Tíminn - 25.10.1969, Qupperneq 4

Tíminn - 25.10.1969, Qupperneq 4
4 TIMINN LAUGARDAGUR 25. október 1969 Fálag járn- iðnaðarmanna FÉLAGSFUNDUR verður haldinn þriðjudaginn 28 okt. 1969 kl. 8,30 e. h. í Góðtemplarahúsinu Suðurgötu 7, Hafn arfirði. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Um starfsmat, Gunnar Guttormsson 3. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. SMYRILL Ármúla 7. Simi 84450. Rafsuðukapall 35 m/m2 og 50 m/m2 Rafsuðujbráður Mjög góð tegund 1,5, 2.5—3,25 og 4 m/m. Rafsuðuhjálmar Þriár gerðir Rafsuðutangir í úrvali. -=5—25555 14444 WMísm BILALEIGA HVERFISGÖTU 103 V W Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9 manna - Landrover 7manna M A VIÐA- VANGI Frá Eggert kemur Ekkert Pétur Axel Jónsson, sem rit- ar fastan sjávarútvegsmálaþátt í AlþýðublaSið, segir m. a. í pistli sínum á miðvikudag: „Togarakaup eru stanzlaust á dagskrá, sein vonlegt er. Stjórnmálamennirnir eru bún- ir a3 sitja í nefndum frá því maður man eftir sér, og enn er lausnin ekkert nema aftur- kreistingur um „nákvæma yfir vegun“. „flana ekk> að neinu" og svo framv Ég held satt að segja. að þeir ættu að taka sig saman í andlitinu og eyða eins og einum *il tveimur dögum til að KAUPA togara . . . .“ Þannig er komið, að Al- þýðublaðið verður að skrifa með þessum hætti um vanefnd ir kosningaloforða Alþýðu- flokksins úr tveimur síðustu alþingskosningum. Allan tím- ann hafa ráðlierrar Alþýðu- flokksins farið með stjórn sjáv arútvegsmálanna. Frá Eggert kemur Ekkert. Hinar frjálsu umræður á „vísinda- íandsfundinum" Eins og öllum er kunnugt, hefur verið talsverður órói og óánægja í Sjálfstæðisflokkn- um. Landsfund flokksins átti að réttum regium að halda á s.I. vetri. Þá bótti ástandið svo slæmt í flokknum, að á- kveðið var að fresta honum til haustsins í von um betra veð- ur. Fomsta flokksins var ugg- andi samt sem áður. Þótt ástandið hefði kannski eitthvað skánað, þá var það slæmt. Það Kom revndar áþreifanlega í ijós á landsfundinum er 114 vildu fella Jóhann Hafstein úr sæti varaformanns flokksins. Enn betur hefði þetta þó kom- ið í Ijós, ef hinum almenna landsfundarfullt'úa hefði gef- izt tóm til þátttöku í frjálsum rökræðum um ágreiningsmál- in. En fyrir það vildl forysta flokksins girða og fyrir það tókst henni að girða með „góðri skipulagningu“. Hún ákvað að þetta skyldi verða „vísindalandsfundur“ og tími frjálsra umræðna landsfundar- fulltrúa rækilega ásettir ræð- um vísindamanna. Ekki færri en 7 vísindamenn voru fengn- ir til að halda löng erindi um vísindmálefnf á aðal umræðu- tíma fundarins. Það er auðvitað ekki nema eitt um það að segja, að ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafi áhuga á að sinna vísinda- málum á landsfundum Sjálf- stæðisflokksins Enn betra væri þó að þeir hefðu áhuga á að standa að myndarlegum stuðningi við hagnýtar rann- sóknir atvinnuveganna í ríkis- stjórninni. Þessi ræðuflutningur á Landsfundinum var þó í tals- verðum mæli upptugga. Rétt fyrir Landsfundinn efndu ung- ir Sjálfstæðismenn til vísinda- ráðstefnu, þar sem allir sömu ræðumeimirnir tóku til máls og fluttu að meginkjarna sömu ræðurnar. Útdráttur úr öllum þessum ræðum var birtur í Morgunhlaðinu áður en Lands fundurinr hófst. Þessar ræður hafa ná verið endurbirtar all- ar í heild í blaðinu. Val verkefna og stefna Sjálf- stæðísflokksins Það sem þessir vísindamenn sögðu um stefnuna í vísinda- og raimsókiiarmálum þjóðar- innar geta víst flestir skrifað undir. Um meginefnið í þeirra máli gætu víst allir stjórnmála flokkar skrifað undir. En það er framkvæmdina sem vantar og forystuna og þar stendur upp á þá ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur veitt forstöðu i 10 ár. Og enn vantar þó ákveðna stefnumörk un og forystu og frumkvæði að loknum landsfundi. Eða eins og einn af landsfundar- fulltrúunum, Ásgeir Jakobs- son, segir í grein i Mbl. í gær: „Vísindamennirnir reka harðvítuga atvinnupólitík og boða rannsóknir á öllu milli himins og jarðar, en gleyma að segja okkur á hverju eigi að byrja, hvað eigi að rann- saka fyrst, en það er talsvert mikið atrið' sennilega að byrja ekki á öfugum enda, svo mik- ið sem þarf að rannsaka. Hver og einn heldur fram sínu sér- sviði. og þar sem þetta eru heldur greindir menn og sæmi lega rökfastir verður það vita skuld manni ofviða að dæma um hvern þeirra skuli fyrst og helzt efla. Flestir sögðu að lokiiu.-i lestri hverrar greinar, því að hvert orð vísindamanns, er endurprentað — já, mikið rétt, þetta þarf nauðsynlega að raiinsaka.“ Þarna kemur A. J. einmitt að kjarna málsins. Rannsókn- irnar verða að vera liður í skynsamlegum áætlunarbú- skap atvinnulífsins og þjóðar- búsins og þar verður að raða verkefni'm upp eftir gildi þeirra og hve fljótt þær gætu skilað arði. Landsfundur Sjálf stæðisflokksins var einmitt haldinn að því er manni helzt skilst til að draga það enn skýrar fram en verið hefur, að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti hvers konar áætlunarbú- skap, a.m.k. vildi hinn „vin- sæli varaformaður“ flokksins leggja á það sérstaka áherzlu í sjónvarpsv;ðtali að lndsfundi loknum. „Púðurhlunkarnir" Og víst er það, að ýmsir iandsfundarfulltrúar, sem gjarna hefðr viljað taka til máls og ræða vandamál líð- andi stundar og stefnu flokks- ins, hafa setið óróir undir Iestri vlsindamannanna, sem tóku upp allan hinn frjálsa umræðutíma landsfundarfull- 'rúanna og það er ekki ör- grannt um að ýmsir hafi hugs- að þeim hreinlega þegjandi þörfina þótt auðvitað hafi þeir ekki átt beina sök á þess- um langa ræðuflutningi, held- ur forystan. Ásgeir Jakobsson lýsir þessu í Mbl. í gær með eftirfarandi orðum, þar sem uann gerir því skóna, að ýmsir landsfuiltrúar hafi spurt sjálfa sig þessarar spurningar: „Hvernig á að brauðfæða og launa alla þessa bjargvætti — og eru þeir að bjarga nokkru nema sjálfum sér — hvar fást peningar og hvenær skila peir sér? Svarið er jafnan: í framtíðinni og myndi marg ur kalla það eilítið loðið. Engir menn hafa látið út úr sér annað eins magn af hald- lausu bulli og vísindamenn í gegnum aldirnar. Trúin á vfs- indamenn til Iausnar almenn- um viðfangsefnum mannlífs- ins hefur ekki við rök að styð.i ast. Flestir beirra eru ósköp venjulegir púðurhlunkar.“ Greinilegt er af þessu að ekki eru allir ánægðir að lokn um landsfundi eða telja að á vandamálum þjóðlífsins i dag hafi verið tekið með sérstak- >ega raunsæum hætti á þess- um margumrædda landsfundi. T.K. BÍLSKÚR ÓSKAST á tínunni milli Skúlagötu og Skipasunds. Tilboð sendiet blaðinu merkt „Bílskúr 1011”. GULLFISKABÚÐIN AUGLÝSIR Nýkomin sending af fóðri og alls konar vítamínum fyrir fugla. Einnig gott úrval af fisk- um, fuglum og gullhömstr- um. Leikföng fyrir fugla. Skraut fyrir fiskabúr. Sendum gegn póstkröfu. GULLFISKABÚÐIN, Barónsstíg 12. Heimasími 19037 fyrir hádegi. Milliveggja plötur — fyrirliggjandi HELLUSTEYPAN Garðakauptúni, sími 52050 og 51551. — POSTSENDUM — BIKARKERPNIN MEUVÖUUR í DAG KL. 14.00 LEIKA Akureyri — Selfoss Á MELAVELLINUM. Framlengt verður, ef jafntefli verður eftir 90 mín. MÓTANEFND

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.