Vísir - 22.07.1978, Side 3
3
VÍSIB
Laugardagur 22. jllli 1978
Litið við á landsmóti Litið við á landsmáti — Litið við á landsmáti — Litið við á landsmóti
Liösmenn HSH höföu fengiö sér derhúfur ,,til aö sjá eitthvaö fyrir sól-
inni”.
Guðmundur Guðmundsson sem
leikur með knattspyrnuliði HSH.
„Við erum i þriðju deild svo við
getum verið montnir, eða finnst
þér það ekki”, bætti hann við.
Strákarnir voru staðráðnir I að
standa sig vel á landsmótinu og
nokkrar stelpur höfðu komið með
liðinu, til að hvetja þá óspart.
„Við mölum þetta, ég er alveg
viss um það”, sagði ein þeirra.
Skipulag og móttökur til
fyrirmyndar
Við rákumst á Einar Bollason
körfuknattleiksmann þar sem
hann var að ræða við Hafstein
Guðmundsson Ur Keflavik. Einar
sér um framkvæmd körfuknatt-
leiksins. Hann var mjög ánægður
með allt skipulag og sagði að
móttökurnar gætu ekki verið
betri. Hann hældi einnig nýja
iþróttahúsinu þeirra Selfyssinga
á hvert reipi.
„Vekur upp gamlar end-
urminningar”
Ólafur Unnsteinsson iþrótta-
kennari var að fylgjast meö
hundrað metra hlaupinu. „Þetta
vekur upp skemmtilegar end-
urminningar”, sagðihann. Olafur
Kjartan Björnsson: „Auövitað
heid ég með HSK. — Visismynd-
ir: Gunnar V. Andrésson.
awiftfili
3
|l
1
Körfuboltaliöið úr NjarOvikum i góOum félagsskap.
hefur keppt á mörgum landsmót-
um. Hann sigraði i hundrað metr-
unum 1957 á Þingvöllum og einnig
1961 á Skógum. Einnig keppti
hann á landsmóti ’65 og ’68. „Það
er alltaf sérstök stemning á
landsmotum, mér finnst þetta
skemmtilegustu mót sem haldin
eru”, sagði Olafur.
„Kaupakonur að sunn-
an”
Gerplustúlkurnar úr Kópavogi
er eini islenski fimleikaflokkur-
inn á mótinu en einnig er þar ann-
ar frá Danmörku. Það er ekki
keppt i fimleikum, en stUlkurnar
ætla að sýna atriði sem samin
hafa verið sérstaklega fyrir mót-
ið. Eitt þeirra heitir „Kaupakon-
ur að sunnan”. Þjálfari stUlkn-
anna Margret Bjarnadóttir sagð-
istvona að keppt yrði I fimleikum
á næsta móti, en hópurinn sem
hún kom með eru stúlkur á
aldrinum átta ára til tvitugs.
Stelpurnar Ur Gerplu koma meö sérstakiega samiö sýningaratriöi á
mótiö.
„{Jttroðinn i hvert
horn”.
„Glóðvolgur Visir, úttroðinn i
hvert horn”, æpti strákur, sem
sagðist heita Kjartan Björnsson
og vera 12ára. „Auðvitað held ég
meb HSK þeir eru lang besta liðið
i fótbolta. Ég horfi ekki á frjálsar
og svoleiis, það er ekkert varið i
það”, sagði stráksi og var rokinn
með blaðapokann.
—KP.
AUGLÝSINGASTOFA KRISTlNAR l«=>- 15.28:
Enn e kurOlíit isína.
Nu i Nesti i
Olíufélagið hefur endurbyggt bensínstöð sína og verslun
í Fossvoginum og býður þar upp á fyrsta flokks þjónustu.
HRAÐVIRKAR RAFEINDADÆLUR
Eitt ár er síðan OKufélagið tók að nota hraðvirkar
rafeindadælur á bensínsölustöðum sínum. Þeim fjölgar stöðugt og
nú bætist Nesti í Fossvogi í hóp þeirra.
RÚMGÓÐ VERSLUN
í versluninni, sem er helmingi stærri og rúmbetri en áður,
býðst nú fjölbreytilegt vöruúrval.
ÞVOTTAAÐSTAÐA
Og þvottaplanið, stendur sem fyrr, fyrir sínu.
VERTU VELKOMINN í FOSSVOGINN
Olíufélagið hf