Tíminn - 25.10.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1969, Blaðsíða 12
ONASSIS KEYPTI DEMANT FYRIR 90 MILLJÚNIR KR. Nýlega var seldur á uppboði í New York, einn af stærstu demöntum heimsins eða 69,42 karöt. Sagt er, að það hafi ver ið Aristoteles Onassis sem keypti demantinn handa konu sinni, Jaqueline, fyrrum Kenne dy. Kaupverðið var rúmlega ein milljón dollara, eða um 90 millj ónir fel. króna. Á uppboðinu var umboðsmað ur hjónanna Liz Taylor og Riehard Burton og bauð hann lengi vel í steininn, sem er á stærð við sveskjustein, en þeg ar komið var upp að milljón dollurum hætti hann, svo að leikaraparið varð af demantin- um. Þetta mun vera hæsta verð, sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir einn demant Á að taka upp einmenningskjördæmi eða láta sitja við þá kjördæmaskipan sem nú er? Um þetba verður rætt á fundi Framsókn- arfélaganna í Tjarnarbúð (Oddfellowhúsinu) kl. 2 á morgun, sunnudag. Frummælandi er Sigurður Gizurarson lögfræðingur. Að er- indinu ioknu verða almennar umræður. — Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Félag Framsóknarkvenna, Framsóknar- félag Reykjavíkur, FUF, Reykjavík. GUNNAR SKIPAÐUR HÆSTA- RÉTTAR- DÓMARI FB-Keykjavík, föstudag — I frétt frá Dóms og kirkju málaráðuneytinu segir, að for seti Islauds hafi í dag skipað dr. Gunnar Thoroddsen, sendi herra, dómana við Hæstarétt frá 1. janúar 1970 að telja. Dóims og kinkjumálaráðu neytið, 24. október 1969. FAGNAÐ MEÐ NELLIKUM Rússneska sendiráðsfólkið fjöl- mennti niður á hafnarbakka í Sundahöfn í gærdag, þegar rúss- nesku herskipin tvö lögðust þar að, nærri tveim tímum á eftir fyrir- fram gerðri áætlun og konurnar veifuðu nellikum. Sjóliðarnir stóðu í röðum á þilförum skipanna, og þegar á daginn leið stóðu þeir enn, og horfðu til lands. Mátti varla á milli sjá hverjir væru forvitnari, þeir, eða íslendingarnir, sem lögðu leið sína inn í Stmdahöfn til að skoða þessa rússnesku bryndreka sem búnir eru radarstýrðum eld- flaugavopnum, eftir því sem bezt verður séð. Aðmírállinn sem skip- m heyra undir, Soloviev, gekk á lamd eftir landtöku skipanna, í síð um frakka og með sverð, og á fund ýmissa embættismanna, og að rússneskum sið hefur hann lík lega kysst þá á báða vanga. GYLFI Þ. GISLASON: EFT A-VIDRÆÐLR Á LOKASTIGI EJ-Reykjavík, föstudag. „I byrjun næstu viku heldur fastaráð EFTA í Genf fund. ís- lenzkir embættismenn munu þá eiga viðræður við EFTA-ráðið í ljósi þeirrar niðurstöðu, sem náðst hefur í viðræðum um freðfiskinn- flutninginn til Brcllands. Úr því ætti að geta verið algjörlega ljóst, með hvaða skilyrðum ísland gæti gerzt aðili að EFTA“, — sagði Gylfi Þ. Gíslason, viðsiptamálaráð herra, í ræðu á aðalfundi Verzlun arráðs íslands í dag. GyMi sagði, að viðskiptamála- ráðuneytið muni „nú alveg á næst unni gera heildarskýrslu um mál- ið. Þegar rfidsstjórnin og EFTA- nefndin hafa fjallað um þá skýrslu miun málið verða lagt fyrir Al- þingi til ákvörðunar um, hvort ís- land eigi að gerast aðili að EFTA eða ekki“. í ræðu sinni fjallaði Gylfi mik ið um EFTA-málið, ræddi um ósfe ir íslendinga í EFTA-viðrarftanum og hvernig við þeim var tekíð. Framhald á bls. 10. Akranes Fnamsóknarfélag Aibraness heldur Framsóknarvist í FélagsheimiE sinu Sunniubraut 21, sunnudaginin 26. okt. kl. 20:30. Öllum heimiH aðgaugur meðan húsrúm leyfir. R Ýmsar nýjungar í vetrardagskrá hljó&varpsins VINSÆLASTA EFNIÐ A DAG- SKRÁ UTAN SJÓNVARPSTÍMA EJ-Reykjavík, föstudag. Nokkrar breytingar verða á nið urröðun efnis í vetrardagskrá hljóð varpsins að þessu sinni, og eru ýmsir gamlir dagskrárliðir færðir á nýjan senditíma. Virðast breyt ingarnar að hluta gerðar til að vinsælt efni sé einkum á þeim tíma, þegar minnst, eða ekkert er hnrft á Sjónvarpið, auk þess sem ýmiss önnur sjónarmið ráða. Verða hér raktar helztu breyt ingarnar, sem verða í vetrardag- skránni. ■ár Fréttir verða lesnar klukk an 11.00 alla virka daga. Síðdegis fréttirnar á laugardögum verða framvegis kl. 16.00 í stað kl. 15.00 áður. Þá vérður nýr fréttatími á sunnudögum, kl. 16.00. Aðrar breyt ,ingar verða ekki á fréttum hljóð varpsins. ★ Leikrit vikunnar — sem um langan aldur hafa verið á laugar dagskvöldum — verða nú á fimmtudagskvöldum, það kvöld sem ekki er sjónvarpað. Fram- haldsleikritin verða nú flutt síð- degis á sunnudögum, en síðar er ætlað að þau verði endurtekin miðvikudagskvöldið næst á eftir. Fyrsta framhaldsleikrit vetrarins heitir ,,Börn dauðans" og fjallar um fauða Nathans Ketilssonar. Höfundur er Þorgeir Þorgeirsson, en flutningur hefst sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi. ★ Kvöldvökurnar verða á sunnudagskvöldum í stað miðviku da.gskvölda áður. ★ Nýr þáttur — „Bókavaka" — hefur göngu sína á fimmtudag inn kemur, og vcrður aðra hverja viku — þá vikuna, sem Sinfóníu tónleikar verða ekki. Indriði G. Þorsteinsson og Jóhann Hjálmars son hafa stjórn þessa þáttar með höndum. -k Tekið verður upp svonefnt „Diskotek". en sá dagskrárliður verður að loknum síðari kvöldfrétt um á sunnudögum. Á ungt fól'k að geta hringt og óskað eftir dans- og dæglurlögum í þáttinn, og verð ur reynt að uppfylla óskirnar jafn harðan._ ■k Óskalög sjúklinga, sem ver ið hafa eftir hádegi á laugardög um ianga hríð. flytjast nú fram til kl. 10,25 á laugardagsmorgnum. Eftir hádegi kemur nýr þáttur, „Óskakonsertinn" Geta hlustendur óskað bréflega eftir að heyra í þeim þætti sígilda tónlist eða þætti úr tónverkum. ★ Skemmtidagskrá á laugar- dagskvöldum verður þannig fyrst um sinn. að Jónas Jónasson mun sjá um blandað efni og létt. Verð ur bví hagað með ýmsu móti, og stundum að viðstöddum áheyrend um í útvarpssal. ★ í nóvemberiok hefst athygl ísverður þáttur, sem er algjört ný- mæli. íslenzkur bóndi, Steinþór Þórðarson á Hala i Suðursveit — bróðir Þórbergs Þórðarsonar — mun segja sögu sína og minningar, án þess að hafa ritað staf á blað. Er bað í fyrsta sinn sem sl£k frá saga er flutt óskráð í dagskrá út- varpsins. Framhald á bls. 10 Steinþór í Hala segir ævisögu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.