Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 16. október 1978 Heimabruggið hefur ekki óhrif á sölu áfengis — segir #jármálaráðherra „Ég hef ekki trú á aö minni sala áfengis hjá ATVR sé vegna auk- ins heimabruggs. Ég held satt aö segja aö fólk, sem bruggar, bruggi yfirleitt ekki sterka drykki,” sagði Tómas Arnason, fiármáiaráöherra, i samtaii viö Visi. „Ég tel að dregið hafi úr sölu áfengis af þvi að það hefur hækkað tvisvar á skömmum tima og mér finnst eðlilegt að það séu sveiflur i þessu, þegar verðhækk- anir verða,” sagði ráðherrann. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri hjá Afengis pg tóbaksversl- un rikisins, sagði í morgun, að frá þvií september i fyrra hefði salan aukist i krónutölu um 37%, en á timabilinu hefðu þrisvar orðið 20% hækkanir. „Það dregur alltaf úr sölu á áfengi fyrst eftir hækkun. Þaö er engin ný bóla, en minnkunin hef- ur staðið lengur núna en nokkru sinni áður,” sagði Ragnar. Lagadeild H.Í.: GUNNAR OO OLAFUR AFRAM „Þessir tveir aðilar eru báðir i algjöru leyfi og mér er ekki kunnugt um, að þeir muni snúa til kennslu á þessu ári,” sagði Stefán Sörensson, háskólaritari, er hann var inntur eftir þeim Ólafi Jóhannessyni, forsætis- I LETFI ráðherra og dr. Gunnari Thoroddsen, fyrrverandi iðn- aðarráðherra. Báðir þessir menn hafa prófessorsstöður við lagadeild Háskólans. Dr. Gunnar Thoroddsen fór i leyfi árið 1974. en hann var skipaður prófessor árið 1971. Hann var áður skipaður prófessor 1943. Ólafur Jóhannesson var skip- aður prófessor 1948, en hefur verið i leyfi frá 1971. —B A— Hafnar str.eti 15 Breiðþota Flugleiða bætist I áætlunarflugiö i byrjun næsta árs. Breiðþotcm kostar 13 milljarða Kaupverð breiðþotunnar, sem Flugleiðir hafa ákveðiö að kaupa, er um 13 milljarðar Isl. króna, miðað við núverandi gengi. Þessi fyrsta breiðþota islendinga verður fengin á kaup-leigusamningi. Hún er nú nýtt til pilagrimaflutninga, sem lýkur um miðjan desembcr. Þotan, sem er af gerðinni DC-10-30CF, ér búin fullkomn- ustu flugleiðsögu- og fjarskipta- tækjum. Farþegarými er þriskipt með 380 sætum. Tveir gangar eru eftir farþegarými. Eldhús og matbúr eru á neðri hæö og eru tvær lyftur milli eldhúss og farþegasalar. 1 flugvélinni eru niu salerni og snyrtiklefar. Farþegum til af- þreyingar á leiðum eru hljóm- kerfi með tveim stereo-rásum og sex ,,mono”-rásum, enn- fremur litasjónvarpstæki með 25 tommu sjónvarpsskermum og videokasettutæki. Mögu- leikar eru á beinni viðtöku frá sjónvarpsstöðvum og eru loftnet til þeirra nota i flugvélinni. —EA Rranðhær samlokur Shellstöðinni v/Miklubraut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.