Vísir - 22.07.1978, Page 2

Vísir - 22.07.1978, Page 2
Laugardagur 22. júli 1978 vlsœ Litið við á landsmóti — Litið við á landsmáti — Litið við á landsmáti — Litið við á landsmáti „Ætf! jþeffa verði ekki FF eins 09 á Laugarvatni — sögðu menn sem lágu og sleiktu sólskinið, alsœlir á svip Þaö var glaöa sólskin og hiti á Selfossi þegar viö iitum þar viö i gær og heilsuöum upp á gesti og keppendur á 16. landsmóti UMFt. Þeir sem ekki voru i keppni, lágu og sleiktu sólskiniö, alsælir á svip. „Ætli þetta veröi ekki bara eins og á Laugarvatni’ 65”, sögöu menn. Búist er viö aö um 15 tii 20 þús- und manns sæki þetta mót. „Sleppum ekki bikarn- um” t tjaldbúðum UMFN voru leik- menn körfuknattleiksliðsins að skrafa um andstæðinga sina um leið og þeir nutu sólarinnar. Njarðvíkingar ætla ekki að láta titilinn af hendi fyrr en i fulla hnefana. „Við erum að safna bik- urum, og ef við höldum titlinum á þessu móti þá eigum við tvo”, sagði fyrirliðinn Gunnar Þor- varðarson. Þeir álitu að HSK strákarnir yrðu skæðir keppi- nautar en þeir myndu hafa það samt. úrslitaleikurinn i körfu- knattleiknum verður á sunnudag. Leynifundur Við rákumst á hóp stráka sem voru á leynifundi út undir vegg á iþróttahúsinu. Þeir voru að funda um þaðhvernig best væri að taka Keflvikinga i karphúsið. Þetta var lið Einherja frá Vopnafirði sem keppir fyrir Austurland i knattspyrnu á mótinu. „Það er auðvitað algjört leyndarmál hvað við vorum að ræða um”, sagði þjálfarinn Ingólfur Hannesson, „en við höfum fundið lykilinn að sigrinum.” ,,Við mölum þetta” „Við burstuðum Keflavik, sem er í fyrstu deildinni 2-1”, sagði Einar Boliason og Hafsteinn Guömundsson. SKIPTAR SKOÐANIR — SKIPTAR SKOÐANIR — SKIPTAR SKOÐANIR — SKIPTAR SKOÐANIr] si kiptar skoðanir um útflu tningsl lannið „Tilgangurinn var að skapa pólitískan ávinning fyrir flokk forvígismanna ii — segir Jónas Haraldsson lögfrœðingur hjó LÍÚ — Telurþú aö löglegt sé og heimilt aö beita aö- geröum eins og til dæmis útflutningsbanni i verka- lýös- og kjarabaráttunni. Ef ekki hvernig má koma i veg fyrir aö slikum aö- gerðum sé beitt? ,,Ef ég á að svara þessu á staðnum um lögmæti útflutningsbannsins þá tel ég með hliðsjón af dóma- praksis Félagsdóms að þessi aðgerð Verka- mannasambandsins sé lögmæt, aldrei þessu vant. I lögunum um stéttar- félög og vinnudeilur núm- er 80/1938 eru ákvæði um boðun verkfalla og með hvaða hætti ákvarðanir um vinnustöövanir skuli teknar. Þar sem lögin hafa ekki aö geyma nein ákvæði um ákveðna framkvæmd vinnustöðv- ana verður að telja að verkalýösfélögin hafi nokkuð frjálsar hendur um þaö, hve viðtæk hver vinnustöðvun skuli vera. Annars er vinnulög- gjöfin óskýr um mörg at- riði og löngu úrelt og þvi brýn nauðsyn aö setja nýja vinnulöggjöf sem samrýmist nútimanum, enda þótt verkalýðsfor- ystan telji þessi.lög þau einu sem aldrei úreldast, þrátt fyrir að þau séu 40 ára gömul.” — Eru aögerðir sem slikar eöliieg aöferö af háifu launþegasamtaka til aö ná fram bættum kjörum, eöa er hér um úr- eltar aðferðir aö ræöa? „Ég tel að tilgangurinn með þessari aðgerð hafi fyrst og fremst verið sá af hálfu forvigismanna Verkamannasambands- ins að skapa sér og stjórnmálaflokki þeim er þeir styðja, pólitiskan ávinning I komandi kosn- ingum, frystihúseig- endum erfiðleikum og þjóðinni tjóni. Ég tel að þetta hafialltheppnast en fæ ekki séö að möguleiki hinsalmenna launþega til Jónas bættra kjara hafi aukist, þvert á móti. — Telur þú aö rétt- lætanlegt sé aö tiltölulega þröngur hópur forystu- manna i verkalýðshreyf- ingunni geti tekið svo afdrifarikar ákvaröamir sem varöa þjóöina alla mjög miklu? „Nei. Ég tel, að þegar kjarasamningar eru laus- ir og taka á ákvörðun um verkfall, þá sé það á valdi almenns félagsfundar viðkomandi verkalýðsfé- lags, þar sem meirihluti fundarmanna ræður, að taka ákvörðun um það, hvort gripið verður til verkfalls eða ekki. Það er út I hött að fela slikar ákvarðanir svokölluðu trúnaðarráði eða fram- kvæmdarráði, sem skip- að er örfáum mönnum, sem i sumum -tilvikum. hafa sett sin pólitisku stundarmarkmið ofar hagsmunum umbjóðenda sinna. Það er ekki nóg af hálfu verkalýðsforustunnar að krefjast afskipta og ákvörðunarréttar I stjórnun fyrirtækja til handa launþegum, ef launþegunum er svo ekki gefinn kostur á að hafa afskipti eða ákvöröunar- rétt um aðgerðir, sem teknar eru I nafni stéttar- félags launþegans.” —HL ,Slíkar aðgerðir eru árangursríkari og kostnaðarminni en allsherjarverkföll" — segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins — Telur þú aö löglegt sé og heimilt aö beita aö- geröum eins og út- flutningsbanni i verka- lýösbaráttunni? „Ég hef ekki rekist á neina lagagrein i vinnu- löggjöfinni sem skyldar verkalýðsfélög til alls- herjar verkfaila. Þess finnast mörg dæmi að takmörkuðum verkfalls- aðgerðum hafi verið beitt. Frægt dæmi þess er þegar Trésmiðafélag Reykjavikur boðaði eitt sinn til verkfalls sem ein- göngu náði til Arbæjar- hverfis. Vinnuveitenda- sambandið áfrýjaði mál- inu og Félagsdómur dæmdi vinnustöðvunina fullkomlega löglega. Útflutningsbannið er verkfallsaðgerð á hluta af vinnu hafnarverka- manna. Að slik aögerð sé ekki heimil á ser enga stoð i lögum. Menn geta haft á þessu mismunandi skoðanir og ályktað Ut f rá þeim, en við lagabókstaf styðjast þeir ekki. Ég er ekki aðdáandi Vinnuveitendasambands- ins en þeir eru ekki þeir glópar að þeir myndu ekki vera fyrirlöngu bún- ir að höfða mál fyrir Félagsdómi og fá út- flutningsbannið dæmt ólögmætt, ef þeir teldu til þess minnstu möguleika. Þeir hafa á sinum snærum marga hæfa lög- fræðinga og enginn þeirra taldi hina minnstu mögu- leika til slikra aðgerða. Þau viðbrögð Vinnuveit- endasambandsins að ætla að mæta þessu með verk- banni sýna það og sanna. Það er svo aftur á móti opinbert leyndarmál að Vinnumálasamband samvinnufélaga neitaði að taka þátt I sliku verk- banni og kom þá ekki til frekari atkvæðagreiðslu innan Vinnuveitenda- sambandsins enda ekki samstaða um málið þar”. — Telur þú réttlætan- legt aö tiltölulega þröng- ur hópur forystumanna i ve rka lý ös hr ey f ingunni getitekiö svo afdrifarikar ákvaröanir sem varöa alla þjóöina mjög miklu? „Útflutningsbann var fyrst rætt á stjórnarfundi sambandsins. Sá fundur var skipaður 20-30 mönn- um. Siðan var forystu sambandsins falið að kanna málið til hlitar hjá hinum ýmsu aðildar- félögum. 1 mörgum aðildarfélag- anna var þessi ákvörðun tekin á almennum félags- fundum en hjá öðrum á fundum stjórna og trúnaðarráðs. Hjá mörg- um þeirra var leitað út fyrir stjórnir og trún- aðarráð og rætt við trúnaðarmenn á hinum einstöku vinnustöðum. Ég býst við þvi að þeg- ar ákvörðun var endan- lega tekin hafi meira en þúsund manns tekið af- stöðu til og stutt þessa að gerð. Ég efast um að I einstökum málum hafi fleiri verið hvattir til samráðs um ákvarðana- töku og i sambandi við út- flutningsbannið”. — Eru aðgeröir sem slikar árangursrlkar eöa er hér um úrelt vopn aö ræöa? „Aðgerðir sem þessar eru tvimælaiaust árangursrikar. En hins- vegar þarf að beita þeim af ákaflega mikilli gætni. Þaö þarf að hafa sam- band við menn á hinum ýmsu stöðum þvi að stað- bundin vandamál eru alltaf til staðar. Hvortum úrelt vopn sé að ræða þá tel ég hið gagnstæða. Spurningin er fremur hvortekki seúrelt að boða alltaf til alls- herjarverkfalls. Sannleikurinn er sá að þessi allsherjarverkföll eru algjörlega islenskt fyrirbæriog nær óþekkt i' nágrannalöndum okkar. Þar er hinsvegar meira af takmörkuðum verk- fallsaðgerðum sem standa i einn til tvo daga, en ekki að öll vinna sé lögð niður i allt að 5-6 vik- ur eins og hér hefur tiðk- ast. Ég held að sveigjan- legri aðgerðir séu oft á tiðum mun árangursrik- ari og kostnaðarminni”. — Mun Verkamanna- sambandiö aflétta út- f lu t nings ba nninu til stuðnings aðgerðum stjórnvalda til aðstoöar sjávarútvegnum? ,,Ég get ekki svarað fyrir Verkamannasam- bandið, en útflutnings- bannið var til þess ætlað að mótmæla aðgerðum stjórnvalda. Þetta er allt til umræðu i Verka- mannasambandinu og til dæmis er þar boðaður fundur á mánudag. Fyrst c® fremst verð- um við úl viðræðu um að aflétta útflutningsbann- inu ef aðgerðir stjórn- valda tryggja verkafólki innan verkamannasam- bandsins og á hliðstæöum launum óskerta samn- inga. —HL

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.