Vísir - 22.08.1978, Blaðsíða 12

Vísir - 22.08.1978, Blaðsíða 12
 Clough seldi Withe AUtaf kemur Brian Clough, framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Notlingham Forest, á óvart. Það nýjasta frá honum er það aö i gær seldi hann fram- herjann Peter Withe til 2. deildarfélagsins Newcastle og var kaupverðið aöeins um 200 þúsund pund. Withe var á siðasta keppnistimabili aðalmarka- skorari Forest, og skoraöi þá aragrúa af mörkum. Þvi kemur þessi sala talsvert á óvart. _kip_ Sá fyrr- verandi sigraði í gærkvöldi fór fram á Nesvellinum dálitið sérstæð golfkeppni. Þar áttust þeir við Hannes Eyvindsson, nú- verandi islandsmeistari, og Björgvin Þorsteinsson, sem borið hefur þann titil undan- farin ár. Keppnin, sem þeir áttust við i, var svokölluð Keplogle-keppni, en það er holukeppni með útsláttarfyr- irkomulagi. Þegar kapparnir höfðu leikið 9 holur hafði Björgvin unnið 7 og var þvi allt útlit fyrir að hann væri að taka nýja meistarann i kennslu- stund. En HanneS tók við sér i sið- mm Jens Einarsson. Hann átti stórleik gegn KR I gærkvöldi og var maðurinn á bak við sigur IR Óvœnt úrslit í handboltumótinu ari hringnum, og saxaði þá á forskot þess fyrrverandi. Sigri Björgvins varð þó ekki ógnað, og vann hann 4:2. Það þýðir að hann átti 4 holur unnar þegar tvær voru óleiknar af 18. gk—• Lið Ármanns sem leikur í 2. deild hefur nú unnið sigra gegn þremur liðum úr 1. deild - Fram og Yalur gerðu jafntefli Þrir leikir voru háðir i meistaraflokki karla á lslands- IJIMI) MITT Atkvœðaseðill í kosningu VÍSIS um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumarið '78 LIDID MITT EK: NAFN HEIMILI BYGGDARLAG SÝSLA StMI STlt VX I l»OST P.O. Box 1426, Reykjavik. Sendu seðilinn til ViSIS Síðumúla 14, Reykjavík strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt i kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá OTILÍF i GLÆSIBÆ Aukavinningurinn er dreginn er út i lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þeirra, sem greiddu vinsælasta liðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i VERSLUNINNI tJTILÍF í glæsibæ VINNINGAR HALFSMANAÐARLEGA mótinu f handknattleik utanhúss i gærkvöldi, og er ekki hægt aö segja annaö en að úrslit i þeim hafi komið talsvert á óvart. Leikirnir fóru þannig að Fram og Valur gerðu jafntefli 22:22 — Ar- mann vann HK 23:15 og 1K vann KR 24:20. Fyrsti leikurinn var á milli Ar- manns og HK, og tók Kópavogs- liðið fljótlega forustu i leiknum. Benti allt til þess að HK myndi vinna næsta átakalausan sigur i þessum leik, og staðan i hálfleik var 9:6. En leikur HK hrundi algjörlega i siðari hálfleik, og var sama hvort var sókn, vörn eða mark- varsla. Þetta notfærðu Ar- menningar sér til fullnustu, og þeirsigldu framúr og unnu 23:15. Armann, sem féll i 2. deild s.l. vor, hefur nú leikið þrjá leiki i mótinu gegn liðum úr l. deild, og unnið þá alla! ' Næst var það viðureign IR og KR, og var maður næsta viss um að KR myndi sigra i þeim leik. 1 liö 1R vantaði marga af bestu mönnum liðsins, en engu að siður varð leikurinn mjög jafn. Var það mest vegna snilldarmarkvörslu Jens Einarssonar, sem varði eins og berserkur i marki IR. Staðan i hálfleik var jöfn 12:12 en fljótlega i siðari hálfleik komst 1R yfir og hélt þeirri forustu til loka. Úrslit- in 24:20, sigur sem IR-ingar geta þakkað Jens markverði. Siðasti leikurinn var á milli Fram og Vals. Valsmenn náðu fljótlega undirtökunum og kom- ust 5 mörk yfir, en i siðari hálfleik unnu Framarar upp það forskot og leiknum lauk með jafntefli 22:22. Næstu leikir i mótinu fara fram ikvöld við Melaskólann. Þá leika Haukar og Fylkir kl. 18.15, Valur og IR kl. 19,30 og FH og Stjarnan kl. 20,45. gk-. Skoruðu tvívegis en sigruðu samt! Aukaúrslitaleik Fram og Vfk- ings I 2. fl. kvenna á tslandsmót- inu utanhúss, sem háður var i gærkvöldi lauk með hinni óvenju- legu markatölu 2:0 fyrir Fram Þaðer ekki á hverjum degi sem handknattleiksleikjum lýkur svona, og að liö sem skorar aðeins tvö mörk vinni leik. En svona var þetta i gær. Það var Guðríöur Guðjónsdóttir sem skoraði fyrra mark l^iksins i fyrri hálfleik, ei það næsta sem Vikingur koms nálægt þvi að skora þá, var er lið iö átti skot í stöng. Vikingur fékk síðan upplag tækifæri til að jafna metin i siöar hálfleik en þá varði markvörðu: vitakast. Siöan skoraði Guðrúi Gunnarsdóttir.ogsigur Fram va: I hinni sérkennilegu „höfn”. gk- Hvað gegn Sigri Valur eða ver - KA menn sem eru í b Verða Valsmenn tslandsmeistarar i knattspyrnu 1978 norður á Akureyri i Hverjir follo með Blikum? Liðin þrjú.sem nú berjast hvað harð- ast fyrir tilveru sinni i 1. deild I knatt- spyrnu.eru FH, KA og Þróttur. Þau hafa öll hlotið 10 stig, og eiga öll tvo leiki eftir. Þeir leikir skera úr um það hvert þessara liða fellur með Breiðabliki I 2. deild. En leikirnir sem þessi lið eiga eftir eru þessir: KA — Valur, Þróttur — KA Breiöabiik — Þróttur, Vikingur — FH FH — Breiöablik. Af þessu má sjá að KA á erfiðasta verkefnið fyrir höndum. Heimaleik gegn „tslandsmeistarakandidötunum” i kvöld og siðan útileik gegn Þrótti. En allt getur gerst og timinn mun leiða það i Ijós hvert þessara liða fellur nú I 2. deild. —klp— Tilb streyi til breska tugþrautarmi eftir að hann sigraði Hvernig skyldi það vera að hafa allt I einu hlotið heimsfrægð i frjálsum iþrótt- um? — Þessari spurningu velti Daley nokkur Thompson frá Bretlandi fyrir sér I Kanada fyrir stuttu, en þá hafði hann sigrað í tugþraut á Samveldisleikunum, þeirri miklu iþróttahátið, sem kalla má „litlu ólympíuleikana”. Ég hafði tilboð frá 10—12 háskólum í Bandarikjunum umskólavist, allt fritt og mér að kostnaðarlausu, áður en ég kom hingað” sagði Thompson, sem náði þvi frábæra afreki að hljóta 8467 stig i tug- þrautinni I Kanada. ,,En nú streyma tilboöin inn viðsvegar að, ogég þarf örugglega að taka mér dá- litinn tima til að kanna þetta allt saman. Ég hef undanfariö verið styrktur af bresku fyrirtæki sem framleiöir sápu og tannkrem, og þeir hafa verið mér mjög góðir. Ég hef fengið frá þeim um 2700 pund, og hef ekki einu sinni þurft aö minn- ast á þá einu orði eöa auglýsa fyrir þá. „Ég hef þó ekki haft mikið fé handa á milli, og ef ég hef ætlað aö kaupa mér skó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.