Tíminn - 24.09.1969, Síða 1
Tré, bílar og
hús fuku eins
og hráviðí í
tólf vindstigum
— Sextán manns hafa látizt
NTB-þriðjudag.
Sextán manns munu hafa látið lífið ■' óveðrinu sem
gekk yfir Suður-Svíþjóð, Norður-Danmörku og Kattegat
í gær. Tala særðra er komin upp í nokkur hundruð og
þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Veðrið olli tug-
milljóna króna tjóni. Miklar rafmagnstruflanir hafa orð-
ið, samgöngur hafa farið úr skorðum og símasambands-
laust er enn við mörg héruð. Talið er, að annað hvort
hús á Skagen hafi skemmzt
mældist þar tólf vindstig.
Fréttir eru sífellt að berast
af afleiðinigum óveðursins, sem
er sagt það versta í manna
minnum. Víðast hvar er þó ekki
greint frá meiri veðurhæð en
10—12 vindstigum, en þó mæld
ust 14 vindstig í Noregi í verstu
hrinunum. Mest er tjónið talið
hafa orðið á Skagen á Norður
Jótlandi, og er sagt að annað
hvort hús þar hafi orðið fyrir
skemmdum. Sjö manns fórust
þar og einnig fórust nokikrir í
Gautaborg.
Alls staðar fauik allt, sem laus
legt var og jafrevel þungir kran
ar. Tveir stórir kranar í Hauga
sundi í Noregi, sem báðir voru
múraðir niður, fúku út í sjó.
Annar var 50 lesta þungur.
Óvíst er, hvort hægt verður að
bjarga þeim á þurrt aftur. Þak
fauk af skóla þar í grenndinni
og varð að senda 350 nemend
ur heim. Þá munu tugir húsa
í byggingu á eyju fyrir strönd
Noregs hafa gjöreyðilagzt og
fjölmargir bátar hafa brotnað
í spón. Rafmagnið fór víða af
og bærinn Farsund var aillan
mánudaginn bæði rafmagns- og
símasambandslaus. Rúður í
skólanum í Furulundi fuku inn
á gólf og brotnuðu þar og síðan
fuku trjáhútar inn um glugg
ana.
af völdum stormsins, sem
Hundrað og sjötíu bátar og
skip leituðu hafnar í Kristian
sand á mánudagisnóttina.
Hluti af beykiskógireun. við
Larvik, sem er eimi skógur
sinnar tegundar í Noregi er
nú eins og eyðimörk á að líta,
en þar brotnuðu 30 ára gömul
tré eins og eldspýtur.
Símalínur í Suður-Noregi
liggja víða niðri og vegir eru
lokaðir af skriðum, trjábolum
og húsahlutum.
I Þelamörk varð tugmilljóna
tjón af völdum veðursins. Þar
skildi stormurinn eftir sig slóð
af brotnum trjám, fjölda hús
þaka á víð og dreif bílskúrar
,fuku til í heilu lagi, eða brotn
uðu niður og 30 hlöður eyði-
lögðust. Ekki urðu skaðar á
mönnum í Þelamörk, en mjóu
munaði, þegar hraðiestin -frá
Kristianssand var með naum-
induim stöðvuð, áður en hún
ók á trjábol, sem lá þvert yfir
teinana. Síma- og rafmagnslín
ur slitnuðu og flæktust og
urenu 150 manns fram á nótt við
að greiða flækjurnár og koma
Mnunum saman.
í fréttum frá Stavangri seg-
ir, að sambandslaust hafi verið
við umheiminn nokkurn tiíma,
en nú hafi verið komið upp
Framhald á bls. 14.
SJA LÆGDIRNAR
KOMA AÐ
EJ-Reykjavík. þriðjudag.
Eins og frá var skýrt í Tím-
anum 12. september síðastlið
inn, Kom aðfaranótt þessa dags
mikil rigninig víða á landinu,
einkum þó sunnanlands —
bvert ofan á veðurspá daginn
áður Sagði Veðurstofan. að
ekki hefðj uerið hægt að spá
fyrir um rigninguna. þar sem
hún kom vegna lægðar sem
myndaðist á Grænlandshafi að
krvöldi þess 11., og veðurskipt-
in því óvænt.
VESTAN
ívar ívarsson á Kirkju-
hvammi á Rauðasandj hafði
samband við blaðið í dag, og
sagði að allir þar um slóðir
hefðu öúízt við rigningu-nni að
faranótt 12. september. Sagði
hann. að vegn.a rigningar nótt-
Lna fyrir pann 11 september
hafði ekki bornað á grasi á
Rauðasandi tyrr en kl. 3—4
síðdegis þaiin dag Þá var sjá-
anlegt. að •"arið yrði að rigna
íyrir háttatíma sama kvtíld,
Frainhalu a bts. rb.
I gærmorgun kvadrii göfugt og go+t skip íslonzka höfn í síðasta sinn. Það var Esjan, sem þjónað hefur hér við
strendur í áratugi án nokkurra teljandi óhappa og því verið hið mesta kostaskrp. Margir hafa kvatt þetta skip
með nokkrum trega, bæði þeir, sem á því hafa unnið árum saman, og einnig þeir, sem með því hafa ferðast.
Þegar myndin var tekin við brottför Esju, veifuðu tveir drengir hennl. Það fór vel á því að æskan skyldi
kveðja hana með því móti. (Tímamynd: GE)
Samtök bænda í Laxárdal
um aS selja ekki jarSir
AK-Reykjavík, þriðjudag.
f fyrradag héldu bændur í Lax
árdal í Suður-Þingeyjarsýslu, með
sér fund og bumlust samtökum
um að selja ekki eða ráðstafa jörð
um sínum til Laxárvirkjunar, né
láta þær af hendi við aðra, nema
í samráð: við sérstaka nefnd, er
þeir kusu til forræðis i þessum
málum.
Sýnir þetta, að bændur í Laxár-
,dial ætla að standa fast og með
‘öruggum ráðstöfunum gegn svo-
nefndri Glj úfurversvirkj un seim
breyta mundi Laxárdal í stöðu-
vatn og hafa margvíslegar aðrar
breytingar í för með sér á vatna-
svæði Laxár, Mývatns og Skjálf-
andafljóts.
Nefnd sú, sem bændur kusu til
forráða í málnrn þessum, skipa
Þóróllfur Jónsson, Jón Jónasson
og Páll Magnússon lögtfræðingur.
Þá samiþyík!k!tu bændur einnig
að stofna fiskiræiktar- og veiðifé-
lag um efri hluta Laxár, og var
kijörin nefnd til undirbúnings mál ;
inu, en þar eiga einnig hlut að
bændiur úr Mývatnssveit á jörðum !
við Laxá.
Þá hefur héraðsnefnd sú, sem ’
skipuð var á vegum hreppsfélaga
og búnaðarsambands sýslunnar
sent frá sér ýtanlega greinargerð
í miótmæiaskyni, og verðúr hún •
birt hér í blaðinu á morgun.
Sýslunefnd hafði áður móbmælt '
57 metra hárri stíflu í Laxárdal, :
vegna Gljúfuiversvirkjunar.
Færeyingar óttast
iðnaö sinn í EFTA
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Svo virðist, sem ýmsir Færey-
ingar harmi nú mjög inngöngu
Færeyja í EFTA, og telja nauð-
synlegt að Færeyingar reyni að
fá sérstaka samninga við ráða-
menn EFTA um undanþagur.
Er það eir.kum vandamál iðnaðar-
ins, sem nú koma i ljós.
Blaðið „14. september" í Fær-
eyjum skýrir svo frá 20. septem-
ber síðastliðinn — uodii fyrirsögn
inm ,Efta aðiidin voru mistök"
— að þeir stjórnmálaflokkar í
Færeyjum. sem samþykktu að
Færeyjiar skyldu inn í EFTA, séu
nú að sjá, að sú aðild fari að hafa
slæm áhrif.
Áætlað er, að Færeyjar verði
fullgiidur aðili að EFTA árið
1973 og virðist lj'óst að þá muni
færeyskur iðnaður eiga við mikla
erfiðleika að stríða.
Að sögin blaðsins kom það fram
á fundi • iðnrekendafélagi Fær-
eyja að sumii telja að færeysik-
ur ðnaður „h.afi enga möguieika"
þegar felia verður niður tolla og
’rinfhitnmg'Sgjöld. og færeyskur
iðnaðui par með sviptur þeim
stuðningi, er hann hefur haft í því
formi, að fá álögu'mar á hráefnin
endurgreidd.
Eiren ræðumanna, Jógvan Sund-
stein, lagði til að tekinar yrðu upp
við,'æður við EFTA-nefndína til
þess að bjarga færeyskum iðnaSi,
og að Pæreyingar sjálfir önnuð-
ust þær viðæður, en ekki Dan-
ir.
Blaðið oætir því víð frá eigin
brjósti. að lítt muni þýða að ætla
að fá nú oreyht aðildarskilyrðum.
Það hefðu Færevingar átt að
semja um fyi'irfram.
(