Tíminn - 25.10.1969, Qupperneq 10
10
TIMINN
LAUGARDAGUR 25. október 1969
Átök um Kefla-
víkurfulltrúana
á Verkamanna-
þingi í dag?
EJ-Reykjavík, föstudag.
Stjórn- og trúnaðarmannaráð
Veríkallýðs- og isijlómannaféllaigs
Eeflavíkur hefur ákiveðið að láta
eiigi-n Mltrúia fara á þing Verka-
tnannasambands íslandis, sem
hefst eftir hádiegi á morg-
un, laugardag. Munu aðstand-
endur þess lista, sem formaður
fé'lagsinis álkvað að væri óigildur,
kæra þetta. Má því búast við Um
raeðum og deilum um fuiHtrúa
verkalýðsfélagsins þegar kjör-
Ibréf verða afgreidd á þingi Verka
mannasamibandsins.
NATO
Framhald af bls. 1.
hagað, og hvaða mál voru efst á
bauigi?
— Þimgmennirnir skiptust í
fimm nefndir, en þær e.ru stjórn-
arnefnd, hermálanefnd, fjlárhags-
nefnd, menntamálanefnd og
tækni- og vísindanend. Ég hef sótt
þennan fund einu sinni áður, eða
á síðasta ári, og var þá settur í
menmtamálanefndina. Átti óg aft-
ur sæti í henni í þessum fundi.
f menntamálanefndinni, sem
starfaði undir forsæti Senator
Mundt frá Bandaríkjunum, voru
aðallega tekin fyrir tvö mál. Ann-
ars vegar umga fólkið og vanda-
mál þess í dag, en hins vegar
það sem ef til vili mœtti kalla
vandamál umhverfisins, en með
því er átt við mengun vatns og
lofits og þau vandamál, sem skap-
aSt vegna mikils þéttþýlis. f þess-
um miálum voru gerðar þrjár á-
lyiktumaitiilögur.
Rétt er að geta þess í sambandi
við störf menntamálanefndarinn-
ar, að í fyrra var haldin ráð-
stefna í borginni Bruige í Belgiu,
þar sem fjallað var um alls konar
stjórnunarvandamál. Þessi ráð-
stefna, sem var að verulegu leyti
bostuð af NATO, þótti takast
mjöig vel, oig var ákveðið á fund-
inum mú, að halda sams konar
ráðstefnu, þar sem vandamál um-
hverfisins, einkum í stórborgum,
verða tekin fyrir.
Þetta vandamál umhverfisins
hefur verið kallað á ensku „Third
dimension" í starfi NATO, eða
þriðja vídd bandalaigsins, og mun
það beiti fcomið frá Ricbard
Nixon Bandaríkjaforseta. Hinar
tvær víddirnar í starfi NATO eru
hemaðansamvinnan og póiitískt
samstarf bandalaigsþj'óðanna, en
hið síðastnefnda fer aðailega fram
í Þin'gmanoa'sambandinu.
Af málurn í öðrum nefndum,.
ber helzt að nefna Gritoklandsmál-1
ið, sem var mjög ofarlega á baugi
í stjórnm'áilane'fndinni. Eins og all
ir vita er nú herforingjastjiórn
við völd í GrikkLandi, og þykir
ok'kur það samrýmast illa lýðræð-
ishugsjón NATO-ríkjanna. í
fyrra var samþyiklkt allhörð áskor-
un til Grikkja um, að koima á lýð-
ræðis- og þingræðisstj., en árang-
ur hefur enginn orðið eins og kunn
uigt er. Á þessum fundi var sam
þykkt ennþá harðorðari ályktun
um Grikklandsmáiið, þar sem seg
ir, í lauslegri þýðingu minni, að
stjórnimálanefndin leggi ríka á-
herziu á það við stjórnir hinna
14 aðildiarríikjanna, að þau noti
öll tiltæik ráð til þess að koma
strax á frjálsum kosningum í
Grikklandi, og þingbundinni
stjórn, O'g að þessu máli verði
fyLgt mjög fast eftir.
Þessi ályktun er mun ákveðn-
ari en fyrri áilyktun Þingmanna-
satnband'sins í Grikklandsmáli'nu,
oig snerust umræðurnair mikið um
það, að óþolandi væri með öllu
fyrir þau lýðræðisrfki, sem hér
eiga hlut að máli, að í Grikk-
landi verði áfram slíkt ástand
sem raun er á nú.
Ýmsir telja, að lýðræði í Portú-
gal mætti vera meira en nú er,
og þóitt það sé vafalaust rétt, að
einræði er fyrir hendi í Portúgal,
þá hyigg ég, að ástandið sé enn
þá verra í Grikklandi að þessu
leyti, enda virðist það koma
skýrt fram í umræðunum.
Þessi Grikklandisályktun var
samþykkt með samhljóða atkvæð-
um, en 3—4 þingmenn tóku það
fram, að þeir greiddu ekiki at-
kvæði.
— Vildu einh'verjir reka Grik'k-
land úr bandalaginu?
— í fyrra kom fram tillaga um
það að reka Grik'kland úr samtök-
unum. Var það belgískur þing-
maður, sem lagði hana fram.
Þessi tillagá kijm eikki fram núna,
þó'bt sami þingmaðiur talaði í þá
áltt í ræðu sin'ni.
— Hvað um helztu mál annarra
nefnda?
— í fjárhagsnefndinni kom
fram tillaga, sem beint var til
þeirra vanþróuðu ríkja, sem þeg-
ið hafa aðstoð frá bandalagsríkj-
unum, um að gera engar þær ráð-
staíanir, sem torveiLduðu velvilj-
uðum ríkjum að veita slíka fjár-
hagslega aðstoð. Þessi tillaga olli
miiklum deilum í nefndinni, eftir
því sem mér er tjáð, og var að
lokum saimþykk't, en nokkuð
breytt frá því sem hún var upp-
haflega, þegar senator Perey frá
Blinois í Bandaríikj'Unum lagði
hana fram.
í vísinda- og tækninefndinni
voru til athugunar ýmiss mál varð
andi réttindi yfir hafsbotninum,
og samþykktar tillögur, sem gætu
haft talsverð áhrif í því máli.
— Hver er staða Þingmanna-
sambandsins innan NATO?
— Það virðist vera mjög um-
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu fjær og nær
sem á 75 ára afmæli mínu minntust mín með heimsókn-
um gjöfum og heillaskeytum. En dýrmætust er mér þó
vinátta ykkar.
Magnús Símonarson,
Stóru-Fellsöxl.
Útför
Theodóru Tómasdóttur,
Álfhólsvegi 101, Kópevogi,
sem lézt að Borgarspítalanuim hinn 17. þ. m., fer fram frá Foss
vogskirkju mánudaginn 27. október og hefst ki. 3 e. h.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og systkin.
deiilt, hver staða þessa sambands
eigi að vera í NATO-kerfinu. Það
er dei'luefni, hvort sambandið eigi
að hafa meiri völd en það hefur
nú. TiLlö'gur, sem samþykktar eru
á Þingmannasambandsfu'ndum,
ganga til NATO-ráðsins, og ég
hygig að það sé ekkert leyndar-
mál, að það er næsta lítið með
þær samþykktir gert. Ýmsir telja,
að NATO-ráðið taki of lítið tillit
til samþykkta Þingmannasam-
bandisins, og var ljióét á fundinum
í Briis.se], að þetta er mikið deilu-
mál.
Það er mín skoðun, að NATO
bafi undianfarin 20 ár lagt of litla
áherzlu á hernaðarlegu hliðina.
Þess vegna er það persónuleg
skoðun mín, að Þingmannasam-
bandið æt'ti að hafa meiri áhrif
en það hefur haft til þessa.
í þessu sambandi þyikir mér
rött að minna á ágæta ræðu, sem
Denis Heaiay, varnanmálaráð-
herra Breta, hélt á fundinum, en
hann sagði að markmið NATO
væri ekki að skapa himnaríki á
jörðu, heldur að koma í veg fyr-
ir helvíti á jörðu. Hann taldi —
og undir þá skoðun vil óg taka —
að það yrði ekki einungis gert
mieð hernaðarbandalagi, heldur
með frið'samlegici samvinnu aðild-
arríikjanna, og þeirra ríkja ann-
arra, seim að því vilja vinna.
Greiniilega kom fram, að vax-
andi áhugi er í Þingmannasam-
bandinu á samstarfi við þing-
mienn í Austur-Evrópuríkjunum,
og var tillaga þess efnis samþykkt
á fundinum. Þar segir, í lauslegri
þýðingu, að kanna þurfi hvort
m’ögulegt sé að koma á fundum
milii þimgmanna Vestur-Evrópu-
ríkja og Austur-Evrópuríkja.
Þessi tillaga var samþykkt því
nær sambljóða, aðeins tveir þing-
men voru á móti.
— Sátu þennan fund margir
þekiktir þingmenn?
— Já, það voru þarna ýmsir
kunnir þingmenn, og ég held, að
það sem vakti hvað mesta athygli,
hafi verið nærvera Edwards
Kennedy, en ætla má að sú eftir-
tekt hafi ef til vill stafað af ein-
hverju öðru en þeirri ræðu, sem
hann hélt á fundinum. Annars
s'kal ég láta það atriði liggja
milli hluta, en víst er, að í frétt-
um og ljósmyndum af fundinum
var mikil rækt lögð við Kennedy-
hjónin.
Annars er yfirleitt lögð á það
áherzla, að þeir þingmenn, sem
skipa utanríkismálanefndir þjóð-
þinga í heimalöndum sínum, sæki
þessa fundi Þingmannasambands-
ins.
— Og að lokum, Einar?
— Ég vil að lokum biðja blaðið
fyrir þakkir til íslenzjku sendi-
nefndarinnar í Brussel fyrir að-
stoð og fyrirgreiðslu, sem hún
veitti íslenzku þátttakendunum á
þessum fundi Þingmannasam-
bandsins, og sem var til fyrir-
myndar.
SAMIÐ
Framhald af bls 1.
mikill, að útlit sé fyrir alvarleg
ar markaðshræringar í Bretlandi. j
Einnig eiga viðræður að eiga sér
stað, ef innflutningur Breta frá
þriðja landi hefur þau áhrif á
markaðinn, að erfiðleikum veldur
fyrir norrænu framleiðendurnar,
eða ef eigin framleiðsla Breta á
frystum fiskflökum þróast í þá
átt, að eð'lileg EFTA-viðskipti
verða fyrir áhrifum. Þá eiga einnig
að komast á viðræður, ef ástæða
er til að ætla að ákvæðin um
lágmarksverð séu ekki haldin.
Ekki verður tilkynnt opinberlega
um það verð, sem samið var um.
fyrr en viðkomandi ríkisstjórnir
og EFTA-ráðið hafi fengið skýrsl
ur um viðræðurnar í Osló.
GYLFI
Framhald af bls 12
Ein krafan var, að Norðurlönd-
in „greiddu fyrir innflutningi ís-
ienzks dilkakjöts“. Sagði Gylfi,
að þessi málaleitan hefði fengið
góðar undirtektir, en „samnings-
viðræður ekki enn borið þann
árangur, sem íslendingar hafa
vænzt“.
Þá ræddi hann um viðræður við
Breta um freðfisktoll þeirra. „Á
þessari stundu standa vonir til
þess, að þær viðræður Breta ann
ars vegar og Norðmanna, Dana og
Svía hins vegar, sem farið hafa
fram í Osló undanfarna daga, leiði
til »amkomulags um nýtt kerfi í
þessu sambandi, þ. e. frjálsan inn-
flutning á frystum fiskflökum
samkvæmt reglum lágmarksverð-
kerfis, en þessum samningaviðræð
um á einmitt að ljúka í dag. Er
það von okkar, að þetta nýja kerfi
verði með þeim hætti, að það
tryggi jaínræði í viðskiptum Breta
og íslendinga.“ Síðar sagði hann,
að „skipan sú, sem verður á inn-
flutningi freðfisksflaka til Bret
landis, skipti meginmáli i sambandi
við aðild íslands að EFTA.“
Samkomulag hefur náðst á
fundi þeim, sem Gylfi ræðir hér
um. Grundvallast það á lágmarks
verðkerfi, O'g verða íslendingar
aðilar að samkomulaginu ef þeir
ganga í EFTA.
Á aðalfundi Verzlunarráðsins
voru gerðar margar ályktanir, en
ekki er mögulegt að birta þær í
dag í blaðinu.
ÍÞROTTIR
mikill hiti : mönnum í Eisenstadit
út af þessu, og blöðin alveg undr
andi á þessu tiltæki.
Hann sagði að lokum, að hann
vonaði að Hermann yrði áfra.m í
Austurríki. Hann gaeti átt fram-
tíð fyrir sér þar, ef hann fengi sig
góðan í fætinum. og æfði af
krafti.
HLJÓÐVARP
Framhald af bls. 12
★ Síðdegis alla virka daga,
eða kl. 16,15, verða ýmiss erindi,
endurtekið efni, bókalestur og
fleira af töluðu orði.
★ Tónlistinni verður gert hátt
undir höfði í vetur. Þorkell Sig
urbjörnsson mun kynna nútíma
tónlist. Árni Kristjánsson kynnir
verk Berlioz í tilefni 100 árstíðar
hans. Eftir éramót verður minnzt
þess, að 200 ár eru liðin frá því
að Beetihoven fæddist. Og svo
verður Sinfóníubljómsveitin með
sína venjulegu tónleika.
GENGIÐ
Framhald af bls. 1.
því, sem gengi marksins var á
frjálsum markaði, síðan 29.
september sl. — Gengi marks-
ins á frjálsum markaði hefði
þýtt 7.3% hæfckum, eða ekki
jafn mikla hækkun og við höf-
um ákveðið að gera, sagði hann
ennfremur. Ráðherrann sagði,
að vestur-þýzki seðlabankinn
hefði lýst stuðningi við gengis-
hækkunina. Hann sagði, að
gengishækkun krefðist á'kveð-
inna fórna, sér í lagi, þegar hún
hefði dregizt um hálft ár, eins
og nú hefði gerzt.
Vestur-þýzkir útflytjendur
munu nú eiga eftir að lenda í
erfiðleikum með að halda hinni
sterku aðstöðu sinni á heims-
markaðinum.
SVIFFLUGKONA
Framhald af bls. 3
ferjuflaug hún fluigvélum fyrir
brezka flu'gherinn.
íslenzkir svifflugmenn hafa um
árabil haft góð kynni af frú
Welch við þátttöku í heims-
meistaraimótum í svifflugi, en hún
hiefur einmitt verið fararstjóri
brezku landsliðanna á þeim öll-
um nema einu. sem haldið var í
Bretlandi 1965, en þá var hún
sjálf mótsstjóri.
Verður þetta því miður eina
tækifæri íslenzkra flugáhuga-
manna til að hlýða á frú Ann
Welch að þessu sinni því að hún
hefur aðeins tveggja daga við-
dvöl
Flugmálafélag íslands.
Fjölmennt
þing iðnnema
Reykjavík, föstudag.
Tuttugasta og sjöunda iðnnema
sambandsþing íslands var sett í
dag í Domus Medica kl. 2. Gerði
það formaður sambandsins Sig
urður Magnússon og flutti hann
stutt ávarp. Þingfulltrúar eru
um sextíu talsins hvaðanæva að
af landinu, en gera má ráð fyrir,
að fleiri bætist við á morgun. f
bvöld verður haldið hóf í tilefni
af 25 ára afmæli sambandsins og
verða þar meðal annarra fyrrum
ifórystumenn sam'bandsins. Þing
inu verður fram haldið á morgun,
en því lýkur á sunnudagskvöld.
Margvísleg mál liggja fyrir þessu
þingi. Svo sem kjaramál, atvinnu
mál iðnnema, iðnfræðsla, félags
mál, atvinnu- og efnaihagsmál.
Fimm stúlkur
Næstkomandi mánudagskvöld,
27.10, sýnir Kviikmyndaklúbburinn
tékknesku myndina Fimm stúlkur,
leikstjóri er Ewald Schorm. Sýn-
ingin verður í Norræna húsinu og
hefst klukkan 9.
BRIDGE
Firmakeppni Bridgefélagsins
Ásarnir í Kópavogi.
Staða 10 efstu fyrir síðustu um-
ferð, sem spiluð verður næsta mið
vikudag 30. okt.:
1. Bílalökkunin, Víðihv. 17 233
stig, Guðmundur Óskarsson. 2.
yerzlunin Matval 232 stig, Guðm.
Ólafssön. 3. Apótek Kópavogs .227
stig, Jóhann H. Jónsson. 4. Bygg-
ingavöruv. Kópavogs 213 stig, Guð
munidur Hansen. 5. Málning hf.
200 stig, Hau'kur Heiðdal. 6. Digra
nes hf. 200, Guðmundur Sigtryggs-
son. 7. Kron, Álfhólsvegi 32 196
stig, Gestur Sigurgeirsson. 8.
Dúna, húgagnav. 193, Hermann
Lárusson. 9. Smurstöðin, Kópavogs
hálsi 193, Ólafur Júlíusson og 10.
Sigurður Elíaisson hf. 191, Gunniar
Þórarinsson.
ÞINGPALLUR
Framhald af bls. 3
mundu flytja breytingartillögur við
frumvarpið varðandi afskipti Al-
þingis af utanríkismálum.
Guðlaugur Gíslason flytur breyt
ingartillögu við þetta frumvarp,
þar sem gert er ráð fyrir að utan-
ríkisráðuneytið megi skipa við-
skiptafulltrúa þar sem þurfa þyki.
MARIHUANA
Fram'ha'ld af bls. 1.
farið með þau inn í landið óáreitt-
ir. Virðist því núna grundvöllur
fjTÍr tollverði og lögreglumenn að
gera varning sem þennan upptæk-
an.
Nautnalyfin sem talin eru upp
í reglugerðinni, eru Kannabis, sem
betur er þekkt undir nafninu mari-
huana, lyselgíð sem þekkist undir
niafninu LSD, meskalín, sem nefn-
ist peyote á erlendum málum, og
psílócybin, sem ekki virðist hafa
verið fundið á íslenzkt nafn ennþá.
Þá er verzlun og tilbúningur með
hvers konar blöndur og samsetning-
ar þessara efna bannaður. Lyf
þessi eru bönn-uð á þeim grund-
velli, að „þar sem sannað er við
vísindalega rannsókn, að þau má
misnota eða hafa lík skaðvænleg
áhrif sem nefnd eru í 2. gr.“ lag-
anna frá 2. maí 1968.
í framhaldi af setningu þessarar
reglugerðar má búast við að haf-
izt verði handa fyrir alvöru, að
koma í veg fyrir innflutning þess-
ara lyfja til landsins.
Eiturlyfjasmygl er mjög algengt
víða um lönd, og varla er opnað
erlent dagblað án þess að þar sé
ekki sagt frá eiturlyfjasmygli í
svo og svo stórum stíl.