Tíminn - 03.09.1969, Page 6

Tíminn - 03.09.1969, Page 6
TI M I N N MIÐVIKUDAGUR 3. september 1969. HÓBALT OG BÚRBÓN BLANDAST VEL I sérhverju þjóðfélagi er jafnan einhver hluti þegnanna; serri '^dur fast í gamlar venj ur og siðu, og á bágt með að semja sig að nýjungum og að- laða &ig breyttum viðhorfum. Þotta/fólk er að finna í þeirri kynslóðinni, sem er að kveðja og líða undir lok. í suður- og suðvesturfyikjum Bandaríkj- anna er talið vera margt slíkt fól'k, og er helzt tekið til þess, að skoðanir þess á sambúð hivítna við svarta samrýmist ekki skoðunum ríkisvaldsins og væntanlega meirihluta þjóðar-' innar, sem viljað hefir gera’ jafnrétti litarflokkanna að raunveruleika. Um daginn hitti ég einn fuil trúa hinna afturhaldssömu. Ég stóð úti fyrir anddyri hótels * nokkuns í Houston í Texas að kveldlagi og beið kunningja míns, sem ætlaði að ná í mig í snæðing. Á hótelinu stóð yfir margra daga ráðstefna einhvers blámannafélags, og voru fulltrú axnir og fjölskyldur þeirra á sífelldum þönum um hlaðið og reyndar ailan staðinn. Þetta voru blámenn úr röðum stönd ugra kaupsýslumanna og em,b- ættismanna, svo þeir voru prúð , búriir og.. djásnum skreyttir. Komu þeir. í allan stað vel fram og kurteislega, bæði við aðra g’éSti og starfsfólk. Þar sem ég stóð þarna og virti fyrir mér Texas kvöld- himininn, gekk til mín maður nokkur og ávarpaði mig upp úr' þurru: „Andskoti vérð ég feginn, þegar þetta niggara- þing er búið. Það eru ekki mörg ár liðin síðan það hefði verið óhugsandi, að niggari fengi inngönigu á svona- hótel nema bakdyramegin, og þá að- eins til að 'tæma öskutunnurn ar eða vaska dis<ka.“ Maður þessi talaði hásum rómi og það var auðlyktanlegt, að hann hafði fengið sér neðaní glas af þjóðardrykk þeirra suðurfylkjamanna, búrbónvískíi og vatni. Hann var hávaxinn, beinaber og horaður, likiega um sjötugt. Húðin var útitek- in og þykk eins og á mörgum bændum þar suður frá, sém vi-nna úti undir sterkri sól. Maðurinn leit ekki reglulega vel út. „Ég heiti Sam Russel frá Kilgore. Það er í austur Texas. Ég hefi varla talað við nokkurn mann í margar vikur. Lengi vel gat ég ekki komið upp nokkru orði, en síðan ég fór að geta talað, hefi ég ekki fundið neinn í þessari andskot ans borg, sem hefir haft tíma til að tala við mig. Þú ætlar náttúrulega að rjúka strax burtu, þegar ég byrja að tala við þig. Hvers vegna er öll þjóðin að flýta sér svona mik- ið?“ Ég svaraði þessum opinskáa manni fáu, en sagðist gjarnan myndu ræða við hann þar til kunningja min bæri að garði. Von bráðar benti Sam mér á hálsinn á sér, en á hann voru teiknaðir eða litaðir þrír bláir hringir, hver innan í öðrum. Hinn minnjsti var yfir barka kýlinu. Hann sagðist vera með krabbamein í hálsinum, og gengi í kóbaltgeislun á einum af hinum frægu krabbameins- spítölum borgarinnar. Hringirn ir á hálsinum væru til þess að læknarnir gætu miðið kóbalt- byssum sínum á réttan stað. Sam sagðist vera búinn að vera hér I fjórar vikur, en ætti eft ir að hanga hér í sex í við- Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? mFILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. bót. Röddin befði yfirgefið sig alveg um nokkurt skeið, en nú gæti hann talað aftur. Hann hafði erft 250 ekrur af landi í Kilgore eftir föður sinn. Sagði hann lífið hafa verið fyllra og betra meðan hann ræktaði land og búpening en svo hefðj fumdizt olía hjá sér eins og viðar í austur Tex- as. Jú, hann h-efði orðið milljón eri, en hann vildi svona rétt láta þess getið, að manni liði raunverulega ekkert betur þótt maður ætti milljón dollara. Nú sagðist hann vera 77 ára og búinn að skipta auðnum milli fjögurra barna sinna, sem öll væru komin á miðjan aldur, vd gift og í góðum stöðum. Sagði hann mesta gildi olíupen inganna hafa verið að greiða fyrir góða menntun barnanna. Sitt æviskeið væri brátt á enda runnið, sagði Sam Russell, svo hann hefði ekki áhyggjur sjálfs sín vegna. En hann væri uggandi um framtíð barnanna og barnabarnanna, eins og ástandið væri í þjóðfélaginu þessa stundina. Niggararnir væru láfnir kom ast upp með ailt. Þeir færu um heimtandi, hótandi, ræn- andi, ruplandi og drepandi, og skyldi ég rétt vita það, að þetta -æri nú aðeins byrjunin. Og hann kenndi stjórnarvöildun um um, hvernig kornið væri. Helv . . . fávitunum í Washing ton. í staðinn fyrir að ganga milli bols og höfuðs á Klu- Klux-Klan hreyfingunni, hefði rákisvaldið átt að styrkja hana með ráðum og dáð. Klan bræð urnir hefðu getað séð um að halda niggurunum í skefjum, eins og þeir hefðu verið búinir að gera um áratugabil. Þeg-ar ég spurði, hvort hann væri þá ekki reiður fylkisbróð ur sínum, Lyndon Johnson, fyr ir að hafa gengið skelegglega fram í réttlætismálum blá- manna. sagði hann, að Lyndon, sem væri reyndar persónulegur vinur sinn, hefði fengið þetta vandræðaáístand að erfðum frá Kenuedy og Eisenhower. Það hefði jú verið fíflið hann Eisen hower, sem hefði byrjað með því að senda herinn inn í Litle Rock í Arkansas 1957 til að troða ni.ggurum í skóla með hvítum bömum. Einkaframtakið væri að líða undir lok í landinu. Ríkisvaldið væri með nefið ofan í öllu, skattabyrðarnar þyngdust með ári hverju, því alltaf stækki niggarahópurinn, sem nennti ekki að vinna, og halda yrði uppi af almannafé. Nei, hann Sam Russell sagðist ekkert vera ieiður yfir þvi, þótt síga færi á seinni hlutann í lífi sínu. Nú rennur vinur minn í hlað ið, svo ég kvaddi svartsýnis- manninn. Ég sá hann olboga sig gegum þvögu af blámönn um, líklega til að fara inn á hótelbarinn að fá sér tittlings tár af búrbón með ögn af vatni útí. Þórir S. Gröndal. Steingrímur Tómas Sumarhátíð Súgfirðinga Eramsókn.armenii í Súigainda- firði balida sumarbáitiíð á Suður- eyri Laugiardiaginm 6. sept. og hefst hiún M. 9 síSdegis. Ræður flytja Steingrímiur Her- mannsson, framfcvæmdastjóri og Tómjas Karlsson, rltstj'ómarfull- trúi. Ríó-trió sikemmtix, Jón Krist jiásiisson syngUT gamanvisur við undirleik Jóhannesar Pálmasonar. Hlj imsveitin V.V. og Barði frá ísafirði leikur fyrir damsimum. Sumarhátíð Framsóknarm. í Vestur-Húnavatnssýslu Sumarhátíð Framsóknarmanna í Vestur-Húnavatns sýslu verður í félagsheimilinu á Hvammstanga, laugardaginn 6. september og hefst hún kl. 21. Ræður flytja Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og Björn Pálsson, stud. phil. frá Syðri-Völlum, Þórunn Ólafsdóttir syngur við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar, Karl Einars son, gamanleikari flytur skemmtiþátt og Flamingo leikur fyrir dansi. Kaxl Björn Þórumi Ólafur V. u

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.