Tíminn - 24.09.1969, Page 9
MTÐVTKUDAGUR 24. sept. 1969. TIMINN 9
— ifwnw»—
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framicvæmdastjóri: Kristján Benedíktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Glslason Ritstjómarskrifstofur l Eddu-
húsinu, símar 18300—18306 SkrifstofUT Bankastræti ?. —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mánuði. tnnanlands —
í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf.
Strandsiglingar
Enginn vafi er á því, að strandsiglingar Skipaútgerð-
ar ríkisins, sem komust í gott horf á árunum milli 1930
og 1940, með tilkomu Esju, og síðar Heklu og tveggja
minni skipa, eru einhver bezta samgöngubót, sem orðið
hefur hér, og komst næst því sem orðið hefur að tengja
kauptún og kaupstaði hringinn í kringum landið saman,
og þessar samgöngur urðu þeim hið sama og járnbrautir
í öðrum löndum á þeim árum, sem vegakerfið var enn
ófullkomið. Þetta rifjast upp, þegar Esja er að kveðja
eftir þriggja áratuga þjónustu. Það hefur komið berlega
í Ijós, að margur kveður hana með þakklátum hug.
Þegar Framsóknarflokkurinn kom í ríkisstjóm voru
allar samgöngur á sjó með ströndum fram í fullkomnum
ólestri. Forystumenn Framsóknarflokksins, svo sem
Jónas Jónsson, Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson og
Skúli Guðmundsson, beittu sér fyrir því, ásamt Pálma
Loftssyni, að leysa sjávarbyggðirnar úr læðingi einangr-
unar með smíði og kaupum hinna myndarlegustu skipa.
Viðurkennt var, að ríkinu bæri að eiga vemlegan hlut
að þessum samgöngubótum, og framfaraáhrif þessa
blómaskeiðs strandsiglinganna á byggðir og kauptún, til
að mynda á Austfjörðum og Vestfjörðum, urðu ómetan-
leg. Lífið þar fékk beinlínis nýjan hjartslátt með þessum
góðu skipum.
Nú á síðasta áratugnum hafa orðið gerbreytingar á
þessu. Hin gömlu og góðu strandsiglingaskip gengu úr
sér, og stefna ríkisstjórnarinnar var sú að kippa að sér
ríkishendinni og afla ekki nýrra skipa. Vegakerfið hafði
að vísu batnað og flutningakerfið flutzt á land, en það
stafaði mjög af því, að strandsiglingaþjónustan minnkaði.
Rejmdin hefur hins vegar orðið sú, að samræmt og sam-
virkt skipulag vöruflutninga á landi hefur ekki komizt
á, og margir líta svo á, að þörf fyrir strandsiglingar sé
enn rík. Það mætti og undarlegt kallast, ef vogskorið
eyland með meginbyggð í fjarðarbotnum hringinn í
kringum landið, járnbrautarlaust land og vegafátækt,
hefði ekki þörf fyrir góðar strandsiglingar, og þær hljóta
að geta verið hagkvæmar miðað við landflutninga. Þetta
mál þarf að skoða með góðri yfirsýn, og sé það gert
munu menn sannfærast um, að það hafi verið mikið
óráð og skammsýni stjórnarvalda að endurnýja ekki hin
góðu og gömlu strandskip í samræmi við nýja tíma og
tækni og gera þjónustuna samtímavirka.
svefn
Þegar núverandi ríkisstjóm afhenti Bretum taumhald
á sjálfsákvörðunarrétti okkar í landhelgismálinu með
afsalssamningnum fræga, talaði hún mannalega um það,
að hún ætlaði að halda áfram að færa út landhelgina
og vinna að viðurkenningu annarra þjóða á rétti íslands
til landgrunnsins, svo hjáróma sem sú yfirlýsing var
samfara afsalinu. Reyndin hefur líka orðið sú. að lof-
orð þetta hefur myglað í handraðanum síðan, eða í ára-
tug. Það hefur reynzt rétt, sem stjórarandstæðingar
sögðu, að afsalssamningurinn mundi einmitt girða fyrir
allar frekari aðgerðir að sinni, auk þess sem þessi ríkis-
stjórn hefur takmarkaðan áhuga á stækkun landhelg-
innar, ætlar að minnsta kosti ekki að stofna sjálfri sér
í neina hættu með kröfum ,sem Bretum gæti mislíkað.
Afsalið, sem viðreisnarstjórnin kallaði sigur í landhelg-
ismálinu, hefur reynslan nú dæmt mesta ósigur, sem
þjóðin hefur beðið í málinu. Hennar eigin herforingjar
smíðuðu sjálfir þá hlekki, sem á henni liggja síðan.
f— ■■■■ ■■■ ■ ■■■■■ ■■■ ■■■ ■■■ ■»
JAMES RESTON:
Eru Rússar og Kínverjar að
undirbúa styrjöld eða sættir?
Samkomulag um stundarsakir væri báðum til mikils hagræðis
og viðhorf í heimsmálunum hlytu að gjörbreytast við það eitt,
að sættir teldust hugsanlegar.
SKOÐANIR Bandai'fkaiamanna
cng stefna hafa byiggzt á tveim
ur g’jörólíkum ályktunum síðan
tocwnmiúnistar náðu völdiunum í
Kína. Fyrri ályktunin var
gildi frá styrjaldarlotoum og
fram til ársins 1963. Hún var
á þá leið, að Kína kiommún-
ista og Sovétríkin væru í órofa
band'alagi. Svo gareindi valdhaf-
ana í Moskvu og Peking á, og
þá tólk hin ályktunin gildi, eða
að Kínverjar og Rússar væ.-u
óisættanlegir óviinir.
Það er því ekiki að furða þo
að athygli manna beindist að
þeim atburði, þegar Alexei
Koisygin forsætisráðlherra Sov-
étrrkjanna kocn til Pefcing nú
fyrir sbömmu, rétt í þann
mund, sem þrjátíu ár voru lið-
in frá samningsgerð þeirra
Ribbentrops og Molotovs. Gat
það í raun og veru huigisazt, að
sérfræðingar í máleínum
kommiúnista færu jafn villir
vegarins í síðari álybtuninni og
þeir höfðu gert í hinni fyrri?
Gat hugsazt, að valdhafarnir í
Moskvu og Peking gætu komið
sér saman, jafnivel þó í ták-
mörkuðú augnamiði væri, og
hvers var að vænta ef úr því
yrði?
VESTRÆNIR menn hafa
gert mjög lítið veður úr fundi
þeirra Kosygins og Cheu En-
lai í Peking. Flestir sérfræðing
ar halda fram, að þessir leið-
togar kommúnista hafi aðeins
verið að reyna að koma í veg
fyrir að Kína og Sovétríkin
hæfu styrjöld sín á milli. En
ef til vill vœri ekiki svo frá-
leitt að athuga þann möguteiks
að sérfræðingarinr hafi enn
einu sinni á röngu að standa.
Satt er að vísu, að Kíniverjia
og Rússa greinir á í grund-
vallaratriðum, bæðj um landa-
miæri, auðlindir og huigisjónír.
Þessi víðlendu ríki hafa búið
við þennan ágreining síðan á
seytjándu öld, þrátt fyrir allar
þær breyti#gar, sem orðdð
hafa síðan að lýðfulltrúar tófcu
við af mandarínum og keisur-
um. AUar líkur eru á, að þessi
ágir'einingur verði enn við lýði
Iömgu eftir að núverandj leið-
togar í Mosifcvu og Peking exu
farnir sinn veg, en þar með er
ekfld sagt, að samikomulag um
stundarsakir í takmörkuðum
tilgangi, sé útilokað, en það
gæti haft mjög gagnger áhrif
á stefnur í heimsmálum næstu
ár.
AUGLJÓST er. að ágireining-
ur og keppini valdhafanna í
Moskvu og Peking veikir
kommúnistahreyfiniguna veru-
lega. Leiðtogar kommúnísta-
floikfca í öðrum löndum vita
ekfcj hvemig þeir eiga að
bregðast við Leiðtogar þriðja
heímsins, vanþróuðu þjóðanna í
Asíu Afrfku og Mið- og Suður-
Ameríku, eru í öngum sínum
vegna þess, að draumur komm-
únismans raetist e'kki. Kenning
KOSYGIN
Brezhnievs um r'ótt valdafanna
í Moskrvu til að gera innrás í
sérhvert r£ki, sem dregur
stefnu Sovétríkj'anna í efa, og
benning Mao Tse tungs um yfir
burði Kínverja í menningu,
sögu og hugsjónuim, hafa ekfci
aðeins skipt ko'mmúnistaflokk-
unum hvarvetna í tvær fylkíng
ar, heldur einnig valdið efa og
óreiðu meðal ungs fólks í Sov
étríkjiunum og Kína.
Jafnvel þó að kommúnista-
stórveldin tvö stæðu sameinuð
ættu huigsjónir Leiðtoga þeirra
erfitt með að halda sínu and-
spænis tækni Vesturlanda, sem
veitir fjöldanum betri lífskjör
en hamlandi kerfi og hugmynda
fræði lærisveinia kommúnis-
mans.
Þegar þannig stendiur á,
mætti furðu gegna ef einhver
í Moskvu eða Peking benti
ekfci á, að stefna þeirra á und
anfömum árum hefði ekki
reynst tiltakanlega árangurs-
rík, hvorild heirna fyrir eða
erflendds, og ef til vill væri
CHOU EN-LAI
ráðlegt að fara sér haagara en
áður, að minnsta kosti um sinn.
EF leiðtogarnir í Moskvu og
Peking standa saman, búa beir
yfir ógnandi afli landstærðar
og mannfjöldia. Ef þeir eru á
öndiverðuim meiði, ýta þeir
undir Japani og Indónesdumenn
í Asíu og Þjóðverja og aðra
Evrópumenn — að ekki sé
minnzit á Bandaríkjamenn —
að etja Moskivumönnum gegn
, Pekingmönnum og öfuigt.
Þetta er eitt sjónarthornið,
sem vert er að taka, þegar
huganum er rennt að fundi
þeirra Kosygins og Ohiou En-
lai. Á hann má einnig líta frá
þeim sjiónarhólli, að Mosævu-
menn hafi aðeins viljað sýna
friðarviðleitnj til þess að
ávdnna sér hylli kommúnista-
flokka, sem óska eftir samein
aðri kommiúnistahreyfin'gu.
Alvarlegri og uggvænlegri
sfcilningur ■ væri að gera ráð
fyrrr, að Mosbvumenn hafi gef
i« upp alla von um að boma
á eininigu í heimshluta fcomm
únista og vilji sýna sáttfýsi
áður en þeir eyðileggja stæfck
andí kjárnortouivopnabúr Kín-
verja.
Samfcvæmt tiltölulega traust-
um hieimildum í Indlandj eru
kínverskir leiðtogar að flytja
kj arn o rtou stöðva r sínar til
Tíbets, eða fjær landamærum
Sovétr£kjanna en þær áðjr
voru. Þetta bendir til, að K.n
verjar óttist árás af hálfu
Sovétríikjanna.
LJÓST er á öilu, að Sovét-
menn reyna að tala sínu máli
£ höfuðborgum á Vesturlöndum
samtrmis og þeir eiga viðræður
við Kínverja. Andrei Gromyko
utanrfkisráðlherr'a Sovétríkj-
anna var sendur til Belgrad og
átti viðræður við Tító mar-
skálk, meðan forsætisráðherra
Sovétrífcjanna ræddi við Chou
En-lai í Peking. Satt að segja
hiafa sendimienn Rússa átt við
ræður við Vestur-Þjóðverja
undanigengnar vilbur um deil-
'urnar við Kínverja, og þeir
hafa veríð að leita hófana um
stuðning í öllum höfuðborgum
kommúnistaríkjianna í Austur-
Evrópu.
Sýnilega má líta á för Kosy-
gins til Peking frá miörgum
hliðum og engine getur vitað
með neinni víssu. hvað hún
táflcnar. Ágizkanirnar geta
beinzt í allar áttir, eða allt frá
styrjöld miili Rússa og K£n-
verja að sáttum þeirra £ miilí
og rangt er að afneita sáttum
eða að minnsta kosti tafcmörk
uðu samnkomulagi.
BANDARÍKJÁ.MENN hafa
átt erfitt með því að gera sér
rétta grein fyrir stefnu komm-
únista síðan að síðari heim-
styrjöldihni lauk, og erfiðleik-
arnir hafa að nokknj leyti staf
að af því, að leiðtogamir í
Fraeiihadd á bls. 15.