Vísir


Vísir - 22.08.1978, Qupperneq 2

Vísir - 22.08.1978, Qupperneq 2
2 Hefur þú ferðast með ís7 lensku farþegaskipi? I Vilhjálmur Oddsson: Þaö er ekkil laust við það. Ég var búrmaður á Esjunni siðasta árið sem hún sigldi hér við land. Guðni Gislason,sjómaður: Já, ég var smyrjari á Esjunni i rúm tvö ár. Það var gott skip og við þyrftum að fá annað likt þvi. Margrét Pálmarsdóttir, klinik- dama:Nei, aldrei, en mig langar| ógurlega til þess. Sigþór Hjörleifsson, vinnur hjá Búnaðarfélagi Borgfirðinga: Nei, | ekki svo heitiö geti, en ég hef þó| farið ferð með Akraborginni. Valgerður Guðmundsdóttir,fóstra og húsmóöir: Nei, það hef ég ekki gert. Ég hef ekki einu sinni siglt með Akraborginni. Þriðjudagur 22. ágúst 1978 visir Bátaflotinn i Sandgeröi liggur bundinn í höfn. Pollarnir i Keflavlk láta ekki lokun fiskvinnslustöðva eöa atvinnu- leysi á sig fá, heldur dorga áfram eins og ekkert hafi I skorist. Þeir gáfu sér jafnvel tima til að kenna blaðamanninum réttu hand- tökin. SKY ATVINNUltYSIS YFIR SUÐURNíSJUM Atvinnuleysi er nú orðið staðreynd á Suðurnesjum og hafa um níu hundruð sjómenn og landverkamenn þegar misst vinnuna vegna lokunar f rystihúsanna og annarra fiskvinnslufyrirtækja. Margir haf a nú þegar látið skrá sig atvinnulausa, og f leiri bætast við á hverjum degi, þó margir þráist við þar sem þeir leggja metnað sinn í að þiggja ekki at- vinnuleysisstyrk. Þá eru einnig allmargir sem eru hræddir við að þiggja atvinnuleysisbætur þar sem þeir telja sig þá vera búna að segja sig til sveitar. Vísismenn voru á f erð um Suðurnes f yrir stuttu, og ræddu þá meðal annars við verkafólk í f iskiðnaðinum. íSandgerði Við hús Miðness h.f. i Sand- gerði rákumst við á nokkra menn sem voru að mála húsin utan og dytta að, en Miðnes i Sandgerði er i eigu sona Ólafs Jónssonar, þeirra Ólafs B., Jóns Ægis, Asgeirs og Gunnars. Mennirnir sem við hittum að máli sögðu að hjá fyrirtækinu hefðu unnið um 20 konur, en þeim hefði verið sagt upp störf- um og væru nú aðeins fáir menn að störfum við lagfæringar og tiltektir. Fyrirtækið hefur verið lokað i rúmlega hálfan mánuð, og þeir kváðust ekki vita frekar en aörir hvenær það opnaði aftur eða hvenær rættist yfir- leitt úr vanda fiskvinnslufyrir- tækjanna. Skammt frá húsum Miðness er svo starfandi fyrirtækið Rafn hf og er Visismenn litu þar við var allt i fullum gangi, og um 20 stúlkur aö vinnu sinni i flökun- arsalnum. Þær sem við ræddum við sögöu að fyrirtækið færi örugg- lega ekki á hausinn, ,,þvi við er- um svo duglegar” sögðu þær þegar við spurðum hvers vegna þar væri opið en ekki annars staðar. Starfsstúlkurnar hjá Rafni h.f. sögöu að þær kæmu viöa aö, frá Sandgerði, Njarövik og Keflavik og viðar, og fara þær á milli i rútu. Ekki höfðum við lengi spjall- að við þær er þær ruddust út i góða veðrið, og sögðust vera að taka sér pásu. Það sögöust þær gera klukkan tvö, fjögur, og jafnvel klukkan sex ef unnið er til sjö. Ýmist færu þær þá út að sóla sig og fá sér friskt loft (og sigar- ettur) eöa inn á kaffistofu,allt eftir þvi hvernig veðrið væri. Við höfnina i Sandgerði var hins vegar ekki sérlega liflegt um að litast, nema hvað verið var aö landa loðnu úr Gigjunni, og var það i annað skipti í sum- ar sem loðna kemur til Sand- gerðis, en áður haföi Ársæll landað þar loðnu. Flestir aðrir bátar lágu inni á höfninni, enda til litils að veiða ef enginn er til að taka við aflan- um er hann berst á land. i Keflavík A heimleiðinni ókum við svo i gegn um Keflavik, og var þar ekki mikið lif að sjá, nema hvað nokkrir pollar voru aö veiðum á einum bryggjusporðinum. Þeir létu það greinilega ekki á sig fá Hjá Miönesi vinna þeir, sem ekki hafa misst vinnuna, við að mála og dytta að gluggum. að frystihúsin væru lokuö, enda kváöust þeir henda veiðinni jafnóðum! En skammt fyrir ofan er fyr- irtækiö Keflavik h.f., og þar var varla nokkurt lif að sjá. Þar hafði verið lokað um mánaða- mótin júli-ágúst, og salir þar sem áður unnu milli 70 og 80 manns voru nú auðir og yfir- gefnir. Aö sögn Gisla Jónssonar aö- stoðarverkstjóra er viö hittum að máli fyrir utan flökunarsal- inn, eru nú aðeins örfáir menn við vinnu hjá fyrirtækinu, við lagfæringar og annað þess háttar. Það litur þvi ekki allt of vel út fyrir Suðurnesin á þessum tim- um, en vonandi er að úr rætist áður en langt um liður. —AH. Eina llfsmarkiö viö höfnina i Sandgeröi var að verið var að landa loönu úr Glgjunni er okkur bar þar að. Texti: Anders Hansen. Myndir: Sigurður H. Engilbertsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.