Vísir - 22.07.1978, Side 9

Vísir - 22.07.1978, Side 9
9 vtsm Laugardagur 22. júll 1978 spurt" ft BKROSSG/ÍTANt /#Það er svo huggulegt að vera í heyskap með honum Ingólfi" Mynd: SHE GOTUNNI „Það er svo huggulegt að vera í heyskap með honum Ingdlfi”, skrikti Stefán málari frá Möðrudal, er við hittum hann á Arnarhóli þar sem hann stóð rennsveittur i að flytja til hey handa hestunum sinum sjö. „Ég hef verið að aka saman heyinu hér á hjólinu minu, þvi að þetta er sá besti þurrkur sem ég hef fengið lengi”. „Hann Jón sjómaður gekk einmitt hér framhjá rétt áðan, og haföi orð á þvi hvað væri gaman að sjá svona mikið af fallegri ilmandi töðu saman- komið á einu hjóli”. Stefán býr nú i Reykjavik, og segist hafa skúrræfil rétt hjá Hólnum, sem hann noti fyrir hlöðu. „Skúrinn er ágætur og þjónar vel sinum tilgangi, þótt ég hafi þurft að puða við það nýlega að setja i þakið á honum plast til þess að hann hætti að leka. Þið skuluð ekki halda að það sé heiglum hent að eiga fallega hesta. En þetta meðlekann er náttúrulega ekkert vandamál lengur, úr þvi hann hætti að rigna”. ,,Ég lýg þvi ekki” „Ég held að enginn maður eigi eins gott hey og ég handa eins afbragðsgóðum hestum”, sagði Stefán, tók væna tuggu i lúkuna og þefaði af henni hátið- legur á svip. „Yndislegt hvað hrossin eru skemmtilegar skepnur, sérstaklega graöfolinn minn. En dýr eru þau i rekstri. Þeir eru margir svitadroparnir sem hrjóta af manni við að heyja handa þessu...” „Hestana geymi ég úti á Bessastöðum hjá forsetanum” sagði Stefán. „í vor sagði Kristján við mig, að það væri alveg sérstakt hvað þeir væru allir vel undangengnir. Ég lýg þvi ekki. Þið getið bara spurt hann sjálfan”. „Bráðum fer lika að verða von um að allt komist i rétt lag, er ég viss um. Nú eru þeir að rembast við að mynda nýja rikisstjórn, og kannski verður það meira að segja betri stjórn. Það eraldreiað vita.Uppúr þvi hljóta hlutirnir áreiöanlega að fara að ganga betur, heyiö að þorna fljótar og allt það. Ekki trúi ég öðru”. „En það verð ég að segja ykkur, að ég er ósköp feginn að það skuli eiga að koma i blööin að ég eigi heyið á Arnarhólnum með öilum rétti. Héðan i frá verður það skjalfest, og þá get- ur enginn dregið það i efa. Þvi að auðvitað er til fólk, sem vill hafa af manni þessa lús”. —AHO 1 (/ímMn'W I/ MfTfi lATklH- VíRLttiL SK£L :y 'WoZm- -JfirtöKT- \r$£isKty \ATf)N Vfiivrftí 0i /o/Vd RTT 1 tJMK. SLflKlOrW TfiÖTíL iKAjS TftlsR f/itn- b\físsfí T&t PúKi I I StPR MflLRi- llK 4 c/LCl PkfíRTfi ^ *r- fl/iLD- lA i EucáW. ^IAlPfí w STOfR rðíhcicá ! ^ hM0f£/úi R RfjlC/i- í/tfiUW KDplft ítT /f> f/r/Ksl. > liiRTÍIi. EL 0- f-0 fl LL. ftíL mm. ~7 iKj M jEÉv/ft Lí/ > Mé) tíun- SPQR \ JiM. Tb/hT u/VO/Æ- 6TÖgug C\%1 flh- MIlCA. U'iSKIN TR'aTL- AbZ ÍJTBA ; ófít'P-T l&fcrri W------f m Lyf 1 HFiLD\ tsr fjtiKíi. OHfiffíi i f-lHKsi. | Sft/úsT 'Tpv\!M FOP' fftplp FOZT FfítíiP bte/Ru STfíPF T'otti rbrlflt HfiÐPfi Nfí- KONrti fELÚ 'Æ\_ ! 'vA Glóðuð lifur með steinselju (persille), smjöri og ofnbökuðum tómötum rrí&r'1"’’ *mi8r: 5 msk. söxuð steinselja (persille) 1 tesk. sitrónusafi 500-600 g kálfa eða svfnalifur örl. hvítlaukur salt pipar Tómatar Salt smjör Steinselju (persflle) smjör Hrærið smjörlikið lint. Bætið út i saxaðri steinselju, sitrónusafa og pressuðum hvitlauk. Setjið smjörið á álpappir, mótið það i lengjur og f rystið það I 1 klst. eða lengur. Skerið kross ofan á tómatana. Stráið salti yfir og setjið smjörbita á hvern tómat Setjið tómatana i smurt ofnfast mót oginn i 200-225 C heitan ofn. Hreinsið lifrina og skerið hana I 1 cm þykkar sneiðar. Kryddið með salti og pipar. Glóðið (grill- ið) hana i 1 min. á hvorri hlið. Raðið lifrarsneiðum og tómöt- um á fat. Skeriö sneiðar af krydd- smjörinu og setjið á lifrina. Beriö með spaghetti og hrásal- at.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.