Karvel sagði að framboð hans
hefði fengið mjög góðan hljóm-
grunn hjá kjósendum og er hann
var spurður að þvi hvort hann og
Samtökin myndu ekki bitast um
sama fylgið sagði hann að þeir
ætluðu sér aö fá fylgi frá öllum
flokkum þvi kjósendur væru
orðnir þreyttir á samtryggingu
gömlu flokkanna.
—KS
Karvel Pálmason
„Ætlum að fá
fylgi frá öllum
flokkum"
— segir Karvel
Pálmason
„Það verður kosið um kjara- og
byggðamálin að okkar áliti og svo
um það grundvallarsjónarmiö
sem liggur að baki okkar fram-
boöi, en það er baráttan gegn
flokksræði”, sagöi Karvel
Pálmason, efsti maður á lista
óháðra kjósenda.
„Við berjumst gegn þvi að til-
tölulega fámennar flokksklikur
geti ráðiö þvi ár eftir ár hverjir
sitji á þingi fyrir Vestfirðinga.
Ikjaramálum beitum við okkur
fyrir þvi að endurheimta þá
kjarasamninga sem við höfðum
forystu um hér á Vestfjörðum
1977.
I byggðastefnunni er margt
sem mætti tina til. Grundvallar-
sjónarmiðið er það að fá rikis-
valdið til þess að taka tillit til
þeirrar sérstöðu sem Vestfirðir
eru i að þvi er varðar samgöngu-
málin. I þeim efnum eru við sér á
báti og langverst settir.
Hafnarmál eru ekki 'heldur I
góðu lagi. Það gefur auga leið.
Siðastliöið kjörtimabil fengu
Vestfirðir næstlægstu fjárfram-
lög til hafnarmála. Kjördæmi
sem skilar hlutfallslega mestu I
þjóðarbúiö.
Stjórnvöld verða að sjá það,
hver sem þau eru, að vandi efna-
hagsmála verður ekki leystur
nema i samráði við verkalýös-
hreyfinguna. Það hefur verka-
lýðshreyfingin boðið samninga
eftir samninga en þvi hefur verið
hafnað.
Ég treysti mér ekki til að spá
um stjórnarmyndun eftir
kosningar eins og staðan er nú”,
B-LISTI
1. Steingrlmur Hermanns-
son, alþm., Mávanesi 19,
Garðabæ.
2. Gunnlaugur Finsson.
alþm., Hvilft, önundar-
firði
3. Ólafur Þ. Þórðarson,
skólastjóri, Eyrargötu 1,
Suðurey ri
4. Jónas R. Jónsson, bóndi,
Melum, Bæjarhreppi,
Hrútafirði
5. össur Guðbjartsson,
bóndi, Láganúpi, Rauöa-
sandshreppi
G-LISTI
1. Kjartan ólafsson, Alf-
heimum 68, Reykjavlk.
2. Aage Steinsson, Selja-
landsvegi 16, tsafirði
3. Unnar Þór Böövarsson,
Krossholti, Barðastranda-
hreppi
4. Gestur Kristinsson,
Hllðarvegi 4, Suöureyri.
5. Ingibjörg Guðmunds-
dóttir, Silfurgötu 7, tsa-
firði
\
Kjartan ólafsson
vopn i kjara-
baráttunni,r
— segir Kjarfan
Ólafsson
„t kosningabaráttunni leggur
Alþýðubandalagið megináherslu
á að kjörseðillinn sé vopn I kjara-
baráttu alþýðuflótks á tslandi”,
sagði Kjartan óiafsson, efsti
maður á lista Alþýöubandalags-
ins.
„Við teljum að mestu skipti aö
allur almenningur neyti þess
tækifæris sem kosningarnar gefa
til að tryggja kjarasamningana i
gildi á ný.
Hér á Vestfjörðum vinnur mjög
stór hluti vinnandi fólks við fisk-
vinnslu og flest af þessu fólki
leggur á sig mikla yfirvinnu.
Bráðabirgöalög rikisstjórnarinn-
ar gera ráð fyrir þvi að siðar á
þessu ári verði kaup fyrir eftir-
vinnu aðeins 17% hærra en fyrir
dagvinnu og fyrir næturvinnu að-
eins 50% hærra en fyrir dagvinnu.
Þessu vill Alþýöubandalagið að
sjálfsögðu hnekkja og sú er krafa
verkalýðshreyfingarinnar.
Alþýöubandalagið leggur I
kosningabaráttunni rika áherslu
á nauðsyn þess aö efla byggðar-
D-LISTI
1. Matthias Bjarnason, ráð-
herra, tsafirði
2. Þorvaldur Garöar
Krist ján sson, alþm.,
Reykjavik
3. Sigurlaug Bjarnadóttir,
alþm., Reykjavik
4. Jóhannes Arnason, sýslu-
maður, Patreksfirði
5. Engilbert Ingvarsson,
bóndi, Tyröilmýri
H-LISTI
1. Karvel Pálmason, al-
þingismaður, Traðarstlg
12, Bolv.
2. Asgeir Erling Gunnars-
son, framkv.stj. Sund-
stræti 26, ts.
3. Hjördis Hjörleifsdóttir,
kennari, Mosvöllum, ön-
undarfirði.
4. Hjörleifur Guðmundsson,
verkam. Urðarg 19,
Patreksf
5. Birgir Þórðarson, versl-
unarm. Vitabraut 5,
Hólmavik
lögin út um allt land og tryggja
fólkinu sem þar býr bætta félags-
lega aðstöðu og sem mest jafn-
rétti á sem flestum sviðum.”
Kjartan var beðinn að gera
grein fyrir viðhorfum sínum fil
stjórnarmyndunar eftir kosning-
ar. „Mér sýnist að niðurstöður
bæjarstjórnakosninganna”, sagöi
Kjartan „feli I sér eindregna
kröfu um vinstri stefnu i islensk-
um stjórnmálum og min skoöun
er sú aö við stjórnarmyndun beri
að taka tillit til þeirrar augljósu
kröfu”.
—KS
Steingrlmur Hermannsson
„Fjórir menn
slást um
tvö saeti"
— segir
Steingrímur
Hermannsson
„Það sem einkennir kosninga-
slaginn hér er að fjórir menn slást
um tvö sæti, Kjartan, Karvel,
Sighvatur og Gunnlaugur, annar
maður okkar,” sagði Steingrimur
Hermannsson efsti maöur á lista
Framsóknarflokksins.
„Við höfum að sjálfsögðu lagt
áherslu á landhelgismáliö og
góöan árangur rikisstjórnarinnar
I þvi og þátt Framsóknarflokks-
ins I landhelgismálinu sem viö
teljum að hafi verið afgerandi.
Viö höfum lagt áherslu á byggöa-
málin og viðleitni okkar til þess
sem við köllum gjarnan að
byggja landið allt vel og beina
fjármagni til uppbygginga at-
vinnuveganna þar sem aðstaða er
best á hverjum stað. Hér á Vest-
fjörðum er það að sjálfsögðu
sjávarútvegurinn sem þarf aö efl-
ast.
Við höfum reynt að ræða efna-
hagsmálin af hreinskilni. Við höf-
um bæöi lýst þvi sem betur heföi
mátt gera i tiö þessarar rikis-
stjórnar og einnig þvi sem vel
hefur tekist. Við höfum lagt
áherslu á okkar málefnagrund-
völl fyrir næsta kjörtimabil. Viö
viljum tryggja stööugt samstarf
launþega, atvinnurekenda og
rikisvalds um lausn á vanda efna-
hagslifsins. Sérhver rikisstjórn
verður aö vera ábyrg fyrir
þjóðarhag og verður aö gripa i
taumana ef til dæmis samningar
fara úr böndum. Og við teljum að
þessi rikisstjórn hafi ekki gert
það af nægilegri hörku.ekki nægi-
lega ákveðið og ekki nægilega
snemma og þaö þurfi að breytast.
Þaö þarf að draga úr þenslunni og
minnka erlend lán en við vörum
þó við þvi að ekki verði gengið
það langt aö atvinnuleysi
skapist.”
,,,Ég fyrir mitt leyti hef lagt
áherslu á þann málefnagrundvöll
sem flokkurinn samþykkti á
siöasta flokksþingi”, sagði Stein-
grimur er hann var spurður um
væntanlega stjórnarmyndun ,"og
itrekað að viö göngum óbundnir
til kosninga. Ég hef jafnframt
vakið athygli á þvi að allar vinstri
stjórnir i þessu landi hafa verið
myndaðar af Framsóknarflokkn-
um. Og það er min skoðun aö
vinstri stjórn verði ekki mynduð
hér án forystu Framsóknar-
flokksins og ég hef ekkert farið
leynt með þá skoðun mina að ég
tel eðlilegt fyrir Framsóknar-
flokkinn, frjálslyndan umbóta-
flokk að vinna meö þessum svo-
kölluðu vinstri flokkum. Hins
vegar mun að öllum likum reyn-
ast ákaflega erfitt aö ná sam-
starfi með Alþýðuflokknum og
Alþýðubandalaginu.”
-KS
1978 - Alþingiskosníngar 1978 - Alþingiskosningar 1978 - Alþingiskosningarnar 1978 - Alþingis |