Tíminn - 25.10.1969, Page 9
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
LAUGARDAGUR 25. október 1969
9
TIMINN
MÁLIÐ. SEM FJÓRÐ-
UNGSÞING VEST-
FJARÐA GLEYMDI
Núrna á dögunum bárust mér
1 hendur 2 blöð, sem gefin eru
út á ísaf.r'ði, Vestfirðingur, blað
Alþýðubandalagsi ns, og ísfirð-
ingur, blað Framsófenarmanna.
Þau voru að vísu orðin nofekuð
gömui, því póstsamgöngur að
vastan eru dólítið sikrýtnar, það
þarf n.l. að senda póst, sem á
að fara í mína sveit að vestan,
til Reyk.ijavíkur fyrst, því engar
póstferðir eru af Patreksfirði
til Brjánslækjar, nema að nafn-
inu til, eitthvað að vetrinum,
en ebki að sumrinu.
Forsíðugreinar beggja blað-
anna með stórum fyrirsögnum,
eru um Menntaskóla á ísafirði,
sem eigi nú að byrja, á næsta
ári, og láta bæði blöðin þakk-
læti sitt og fögnuð í ljósi.
Það virðist nú komið svo hér
á tslandi, að það þykja stórfrétt-
ir, ef lög, sem aiþingi hefur sam
þykkt fyrir mörgum árum, eiga
að komast í framkvæmd, því
ekki man ég betur en lög um
menntaskóla á ísafirði séu nokk
urra ára gömul.
En þessi merkilegi héraðs-
fundur, sem frá er sagt í áður-
nefndum blöðum, og virðist
hafa fjallað um menntamál, at-
vinnumál o. fl., virðist alveg
hafa gleymt rafmagnsmálum
hinna dreifðu byggða á Vest-
fjörðum. Það munu þó vera til
lög og reglugerð um dreifingu
rafmagns um sveitir landsins,
sem ekki er komin enn til
framkvæmda þó liðið sé á ann-
an bug ára, síðan hún var sett,
heilir samliggj'andi hreppar
eins og Barðastrandarhreppur
og Rauðiasandshreppur í Barða
strandarsýslu eru enn rafmagns
lausir, þó þeir samkvæmt reglu
gerðinni ættu löngu að vera
búnir að fá rafmagnið. Hvernig
ástandið er í þessum málum
annars staðar í kjördæmi Vest-
fjarða, veit ég ekki, en grunar
þó að það muni svipað og hér,
að fáum sveitum undanteknum.
Hvað veldur þessu tómlæti
fjölmenns fjórðungsþings, sem
samianstendur af fulltrúum
hinna ýmsu byggða kjördæmis-
ins? Er það virkilega svo, að
þessir fulltrúar hafi eingöngu
va-lizt úr fjölmennari byggðum
kjördæmisins, sem þegar hafia
fengið þessum málum komið í
höfn, og láti sér því á sama
standa, hvernig búið er að okk
ur sem utan stöndum ?
Því verður þó tæplega neit-
að, að ljós og hiti í hýbýlum
fólks er frumskilyrði fyrir
menningarlífi, og þeir sem hiafa
tekið að sér að vera framverðir
fólksins í baráttu fyrir bættum
kjörum og miannsæmandi lífs-
skilyrðum, mega ekki sýna
OMEGA
Nivada
©Ema
JUpina.
PIERPOm
Magnús E. Baldvinsson
Laugavcgi 12 - Sími 22804
þessu máli svona áberandi tóm
læti eins og áðurnefnt fjórð-
ungsþing hefur sýnt.
Hundruðum millijóma er nú
varið til raforkumála hér á
landi árlega, blöðin eru full af
bollaleggingum um nýjar raf-
veitur, virkjunarskilyrði eru alls
staðar hér, hvert sem litið er.
Af Mjólkám í Arniarfirði er
ekki virkjaður nema lítill hluti,
sú orkulind ein gæti þó bætt
úr þörfum sveitanna hér og
kaupsfiaðanma, sem að miklu
leyti verða að búa við rafmagn
frá olíuvélum beint, vegna mis
taka í byggingu stöðvarinnar í
fynstu. Hvers veginia ekki að
stækka Mjól'kárvirkjun svo að
hún verði fullnýtt og dreifa svo
orku frá henni um Barðastrand
ar- og Rauðasandshreppa til 70
býla, sem bíða eftir rafmagni?
Til mála mun hafa komið
fyrir síðustu alþingiskosningar
að virkja Suðurfossá í Rauða-
sandshreppi fyrir þessa tvo
hreppa og Sandodda-flugvöll.
En kosningarnar voru ekki fyrr
um garð gengnar en áhugi fyrir
því virtist fjara út með öMiu,
og farið var að tala um ein-
hverja forarpolla á Skersfjalli,
sem ætti að veita saman og
virkja. Vitanlega varð ekkert
úr því heldur, sem betur fór.
Vel má vera að sérvirkjun
fyrir þessa tvo hreppa sé hent-
ugri en aukin stórvirkjun frá
Mjólká, ég hef ekki þekkingu
á því. En hitt er mér ljóst, að
rafmagnið verða bændur í þess
um sveitum að fá, ef ekki á
illa að fara. Litlar olíurafstöðv-
ar leysa ekki vandann, og eru
auk þess alltof dýrar. Ég hef
um árabil haft bréfaskipti við
bónda í Þingeyjarsýslu, sem
hefur fyrir nofckrum árum
fengið rafmagn frá ríkisveitum.
Hann segir mér, að síðastliðið
ár hafi hann þurft að greiða
fyrir ljós, upphitun húss og
ýmiss önnur rafmagnsnot kr.
30.000,00 á ári. Þetta sama kost
aði okkur hér á bæ kr. 95 þús.
yfir árið, og þó er verst af öllu,
að maður getur aldrei reitt sig
á þessi tæki.
Nú er sjónvarp komið víða á
þessi raímagnsliauisu sveitabýli,
mér telst svo til, að hver klukku
stund, sem horft er á sjónvarp,
t. d. að sumrinu, þegar ekki
þarf Ijós á annað borð, kosti
sjónvarpsnotendur í orku ná-
lægt 10 krónum, ef horft er á
dagskrána" alla, ■ þá verða það
ea 35 krónur á dag eða rúrnar
200 krónur á viku. Það er dýr
skemmtun, þegar allt kemur til
alls, og þó að mínu áliti ómiss-
andi í sveitunum.
í gærdag kom hið virðulega
alþi.ngi saman á ný, sjálfsagt
verða fjárlögin fyrir árið 1970
nokkrir milljarðar króna, því
skal ekki t'rúað að óreyndu, að
alþingi láti sig henda sömu
gleymsku og fjórðungsþing
Vestfjarða, að gleymia rafmagns
jnálum sveitanna. Það er kom-
inn tími til þess að efna gefin
heit í því efni, a. m. k. ættu
bændur að. .veita því athygli,
hvernig þingmenn hinna ýmsu
flokka á þinginu snúast við því
máli, ef upp verður borið.
11. október 1969.
Guðmundur á Brjánslæk.
SENDIBÍLAR
Alls konar flutningar
STÖRTUM
DRÖGUM BlLA
A/O, 307» yOUZHERDS
WEHE COLLECTEP A/VPIED
/AfiTO T/fiE EUSTLEES '
BUT THE OA/LY WAY 70 GET
7HEM BACK/S FOfi? BOTH
FAM/UBS TO ENP TNEFEUP
ANP WORK 700ETHER/
JV/LL YOU ?
Grímumaðurinn hefur rétt fyrir sér!
Hjörðin okkar stefndi ekki á land Adams!
Og okkar gripir stefndu ekki heldur á
þitt land, Butler! Nei, báðar hjarðir ykk
ar voru sameinaðar, og reknar inn í
fylgsni ræmngjanna. En eina leiðin til að
ná þeim aftur, er að fjölskyldurnar
hætti erjunum, og vinni saman. Viljið
þið það?
DREKI
when you jmp
AT NIGHT-yoU
NEVER KNOW
WHERE
you'tL
__LAND/
Mikil þoka, ég sé ekki glóru frá mér
héma, hlýt að vera kominn næstum nið-
ur — Uh! — Þegar maður stekkur að
næturlagi, er aldrei að vita
ur lendir!
hvar mað-
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR 25. október
16.00 Endurtekið efus:
Réttardagur í Árnesþingi.
Sjónvarpið lét gera þessa
mynd í haust.
Kvikmyndun: Emst Keftler.
Áður sýnt 1. okt. 1969.
16.20 „Eitt rif úr mannsins
síðu . . .“
Spænskur skemmtiþáttur.
Þýðandi:
Þórður Öm Sigurðsson.
Áður sýnt 26. desember
1968.
17.00 Þýzka í sjónvarpi.
3. kennslustund endur-
tekin.
4. kenslustund frumflutt.
Leiðbeinandi:
Baldur Ingólfsson.
17.40 Skemmdir í fiski.
Tvær myndir, sem á gam-
ansaman og greinargóðan
hátt sýna ýmis afbrigði
fiskskemmda, orsakir þeirra
og ráð við þeim.
Þýfíandj og þulur:
Óskar Ingimarsson.
18.00 íþróttir.
Meðal annars viðureign
Aston Villa og Birmingham
City í annarri deild ensku
knaftspymunnar.
20.00 Fréttir.
20.25 Dísa. Eyðumerkurgangan.
Þýðandi:
Júlíus Magnússon.
20.50 Þeir glaðvæm glúntar.
Dagskrá um Gunnar Wenn-
erberg og sænsku stúdenta
söngvana, glúntana.
Séra Garðar Þorsteinsson
flytur inngangsorð og skýr-
ingar.
(Nordvision — Finnska
sjónvarpið).
21.35 Armur laganna.
(Quai des Orfévres).
Frönsk kvikmynd gerð ár-
ið 1947 af H. C. Clouzot.
Aðalhlutverk: Louis Jouvet,
Simone Renant, Bernard
Blier og Suzy De Lair.
Þýðandi:
Dóra Hafsteinsdóttir.
Lögreglan rannsakar morð á
illmenni nokkra. Örlög
ungra hjóna ráðast af því,
hvort upp kemst um
morðið.
23.20 Dagskrárlok.
HLJÓÐVARP
Laugardagur 25. október.
Fyrsti vetrardagur
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp
Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar. 12.25 Fréttir og
veðurfregnir. Tilkynningar.
13.00 Óskalög sjúklinga
14.00 Háskólahátíðin 1969: Útvarp
frá Háskólabíói.
15.30 A mörkum surnars og vetrar
íslenzkir einsöngvarar og
hljóðfæraleikarar flytja al-
þýðulög.
16.15 Veðurfregnir.
Á nótum æskunnar
17.00 Fréttir.
Lög leikin á gttar og mandólín
17.30 Á norðurslóðum
Þættir um Vilhjálm Stefáns
son landkönnuð og ferðir
hans.
17.55 Söngvar í léttum tón.
18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
Tilkynningar.
19.30 Daglegt líf
20.00 Vetrarvaka.
20.45 „Hratt flýgur stund“
Jónas Jónasson stjórnar
þætti í útvarpssal.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Dansskemmtun útvarpsins í
vetrarbyrjun