Tíminn - 08.10.1969, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 8. október 1969.
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Auglýs.
ingaistjóri: Steingrímur Gísleson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusimi: 12323. Auglýslngasími: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, mnanlands —
f lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Landgrunnsrétturinn
Mikil ástæða er til þess að fagna því, að Emil Jónsson
utanríkisráðherra hefur í ræðu, sem hanr flutti á fundi
Evrópuráðsins, haldið skelegglega fram landgrunnsrétti
íslendinga. Hér í blaðinu hefur það verið gagnrýnt, að
þegar íslenzkir fulltrúar hafa talað seinustu árin á alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna eða á öðrum mikilvæg-
um ráðstefnum, hafa þeir sleppt því að minnast á land-
grunnsréttinn, enda þótt þeir hafi gert fiskveiðimálin og
verndun fiskistofnanna að umtalsefni. Af þessu gátu út-
lendingar vel dregið þá ályktun, að íslendingar væru að
þreytast í landgrunnsmálinu.
Með ræðu sinni á þingi Evrópuráðsins, hefur utan-
ríkisráðherra kveðið niður efasemdir um þetta efni.
Orðrétt fórust ráðherranum orð á þessa leið:
„Hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiskfeins þarf að
vernda fullkomlega. Þau ná nú svo langt frá ströndinni
að 12 mílna mörkin, sem hafa nú verið að mestu viður-
kennd í reynd síðan Genfarráðstefnumar voru haldnar
1958 og 1960, ná þar ekki til. íslenzka ríkisstjórnin hefur
marglýst því yfir, sem sinni stefnu að hún teldi nauðsyn-
legt að friða allt landgrunnið kringum landið og ég efast
ekki um að þetta verður talið nauðsynlegt í framtíðinni,
ef ekki á um of að ganga á fiskistofninn.
Landgrunnið hefur ekki verið nákvæmlega og endan-
lega ákveðið, en venjulega er miðað við 200 m. dýpi En
þeirri skoðun vex nú óðum fylgi að lengra þurfi að fara.
Hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur nú þetta mál
til athugunar, að vísu í öðru sambandi en þar virðist
stefna í sömu átt. Þó að þetta kunni að virðast harðir
kostir í bili fyrir þær þjóðir sem fiska á fjarlægum mið-
um, em þeir þó vissulega aðgengilegri en að uppræta
stofninn, því að margir hafa takmarkaða trú á kvóta-
kerfinu.“
Um þá stefnu, sem lýst er í framangreindum ummæl-
um utanríkisráðherra, er öll þjóðin sammála.
Það sýnir bezt, hvem árangur slíkur málflutningur
ber, að brezkur þingmaður ,sem sat fund Evrópuráðsins,
lýsti fullum skilningi á þessum ummælum íslenzka utan-
ríkisráðherrans. Þingmaðurinn benti á, hve ólík væri
aðstaða smáríkis, sem byggði afkomu sína eingöngu á
sjávarútvegi, og stórþjóða, sem hefðu aðrar atvinnu-
greinar og aðrar tekjulindir en sjávarútveg.
Ótvírætt er því, að rétta leiðin er að ræða þetta mál
opinskátt og útskýra það, en ekki að þegja, eins og gert
hefur verið undanfarin ár.
„Þetta gengur vel“
Morgunblaðið hefur þau ummæli eftir Sveini Guð-
mundssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fram-
kvæmdastjóra vélsmiðjunnar Héðins, þegai hann var
nýlega spurður um rekstur fyrirtækisins: Þetta gengur
vel. Sömu svör telur blaðið sig hafa fengið hjá forstjóra
hampiðju, fataverksmiðju og húsgagnaverkstæðis.
Ótrúlegt er annað en að ýmsum iðnrekendum þyki
þetta athyglisverð svör og þó einkum svar Sveins Guð-
mundssonar. Það væri t.d. fróðlegt, ef Sveinn vildi til
viðbótar skýra frá því, hve mikil aukning hefur orðið á
starfsmannafjölda hjá Héðni seinustu 10 árin.
Og þá væri ekki síður athyglisvert, ef Mbl. vildi birta
svör frá hampiðju, fataverksmiðju og húsgagnaverkstæði
um það, hvemig þeim litist á reksturinn, þegar búið er að
fella niður framleiðslustyrki og allar hömlur á tollum og
innflutningi umræddra vara, eins og verða mun, ef ísland
gengur í EFTA. Þ.Þ.
Vokhigasti maöur Norðurianda
varð sjötugur á sunoudaginn
Um 180 þúsund manns vinna við fyrirtaeki Waiienbergs-ættarinnar
Marcus Wallenberg, formaður stjórnar Saab, þakkar Marcusl
Wallenberg, varaformanni stjórnar Scania Vabis í tilefni af því aS
fyrlrtaekin hafa veriS sameinuS. (Gamanmynd úr sænsku blaSi).
EF SVARA ætti þeirri spurn
ingu, hvaöa maður væri vold-
ugastur á Norðurlöndum, væri
ekki fjarri lagi að nefna Mare
us Wallenberg, sem mjög var
rætt um í norrænum blöðum
síðastl. sunnudag, en hann
átti þá 70 ára afmæli. Þessi
blaðaskrif stöfuðu þó ekki af
því, að Mareus Wallenberg
hefði óskað eftir þeim eða beitt
hinum miklu áhrifum sínum í
þá átt. Hann befur aldrei sótzt
eftir því að vera umtalaður og
seninilega má telja þá blaða-
Im'enrn á fmgrum sér, er
hafa náð því langþráða marki
að eiga viðtal við hann. Marc
us Wallenberg hefur unnið
störf sín í kyrrþey, oftast á
bak við lokaðar dyr. En þau
hafa etoki orðið árangursminni
vegna þess. Svíar giska á að um
180 þúsund manns vinni nú við
þau fyrirtæki, sem Mareus Wall
enberg stjórnar beint eða ó-
beint. Árið 1964 var talið að
einkaeign Wallenbergsættarinn
ar næcni 125 millj. sænskra
króna, en þar af væri eign
þeirra bræðranna Jacobs og
Mareusar 80%. En hér var
vafalítið hvergi nærri allt tal
ið, því að erfitt er að grafa
upp, hvernig öllum eiginum ætt
arinnar er komið fyrir. Aðalatr
iðið er hitt, að Wallenbergarn
ir eiga stærsta eða annan
stærsta bankann í Svíþjóð, En
skilda Banken, og frá honum og
í gegnum hann liggja þræðir í
ailar áttir, sem ráða því að
Wallenbergarnir eru aðaleigend
ur eða meðeigendur nær allra
stærstu fyrirtækja Svíþjóðar og
ei'gnir þeirra er að finna víðsveg
ar frá nyrstu héruðum Sví-
þjóðar og suður undir miðbaug.
Meðal þeirra stórfyrirtækja,
sem Marcus Wallenberg hefur
sett á laggirnar og stjórnar að
mestu, er norræna flugfélagið
SAS. Fyrir nokkrum vikum
steypti hann saman tveimur
sæns'kum stórfyrirtækjum,
Saab og Scania Vabis, til að
sikapa þeim betri samkeppnis
stöðu á heimsmarkaðinum í
framtíðinni.
WALLENBERGSÆTTIN er
gömul og gróin ætt embættis-
rnanna, er upphaflega bar
nafnið Wallberg. Frægastur
hinna eldri W'allenberga er
sennilega Marcus Wallenberg
biskup í Lintoöpinig, er þótti
mjög róttækur og uppreisnar
gjarn á stúdentsárum sínum.
Sonur hans, André Oscar, gerð
ist sjómaður og skipstjóri, sem
sigldi um öll heimshöf, unz
hann stofrnaði sitt eigið skipa-
félag í Sundsvall. Það hélt
fyrst uppi siglki'gum milli Þét
ursborgar og Grimsby. Fyrir-
tætoið gekk misjafnlega og
stoorti oft retostrarfé. André
Oscar greip því til þess ráðs
að stofna eigin bantoa, en það
var ekki ótítt í þá daga, að
atvinnurekendur reyndu að
afla sér lánsfjár á þann hátt.
Það var árið 1856, sem André
Oscar stofnaði Enskilda Bank
en, sem nú er voldugasta fjár-
málastofnun Svíþjóðar. Bank
inn getok misjafnlega í fyrstu
og varð ríkið einu sinni að
fcoma til aðstoðar og bjarga
honum frá gjaldþroti. Síðar
gekk þetta betur. André Oscar
varð þingmaður og hlaut margs
toomar viðurkenningarorður fyr
ir fjármálastörf sín.
ÞAÐ varð þó fyrst undir sam
eiginlegri stjórn sona hans,
Knut Agathons og Marcusar
Wallenbergs, sem Enskilda
Banken færði út kvíarnar. Eink
um var það þó Marcus, sem
reyndist snjall fjármálamaður.
Hann fór inn á þá braut að
gerast stofnandi og meðeigandi
ýmissa fyrirtækja, sem nú eru
í hópi helztu fyrirtækja Svi-
þjóðar. Sjálfur gerðist hann
stjórnarformaður margra
þeirra, en átti sæti í stjórn
annarra. Hann var óragur við
að taka við rekstri fyrirtækja,
sem höfðu gengið illa, ef hann
taldi þau hafa álitleg starfs-
sikilyrði. Allt veltur á stjórninni.
sagði hann. Það er ekkert fyrir
tæki svo traust, að lélegur
stjórnandi geti etoki eyðilagt
það og það er ekki til neitt svo
lélegt fyrirtæki, að góð stjórn
geti ekki endurreist það. Und
antekningarlítið mun honum
hafa orðið að þessari trú sinni.
Þegar Marcus Wallenberg,
sem bar titil héraðshöfðingja,
féll frá, tóku við stjórn En-
skilda Banken tveir synir hans,
Jakob og Marcus sá, sem varð
sjötuigur á sunnudaginn. Eink-
um er það þó Marcus, sem hef
ur látið stjórn bankans og dótt-
urfyrirtækja hang taka til sín.
Þau fyrirtæki, sem hann stjórn
ar beint og óbeint, skipta mörg
um tugum, og meðal þeirra er
að finna ýmis helztu stórfyrir
tæki Svía. Eins og áður segir,
hefur verið reiknað út, að tala
starfsmanna við þessi fyrirtæki,
sé um 180 þús.
Þótt sóisíaldemókratar hafi
farið með stjórn í Svíþjóð sein
ustu fjóra áratugina, hefur það
etoki orðið tii að draga úr veldi
Wallenbergsættarinnar. Senni
lega hefur það aldrei eflzt
meira en á þeim tíma. Nú ráð-
gera sósíaldemókratar að fara
óbeint í slóð Wallenberganna
með þvi að stofna fjárfestmg-
arbanka ríkisins, sem verði enn
öflugri en Enskilda Banken.
Þannig hyggjast þeir að efla
og skipuleggja fjárfestinguna
og tryggja þ-átttöku ríkisins 1
atvinnurefcstrinum og stjórn
atvinnufyrirtækj anna. Illvfljað-
ar tungur segja, að þeir virðist
þanoig hafa lært meira af
Wallenberg en af Karli Marx.
Þ.Þ.
mj