Tíminn - 12.10.1969, Síða 7
SUNNUDAGUR 12. október 1969
TIMINN
7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson. Auglýs.
ingastjóri: Steingrímur Gístason. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu.
húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, innanlands —
f lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Eining er fyrir öllu
Það sést á mörgu, að stjórnarflokkarnir óttast mjög
um aðstöðu sína í næstu þingkosningum. Þeim er ljóst,
að stjórnin nýtur ekki trausts. Því verður ekki lejmt
lengur, að henni hafa mistekizt mörg hin veigamestu
verkefni, eins og að tryggja næga atvinnu og hliðstæð
lífskjör og eru í nágrannalöndum okkar. Þess vegna fjölg-
ar óðum þvi fólki, sem flýr land.
Til þess að vega gegn hinu vaxandi álitsleysi ríkis-
stjómarinnar, treysta stjórnarflokkarnir einkum á
tvennt. Annað er, að þeir, sem hafa kosið stjórnarflokk-
ana áður, haldi áfram að gera það af vana, þrátt fyrir
óánægju sína. Hitt er það, að aukin sundrung í liði
stjómarandstæðinga verði til þess að styrkja aðstöðu
stjórnarflokkanna og tryggja þeim þingmeirihluta áfram,
þíátt fyrir minnkandi kjósendafylgi.
Því er ekki að neita, að sundrung sú, sem hefur
átt sér stað og á sér stað innan svonefnds Alþýðubanda-
lags, styður á vissan hátt þessar vonir stjórnarinnar.
Alþýðubandalagið hefur reynt að helga sér líkan starfs-
grundvöll og flokkur Aksels Larsens í Danmörku, sósí-
alski þjóðflokkurinn í Noregi og vinstri flokkurinn —
kommúnistaflokkurinn í Svíþjóð. Allir hafa þessir flokk-
ar sundrazt og misst fylgi stórlega undanfarin misseri.
Hjá Alþýðubandalaginu virðist þetta ætla að fara á sömu
ieið. Það virðist nú klofið í þrennt og hafa allir þessir
armar sitt eigið málgagn, Alþýðubandalagið sjálft hefur
Nýja Útsýn, Hannibalistar hafa Nýtt land og hægri-
kommúnistar hafa Nýja Dagsbrún. í fjórða lagi er svo
Þjóðviljinn, sem enn virðist á valdi hins gamla komm-
únistakjama frá dögum Kommúnistaflokksins, sem var
að nafni til lagður niður 1939.
En þótt sundrung ríki 1 þessum herbúðum, þarf það
ekki að vera vatn á myllu stjórnarflokkanna. Þessi sundr-
ung sýnir það enn betur en ella, hve nauðsynlegt það
er að efla einn sterkan flokk frjálslyndra og umbóta-
sinnaða manna, sem getur skapað nauðsynlegt mótvægi
gegn stjórnarflokkunum. Það er í samræmi við þróunina
í öðrum lýðræðislöndum, að kjósendur yfirgefa smá-
flokkana og fylkja sér um stóm flokkana. Fleiri og fleiri
kjósendur gera sér Ijóst, að einmitt innan stóm flokk-
anna er hægt að hafa mest áhrif. Að skipta sér í áhrifa-
laus flokksbrot, leiðir til fullkomins áhrifaleysis os
hjálpar aðeins andstæðingunum.
í dag er Framsóknarflokkurinn langsterkasti og
samstæðasti andstöðuflokkur ríkisstjórnarinnar. Efling
hans er það, sem stjórnarflokkarnir óttast mest og taka
mest tillit til. Með því að efla hann, sameina menn
kraftana, en sundra þeim ekki. Aukinn styrkur hans er
eina vænlega og örugga leiðin til að knýja fram breytta
stjómarstefnu. Vopnum stjórnarblaðanna og stjórnar-
flokkanna er líka fyrst og fremst beint gegn honum.
Stjórnarherramir gera sér ljóst, að stjómarstefnunni
verður aðeins hnekkt með eflingu hans.
fslenzkir stjórnarandstæðingar verða að gera sér ljóst
— hvar í flokki, sem þeir hafa áður staðið — að ólögum
stjórnarstefnunnar verður aðeins hnekkt með því að
kraftarnir séu sameinaðir. Hitt er aðeins óvinafagnaður
að sundra þeim enn meira en orðið er. Þess vegna skiptir
það höfuðmáli, að Framsóknarflokkurinn eflist í þeim
bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og þingkosningum,
sem eru framundan. Þ.Þ.
ÞORARINN ÞÓRARINSSON: Um vesfur-þýzk stjórnmál llL
á kosningahátí ö með Schiller
eg Willy Brandt í Dortmund
Schrller er nú vinsælasti stjórnmálamaðurinn í Vestur-Þýzkalandi.
KARL SCHILLER
BLAÐAMANNAHÓPURINN,
sem óg var í, átti þess kost
að fylg'jast mcð Willy Brandt,
utanríikisráðherra, seinasta dag
hinna opinbem kosninigabar-
áttu eða föstudaginn 26. sept.,
en kosið var sunnudiaginn 28.
september. Seinasta daginn
fyrir kosningarnar héidu flokfc-
arnir enga opinbera fundi og
foringj arnir héldu kyrru fyrir
oig biðu úrsiitanna.
Eins og eðOilegt mátti telja,
helgaði Willy Brandt Ruhrhér-
aðinu seinasta dag kosnintga-
baráttunniar, en Ruhr-ihéraðið
er hið sterka vígi sósíaldemó-
krata. Dortimund er taiinn höf-
uðborg þess oig þar lutou þeir
sameiginlega kosningabarátt-
unni Willy Brandt og Karl
Sohiller, á mjög fjlölmennri
kosningahiátíð, sem m.ia. var
haldin þeim tii heiðurs, en
Schilier er þingmaður eins af
kjördæmum Dortmundborgar.
Uppihaflega hafði verið ráð-
gert að Willy Brandt héldi
þrjá stóra fundi þennan dag,
í Gelsenkirehen kl. 14, Herne
fcl. 15,30 og Dortimund tol. 18,30
en tveimur var bætt við síðar.
Vegna stjórnarstarfa í Bonn,
seinkaði Brandt, svo að fund-
irnir byrjuðu allir seinna en
auiglýst var. Brandt fyigdi þeirri
áæti'Un næstum alian tímann
sem aðalkosningabaráttan stóð,
eða á annan miáriuð, að fara til
Bonn að kveldi og vinna í utan
ríkisráðuneytinu fyrir hádegi,
en hefja síðan kosningaleiðang-
ur eftir hádegi, og heimsækja
þá jafnan fleiri staði. Að sjálf
sögðu fór hann oftast flugleiðis,
þegar um meiriháttar vega-
leiðir var að ræða. Þessi miklu
ferðalög oig fundarhöld, ásamt
vinnu við stjórnarstörf, hljóta
að hafa verið mjög þreytandi,
enda báru ræður Brandts þess
merki. Þær voru skilmerkilega
fluttar, en báru þess keim,
að þær væru fluttar meira af
seiglh og vana, en af innblæstri
og eldmóði. Brandt hafði líka
valið sér þann stíL, ef svo
mætti segja, að sfcírskota meira
til skynsemi en tilfinninga.
Hann beitti því Htt vígorðum
í málflutningi sínum né gaman-
yrðum, heldur flutti mál sitt
ákveðið og virðulega.
Allir voru þessir fundir úti-
fundir, mjög fjölsóttir, oig fylg-
ismenn Brandts bersýniega í yf
irgnæfandi meirihluta. Mál hans
var litið truflað og hann fékk
gott klapp öðru hvoru. Ekki
bar eins mikið á ungu fólki og
á fundum hjó Scheel, en samt
mun yngri kynslóðin hafa mjög
fylgt sér um sósíaldemókrata.
Brandt var alls staðar vel tekið,
en þó hvergi nærri hyMtur á
borð við Kiesinger. Svo virðist
sem Brandt ætti meira traust
manna en aðdáun.
ÞAÐ var líka eitt aðalatrið-
ið í ræðu Brandts, að Þjóðverj-
ar þyrftu að vinna sér traust.
Engin þjóð þarfnast meira vina
en Þjóðverjar, sagði hann. Það
er ekki nóg, að aðrir diáist að
iiminni nriiiiiii awiaa—w
árangri ofckar á sviði efnahags-
mála. Við þurfum að vinna okk
ur tiltrú annarra þjóða og það
gerum við bezt með réttlátum
stjórnarháttum og heilbrigðu
lýðræði. Við þurfum að tryggja
batnandi lifskjör og jafnari, og
beita til þess jöfnum höndum
úrræðum skipulagshyggju og
samkeppni. Tryggingakerfið
þarf að auka og bæta, einkum
ellitrygigingar. Allt skólakerfið
þarf að umskapast, kennisian að
breytast til samræmis við nýja/
tíma og stúdentar að fá hlut-
deild í málefnum háskólanna.
Við eigum að mæta óánægju
og gagnrýni ungu kynslóðarinn
ar með jákvæðum aðgerðum.
Lýðræðið þarf að verða traust
ara og fullkomnara með virkri
þátttöku sem allra flestra.
Verkamenn þurfa að fá hiut-
deild í stjórn fyrirtækjanna og
jafnvel gerast meðeigendur
þeirra að einhverju leyti.
Langur kafli í öllum ræð-um
Brandts fjallaði um utanríkis-
málin. Það verður að stefna
kappsamlega að því að draga
úr spennu í Evrópu og koma þar
á traustari skipan öryggis og
friðar. Þetta tekst ekki á ein-
um degi, en það verður að
ur að stefna af einlægni og þol-
inmæði að því marki. Efnahags
bandalag Evrópu þarf að efla
með þátttöku Breta, Ira, Norð-
manna og Dana. Sambúðina við
Austur-Evrópu þarf að bæta
eftir því, sem kostur er. Það
þarf að leita samninga við Aust
ur-Þýzkaland, en viðurkenning á
því kemur þó ekki til greina
meðan valdhafarnir þar vilja
efcki semja um að komið sé á
eðlilegu ástandi í skiptum land
anna. Vestur-Þjóðverjar eiga að
vera reiðubúnir til að lýsa
yfir því, að þeir viðurkenni og
virði öll núiv. landamæri Evr-
ópu, þar með talinn vestur-
landamæri Póllands, unz þau
hafa verið endanlega ákveðin
með friðansamningi. Vestur-
ÞýZkaland á að gera sitt ýtrasta
til að samningar náist um að
draga úr vígbúnaði. Þess vegna
ber því að undirrita samninginn
um bann við notkun kjarnorku-
vopna og afsala sér öllu tilkalli
til kjarnorkuvopna. Þátttaka í
Nato er Vestur-Þýzkalandi eðli-
leg og nauðtsynleg.
RÆÐUR Willy Brandts tóku
oftast tæpan klukkutíma og
töluðu ekkd aðrir en hann,
þegar undan er skilin stutt
kynning. Þó brá út af þessu í
Dortmund. Þar talaði einnig
Karl Sohiller efnahagsm.ráðh.
og héldu þeir sína hálf tíma
ræðuna hvor. Ræða Schillers
var sú kosningaræðan, sem ég
ég heyrði, er bersýnilega féll
áheyrendum bezt í geð. Hann
er málhagari og harðfengnari
ræðumaður en Willy Brandt.
Schiller deildi óspart á Kiesing
er og Strauss og lét einkum
fjúka spauigsyrði um hin fyrr-
nefnda.
Óneitanlega var það líka
Schiller, sem átti meginþáttinn
í kosningasigri sósíaldemókrata.
Skoðanakannanir sýndu, að
hann naut en meira álits en
Kiesinger. Þetta stafaði af því,
Eramhald á bls. 10.