Vísir - 19.10.1978, Síða 5

Vísir - 19.10.1978, Síða 5
VÍSIR Fimmtudagur 19. október 1978 Stjórn SIA, f.v. Gunnar Gunnarsson, Ólafur Stephensen og Halldór Guö- mundsson. Auglýsingastof- ur stofna með sér samband Sjö auglýsingastofur hafa stofnað með sér Samband islenskra auglýsingastofa, sem er skammstafað SÍA. Aðilar að sambandinu geta orð- ið þau fyrirtæki, er uppfylla ákveðin skilyrði sambandsins, svo sem að auglýsingafyrirtækið starfi óháð hvers konar auglýs- ingamiðlum og sé fjárhagslega óháð viðskiptavinum sinum. Aðildarfyrirtæki verða að geta innt af hendi alla faglega vinnu á verksviöi almennrar auglýsinga- þjónustu og starfi þau i fullu sam- ræmi við siðareglur Alþjóða verslunarráðsins og Alþjóðasam- bands auglýsingastofa. Tilgangur meö stofnun SÍA er m.a. að annast almenna kynn- ingarstarfsemi til aö auka þekk- ingu og skilning á auglýsinga- fræðum og starf i auglýsingastofa. Að auka hæfni aðildarfyrirtækja til að veita fullkomnasta þjón- ustu. Koma fram fyrir hönd aðildarfyrirtækjanna gagnvart opiberum aöilum og hagsmuna- samtökum. Einnig að vinna að viðurkenningu hins opinbera á starfi auglýsingastofa. Formaður SÍA er ' ólafur Stephensen, en aörir i stjórn er þeir Halldór Guðmundsson og Gunnar Gunnarsson . í kvöld fullkomnasta vídco á landínu 5 FRUMVARP TIL STJÓRNSKIPUNARLAGA: Þingmenn þiggi ekki laun utan Alþingis Frumvarp til stjórn- skipunarlaga um að þingmenn þiggi ekki önnur laun en fyrir störf, sem eru unnin á Alþingi, verður brátt lagt fram i neðri deild Alþingis. Flutnings- maður er Gunnlaugur Stefánsson. Samkvæmt tillögunni er auk þess gert ráð fyrir að embættis- menn þurfi ekki leyfi stjórnar- innar til að þiggja kosningu, en þeir séu skyldir til, án kostnaöar fyrirrikissjóð, að sjá um aö em- bættisstörfum þeirra veröi gegnt á þann hátt, sem stjórnin telur nægja. Ennfremur er ákvæði um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfær- ingu sina, en ekki við neinar reglur frá kjósendum sinum. ,,Það er ekki óeðlilegt aö ætla, að ein afleiðing þess aö margir þingmenn hafi oft verið upp- teknir af öðrum störfum sam- hliða þingmannsstörfum, sé sú, að dregið hafi úr afköstum Al- þingis hin seinni ár, miðað viö nútimakröfur um virkni Alþing- is”, sagði Gunnlaugur i viðtali við Visi i gær. „Það verður aö telja að starf þingmanns sé fullt starf, enda viröist þaö mat ráða við ákvörðun um laun alþingis- manna, sem eru nú a.m.k. rúm- lega mannsæmandi”. —GBG Þingflokkur Sjálf stœðisf lokksins: Gunnar formaður Olafur varaformaður A fundi þingflokks Sjálf- stæöisflokksins i gærdag var Gunnar Thoroddsen kjörinn formaður* þingflokksins. Varaformaður var kjörinn Ólafur G. Einarsson, og rit- ari Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Geir Hallgrimsson, sem áður var varaformaður þingflokksins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Engin önnur framboð til þessara embætta komu fram á fund- inum. —GBG Nýkomid mikið úrval a herra- og dömupey sportjökk og úlpum « herra og dömur, en fremur kjc og pils Við þjónum stór Reykjav Gunnlaugur Stefánsson og Finnur Torfi Stefánsson BRÆÐUR FLUTTU JÓMFRÚRRÆÐUR Bræðurnir Gunnlaugur og Finnur Torfi Stefánsson fluttu báöir jómfrúrræður á fundi neðri deild- ar i gær. Mæltu þeir báöir fyrir frumvörpum um breytingar á stjórnskipunarlögum, Gunnlaug- ur um að lækka kosningaaldurinn i 18 ár og Finnur Torfi um afnám deildaskiptingar Alþingis. Fjör- ugar umræöur urðu um fyrra máliö, og lýstu formenn þingflokka Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins sig sam- þykka lækkun kosningaaldurs og formaður þingflokks Fram- sóknarflokks sagðist ekki vita til þess að andstaöa væri gegn þeirri breytingu i Framsóknarflokkn- um. —GBG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.