Vísir - 22.07.1978, Blaðsíða 28
VÍSIR
Söluffélag garðyrkjumanna:
Þessi mynd var tekin á fundi SFG og NS i gær.
Lengst til vinstri er Þorvaldur Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri SFG, Jón Magnússon frá NS, Einar Hall-
grimsson SFG og Einar Hailgrimsson SFG. A myndina
vantar Arna Berg Eiriksson frá NS.
Verðlœkkun
á tómötum
og agúrkum
Verð á tómötum og agúrkum iækkar ámánudaginn.
Heilsöluverö á tómötum lækkar úr 750 kr. i 500 kr, en
verö á agúrkum lækkar úr 500 kr. 1400 kr. Ekki er ákveö-
iö hvaö þessi lækkun mun standa lengi en þaö fer liklega
eftir þvi hvernig neytendur bregöast viö þessari verö-
lækkun. Þaö veltur einnig á viöbrögöum neytenda hvort
verðlækkunin veröur reynd
Eins og kunnugt er hefur
veriö ágreiningur milli
Neytendasamtakanna og
Sölufélags garðyrkju-
manna um sölu og verö-
lagningu á ágúrkum og
tómötum. Þessir aðilar
áttu meö sér fund i gær þar
sem þessi mál voru rædd.
Sölufélagið bauö ofan-
greinda verölækkun á
tómöfúm og agúrkum i til-
raunaskyni til þess að auka
neyslu á þessum græn-
aftur næsta ár.
metistegundum.
Neytendasamtökin féllust
á að fylgjast meö fram-
kvæmd þessarar verölækk-
unar, söluaðferðum og
auglýsingum SFG meöan á
þessari tilraun stendur og
gefa skýrslu um þessi
atriði þegar báöum eöa
öörum þessum aðilumþyk-
ir timabært. Fulltrúar SFG
og NS munu nota næstu
mánuði til viöræöna um
grænmetissölu. ÞJH.
Frysfihús á Vestffjörðum:
Rekstrar-
stöðvun
yffir-
vofandi
Forsvarsmenn frystihúsa á Vestfjöröum álykt-
uöu á fundi sem þeir héldu meö sér i gær um
rekstrarefiöleika fiskvinnslunnar aö svo alvarlegt
ástand væri nú að skapast hjá þessum atvinnuvegi
aö vandræöaástand blasti viö.
Þar sem fiskvinnslan
og fiskveiöar eru uppi-
staðan i atvinnulifi
Vestfirðinga hlýtur öng-
þveiti að skapast sam-
stundis og þessar at-
vinnugreinar stöövast
vegna fjárhagserfiö-
leika fiskvinnslufyrir-
tækja.
Ekki var gerö nein
ályktun um sameigin-
lega stöövun fisk-
vinnslufyrirtækjanna
en þaö kom fram á
fundinum að þess yröi
skammt aö biöa aö ein-
stök fyrirtæki stöövist
veröi ekki gerðar viö-
,’eigandi ráöstafanir.
Fiskvinnsluna vantar
núna 15% til þess að
endar nái saman.
—ÞJH
Viðrœðurnar í gœr
Vinstrí stjórn
ekki enn
i sjonmali
. Engin höfuðbreyting varð i stjórnar- I mest voru til umfjöllunar ýmiskonar fé-
myndunarviðræðunum i gær. Rætt var lags- og umbótamál.
nokkru frekar um efnahagsmálin en |
Ekki veröur skipaö I
undirnefndir um helgina
eins og búist haföi veriö
við en stefnt mun að þvi
að minnsta kosti meðal
Alþýðuflokksmanna, aö á
mánudag liggi fyrir
rammi að málefnasamn-
ingi.
Ekki er hægt að segja,
að myndun vinstri stjórn-
ar sé i sjónmáli og á enn
eftir að fjalla um veiga-
mikla þætti efnahags-
mála eins og kjarasátt-
málahugmynd Alþýöu-
flokksmanna. Vitaö er, aö
Alþýðuflokkurinn er þar
mjög fastur fyrir og
sömuleiðis i ýmsum um-
bótamálum þar sem á-
greiningur kann aö verða
viö Framsóknarmenn
Viöræðum verður hald-
ið áfram af fullum krafti
alla helgina og voru boö-
aðir fundir klukkan 9 I
morgun. —ÓM/Gsal.
Beachcraftvélin dregin eftir götum Akureyrar á leiöum borö i varðskip. (Ljósm.
Baldur Sveinsson)
Fékk Beachcraft *
gjöf frá Akureyri
Flugsögufélagið:
Flugfélag Noröurlands hefur gefiö íslenska flugsögufélaginu flugvél af gerö-
inni Beachcraft C 45H. Flugvélin var sett um.borð I varöskip á Akureyri og kem-
ur þaö til Reykjavikur á morgun. Er þetta fyrsti visirinn aö fiugsafni félagsins.
Baldur Sveinsson for-
rfiaður Flugsögufélagsins
sagöi i samtali viö VIsi,
aö þetta væri ein af flug-
vélunum sem Tryggvi
Helgason keypti á sinum
tima frá Bandarikjunum,
en þær höföu veriö endur-
smiöaöar 1953. Flugsögu-
félagið ætlar siöan að
koma þessari vél i sama
horf og Beachcraftinn sem
Flugfélag Islands átti og
notaði 1945. Sú flugvél var
meö minni hreyfla og
minna stél og minni hjól
og verður aöalvandamál-
iö aö fá þessa hluti til að
flugvélin frá Akureyri
verði aö öllu leyti eins og
Flugfélagsvélin var.
—SG.
Tekjur borgarinn-
ar um 760mijjj. kr
Tekjur Reykjavikurborgar hafa hækkaö um samtals 760 milljónir króna frá
þvi sem gert var ráö fyrir I f járhagsáætlun þeirri, sem gerö var I desember á siö-
asta ári.
Að sögn Jóns G.
Tómassonar, skrifstofu-
stjóra borgarstjóra, staf-
ar um helmingur þeirrar
hækkunar af aukningu á
útsvörum og aöstöðu-
gjöldum, en afgangurinn
á rót aö rekja til hækkun-
ar á leyfisgjöldum og
dráttarvaxtartekjum.
„Verulegur hluti af þess-
ari fjárhæð rennur þó til
að mæta auknum kostn-
aöi viö ýmsa rekstrarliði’
sagöi Jón. „Afborganir og
vaxtagjöld af lánum hafa
hækkaö vegna gengis-
breytingar og gengissigs.
Aukin framlög borgar-
innar til sjúkratrygginga
eru nauðsynleg, og aukin
útgjöld veröa af völdum
launahækkana. Einnig
hefur veriö rædd hug-
mynd um niöurskurö
framkvæmda, bæöi I
beinni krónutölu og að
magni til”.
Jón sagöi þó aö ekkert
hefði veriö ákveðiö
endanlega, en borgarráö
heldur fund á þriðjudag,
og munu þá linurnar
skýrast frekar.
—AHO
Ferða|>
getraun:
Mwnið að
skila
seðlinwm
Askrifendur VIsis eru
minntir á aö skila svarseöli
.1 Ferðagetraun Visis fyrir
klukkan 18. á þriöjudag. Þá
verður dregiö um fyrsta
vinninginn sem er tjald-
vagn aö verömæti um 700
þúsund krónur.
Dregiö veröur úr réttum
lausnum þeirra sem greitt
hafa áskriftargjald blaðs-
ins fyrir siöasta mánuö.
Þeir sem senda inn svar-
seöla en eiga eftir aö greiöa
áskrift eru þvi beönir aö
gera þaö á mánudaginn svo
þeirra seölar veröi meö i
drættinum.
Næstu vinningar eru
utanlandsferöir fyrir tvo og
verða þær dregnar út 25.
ágúst, 25. september og 25.
október. —SG
VÍSISBÍÓ
Allir krakkar sem bera
út eöa selja Visi eru vel-
komnir i Laugarásbíó á
laugardaginn kl. 3. Þar
verður sýnd hörkuspenn-
andi kúrekamynd úr vilita
vestrinu, sem heitir Undir
gálgatré.
Rally-Cross
í dag
I dag veröur haldin
fyrsta Rally-Cross keppnin
á tslandi. Þetta veröur aö
visu nokkurskonar kynning
á sportinu, en vonast er til
aö hægt veröi aö halda
fleiri slikar keppnir fljót-
lega þegar bilunum fjölgar.
Rally-Crossbraut BIKR á
Kjalarnesi er nú tilbúin og
var verið aö ganga frá
henni i siðustu viku.
Þetta er um 900m. löng
braut, og er keppt á 4-6 bil-
um i einu.
Keppnin hefst klukkan
tvö, og brautin er I landi
Móa á Kjalarnesi.
Þessi keppni er haldin af
Bifreiðaiþróttaklúbbi
Reykjavikur.
Þú ótt möguleika ó að eignast þennari glœsilega
CAMPTOURIST tjaldvagn í ferðogetraun VÍSIS
VÍSIRsjmi 06óii VÍSIR VÍSIKsim, 66a;i VÍSIR