Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1978, Blaðsíða 9
9 vfsm Mánudagur 16. október 1978 LEvrsmÆm SNiom^m IBLÁU DENIM OG FLAUELI /UvOnigaltobuxur Levi’s LEVIfS EÐA EKKERT Varist eftirlíkingar Lougavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrsti 17 12861 13008 Í33Ö3 Glerougnadeildin Austurstræti 20 —Simi 14566 kröftum á hemlana 90 metra frá hindruninni, en vegna þess að nýju griphemlarnir sáu um að hjólin læstust ekki föst, hægði billinn mun betur á sér en svarti Benzinn. Þremur billengdum frá hindrun lagði bilstjórinn á þeim hvita ein- faldlega á stýrið um leið og hann stóð af öllu afli á hemlunum, og sjá»honum tókst auðveldlega að sveigja fram hjá hindruninni, án þess að hjólin skrikuðu. Ótrúlegt- en engu að siður staö- reynd. Dýrir, en geta borgað sig. Um árabil hafa griphemlar á flugvélum hjálpað flugmönnum við að stytta hemlunarvegalengd flugvéla á hálum brautum og aukið öryggi um leið og komið hefur verið i veg fyrir slit og jafn- vel eyðileggingu á hjólbörðum, þvi að ekki þarf nema eina nauð- hemlun með hjólin læst til þess að 1 eyðileggja dýran barða. Nú geta þeir, sem kaupa dýr- ustu Benz-gerðina, lika keypt sér þetta öryggi. En það er dýrt, aö minnsta kosti ennþá. Griphemlarnir myndu hækka verðið á Mercedes- Benz 450 SEL 6,9 um hálfa milljón króna hér á Islandi. Þeir eru dýrari en sjálfskipting. En þeir geta lika sparað mikið. Ef svona bil er nauðhemlað á 170 kilómetra hraða og hjólin látin læsast föst, getur ein hemlun leitt af sér meira en hálfs sentimetra djúpt far i barðann. Og fjögur stykki af þeim á Benzinn geta kostað allt að 250 þúsund krónur. Þvi miður telja Benz-sérfræð- ingarnir ekki mögulegt að lækka verðið að ráði á grip-hemlunum, jafnvel þótt reiknað sé með, að tæpur helmingur þeirra, sem kaupir dýrustu gerð af Benz, kaupi bilinn með hinum nýju hemlum. En griphemlarnir verða ómetanlegir, þar sem oft er hálka og hratt er ekið. Auðvitað koma þeir ekki i veg fyrir, að billinn geti skrikað út á hlið, ef of krappt er beygt. Og þeir eru hefndargjöf, ef öku- maðurinn hyllist til að aka ógæti- legar en fyrr, þeirra vegna. En að öðru jöfnu geta þeir spar- að stórfé, jafnvel þótt þeir komi ekki að notum nema á 5000 kiló- metra fresti. Og þeir geta bjargað fleiru, þvi sem ekki verður metið til fjár-mannslifum. Arftaki Mini i dulargervi. Það fullyrða breskir bilaljósmyndarar, sem tóku þessa mynd. verði undir i samkeppninni sé að sameina þær frönsku Renault- verksmiðjunum eða itölsku Fiat- verksmiðjunum. Það er álit þessara fróöu manna, að samsteypa framleið- enda þurfi að smiða minnst eina og hálfa milljón bila á ári til þess að geta staðið sig. Segja þeir, að ekki þýði að einblina á það, aö British Leyland hafi verið i tækni- legri forystu fyrir tuttugu árum, þegar verksmiðjurnar séttu Mini á markað og siöar smábila, þró- aða upp úr honum. Það sé tim- anna tákn, að verksmiðjan hafi ekki getu til þess að koma fram með arftaka Mini, svo mikið tæknilegt og fjárhagslegt átak þurfi nú til þess. British Leyland sé merk fjölskylda, en engin ætt lifi, nema séö sé til þess, aö hæfir erfingjarkomi fram á sjónarsvið- ið. Þarf Leyland að giftast Renault eða Fíat til þess að eignast arftaka Mini'? Ef eitthvað er á niðurleið í Bretlandi, er það bila- f ramleiðslan. Erlendir bílaframleiðendur selja æ f leiri bíla þar, og það er af, sem áður var, er Bretar framleiddu nær alla bíla sina sjálfir og fluttu auk þess grimmt út. Nú er svo komið, að þeir framleiða varla helming þeirra bíla, sem seldir eru nýir í land- inu. A sinum tima tóku Chrysler- verksmiðjurnar að sér Rootes- bilaverksmiðjurnar, en nú er búið að selja þær Peugeot og Citroen. 1 Loksins var þó hægt að flytja eitt- hvað út, sögðu skopteiknarar í bresku blaðanna. Og nú ku stolt breskrar bilaframleiðslu British Leyland, siðasta vigi sjálfstæðrar breskrar stórframleiðslu á bilum, i þann veginn að falla i valinn. Sérfræðingar segja, að eina leiðin til þess að forðast það, að þessar verksmiðjur dragist aftur úr og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.