Vísir - 22.08.1978, Síða 7

Vísir - 22.08.1978, Síða 7
VISIR Þriöjudagur 22. ágúst 1978 c Hða formanni var geysivel fagnað i Rúmeníu/ eins og sést hér á þessari mynd af honum og Ceausescu, forseta Rúmeníu. Búist er við því, að um 300 þúsund muni saf nast við þær götur, sem Hua og Tító aka t dag í Belgrad. Hua linnir ekki árás- umá Sovét■ stjórnina Hundruð þúsunda Júgóslava hafa verið hvattir til þess að taka vel á móti Hua Kuo- feng, formanni kin- verska kommúnista- flokksins, þegar Hua fer um stræti Belgrad i dag. Hua kom til Júgóslaviu i gær, aö lokinni heimsókn sinni i Rúmeniu, þar sem honum var vel fagnað. — Niu daga dvöl sina i Júgóslaviu hóf hann strax á hat- rammri árás á Sovétrikin. Hann gaf i skyn i kvöldveröar- boöi i gær, aö Sovétrikin ynnu aö þvi að grafa undan samstarfi þeirra 87 rikja, sem standa utan hernaðarbandalaga, og kölluö eru i daglegu tali óháöu rikin. — Titó Júgóslaviuforeti er eini eftir- lifandi stofnandinn aö samstarfi óháðu rikjanna. Hua gaf gagnrýni sinni á Sovét- stjórnina lausari tauminn, þegar hann kom til Júgóslaviu, heldur en meðan hann var i Rúmeniu. Þrivegis I ræöu sinni i gærkvöldi sakaði hann Sovétrstjórnina um heimsyfirráöastefnu og kvaö Kina styöja Júgóslavíu I viöleitni hennar til þess aö viöhalda ein- ingu óháöu rikjanna. Titó hefur barist haröri baráttu bak viö tjöldin til aö hindra aö Kúba og önnur vinstrisinnuð riki fái snúiö hreyfingu óháöu rikj- anna til fylgis við Moskvu- stefnuna. Hua lauk miklu lofsoröi á marxiskt stjórnkerfi Júgóslaviu og lét i ljós mikla aödáun á vörnum landsins, — „Júgóslavia er viöbúin þvi aö hrinda áhlaupi sérhvers fjandmanns, sem vogar sér aö reyna innrás,” sagöi hann og notfæröi sér þar, aö heimsókn hans ber upp á tiu ára afmæli inn- rásar Sovétmanna og Varsjár- bandalagsins inn i Tékkó- slóvakiu, til aö gefa I skyn frá hvaöa fjandmanni Júgóslavia þyrfti helst aö óttast innrás. 1 skálaræðu sinni lagöi Titó forseti áherslu á þá stefnu Júgóslaviu, að sérhver kommúnistaflokkur hafi rétt til þess að marka sér sjálfur braut óháöum Moskvulinunni. Callaghan vildi ekki Jeyfa ísraelsmönnum að bera vopn í London Tveim mánuðum áður en arabískir hryðju- verkamenn gerðu skot- árásina á flugrútu isra- elska flugfélagsins I London núna á sunnu- fjngjnn hafði Menarh- em Begin forsætis- ráðherra ísraels farið þess að leit við James Callaghan hinn breska starfsbróður sinn, að israelskir öryggisverðir i London fengju að ganga vopnaðir skamm- byssum. Ekki er vitaö um, hvernig Callaghan svaraöi þessari beiðni, en stefna bresku stjórnarinnar stendur óbreytt, hvaö varðar þaö, aö erlendir öryggisveröir fá ekki grund, frekar en breskir lögreglumenn. Kvisast hefur, aö Begin hafi i bréfi si'nu til Callaghans sérstak- lega falast eftir þvi, aö öryggis- verðirnir á Heathrow-flugvelli og i rútu Israelska flugfélagsins, sem flytur starfsfólk þess til og frá Heathrow, fengju aö bera skotvopn. Ráöherrar Israelsstjórnar og fleiri embættismenn verða allir staddir á Ben Gurion-flug- vellinum I Tel Aviv I dag, þegar lik ísraelsku flugfreyjunnar, sem fórst i skotárásinni á sunnu- daginn, kemur heim. Þar mun farafram stutt minningarathöfn. Einn árásarmannanna lét lffiö L 1 í vlj3»íi vilbJU Ujj C.liíltll var handtekimi, en taliö er, að árásarmennirnir hafi verið fimm eða sex. Einn af skæruliöahópum Palestinuaraba hefur lýst verkinu á hendur sér. Flugher Israels hefur fariö I árásarferöir á bækistöövar skæruliöa PLO i suöurhluta LI- banon i hefndarskyni fyrir árás- ina i London. Búðahnuplarar plóga í Oxford- strœti í London „Þjófapassarar” i einni aðalverslunar- götu London segja, að búðahnuplið sé orðið slik plága, að gripa verði til róttækra ráð- stafana. Auðmenn frá Austur- löndum nær og ferða- menn frá Vestur- Þýskalandi, Frakk- landi, Grikklandi og Spáni eru að gera verslunareigendur gráhærða með þvi hve fingralangir þeir eru. „Gullna milan” er verslunar- rööin kölluö I Oxfordstræti, sem tslendingar kannast margir viö af verslunarferöum i London, en þar kveöur rammast aö þessu. Daglega handtekur Lundúna- lögreglan um 20 manns I þess- um verslunum fyrir búöar- hnupl, en engu aö síöur er ætlaö, aö stolið sé varningi fyrir aö verömæti milli 600 og 650 millj- ónir sterlingspunda i verslunum i London. í verslunum i Oxford- stræti er ætlaö aö tapiö af búöa- hnuplinu nemi ekki minna en 23 milljónum sterlingspunda árlega. Þaö sem vekur athygli viö þetta búöarhnupl er, aö engir þjófanna eru aö þessu út úr neyö. Einskær græögi og I ein- hverjum tilvikum stelsýki knýr vel efnaða feröamenn frá meginlandinu og oliumiljónung frá Persaflóa til þess aö lauma i vasa sina gripum úr verslunum. Þjófapassarar segjast seint skilja, hvaö komi manneskju meö fleiri þúsund sterlingspund I buddu sinni til aö stela varn- ingi aö verömæti kannski fjögur til tiu pund. Oft og tiöum er þaö þó aöallega fyrir spennuna og æsinginn. Flóð í Kóreu og Indlandi Tuttugu manns hafa farist og tfu er enn saknaö eftir flóö i Suöur-Kóreu, sem fylgdu i kjöifar fellibyisins Carmen á miðviku- daginn. Sagt er,aö um 4.000 manns hafi misst heimili sin og tjónið er áætlaft um niu milljarðar wona, eða um fimm milljarðar isl. króna. Samtimis berast fréttir af miklum vatnagangi i héraöinu Uttar Pradesh á Indlandi vegna monsún-rigninganna. Tólf drukknuöu I fyrradag, þegar ár- bakki hrundi vegna flóöa. Þaö er taliö. aö 550 hafi farist I flóöum hér og þar á Indlandi, siöan monsúnrigningarnar hófust I síðasta mánuöi. Hundruö þúsunda hafa misst heimili sin og bústofn. Landbúnaöarráöherra Indlands skýröi þinginu I Nýju-Delhi frá þvi i síöustu viku, aö tjóniö af völdum flóöanna væri taliö nema 16,5 milljöröum króna. Sumir þurfa að bíða sjö ár eftir hjartaaðgerð Robert Kilroy-Silk, þingmaður Verka- mannaflokksins breska, segir, að 4.537 hj artasjúklingar i Bretlandi séu á biðlista til þess að gangast undir hjartauppskurð, og þurfi sumir að biða allt að sjö árum. Biöin er mismunandi löng, eftir þvi hvaö þetta fólk er vel i sveitsett. í Kensington, Chelsea og Westminster þarf enginn aö biöa eftir sjúkrarúmi. 1 Hilling- don er algeng þriggja ára biö, og i Birmingham og noröur- héruðum Englands getur biöin oröiö allt upp i sjö ár (ef sjúk- lingurinn er þá ekki dauöur.). Fjöldi þessara hjártasjúk- linga, sem eru á biölista, segir ekki alveg alla söguna um, hversu alvarlegt ástandiö er. Af þessum 4.537 eru margir, sem þurfa ekki aö ganga undir aögerö strax, heldur eiga einmitt aö biöa tvö eöa þrjú ár. Þessienska stúlka, Sara Long (10 ára), er ein þeirra, sem var svo heppin að búa þar sem biöin var engin, áður en hún gat gengist undir hjartaaðgerð. Hún þarf rafhlöðu til þess aöstýra reglulegum hjartaslögum, enda hefur hún skýrt hundinn sinn „Pacemaker”, eins og slik áhöld eru kölluö á ensku.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.