Vísir - 19.10.1978, Page 2

Vísir - 19.10.1978, Page 2
2 Elisabet Halldórsdóttir, skrif- stofustúlka:— Nei, það geri ég ekki, þvi ég hef engan áhuga á þvi að h lusta á þessa karla á þinginu. Hver gerði ríkisstjórninm óskundann? Hver gerði rikisstjórninni barn, spyrja menn, þegar þeir lesa I blöðum að kaupgjald á að hækka um 10-12% fyrsta desember, þegar reiknað hafði verið með þvi að kauphækkunin yrði 6,5%. Um þessar tölur eigast við Þjóðhagsstofnunin annars vegar og Hagstofan hins vegar, og hefur forsætisráð- herra iýst þvl yfir að skýringin á hinum gífurlega mismun sé trúnaðarmál. Að þvl leyti kemur máliðheim og saman við aðrar barneignir. Þær eru oft og tfðum trúnaðarmál alveg fram á siðustu stund. Alkunn er sagan af reikni- meistaranum góða, sem reikn- aði barnið I kerlinguna. Hann var þó einn að þvl starfi, en ekki tvær voldugustu útreiknings- stofnanir þjóðarinnar, sem ekkert er ómáttugt I tækni og mannafla. Þjóðhagsstofnunin var höfð með I ráðum, þegar núverandi stjórn var mynduð. Þá var lagt á ráðin um nýaf- staðna gengisfellingu, og talið að hún myndi duga til að leysa vanda efnahagsmálanna I bili. Fljótlega kvisaðist þó að ein sjö prósent hefði vantað upp á til að gengisfellingin væri nóg.Það dæmi var reiknað út I bæ, og taliö að um væri að ræða venju- legan kjaftagang I stjórnarand- stöðu. Nú hefur Hagstofan hins vegar skorið úr um það, að spá- dómar um of litla gengisfellingu voru réttir. Hvað niöurgreiöslurnar snertir er alveg ljóst, aö þær hafa ekki náð tilgangi sinum, þótt þær hafi hins vegar lækkað vöruverð. Þrátt fyrir þær stendur eftir að leysa um 6% hækkun L desember, og verður fróðiegt að sjá hvernig rlkis- stjórnin bregst viö hinum nýja vanda á dögum, þegar átti að vera búið að leysa allan vanda I bili. Það er meira að segja von á skattseðlum á allra næstu dögum vegna þess að kjörið ráð þótti að endurskattleggja breiðu bökin svo rikiskassinn hefði fyrir niðurgreiöslum. En ekkert af þessu fær staðist vegna þess að Þjóðhagsstofnun hefur spáð tómri vitleysu um kaupgjalds- þróunina. Að minnsta kosti ber henni ekki saman við Hagstofuna. Og þetta er svo sem ekki I fyrsta sinn sem Þjóð- hagsstofnunin veit næsta lltið um þróun verölagsmála, þegar hún er að gefa rikisstjórnum eða verðandi ráðherrum upp- lýsingar. Þvl er jafnvel trúandi, að prósentureikningar Lúðvlks Jósepssonar, sem sagður er hafa veriö að reikna sin dæmi sjálfur á stjórnarmyndunar- dögum, hafi verið mikið hald- betri um niðurstöður en þessi ósköp. Þrátt fyrir trúnaðarmálið hefur forsætisráðherra lýst þvl yfir, að skýringuna væri að hluta að finna I hækkunum á vissum liðum landbúnaöarvara. Kemur þar enn einu sinni á daginn að hjarðmennskan I búskap okkar er jafnvel orðin dýrari en svo aö Þjóðhags- stofnun ráði við að spð I hana. Má raunar telja guðslán að ekki var I upphafi hafinn búskapur með rjúpur I stað sauðkinda, sem skila af sér um tuttugu og fimm kílóa fallþunga pr. kind á ári á sama tima og t.d. svin skilar af sér átta hundruö kllóum á ársgrundvelli. Talað hefur verið um að hin nýja rlkisstjórn yrði að fá frið á fyrstu dögum slnum til að sýna hvers hún væri megnug. Og mikil ósköp. Það er alveg sjálf- Páll, Benediktsson, kennari: — Nei, ég hlusta ekki á umræður úr svona fjölleikahúsi, sem Alþingi er. Finney Kjartansdóttir, húsmóöir: — Já, mér finnst gaman að þess- um útsendingum og kveiki á tækinu, þegar útvarpað er frá sagt að hún fái allan þann frið sem hún vill m.a. við að leiö- rétta spár Þjóöhagsstofnunar. Aftur á móti væri það skyn- samleg tillaga að loka Hagstof- unni á meöan hækkanirnar 1. desember ganga yfir svo ekki sé verið að gefa yfirlýsingar á vfxl um hag og stöðu þjóðarbúsins. Þá yrðu þau lfka færri trúnaðar- mál ráöaleysisins, sem for- sætisráðherra þyrfti að gæta. Auövitaö var sagan um stærð- fræðimeistarann og barnið I kerlingunni lygasaga. Sagan var eiginlega vlsindaskáld- skapur sins tlma. En eins og um margan slikan skáldskap hafa fáránlegustu tilgátur hans ræst. Og hver skyldi hafa trúað þvl, einum sjötlu árum eftir að sagan um stærðfræðinginn varð til aö uppi yrði á Islandi reikni- stofnun sem væri slikum tækjum og mannviti búin, að geta reiknað barn I heila rlkis- stjórn. Svarthöföi. wmK Fimmtudagur 19. október 1978 VISIR ftm AM Hlustarðu á útvarp frá Alþingi? Sævar Hauksson, bílamálari: — Já,ég geri það ef ég hef tima til þess. Mér finnst þetta skemmtilegt efni. Ýr Einarsdóttir, afgreiöslustúlka: — Þaðkemur fyrir.en þetta er nú enginn uppáhaldsþáttur hjá mér. • „Aðstaðan er sennilega betri hjá okkur en þeim sem hafa fengist við minkarækt fyrir sunnan. Sem dæmi má taka að fóðuröflun er mun léttari þvi bú- in eru svo aö segja viö hliöina á frystihúsunum. Það hefur I mörgum tilfellum þurftað flytja langan veg til búanna fyrir sunnan", sagði Reynir Barðdal bústjóri á minkabdinu Loðfeldi h/f á Sauðárkróki i samtali við Vfsi, þegar hann var inntur eftir hvernig reksturinn gengi. Fjögur minkabú hafa verið lögðniður sunnanlands. Það eru búin að Skeggjastöðum I Helga- dal, á Akranesi og i Hafnarfirði. Þaðsiðasta.Lykkja á Kjalarnesi, hefur áttviðmikla erfiðleika að etja og liklegt er að það verði lagt niður innan skamms. Ekkert nýtt blóð frá stofnun búsins. „Það er miklum erfiðleikum bundið aðfá dýrflutttil landsins en það er æskilegt aö endurnýj- un sé einu sinni á ári. Á búunum á Norðurlöndum eru um fimm prósent karldýra endurnýjuð árlega. Það er mjög æskilegt að fá nýtt blóö i stofninn en það er ekki hlaupið að þvi. Þetta er fariö aö há öllum búum veru- lega en þau hafa ekki fengið dýr Reynir Barðdal, bústjóri á minkabúinu Loðskinn h/f á Sauðárkróki. Vlsismynd JA Engin endurnýjun frú stofnun — er farið að hó búunum verulega segir bústjórinn hjú Loðskinn h/f ú Sauðúrkróki „Refarækt á góða framtið fyrir sér.” I mörg ár, eða frá stofnun, að einu undanskildu'*sagöi Reynir. Reglur um innflutning dýra eru mjög strangar að sögn Reynis. Þau þurfa að vera I sóttkvi 116 mánuði áður en þau mega blandast þeim dýrum sem fyrir eru. Hafa ekki aðgang að neinum sjóðum Minkabúin hafa ekki aðgang að neinum lánasjóðum. „Þessu var hleypt af stað og þau eru rekin af áhuga hluthafanna. Þegar illa gengur hlaupa hlut- hafar frekar undir bagga, heldur en að gefast upp. Þegar farið var af stað með þetta á sinum timaþáhéldumviðaðviö værum á sama báti og land- búnaðurinn en svo hefur reynslan verið sú að stofnlána- deildin hefur ekki viljað lána i þessa búgrein,” sagði Reynir. „Ég spái þvi að i framtiðinni verði komið upp refabúum;ef til vill hafa bændur þetta sem hliðarbúgrein. Ég tel einnig góðan grundvöll fyrir því að reka þau samhliða minkarækt- inni. Mér virðast stjórnvöld og ráðamenn vera almennt mjög dauf yfir þessum hlutum og vilja litið ræða þetta og jafnvel ekki kynna sér þessa búgrein. Það er þvi langt i land með að þetta komist upp eins og málin standa í dag. Það þarf peninga i þessa grein búskapar eins og allt annaö.og kunnáttu. Refa- rækt á góða framtið fyrir sér ef lögð verður einhver rækt við bú- greinina.” „Minkabændur eru almennt bjartsýnir á framtiðina og viö viljum skora á yfirvöld að endurskoða þessa búgrein og kanna hvort þarna sé ekki meiri grundvöllur til frekari rekstrar og þá ekki sist I sambandi við refaræktina,” sagði Reynir bú- stjóri hjá Loðfeldi h/f. —KP þinginu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.