Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 19. október 1978 VISIR LÍFOGUST LÍF OGUST LÍF OG LIST LIF OG UST LÍF OG LIST Sjónvarp Markús örn Antons- son skrifar. Sjónvarpiö hefur svo ekki veröur um villzt sannaö ágæti sitt sem vettvangur fyrir holl i*áö og viövaranir til hins almenna borgara. 1 fréttatima nú i vikunni var gerö enn ein árviss tilraun til aö uppfræöa landslýöinn um búnaö bila i vetrar- akstri. Þetta framtak fréttamanna sjónvarpsins vetrarakstri. Gatnamála- stjóri er fyrstog fremst aö hugsa um skemmdir á malbiki og lofar nógu af salti til aö greiöa fyrir áhættulausum akstri. Þessu vilja aörir traffik- sjeffar ekki sporörenna athugasemdalaust. Yfir- mennumferöarmála skipt- ast sýnilega i tvo „skóla” hvaö afstööu I þessu máli áhrærir. Þá er reynt aö áfrýja málinu til æöstu dómstóla eins og sjónvarp- iö geröi i fyrra eöa hitteö- fyrra, þegar sjálfur for- stjóri Bifreiöaeftirlits rikisins var leiddur fram i viötali. Þaö minnti helzt.á barnaleikinn „Frúin i Hamborg”, þar sem ekki má segja ,,já og ekki „nei” Markús örn segir aö þáttur þeirra Frosts og Wilsons minni á, aö margt sé ógert varöandi skráningu sögu siöustu áratuga á vettvangi sjónvarpsins, meö þvf aö ræöa viö menn, sem komiö hafa viö sögu. Sir Harofcf minnir okkur á óunnin verfc hoima við hefur þó liklega gert illt verra, þvi aö nú standa áhorfendur algjörlega á gati, gjörsamlega ráövilltir og vita hvorki upp né niöur i snjó-og hálkuakstursmál- um. Helztu fræöimenn og sérfræöingar vorir á þessu sviöi eru svo svakalega hálir þegarþeir koma til aö ræöa þetta brýna öryggismál á opinberum vettvangi. Gatnamálastjórinn i Reykjavik hvetur menn eindregiö til aö setja ekki nagladekk undir bíla sina en f ra mkvæmdast jóri Umferöarráös segir þaö beztu öryggisráöstöfun i né heldur „svart ” eöa „hvitt”. (Jtilokaö var aö fá nokkrar beinar ráölegging- ar upp úr forstjóranum, hvort menn ættu að keyra meö nagla, án nagla, á keöjum eöa keöjulausir. Þetta átti einfaldlega allt aö „miöast viö aöstæöur” hverju sinni. Þaö er svo sem gott og blessaö en ég held að svör og ,,heilræði” af þessu tagi rugli menn aöeins i riminu, þeir finni til öryggisleysis og hætti aö treysta á eigin hyggju, sem eftir öllum sólarmerkjum aö dæma viröist vera helzta haldreipi meðan sér- fræöingar sitja enn á rök- stólum. Frost á niðurleið? (Jr snjó og hálku i Frost. David Frost var fyrir svo sem 10 árum ein helzta sjón varpsstja rna i Bretlandi. Hann vakti at- hygli fyrir viötalsþætti sina, var beinskeyttur i spurningum og haföi lika húmor. Seinna tók hann aö sér umsjón skemmtiþátta, sem vöktu verðskuldaða athygli. Og eftir öll frægöarverkin heima á gamla Englandi hlaut aö koma aö þvi aö Amerlka lokkaöi David Frost til sín. Þar hefur hann unniö um árabil og vakti sföast heimsathygli fyrir sam- talsþætti sina meö Nixon. Fyrir tveim vikum heyröi ég eftirhermu á skemmti- staö I New York gera sér mat úr þessum samtölum Frost og forsetans fyrrver- andi. Þau voru túlkuð sem óskiljanlegar málalenging- ar og bull i munni þessa skemmtikrafts. Féll það I góöan jaröveg hjá áheyr- endum. Wilson stóð fyrir sinu Af samtali Frost viö Wilson, fyrrum forsætis- ráöherra Breta, sem sýnt var á mánudagskvöldið i sjónvarpinu, dró ég fyrst þá ályktun aö þessi ágæti sjónvarpsmaöur mætti muna sinn fifil fegri. Svo virtist af honum dregiö. En hvað um þaö. Harold Wilson stóð fyrir sinu og þátturinn sem slikur var hinn áhugaverðasti og fróölegt að heyra fyrrum leiðtoga Verkamanna- ftokksins brezka lýsa þvi yfir aö undir forystu ihaldsmannsins Harold McMillans heföi brezka þjóöin lifað eitt mesta vel- megunarskeiö í seinni tima sögu sinni. Aörar vestræn- ar forystuþjóöir nutu á þessum tima leiösagnar hægri sinnaöra einka- framtakssinna á borö viö Eisenhower, Adenauer og Erhard. Lifskjör i Bandarikjunum og V-Evrópu bötnuðu stórlega i stjórnartið þessara manna og hafa sums staöar ekki veriö betri siöan heimsstyrjöldinni lauk. Saga siðustu ára- tuga Þessi þáttur minnti okk- ur á að Islenzka sjónvarpiö á margt ógert I skráningu sögu siöustu áratuga meö þvi aö festa á mynd þá menn, sem fremst hafa staðið I islenzkri stjórnmálabaráttu, og fá þá til aö skýra frá minnis- stæöum atburöum. Ekki má heldur gleyma ýmsum embættismönnum, sem við sögu hafa komið. 1 þessu sambandi hef ég sérstak- lega i huga þá menn, sem beinan þátt tóku i undir- búningi að stofnun lýðveld- isins og hafa meira og minna sett svip sinn á stjó rnm ála bará ttu na siöan. Menn á borö viö Ingólf Jónsson, Gylfa Þ. Gislason, Hannibal Valdemarsson, Gunnar Thoroddsen og Einar Olgeirsson þarf aö ræða við itarlega hvern i sinu lagi fyrir framan sjónvarpsvél- ar. Þættirnir með Sir Harold Wilson veröa áreiöanlega áhugaveröir fyrir þá, sem á annaö borö hafa áhuga á sögu og erlendum stjórnmálum. En þeir eru lika áminning til okkar sjálfra um aö vinna betur það efni, sem nær okkur stendur. Peter Finch i hiutverki sinu I Network. Kvikmyndir Q Arni Þórar- insson skrifar Tónabió: Network ★ Tónabió. Bandarisk. Argerö 1977. Aöalhlutverk: Faye Duna- way, William Holden, Peter Finch, Robert Duvall, Ned Beatty. Handrit: Paddy Chayefsky. Leikstjóri: Sidney Lumet. Paddy Chayefsky er sér- fræöingur Hollywood I heimsósómanum. Hann hefúr i langan tima sent frá sér bunu af bölsýnum, ansi hreint bók- menntalega skrifuðum handrit- um, og reyndar sviösleikritum lika — , þar sem hann hefur i áktfö lýst þvl yfir aö heimurinn sé að fara til fjandans. Slikar yfirlýsingar geta veriö hinir þörfustu afréttarar. Mér er minnisstæö nýlegmynd byggö á handriti Chayefskys, — Hospital eöa Spltalinn — , þar sem hann gerir stjórnlaust, sjúkrahús að heiminum i hnotskurn. Þaö er aö visu handhægt en ekki sér- lega frumlegt. faugum Chayefskys er mann- kyniö tryllt, hefur tapaö allri hand- og fótfestu og hrapar I glötun. Ef ekki I bókstaflega eyðingu þá aö minnsta kosti i ★ ★ + Tryllitœkið eyöingu þeirra eiginleika sem greint hafa manneskjuna frá öörum dýrum gegnum aldirnar. Óvinurinn er fjölmiölastýrt massaþjóöfélag Ameriku, þar sem enginn er almáttugur nema dollarinn og auöhringarnir. I Network lætur Chayefsky ameriskan almenning stinga hausunum út um giuggana og æpa svo undir tekur i borgar- hverfunum: „Éger bálreiður-og ég læt ekki bjóöa mér þetta lengur! ” Chay evsky er lika bál- reiður og ætlar ekki að láta bjóöa sér þetta lengur. Reiöi- öskur hans er kvikmyndin Net- work. Hann ræöst meö réttláta reiöi og skáldlegan eldmóö aö vopni gegn amerisku sjónvarpi sem I augum Chayefskys er eins kon- ar táknrænt safngler fyrir þær tilhneigingar I nútimanum sem eru mannskemmandi, — ef ekki hreinlega manneyöandi. Net- work lýsir þeim eiginleika sjón- varps, — eöa náttúrulögmálum sjónvarps, eftir þvi hvernig á þiaöer litiö —aögera þaðsem er ekta falskt,að gera raunveru- legar tilfinningar aö gervi-til- finningum, aö svipta burt skilunum milli þess sem er ;,i alvöru” og þess sem er „i plati”. Þessu lýsir sagan af ör- lögum Howards Beale, sjón- varpsfréttaþularins sem varö spámaöur múgsins og loks fyrsti maöurinn sem var tekinn af lifi fyrir aö vera ekki nógu hátt skrifaður á sjónvarpsvin- sældalistanum, eins og þulur myndarinnar segir i lokin. Chayefsky teflir af talsveröri fimi saman kaldhæönum þver- stæöum þessarar viti firrtu fjöl miölaveraldar sem myndin lýsir: Howard Beale fréttaþulur sem oröiö hefur undir í sam- keppninni um athygli glápenda og telur sig i staöinn hafa fengiö athygli almættisins, hvort sem þaö er nú guö eöa dollarinn, beinir reiöi sinni aö óvininum, sjónvarpinu, en sjónvarpið ger- ir sér litiö fyrir og græðir á þessari reiöi: Hún veröur „Instant hit”, — slær i gegn. Reiði Be^les á sér samsvörun i örvæntingu og vanmætti borgaranna og spinnst saga Chayefsky i kringum þessa nýju kraftbirtingu múg- mennskunnar: Sjónvarpsstöðin notfærir I senn sér og fram- kallar reiöi milljónanna sem dýrka bláa glampann i stof- unni — reiði sem ekki sist leitar útrásar i ofbeldi og dauöa sem skemmtiatriöi,! Network þróast þaö skemmtiatriöi til óumflýj- anlegrar fullkomnunar i örlög- um Beales. Paddy Chayefsky tekur ástandiö eins og þaö er iviö lengra á núverandi þróunar- braut. Tilfinning hans fyrir eöli sjónvarps, þessu tvieggjaöa vopninútimamenningar er næm og skýr: Sjónvarp getur oröiö sjálfstætt afl. Þaö getur — i slæmum höndum — spillt og tryllt heilu þjóöirnar, gert þær aö gangandi sjónvarpsklisjum, formúlum og afturgöngum þeirra mynda sem til þeirra berast meö bláa glampanum i stofunni. Network skirskotar aö visu sérstaklega til ameriskra staöhátta. Eöli málsins er þó ekki staöbundiö: Sjónvarpiö er mesta tryllitæki oldiar tima. ChayefsÍQí hættir i ákafa sin- um til aö predika,gera persónur sinar aö málpipum, láta þær tala eins og bækur. Hann er lika mistækur I byggingu handrits. T.d. er notkun þular aöeins óþarfur lýtir á verkinu og Chayefsky hefur heldur ekki gert nægilega vel upp viö sig hvort hann ætlar aö setja fram grimma ádeilu eöa aöeins iróniu, pinulitið tilfinningasama á stundum. Engu aö siður er þessi mynd þrátt fyrir einstaka galla efnismikil sem heild, eink- ar vel skrifuð á köflum (miöaö við venjuleg andlaus* Holly- woodhandrit) og erindi hennar er brýnt. Network er aö visu fyrst og fremst „handritshöfundar- mynd”. En sá trausti fagmaöur Sidney Lumet leikstjóri og leikararnir Pinch, Holden, Dunaway og Duvall veita dáli'tiö. hýsterisku handriti Chayefskys i þann farveg á tjaldinu sem gerir Network að jafn magnaöri mynd og hún er. —AÞ IIF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.